Þjóðviljinn - 09.01.1987, Síða 8

Þjóðviljinn - 09.01.1987, Síða 8
GLÆTAN Ragnar að sannfæra þá Ara Gísla, Tómas og Hauk á stjórnarfundi í fyrrakvöld. Mynd: Þ.A.E. Krakkar, komið úr felum Það var í október að við sögðum fráfyrirhugaðri smásagna- og Ijóðasam- keppni menntaskólanna, í viðtali við upphafsmann hennar, Tómas Tómasson. Við heyrðum að skilafrestur væri að renna út og brugðum okkur því á stjórnarfund hjá Úffa (Utgáfufélagi framhalds- skólanna), bæði til að rifja upp fyrir okkur og forvitnast um hvaðavatn hefði runniðtil sjávarsíðan þá. Það var Ari Gísli Bragason, skáld og forseti Listafélags Menntaskólans í Reykjavík, sem varð fyrir svörum og við báðum hann að rekja gang mála síðan síðast: Ekki bara menntaskólarnir „Um það leyti sem þið rædduð við Tómas hafði hann samband við menn í öllum menntaskólum, viðraði hugmyndina við þá og fékk mjög góðar undirtektir. En undirtektirnar voru ekki bara góðar þar, heldur og í öðrum framhaldsskólum. Svo góðar að það var fast leitað eftir því að keppnin yrði stækkuð að umfangi og næði til allra framhaldsskóla á íslandi - fjörutíuogtveggja að tölu. Þetta gekk eftir, nema hvað Húsmæðraskólinn á Húsavík varð útundan. Þá var boðaður fundur og þar komust menn að samkomulagi um að Menntaskól- arnir í Hamrahlíð, Kópavogi og Reykjavík, ásamt með Kvenn- askólanum og Fjölbraut í Breiðholti, skyldu bera hitann og þungann af samkeppninni. Stjórnin er svo skipuð einum fulltrúa frá hverjum skóla, gjald- kerinn úr F.B., ég úr M.R., Tóm- as úr Hamrahlíðinni, en hann er ritari og gegnir störfum formanns þar eð Hrafn Jökulsson úr Kvennaskólanum sagði því embætti af sér, þar sem hann hætti í námi um áramótin. Loks er svo Haukur Guðmundsson úr M.K.“ Fyrsti febrúar Og stjórnin hefur vœntanlega komið sér saman um fyrirkomu- lag samkeppninnar? „Já, efni ber að skila inn fyrir fyrsta febrúar. Ég endurtek fyrir fýrsta febrúar, því nú fer hver að verða síðastur með það. Send- andinn þarf að vera fæddur eftir 1963 og stunda nám í framhalds- skóla. Hann sendir söguna í póst- hólf 1730, 101 Reykjavík, eða kemur efninu beint til stjórnar- innar. Hann sendir inn undir dul- nefni en hefur rétt nafn í lokuðu umslagi merkt dulnefninu." Mikil gróska Hefur eitthvert efni borist inn? „Já, það er töluvert og enn meir á leiðinni - a.m.k. ef marka undirtektir í skólunum. Öll um- ræða hefur verið á einn veg, já- kvæð, og það sannar okkur að þetta er þarft framtak. Enda er þetta löngu tímabært. Það yrkja allir einhverntíma á lífsleiðinni - eða svo segja þeir. Og þá flestir þegar þeir eru ein- mitt á þessum aldri. En vettvang vantar þá alltaf.“ Ungtfólk er sumsé ekki hœtt að yrkja? „Langt því frá. Það er mikil gróska núna, þrátt fyrir vídeóið og fjölmiðlabrjálæði, sem sést m.a. á því hve margir ungir höf- undar hafa verið að gefa út, þótt mest sé það á eigin vegum. Það er synd hve stöðnuð, nú eða hrædd, forlögin eru. Að leggja ekki meira uppúr því að koma ungum höfundum á framfæri en raun ber. Úr þessu erum við að reyna að bæta og ætlum ekki að láta staðar numið við þessa samkeppni. Okkur hefur dottið ýmislegt fleira í hug, t.d. að gefa út lista- verk, lagasmíðar o.fl.“ En eru menn ekki að mestu hættir að lesa Ijóð og smásögur? „Nei, en þetta á undir högg að sækja. Þó einkum ljóðið. En hvorutveggja sækir á og það er okkar spá að þau muni sigra bæði bláar og hvítar vídeóleigur á endanum. En hvernig er meðpeningamál- in? Farið þið ekki á hausinn á þessu? „Ekki held ég það. M.H., M.R. og F.B. hafa lagt fram fimmtán þúsund hver og M.K. tíu. Við væntum þess að hinir skólarnir fylgi fordæmi okkar. Svo höfum við fengið mjög góðan mann, Ragnar Halldórsson, til að safna styrkjum frá fyrirtækjum og við væntum þess auðvitað að bókin seljist.“ Eitthvað að lokum? „Ég vil bara beina orðum mín- um til þeirra sem þjást af kjark- leysi. Sennileg hefur ekkert myrt jafn marga rithöfunda og það. Hræðslan við að leyfa öðrum að lesa hugsmíðar sínar. En þeim sem eiga við hana að etja vil ég segja að þeir eru ekki einir á báti og það er löngu orðið tímabært að við komum úr felum. Það er bara að drífa sig í ki- stuna og leita. Ég þykist næsta viss um að þar leynist fleira en bara viskíflaska ... Skólaljóð/M.R. nú fyrir jólin Nú fyrir jólin gaf Framtíðin, málfundafélag Mennta- skólans í Reykjavík, út Skóla- Ijóð samkvæmt gamalli hefð. Undirtitillinn er „ Vísir að úrvali Ijóða er birtust í Skólablaðinu og Skinnfaxa". Á þetta bindi að spanna tímabilið frá 1976 til 1986 og má segja að mjór sé mikils vísir. Eru skáldin níu og kalla sig: Guðmund Karl, Magnús Þor- kelsson, Ragnar, Borgþór frá Eiði, Skáldu, Sigríði Matthías- dóttur, Ingvar Sverrisson, Ara Gísla Bragason og Hrafn Jökuls- son. Er þetta í fimmta eða sjötta skipti sem Framtíðin gefur út slíkt úrval, en formálinn er tví- saga í þessu efni. Verð þess er 100 kr. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.