Þjóðviljinn - 09.01.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.01.1987, Blaðsíða 1
Föstudagur 9. janúar 1987 5. tölublað 52. örgangur Góðœrið Met- árhjá fógetum Nauðungarsölur áfasteignum hafa aldrei veriðfleiri en ífyrra. Jukust úr28 í54 íReykjavík. Hafa nífaldast áþremur árum. 58 nauðungarsölur hjáfógeta í Kefla- vík. 11 áísafirði etta var algjört metár hjá okk- ur. Nauðungarsölur á síðasta ári voru alls 54 talsins, nær helm- ingi fleiri en þær voru í 1985, sagði Jón Skaftason yfírborgarfó- geti í Reykjavík í samtali við Þjóðviljann í gær. Nauðungarsölur á íbúðar- og atvinnuhúsnæði á landinu voru fleiri á síðasta ári en nokkru sinni fyrr. Jón sagði í samtali við blaðið í gær að uppboðsbeiðnum hjá embættinu hefði fjölgað verulega í fyrra og skiptu þær þúsundum. Nauðungarsölur í Reykjavík voru 54 í fyrra. Árið 1985 voru þær hins vegar 28,13 árið 1984, 6 árið 1983 og 7 árið 1982. Fjöldi slíkra sala hefur þannig nífaldast Starfsheiti kennara Ríkið græðir vel Ráðuneytið selur kenn- urum leyfisbréffyrir rúmar3 miljónir síðan árið 1983. „Það opnuðust flóðgáttir í þessu hjá okkur í fyrra og ástæðan fyrir því er auðvitað fyrst og fremst sú að greiðslugeta fólks er slakari en áður,“ sagði Jón um þetta í gær. Hjá bæjarfógetanum í Kefla- vík voru nauðungarsölur enn fleiri en í Reykjavík eða 58 alls. Til samanburðar má geta þess að árið 1985 voru nauðungarsölur hjá embættinu í Keflavík 33 tals- ins. Geysilegur fjörkippur hefur komist í þessar sölur síðan í haust, en í september voru söl- urnar aðeins orðnar 22. Nauðungarsölur hjá bæjarfóg- etanum á Isafirði voru að sögn Péturs Kr. Hafstein 11 í fyrra og var það nokkur aukning frá árinu áður. Þess ber að geta að íbúar í umdæmi Péturs eru aðeins um 6 þúsund, þannig að hlutfallslega hafa sölur þar verið mun fleiri en t.d. í Reykjavík. Elías Elíasson bæjarfógeti á Akureyri hafði svipaða sögu að segja. Þar voru nauðungarsölur 17 í fyrra, en einni færri árið 1985. Árið 1984 fóru fram 14 nauðung- arsölur á fasteignum á Akureyri. -«g Nauðungarsölur í Reykjavík á fyrra ári jafnast á við heila blokk. Gamait baráttumál kcnnara um lögverndun starfsheitis og starfsréttinda komst í lögform- lega höfn um áramótin, - en mörgum kennaranum hnykkti við þegar ráðuneytið bauðst til að lögvernda hann. Leyfisbréfið kostar nefnilega 750 krónur, og er ekki fjarri lagi að ríkissjóður fái um 3,4 miljónir fyrir sinn snúð frá kennurum. Fyrsta janúar gengu í gildi lög um Iögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakenn- ara, framhaldsskólakennara og skólastjóra, og geta nú aðeins þeir notað þessi starfsheiti sem til þess fá leyfi menntamálaráð- herra. Til slíks leyfis þarf leyfisbréf sem ráðuneytið er nú byrjað að selja og kostar 750 krónur sam- kvæmt lögum um aukatekjur rík- issjóðs. Eru kennarar þar á sama báti og aðrar lögverndaðar stétt- ir. Félagsmenn Hins íslenska kennarafélags eru um 1100, í Kennarasambandi íslands eru um 3200, og í félagi skólastjóra um 300, samtals um 4600, að vísu ekki alíir með réttindi. Laust á slegið renna næstu vikur um 3,4 miljónir frá þessum hópi í ríkis- sjóð, og þykir sumum dýrt drott- ins orðið. -m Sprengjur Vélmenni bætist í flota Gæslunnar Landhelgisgœslan kaupir margvíslegan öryggisbúnað fyrir sprengjusérfrœðinga sína. Sprengjuheldur öryggisbúningur, vélmenni og röntgentœki Landhelgisgæslan hefur fest kaup á sérstökum sprengju- heldum öryggisbúningi og öðrum öryggistækjum fyrir sprengjusér- fræðinga sína. Kostnaðurinn er 1,7 miyón króna. Fjárveitinga- nefnd Alþingis heimilaði kaup á þessum búnaði nú skömmu fyrir jól. Að sögn Gunnars Bergsveins- sonar forstjóra Landhelgisgæsl- unnar er um að ræða einn örygg- isbúning sem er sprengjuheldur og sprengjusérfræðingar Gæsl- unnar eiga að klæðast þegar þeir gera sprengjur óvirkar eða at- huga torkennilega hluti. Hingað til hefur slíkur búningur, sem kostar um 700 þús. krónur, ekki verið til hérlendis en einn var fenginn að láni frá breska hern- um meðan á leiðtogafundinum stóð. Þá hefur verið keypt tæki til að gegnumlýsa grunsamlega pakka og að auki sérstakur fjarstýrður búnaður sem hægt er að kanna hluti með úr góðri fjarlægð og er jafnframt hægt að nota þennan búnað eða vélmenni til að stjórna vatnsbyssu sem gæslan á og er notuð til að gera sprengjur óvirk- ar. -Það er mikið öryggisatriði fyrir okkur að hafa þennan búnað sem við fáum í hendur innan tíð- ar. Hingað til höfum við í raun sem hafa unnið við að gera sprengjur óvirkar og maður andar léttar þegar þessi búnaður verður kominn, sagði Gunnar Bergsveinsson. -•g- Sjómenn/útvegsmenn Enn í hnút Sjómenn neita að setjast að samningaborðifyrr en Hafþór snýr til hafnar Fundur sá sem ríkissáttasemj- ari boðaði með sjómönnum, farmönnum og útvegsmönnum í gær bar engan árangur, en þar ítrekuðu fulltrúar Alþýðusam- bands Vcstfjarða, Bylgjunnar og Sjómannasambandsins að þcir muni ekki ganga til viðræðna fyrr en rækjutogarinn Hafþór ÍS hef- ur snúið til hafnar. Lítil hreyfing mun því verða á samningavið- ræðum þar til svo hefur orðið. í gær óskuðu sjávarútvegsráð- herra og viðskiptaráðherra eftir fundum með fulltrúum samnings- aðila og voru þeir haldnir sam- dægurs, en þar kynntu aðilar stöðuna fyrir ráðherrum. í gær var gert hlé á viðræðum undirmanna á kaupskipum og vinnuveitendam og hefur annar fundur verið boðaður klukkan 1 í ddg' Sjá SÍÖU 3 -K.ÓI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.