Þjóðviljinn - 06.01.1987, Síða 16

Þjóðviljinn - 06.01.1987, Síða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUINN Þrlðjudagur 6. janúar 1987 2. tðlublað 52. árgangur SP3ALDHAGI a einum si # SAMVINNUBANKl ÍSLANDS HF. Vegaframkvœmdir Aldrei minna framkvæmdafé / engu staðið við Vegaáœtlun og Langtímaáœtlun í vegamálum. Stórfelldur niðurskurður enn eitt árið. Geir Gunnarsson: Fyrirheit til þjóðarinnar um stórauknar framkvæmdir orðin hrein öfugmœli au fyrirheit sem Alþingi gaf þjóðinni um stórauknar framkvæmdir í vegamálum eru að verða öfugmæli á mestu upp- gripsárum sem þjóðin hefur lifað vegna hagstæðra ytri aðstæðna. Sama er að segja um aðrar samfé- lagslegar framkvæmdir. Þær dragast saman á gósenárum þeg- ar einkabraskið blómstrar, sagði Geir Gunnarsson alþingismaður í samtali við Þjóðviljann en sam- kvæmt yfirliti sem Vegagerð ríkisins hefur tekið saman um framlög til vegamála á undan- förnum árum, að beiðni Geirs kemur fram að fjárveitingar til vegamála hafa aldrei verið eins lágar allan þennan áratug og á þessu ári samkvæmt nýsam- þykktu fjárlagafrumvarpi. Alls verður í ár varið um 930 miljónum til nýrra framkvæmda í vegagerð en var í fyrra 1020 milj- ónir og 1260 miljónir árið 1980 miðað við fast verðlag. Frá árinu 1985 hafa fjárveitingar til nýrra vegaframkvæmda dregist veru- lega saman og frá árinu 1983 hafa framlög til vegaframkvæmda aldrei náð þeim markmiðum sem sett hafa verið bæði í Vegaáætlun og Langtímaáætlun. Þannig átti að verja í ár 2.4% af þjóðartekj- um til vegaframkvæmda sam- kvæmt þessum samþykktu áætl- unum Alþingis um vegamál, en verður í ár aðeins 1.47% af þjóð- artekjum. Þá hefðu framlög til nýrra framkvæmda átt að nema 1490 miljónum samkvæmt Vegaáætl- un og 1710 miljónum samkvæmt Langtímaáætlun en framkvæmd- aféð er aðeins 930 miljónir sam- kvæmt ákvörðun stjórnvalda í nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi. Húsavík Lœkkun Bandaríkjadollars Vesturbœr Tölvur Nýtt íslenskt fomtunarmál íslensktforritunarmál ernú tilsölu. Er- lendir markaðir í athugun Þetta er nú ekki fyrsta íslenska forritunarmálið en sjálfsagt það fyrsta sem er markaðssett,“ sagði dr. t Snorri Agnarsson tölvufræðingur hjá Reiknistofnun Háskólans í samtali við Þjóðviljann. Snorri hefur unnið að þessu forritunarmáli á undan- förnum tveimur árum og ætlar nú að hefja sölu á því og hyggst í samráði við tvo nemendur sína stofna fyrirtæki í tengslum við vinnu þeirra. Snorri segir þetta forritun- armál hafa tvo kosti fram yfir mörg önnur, það að forritunarmálið er íslenskt segir hann ekki það merki- legasta. „Einingaforritunin er meðhöndluð á sérstakan hátt,“ sagði Snorri „Með einingaforritun er átt við það hvernig maður meðhöndlar söfn af undirforritum. Þetta forritunarmál býður sem sagt upp á sveigjanlegri notkun og undirforritasöfnun. Einnig er um að ræða listavinnslu sem þýðir að notandi á auðveldara með að nota minni vélarinnar án þess að lenda í vandræðum." Snorri sagði að þeir fyrirhuguðu að fara með þetta forritunarmál á erlendan markað. Það væri hins vegar allt í athugun enn sem komið væri. Málið er hins vegar það að Islendingar hafa svo lítil sambönd og litla reynslu í þessum málum. Og útlitið er satt að segja ekki bjart með það að útvega mönnum hér í háskólanum aðstöðu til þeirrar þróunarvinnu sem tii þarf. IH Dr. Snorri Agnarsson með forritunarmálið á disklingi. Mynd E. Ól. Rauða strikið í hættu Bolli Þór Bollason: Áframhaldandi lækkun Bandaríkjadoll- ars getur aukið líkurnar á því aðframfœrsluvísitalanfari yfir rauða strikið Ekkert ríki íþriðja skipti sem Hús- víkingar hafna áfengisút- sölu Húsvflringar gengu til atkvæða á laugardaginn og höfnuðu því að komið yrði á fót áfcngisútsölu í bænum. Um 70 prósent atkvæðisbærra tóku þátt og lögðust 652 gegn ríki á Húsvík en 546 vildu geta keypt brennivín innan bæjarmarka. Þetta er í þriðja sinn sem Hús- víkingar kjósa um áfengi og hafa ríkisandstæðingar unnið jafnoft. Norðanlands eru tvö útibú frá ÁTVR, á Akureyri og á Siglu- firði. - m Síðustu 2 vikurnar hefur gcngi Bandaríkjadollars lækkað jafnt og þétt og er Ijóst að áhrifa þeirrar þróunar mun gæta nokk- uð hér á landi. Að sögn Bolla Þórs Bollasonar aðstoðarforstjóra Þjóðhagsstofnunar mun áfram- haldandi þróun dollarans i þessa átt auka líkurnar á því að fram- færsluvísitalan hér á landi fari yfir rauða strikið. Að sögn Bolla koma fyrstu áhrif lækkunarinnar fram í lakarl stöðu útflutningsgreina sem selja í dollurum en um helmingur út- flutningstekna íslendinga er í dollurum. Mest mun þessara á- hrifa gæta í sölu sjávar- og frysti- afurða. Þá munu áhrifin koma fram í því að aðrar myntir hækka í verði miðað við að meðalgengi verði óbreytt. Þetta mun hafa þau áhrif að innflutningsverðlag hækkar og framfærslukostnaður innanlands eykst. Jafnvel þó lækkun Banda- ríkjadollars minnki afborgun af erlendum lánum, þá vegur sá þáttur mjög lítið miðað við önnur áhrif. Staða Bandaríkjadollars hefur farið versnandi á síðustu 2 árum, en miðað við meðaltal allra mynta hefur hann lækkað um 30% á þessum tíma. -K.ÓI. Blysför og skóflustunga í kvöld verður tekin fyrsta skóflustungan að nýjum Vestur- bæjarskóla á þrettándaskemmt- un sem íbúasamtök Vesturbæjar standa fyrir á íþróttavellinum við Sólvallagötu og Framnesveg. Jafnframt verður fagnað 10 ára afmæli íbúasamtakanna sem voru stofnuð vorið 1977. Hátíðarhöldin í kvöld hefjast kl. 18.30 með blysför frá gamla Stýrimannaskólanum. Meðal gesta sem koma fram eru þau Arni Björnsson þjóðháttafræð- ingur og Ragnhildur Gísladóttir söngkona. Þá mun Davíð Odds- son borgarstjóri taka fyrstu skófl- ustunguna að nýrri byggingu fyrir Vesturbæjarskólann. Ug.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.