Þjóðviljinn - 11.01.1987, Blaðsíða 6
Bandaríkin
á barmi
gjaldþrots
Það eru ekki bara ríki þriðja
heimsins sem eiga í erfið-
leikum vegna erlendra lána.
íslendingar hafa kynnst slík-
um erfiðleikum og nú standa
Bandaríkin frammi fyrir því
sama. Allt útlit er fyrir alvar-
legri kreppu í Bandaríkjunum
vegna himinhárra erlendra
lána og stjarnfræðilegs við-
skiptahalla. Kreppan íSuður-
Ameríku virðist hafa teygt
anga sína norður á bóginn og
óttast fjármálasérfræðingar á
Wall-street að hrun sé fram-
undan.
Hér á íslandi verðum við vör
við þessa þróun því um leið og
dollarinn fellur þá hrapa gjald-
eyristekjur okkar, á hinn bóginn
vegur það upp á móti að erlend
lán okkar, sem að stórum hluta til
eru í dollurum, lækka.
Skuldugasta
ríki heims
Gengi dollarans hefur lækkað
mjög að undanförnu, en á þó eftir
að lækka enn meira áður en hann
fer að hafa jákvæð áhrif á utan-
ríkisverslun Bandaríkjamanna.
Og með lækkandi gengi dollarans
eykst hættan á verðbólguskriðu í
Bandaríkjunum, nokkuð sem við
þekkjum mæta vel frá íslandi.
Bandaríkin eru skuldugasta
ríki heimsins, skuldar tæpa 10
þúsund milljarða íslenskra króna
'og mun sú upphæð aukast um 6
þúsund milljarða í ár. Að mati
fjármálasérfræðinga munu
Bandaríkin í lok þessa áratugs
skulda jafn mikið og öll ríki
þriðja heimsins skulda samtals.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn
hefur af þessu þungar áhyggjur.
Fram til þessa hafa peningastofn-
anir víðsvegar um heiminn verið
viljugar að dæla lánsfé til Banda-
ríkjanna en afstaða þeirra virðist
vera að breytast. f lok þessa ára-
tugs verða vextir af erlendum lán-
um í Bandaríkjunum tæpir 4 þús-
und milljarðar króna. Til að
mæta þessu þyrfti að snúa við
þróuninni og snúa viðskiptahall-
anum í hagnað. Slík kollsteypa er
hinsvegar óhugsandi. Fæst lönd
heimsins eru í stakk búin til að
auka innflutning sinn frá Banda-
ríkjunum svo mikið að jafnvægi
komist á milli útflutnings og inn-
flutnings.
Verður að draga
saman seglin
Önnur leið er sú að minnka
mjög innflutning á vörum en af-
leiðingin af því yrði kreppa sem
teygði anga sína um stóran hluta
heimsbyggðarinnar. Eitt er ljóst
að Bandaríkjamenn standa
frammi fyrir alvarlegu vandamáli
og til einhverra ráða verður að
grípa; framleiðsluna verður að
auka og minnka jafnframt neysl-
una. Sumir halda því fram að sér-
hver Bandaríkjamaður verði að
draga saman seglin um 6%
Viðbrögð James Baker,
fjármálaráðherra Reagan-stjórn-
arinnar, hafa verið þau að lækka
gengi dollarans til að bæta stöðu
útflutningsatvinnuveganna, en
alls ekki nægjanlega mikið að
mati margra. Þá hefur hann þrýst
á Pjóðverja og Japani, að þeir
flytji inn meira af vörum frá
Bandaríkjunum. Á það er þó
bent að japanski og vestur-þýski
markaðurinn séu svo litlir að þó
þessi lönd auki eitthvað innflutn-
Fjármálaspekingar á Wall-Street
hafa þungar áhyggjur af þróun fjár-
mála í tíð Reagan-stjórnarinnar.
ing sinn hafi það lítil áhrif á út-
komuna úr heildardæminu.
Þriðja aðgerðin er sú að auka lán-
veitingar til þróunarlanda svo
þau geti keypt meira af Banda-
ríkjamönnum. Á síðasta ári lagði
hann til að 15 af þeim löndum
sem voru hvað skuldugust við
Bandaríkjamenn fengju aukalán
upp á 160 milljarða króna gegn
því að þau ykju innflutning frá
Bandaríkjunum.
Stjarnfrœði-
legurviðskipta-
halliog
himinhá erlend
lán valda
mönnum
miklum
áhyggjum. Er
kreppa
framundan?
Demókratar kalla þetta
strútspólitík. Segja að Baker
stingi höfðinu í sandinn og vilji
ekki horfast í augu við vandann.
Þeir hafa sjálfir bent á að ef lönd
einsog Brasilía og Mexíkó fengju
að afskrifa hluta af skuldum sín-
um við Bandaríkin, gætu þau
aukið innflutning frá Bandaríkj-
unum, að slíkt væri mun vitur-
legra en að dæla nýjum lánum til
þessara landa.
Nú í vikunni lagði Reagan-
stjórnin fram fjárlagafrumvarp
sitt. Gerir frumvarpið ráð fyrir
hæstu ríkisútgjöldum í sögu
Bandaríkjanna eða rúma 1000
milljarða dollara (40.000 mill-
jarða ísl. króna). Hallinn á fjár-.
lögum er um 4.300 milljarðar ísl.
króna.
Demókratar hafa gagnrýnt
frumvarpið harðlega og m.a. lýst
því yfir að framlög til hermála
muni ekki verða hækkuð einsog
Reagan fer fram á. Telja þeir lítt
vænlegt til árangurs að tvöfalda
útgjöld til hermála á fimm árum
þegar verið er að reyna að ná
jafnvægi í ríkisbúskapnum.
Leggja sumir demókratar til að
skattheimta verði aukin, er t.d.
talað um að leggja aðflutnings-
gjöld á innfluttar vörur en víst er
talið að Reagan muni berjast
með oddi og egg gegn öllum slík-
um hugmyndum.
Einsog kunnugt er hafa Demó-
kratar meirihluta bæði í fulltrúa-
ráðinu og í öldungadeildinni og
má því búast við harðri rimmu
áður en fjárlagafrumvarpið verð-
ur afgreitt.
-Sáf/Reuter/Ny tid
Forráðamenn grunnskóla,
héraðsskóla og aðrir sem
hug hafa á að fá
danskennslu
í sitt byggðarlag.
HAFIÐ SAMBAND
við tökum að okkur
danskennslu.
Námskeið eftir
samkomulagi.
bANSStiOLM
Barnadansar
Gömlu dansarnir
Standard dansar
Suður-amerískir dansar
Athugið! Takmarkaóur fjöldi
nemenda í hvern tíma (26
nemendur).
F.Í.D.