Þjóðviljinn - 09.01.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 09.01.1987, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGK) •w' Unnur Björn Sigurjón Þuríður Austurland Byggðamálin í brennidepli Alþýðubandalagið á Austurlandi efnir á næstunni til opinna funda þar sem byggðamálin verða í brennipunkti. Þar flytja ávörp fulltrúar af framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum m.a.: Unnur Sólrún Bragadóttir, Björn Grétar Sveinsson, Sigurjón Bjarnason og Þuríður Backman. Alþing- ismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson sitja fyrir svörum. Fund- irnir verða sem hér segir: Höfn í Hornafirði, fimmtudaginn 8. janúar kl. 20.30 í Miðgarði. Djúpavogi, föstudaginn 9. janúar kl. 20.30 í Félagsaðstöðunni. Breiðdalsvík, laugardaginn 10. janúar kl. 13.30 í Staðarborg. Stöðvarfirði, laugardaginn 10. janúar kl. 17.00 í Samkomuhúsinu. Fáskrúðsfirði, sunnudaginn 11. janúar kl. 14.00 í Skrúð. Eskifirði, sunnudaginn 11. janúar kl. 20.30 í Valhöll. Neskaupstað, miðvikudaginn 14. janúar kl. 20.30 í Egilsbúð. Seyðisfirði, fimmtudaginn 15. janúar kl. 20.30 í Herðubreið. Fundir verða síðar ákveðnir á Reyðarfirði og Borgarfirði. Fundirnir eru ðllutn opinir._________Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráð - Fjárhagsáætlun Bæjarmálaráð ABH er boðað til fundar í Skálanum Strandgötu 41 laugardaginn 10 janúar kl. 10.00. Dagskrá: 1) Umræður um fjárhagsáætlun fyrir Hafnarfjarðarkaupstað 1987. Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi stýrir umræðum. 2) Onnur mál. Allir nefndarmenn og varamenn peirra hvattir til að mæta vel og stundvís- le9a- _________________________________Stjórn bæjarmálaráðs Alþýðubandalagið Reykjaneskjördæmi Kjördæmisráðsfundur Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi boðar til fund- ar í Þinghóli, Kópavogi, mánudaginn 12. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Tillaga kjörnefndar að framboðslista fyrir komandi alþingis- kosningar. 2) Kosningastarfið. 3) Önnur mál. . Allir kjördæmisráðsfulltrúar hvattir til að mæta. Stjornm. AB Norðurlandskjördæmi eystra Aukakjördæmisþing Aukakjördæmisþing Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra verð- ur haldið sunnudaginn 11. janúar í Lárusarhúsi á Akureyri og hefst kl. 10 árdegis. Á dagskrá: 1) Ákveðinn framboðslisti til Alþingiskosninga. 2) Kosninga- undirbúningur, a) Málefnaáherslur, b) Útgáfa, c) Annað. 3) Stjórnmálaumræða eftir því sem tími leyfir. - Stjórn kjördæmisráðs. Alþýðubandlagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Laugardaginn 10. janúar milli kl. 10-12 verða Unnur S. Björnsdóttir for- maður ABK og fulltrúi í tómstundaráði og Elsa S. Þorkelsdóttir fulltrúi í félagsmálaráði á skrifstofu félagins í Þinghóli, Hamraborg 11. Heitt á könnunni. Félagar eru hvattir til að líta inn. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráð Fundur mánudaginn 12. janúar kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Dagskrá: Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar. Stjórnin Dagvist barna vekur athygli á að í janúar og febrúar er opið fyrir leyfisveitingar til daggæslu barna á einkaheimil- um. Vöntun er eingöngu í eldri hverfum borgarinnar. Upplýsingar í símum 22360 og 27277. Umsjónarfóstrur. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis verða lokuð föstudaginn 9. janúar 1987 frá kl. 13.00, vegna jarðarfarar dr. med. Jóns Sigurðs- sonar, fyrrverandi borgarlæknis. Heiibrigðisráð Reykjavíkur. Bylgja kynþáttahaturs flæðir um Vestur-Evrópu Mikið atvinnuleysi gerir illt verra. - Vafasamt hlutverk fjölmiðla. -Innflytjendur eru enn „nauðsyn“ Meira að segja í Danmörku hafa menn tekið upp á því að brenna Ku-klux-klan krossa í amerískum suðurríkjastíl... Vaxandi kynþáttahatur, sem nærist af gömlum og nýjum fordómum og magn- ast af langvarandi atvinnu- leysi, setur í vaxandi mæli svip sinn á daglegt líf Vest- urevrópulanda og svo opin- bera stjórnarstefnu. Þetta kemur m.a. fram í því að jafnvel lönd eins og Dan- mörk og Holland, sem eiga sér stolta hefð að því er varðar viðtöku flótta- manna, skella nú í vaxandi mæli hurðum í lás fyrir hverjum þeim úr þriðja heimi sem leitar þar hælis. Breytt efnahagsástand ræður miklu um þessa dapurlegu þróun. Okkar áratugur er mjög ólíkur hinum sjötta og sjöunda, þegar um það bil tólf miljónir innflytj- enda voru gott ef ekki beinlínis hvattir til að taka þátt í að byggja upp aftur hina stríðshrjáðu Evr- ópu, fjölga þar vinnandi fólki - ekki síst í þeim greinum sem velmegunarfólk vildi helst ekki sinna... Vaxandi fjandskapur í garð fólks frá hinum fátæka þriðja heimi leikur lausum hala í samfél- ögunum - enda þótt aðeins einn af hverjum 333 íbúum Frakk- lands sé útlendingur, einn af 384 í Bretlandi og einn af 617 í Vestur- Þýskalandi - landi Gúnthers Wallraffs sem hefur skrifað fræga bók um málið. Fæstir leiða nokkru sinni hugann að því að í miklu fátækari löndum eins og Jórdaníu og Sómalíu eru útlend- ingar, flóttamenn reyndar, mar- gfalt fleiri - eða einn af hverjum fimm íbúum Jórdaníu og einn af hverjum þrem íbúum Sómalíu. Fjandskapurinn í garð innflytj- enda kemur og niður á þeim sem hafa orðið að leita hælis í Vestur- Evrópu sem pólitískir flótta- menn. Eitt hið óhugnanlegasta er það, hve ört fjölgar ofbeldisverk- um sem bitna á innfleytjendum - til dæmis að taka, hafa í Frakk- landi verið framin síðan árið 1981 160 morð sem rakin verða til kyn- þáttahaturs. í einu hverfi Lundúna (Redbridge) voru í fyrra skráðar 112 árásir á þeld- ökkt fólk frá fyrrverandi ný- lendum Breta. Við erum að drukkna Æsifréttaskrif blaða um aukinn flóttamannastraum frá löndum eins og Sri Lanka og fran hafa mjög kynt undir geðflæktum ótta evrópskra þjóðrembun anna við að þeir muni drukkna í mannmergð frá öðrum menning- arsamfélögum. Þá hafa hermdar- verk, hverrar ættar sem þau eru, mjög kynt undir kynþáttahatur. f Frakklandi hefur hægristjórnin gefið lögreglu aukið umboð til geðþóttahandtöku og hús- rannsókna, og bitnar þetta ekki síst á fólki úr Arabalöndum, sem eins og liggur allt undir grun um misferli. Móðgandi ummæli um aðra kynþætti eru að vera sjálfsagður hlutur. Gömlum nasistaskrýtlum er snúið af Gyðingum upp á Tyrki. Úti fyrir búðum, þar sem umsækjendur um pólit skt at- hvarf eru geymdir, bera mótmæl- endur skilti þar sem á stendur að öllum útlendingum skuli út kast- að eða: „í dag gefum við þeim reiðhjól, á morgun dætur okkar“. Vinsæl - og prúttin dagblöð kynda mjög undir fordóma: 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN blökkumenn og Arabar eru þjóf- óttir, skítugir, Asíumenn eru eiturlyfjahöndlarar og þar fram eftir götum. Hægrisinnaðar stjórnir finna hvaðan vindur blæs og taka veru- legt tillit til áróðurs og vinsælda kynþáttahatara eins og þeirra sem saman eru komnir í „Þjóð- fylkingunum" frönsku og bresku. Ríkisstjórnir í Hollandi, Vestur- Þýskalandi, Bretlandi, Frakk- landi, Danmörku og Sviss hafa hert á reglum um innflutning fólks og gert umsækjendum um pólitískt athvarf æ erfiðara fyrir. Atvinnuátand Útlendingahatrið er að flestra dómi mjög tengt atvinnuleysi. Þetta veit til dæmis foringi Þjóð- fylkingarinnar frönsku, Le Pen - en hann hefur háð kosningabar- áttu undir plakötum sem á stend- ur: - tvær miljónir innflytjenda - tvær miljónir atvinnuleysingja. En sá útreikningur að atvinnu- leysi muni hverfa með innflytj- endunum er rangur. Innflytjend- ur eru aðeins 9 prósent af vinn- andi fólki í Frakklandi og 86% þeirra vinnur ófaglærð störf. Þeg- ar árið 1974 var lokað á farand- verkamenn frá löndum utan Efnahagsbandalagsins. Margir innflytjendur hafa fengið reiðufé til að flytjast aftur heim. Meðan tala innflytjenda meðal vinnandi manna hefur staðið í stað hefur atvinnuleysið fímmfaldast á tíu árum í Frakklandi - úr 450 þús. í 2,4 miljónir eða því sem næst. Reyndar er meira en nóg til af heimildum sem benda í þá átt, að fjöldabrottvísun innflytjenda frá Vestur-Evrópuríkjum mundi hafa í för með sér margskonar vandkvæði fyrir efnhag viðkom- andi landa - vegna þess m.a. að þessir „gistiverkamenn" vinna einatt þau erfiðu og fyrirlitnu störf, sem enginn annar fæst til að vinna - ekki heldur atvinnulausir heimamenn. AB tók saman. Frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi Nýbygging Fjölbrautaskóla Suðurlands verður vígð og skólinn settur laugardaginn 10. janúar nk. og hefst athöfnin kl. 14. Nemendur mæta kl. 12.30 við Selið. Allir eru velkomnirtil hátíðarinn- ar. Sérlega er skírskotað til eldri nemenda skólans. Húsið verður til sýnis þennan sama laugardag til kl. 21. Stundatöflur verða afhentar fimmtudaginn 15. janúar kl. 14, þar í húsinu, gegn greiðslu innritungargjalds, kr. 1500. Kennsla hefst sam- kvæmt stundaskrá föstudaginn 16. janúar. í öldungadeild hefst kennsla fimmtudaginn 15. janúar. Innritunargjald kr. 3600 greiðist í fyrstu kennsluvikunni. Enn er hægt að taka við nemendum í dagskóla og öldungadeild. Innritun fer fram á skrifstofu skólans, sími 99-2111. Skólameistari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.