Þjóðviljinn - 13.01.1987, Blaðsíða 14
ekkert erindi, enda verði engir
kópar veiddir í látrum, sem búið
er að eyða með skothernaði.
Eina raunhæfa leiðin til að nýta
selalátrin, okkar gömlu og verð-
mætu loðdýrabú, er þess vegna
hin hefðbundna veiði bænda á
veiðijörðum.
Selveiðar hafa aldrei heyrt
undir sjávarútveg hér á landi,
enda jafnan verið búgrein fyrst
og fremst, eins og flest önnur
hliðstæð hlunnindi. Þegar sjávar-
útvegsmenn heimta nú að fá um-
ráðin yfir þessari gömlu búgrein,
skv. lagafrumvarpinu, er það
ekki af áhuga á nýtingu sela-
stofnsins í framtíðinni, heldur til
að skera hann sem rækilegast nið-
ur. Þetta er augljóst mál, enda
viðurkennt. Þegar bændur beita
sér gegn þeirri skipan mála, telja
þeir sig ekki vera að verja
hagsmuni sína og gömul réttindi
eingöngu. Hér er um miklu
stærra mál að ræða: sambúð okk-
ar við landið og náttúru þess í
framtíðinni, en selamálið er
auðvitað hluti af því dæmi.
Einhliða
málflutningur
Sjávarútvegsmenn hafa beitt
miklum þrýstingi í selamálinu.
Þeir virðast sannfærðir um að út-
rýming sela leysi mikinn vanda,
og geti jafnvel stórbætt lífskjör
þjóðarinnar. Með einhliða mál-
flutningi hefur tekist að telja al-
menningi trú um þetta, og, að því
er virðist, stórum hluta alþingis-
manna líka.
Málið sýnist einfalt: Selnum
fjölgar við landið. Hann etur frá
okkur nytjafiskinn og veldur vax-
andi hringormaplágu. Hann er
ekki lengur til neinna nytja sjálf-
ur. Hann er þvert á móti óalandi
meindýr, sem stendur sjávarút-
vegi og fiskvinnslu fyrir þrifum,
Selveiðar hafa aldrei heyrt undir sjávarútveg hér á landi, enda jafnan verið búgrein fyrst og fremst, eins og flest
önnur hlunnindi.
önnur hlunnindi.
og heldur niðri lífskjörum fólks í
landinu. Talnafróðir stjórnmála-
menn kunna jafnvel að tilgreina
prósentutölur yfir þær kaup-
hækkanir, sem sjávarútvegurinn
gæti fært vinnandi fólki á silfurf-
ati að selaslátrun lokinni. Því
dæmist rétt vera: Drepa skal all-
an sel við landið sem allra fyrst -
sama hvernig farið er að því - og
prófa hvort vandamálin hverfi þá
ekki eins og dögg fyrir sólu.
Hvorki gamlar lagakreddur um
friðun selalátra, né efasemdir um
að rétt sé ályktað, mega hindra
framgang þessa nauðsynjamáls.
Það breytir kannski litlu að
nefna hér fáein atriði varðandi
þetta mál, en þó skal það gert.
Þau sjónarmið hafa fengið minni
auglýsingu í fjölmiðlum en hin, til
þessa.
1. Það er alls ekki óumdeilt
meðal fræðimanna að hringorm-
ur hafi aukist í fiski. Ekki heldur
nein óyggjandi vissa fyrir því, að
meira sé af sel við landið nú en
var á þeim tíma, sem miklu
minna á að hafa verið af hring-
ormi í fiskinum.
2. Þó að hér skuli ekki gert lítið
úr vanda fiskiðnaðarins vegna
DJÓÐVIUINIÍ
0 68 13 33
l H FT'IT'lÍðjÍl
0 68 18 66
Tíiniim
0 68 63 00
Blaðburður er
BESTA TRIMMIÐ
og borgar sigr
Blaðbera
vantar 1
í Vesturbæ, Æá
Eskihlíð Jsrjr/ /1
og Kópavog. • / •S*# / é
Hafðu samband við okkur
DJÓÐVILJINN
hringormsins hlýtur það að vekja
athygli, að á sama tíma, sem mest
er fárast yfir honum hér á landi,
vex útflutningur á ferskum fiski
af íslandsmiðum hröðum skref-
um. Útlendingar rífast um að
kaupa hann á háu verði sem sér-
staka úrvalsvöru - óhreinsaðan.
3. Við Grænland er mikil sela-
gengd, svo sem kunnugt er.
Hringormur finnst þar vart í fiski.
4. Samkvæmt rannsóknum
annist þær rannsóknir virðist
óneitanlega vafasöm málsmeð-
ferð, svo ekki sé meira sagt.
Markaðslokunin
bitnar harðast á
selnum sjálfum
Litlar nytjar hafa verið af sel
nokkur undanfarin ár. Satt er
það. Þar áður höfðu landsels-
kópaskinnin verið í góðu verði
lengi.
Markaðslokunin varð fyrir
áróður fólks, sem vildi banna all-
ar selveiðar af mannúðarástæð-
um. Auðvitað sá það ekki fyrir
hverjar afleiðingarnar áttu eftir
að verða af þeirri krossferð. Hér
á landi hefur eyðingarhernaður
gegn sel komið í stað hefðbund-
inna nýtingaraðferða og verð-
mætrar grávöruframleiðslu.
Við höfum lítið gert í því ennþá
að kynna fyrir heiminum að
markaðslokunin hefur komið
miklu illu til leiðar, og bitnar
harðast á selnum sjálfum. Það
ættum við þó að gera og gæti þá
svo farið að markaðsmál kæmust
í samt lag á ný. Á þessu ári seldist
nokkurt magn af selskinnum úr
landi fyrir sæmilegt verð og verð-
ur fróðlegt að vita hvort þar sé að
opnast markaður á ný. Á meðan
ættum við kannski að fara okkur
hægt við eyðingu selalátra og
lagasetningar um afnám friðu-
nar.
Eins og allir vita eru nú erfiðir
tímar í landbúnaði. Varla hefst
undan að rífa niður það, sem
byggt hafði verið upp með rækt-
un og byggingum á liðnum árum.
Landauðn blasir við heilum hé-
ruðum og landshlutum. Ekki
vegna harðinda og mannfellis,
eins og ferðum, heldur vegna
miskunnarleysis nýrra siða. Ein-
hver vottur af sómatilfinningu
hjá þjóðinni krefst þess þó, að
hamlað sé gegn útrýmingu mann-
lífs á landsbyggðinni.
í stað hefðbundinna búgreina
er þá reynt að efla nýjar. Miklu
hefttr verið til kostað að byggja
upp loðdýrabúskap út um allar
sveitir og menn hafa farið að
hyggja meira en gerst hafði und-
anfarið að nýtingu gamalla
hlunninda, eins og reka, veiði
o.fl. Það má furðulegt heita og
lyginni líkast að á sama tíma skuli
varið fé til að eyðileggja okkar
gömlu, arðsömu loðdýrabú, sel-
alátrin, og eyða bústofni þeirra.
Að jafnvel Alþingi íslending
skuli ganga fram fyrir skjöldu í
þeim leik, með lagasetningu, sem
gerir einkum ráð fyrir afnámi
gamalla friðunarákvæða. Mörg-
um finnst að þar höggvi sá er hlífa •
skyldi.
Þetta eru kannski stór orð, sem
ástæða væri til að skýra nánar.
Slíkt væri þó efni í aðra blaða-
grein og verður ekki gert frekar
hér og nú.
Skothernaður
og óvitaskapur
Eins og áður segir skal hér ekki
gert lítið úr hringormavanda
fiskiðnaðarins. Hvað gera skuli
til að draga úr þeim vanda er
hinsvegar álita- og deilumál,
enda óvíst að það sé á okkar valdi
yfirleitt. Lágmarkskrafa sýnist þó
vera að vandamálið sé rannsakað
miklu betur en gert hefur verið,
og af réttum aðilum, áður en rek-
ið er í afdrifaríkar aðgerðir.
Að svo stöddu getum við þó
velt fyrir okkur hverra kosta við
eigum völ. Við skulum þá byrja á
því að afskrifa allar hugmyndir
um að útrýma selnum. Það er ein-
faldlega hvorki fær leið né
mönnum sæmandi. Menn hafa
velt fyrir sér þeim möguleika -
líklega í alvöru - að evða selorm-
inum með einhverskonar
„hundahreinsun“ á selnum. Ekki
sýnist það árennilegt og er þó
aldrei að vita hverju vísindin eiga
eftir að koma til leiðar á því sviði.
Óhætt mun þó að slá því föstu, að
slík lausn er ekki í sjónmáli nú
eða í náinni framtíð. Þá eru varla
aðrir möguleikar eftir en að
hamla gegn offjölgun sela, ef
hætta er á henni, og rannsóknir
sýna, að hún leiði til aukningar á
hringormi. Væntanlega gæti orð-
ið „þjóðarsátt" um þá leið, og
kannski vakti aldrei annað fyrir
þeim, sem staðið hafa fyrir sela-
hernaði undanfarinna ára.
Eitt verða menn bara að skilja,
og þar hefur hnífurinn viljað
standa í kúnni, að ekki er sama
hvernig að selveiðum er staðið,
frekar en öðrum veiðum eða
landnýtingu. Að sleppa lausum
almennum skothernaði í selalátr-
um er slíkur óvitaskapur að furðu
gegnir. Sambærilegt við það, að
eyða gróðri landsins, veiða lax
með dínamítsprengjum, herja á
fuglabjörgin með hríðskotabyss-
um eða skrapa landgrunnið með
botnvörpum „upp í kálgarða".
Stundum er verið að bera saman
tölur um veidda seli árlega, með-
an nytjar bænda voru með hefð-
bundnum hætti, annarsvegar, og
eftir að hringormanefnd tók að
beita sér, hinsvegar. Slíkur sam-
anburður er auðvitað út í hött ef
önnur aðferðin leiðir til óbætan-
legrar og tilgangslausrar eyðingar
Iandkosta.
Auðvitað eigum við að nytja
selinn eins og áður, hindra fjölg-
un ef hún reynist óæskileg, vinna
að því að gera selskinn eftirsótt á
ný, nýta gamla reynslu og þekk-
ingu á þessum sviðum.
Forðumst hinsvegar að eyði-
leggja látrin, því þau eru grund-
völlur nýtingarinnar og hrifsum
ekki fornan rétt úr höndum
bænda, því án þeirra verða látrin
tæpast nytjuð. Hvetji
skinnmarkaðurinn ekki til hefð-
bundinna veiða munu bændur
sjálfsagt fúsir til samstarfs við þá,
sem kaupa vilja afurðir þeirra, ef
þeir hafa áfram umráð yfir látr-
unum og nytjum þeirra. Sjálfsagt
getur komið upp sú staða að
æskilegt sé talið að fækka fullorð-
num sel, t.d. útsel, en um það
verða að gilda aðrar reglur en
þær, að allir megi skjóta allsstað-
ar. Heildarlöggjöf um sel og sel-
veiðar er nauðsynleg, þó að sela-
eyðing sé það ekki.
Eysteinn G. Gíslason
18 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 13. janúar 1987