Þjóðviljinn - 17.01.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.01.1987, Blaðsíða 6
Handbolti IBVí 4. sæti Eyjamenn bættu stöðu sína í 2. deild karla í handknattleik á þriðjudagskvöldið þegar þeir sigruðu Gröttu 24-20. Grótta var yfir í hálfleik en ÍBV náði síðan tökum á leiknum. ÍBV hafði tap- að þremur síðustu leikjum sínum í deildinni en staðan þar er nú (R................9 7 2 0 223-171 16 Afturelding.......9 7 1 1 227-178 15 ÞórA.............7 4 2 1 146-149 10 (BV..............9 4 0 5 202-189 8 HK...............9 4 0 5 213-190 8 ReymrS...........8 2 4 2 179-200 8 Grótta...........9 3 1 5 198-236 7 (BK..............8 3 1 4 169-161 7 Fylkir...........9 1 1 7 173-213 3 (A...............7 1 0 6 142-185 2 -vs Körfubolti HSKer öruggt HSK er öruggt með sæti í úr- slitakeppni 2. deildarinnar eftir sigur á Skallagrími í Borgarnesi um síðustu helgi, 75-65. Árnes- ingarnir hafa unnið alla fjóra sína leiki í B-riðli en þar er staðan þessi: HSK...........4 4 0 296-223 8 Skallagrímur..3 1 2 195-175 2 ReynirS.......1 0 1 40-73 0 USAH..........2 0 2 90-152 0 Tvö efstu lið fara í úrslita- keppnina um sæti í 1. deild ásamt tveimur úr A-riðli. -VS Körfubolti Enn einn ÍR-sigur ÍR-ingar héldu áfram sigur- göngu sinni í 1. deild karla í fyrra- kvöld þegar þeir sigruðu botnlið Stúdenta 81-60 í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Staðan í 1. deild er nú þessi: |R......... 13 11 2 1212-890 22 Þór........ 11 8 3 947-865 16 Grindavík....9 6 3 707-645 14 Breiðablik. 12 4 8 714-928 8 Tindastóll. 10 2 8 776-882 4 (S......... 11 2 9 663-809 4 Um helgina leikur Tindastóll við Grindavík og ÍR syðra. -VS Happdrætti HSÍ Bílum fjölgað Handknattleikssamband íslands býður nú ódýrari miða, á 250 krónur, í seinni útdrátt í happdrætti sam- bandsins sem fram fer 9. febrúar. Einnig hefur verið bætt 20 bflum við í þann útdrátt svo þeir verða 50 í stað 30 sem fyrirhugað var. Þessir ódýrari miðar eru innifaldir í heildarmiðafjölda í happdrættinu, 244 þúsund. Misskilningur hefur komið upp þar sem heildarmiðafjöldi er 244 þúsund en heildarnúmerafjöldi er 271,316. Það stafar af því að til fyrirtækja voru send fimm númer á einum miða. IÞROTTIR England Atta leikjum af íslenska getraunaseðlinum frestað! Kuldi ogfannfergi gerir Bretum lífið leitt. Alls 49 leikjum af ólfrestað. Fjórir leikir faraframíl. deildinni Um miðjan dag f gær var búið að fresta flestum leikjum í ensku knattspyrnunni sem fram áttu að fara nú um helgina. Þar með tald- ir voru 9 leikir af þeim 12 sem eru á íslenska getraunaseðlinum í dag, í sjálfri sprengivikunni, og kastað verður upp um úrslit þeirra. Þeir leikir sem fara fram í 1. deild em Everton-Sheffield Wednesday, Manchester City- Liverpool, Arsenal-Coventry og Newcastle-Tottenham. Heima- vellir Everton, Man.City og Arsenal eru með hitalögn og í Newcastle tóku sjálfboðaliðar sig til í gærmorgun og ruddu snjón- um af veliinum. Leikjum úr 2. deild á seðlinum hefur verið frestað. Arsenal og Coventry leika á sunnudag og sá leikur er ekki á seðlinum. Mikið fannfergi og kuldar eru nú á Bretlandseyjum og um há- degi í gær var búið að fresta 49 leikjum af 61 fyrirhuguðum í Skíði Figini fyrst Michela Figini frá Sviss sigraði í brunkeppni kvenna í heimsbik- arnum sem fram fór í Pfronten í Vestur-Þýskalandi í gær. Regina Mösenlechner frá V.Þýskalandi varð önnur og Maria Walliser frá Sviss þriðja. Walliser er nú efst í stigakeppni kvenna í heimsbik- arnum. -VS/Reuter ensku og skosku knattspyrnunni. Pá bætir ekki úr skák að eftirlits- menn og dómarar sem ákveða hvort vellir séu leikhæfir eða ekki hafa oft átt í erfiðleikum með að komast á vellina til að skoða þá vegna ófærðar. Fjölda bikarleikjum hefur ver- ið frestað undanfarna daga, þar á meðal viðureign Liverpool og Luton á miðvikudagskvöldið. Li- verpool hefur krafið Luton um 10 þúsund pund (600 þúsund krón- ur) í skaðabætur vegna frestunar- innar. Völlur Liverpool var leikhæfur en leikmenn Luton komust ekki til leiks vegna ófærð- arinnar. Þeir reyndu að brjótast til Liverpool og voru búnir að ferðast í níu klukkutíma þegar ákveðið var að fresta leiknum, tveimur tímum áður en hann átti að hefjast. Krafa Liverpool virð- ist því hálf ámátleg og tilgangs- laus og þessu fræga félagi til van- sæmdar. Watford átti að leika við QPR en fer til íslands í staðinn eins og kunnugt er og mætir úrvali úr Fram, KR og Val á gervigrasinu í Laugardal í dag kl. 13. Þetta hef- ur vakið mikla athygli í Englandi, þar þykir mönnum skrýtið að fara til íslands um hávetur til að geta leikið knattspymu! -VS/Reuter Vestur-Pýskaland Esseti aftur eitt á toppnum Essen er á ný með tveggja stiga forystu í Bundesligunni í handknattleik eftir sigur á Schwabing á miðvikudaginn, 21-15. Alfreð Gíslason skoraði 2 marka Essen. Kristján Arason skoraði 3 mörk fyrir Gummersbach sem vann Göppingen 21-18 og Páll Ólafsson 3 fyrir Dusseldorf sem tapaði 19-22 fyrir Mil- bertshofen. Staða efstu liða: Essen..... 16 14 1 1 348-284 29 Grossw.stdt 17 13 1 3 371-316 27 Milb.hofen.. 18 10 1 7 412-399 21 Kiel......16 9 2 5 366-324 20 9 2 7 372-349 20 Dusseldorf 18 Gummersbach 16 8 2 6 294-275 18 -VS Sigurður Jónsson og félagar í Sheff.Wed. geta leikið gegn Everton í dag - svo framarlega sem þeir kom- ast fyrir fannfergi. íþróttir fatlaðra Akureyri Bæði aftur í 100 stig! Þór sigraði Tindastól 110-101 í bikarkeppni karla í körfuknatt- leik á Akureyri á þriðjudags- kvöklið. Þórsarar voru með undir- tökin allan tímann og sigur þeirra í lítilli hættu. Úrslitin voru ótrú- lega lík þeim sem upp komu í leik liðanna í 1. deild um síðustu helgi, þá vann Þór 111-101. Óvanalegt að bæði lið nái 100 stigum í leik, hvað þá tvo leiki í röð. -K&H/Akureyri Námskeið fyrir leiðbeinendur íþróttasamband Fatlaðra efnir til tveggja leiðbcinendanám- skeiða í febrúar. A-stigs nám- skeið verður haldið í húsakynn- um ISI í Laugardal dagana 5.-8. febrúar og námskeið í vetrar- íþróttum verður tvískipt, í húsi ISÍ 5.-6. febrúar og í Skálafelli 14.-15. febrúar. Námskeiðin eru öllum opin en íþróttakennarar, sjúkraþjálfarar, starfsfólk á stofnunum og vist- heimilum, skíðakennarar, for- eldrar og systkyni fatlaðra barna og unglinga eru sérstaklega hvattir til að mæta. Gjald á fyrra námskeiðið er 1,800 krónur en 1,000 krónur á það síðara. Náms- keiðin eru óháð hvort öðru. Þátt- töku þarf að tilkynna til íþrótta- sambands Fatlaðra, íþróttamið- stöðinni Laugardal, 104 Reykja- vík, fyrir miðvikudaginn 28. jan- úar. Sími þar er 91-83377 og þar ;ru gefnar allar nánari upplýsing- ir. Evrópukeppnin Grikkir efstir Grikkir eru efstir í 5. riðli Evr- ópukeppni landsliða í knatt- spyrnu eftir sigur á Kýpur, 3-1, í Aþenu á miðvikudagskvöldið. Oll mörkin komu á 13 mínútum snemma í síðari hálfleik, Anastop- oulos 2 og Bonovas skoruðu fyrir Grikki en Saava fyrir Kýpur. Grikkir eru með 6 stig í riðlinum, Hollendingar 5, Pólverjar 3 en Ungverjar og Kýpurbúar eru án stiga. -VS/Reuter Kvennakarfa OvænttaplS IS tapaði mjög óvænt fyrir ÍR, 37-43, í kvennadeildinni í körfu- knattleik á mánudagskvöldið. Þetta tap veikir stöðu ÍS sem berst Staðan í deildinni er þannig: KR.............. 9 8 1 499-337 16 (S...............10 8 2 435-350 16 IBK.............11 8 3 563-489 16 Haukar........... 10 6 4 417-440 12 UMFN...........10 Grindavík......11 við KR og hugsanlega ÍBK um (R..„....................11 4 Islandsmeistaratitilinn. Úrslit síðustu leikja hafa ann- ars orðið þessi: Haukar-(BK.................. 30-52 ÍBK-UMFN.....................57-37 UMFN-Haukar..................34-44 Grindavík-(BK................45-50 Haukar-Grindavík.............52-40 7 465-552 2 8 372-408 0 11 418-583 Leikin er þreföld umferð deildinni í vetur, 18 leikir á lið. -VS 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. janúar 1987 Innanhússknattspyrna Stóimót á Akranesi Átta bestu lið landsins berjast Ómar ogfélagar gegn Skagakempum Stórmót íþróttafréttamanna í innanhússknattspyrnu verður haldið í fjórða sinn á morgun, sunnudag, í íþróttahúsinu á Akranesi og hefst kl. 14.10. Keppt er um Adidas-bikarinn að vanda. Átta liðum er boðið í mótið og í A-riðli leika Valur, Fram, ÍBK og íþróttafréttamenn en í B-riðli eru KR, Víðir, Þór og í A. Tvö lið úr hvorum riðli fara í undanúrslit en úrslitaleikurinn hefst kl. 18.45. Á undan honum mæta tvö stór- lið til viðbótar til leiks. Stjörnulið Ómars Ragnarssonar mætir kunnum kempum af Akranesi. í liði Ómars eru auk hans þeir Al- bert Guðmundsson, Hermann Gunnarsson, Magnús Ólafsson og Jón bróðir ásamt ókunnu leynivopni. f liði Skagamanna eru m.a. Matthías Hallgrímsson, Ríkharður Jónsson, Eyleifur Hafsteinsson, Haraldur Stur- laugsson og Björn Lárusson. Einnig verður Knattspyrnumað- ur Akraness 1986 útnefndur á meðan á mótinu stendur. - VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.