Þjóðviljinn - 17.01.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.01.1987, Blaðsíða 3
Banaslys í Stardalshnúki Það hörmulega slys varð í fyrrakvöld að 17 ára gamall pilt- ur úr Reykjavík lést af völdum áverka sem hann hlaut er hann hrapaði í Stardalshnúki í Mos- fellssveit. Pilturinn, sem var vanur fjall- göngumaður var ásamt 15 ára fé- laga sínum við klifuræfingar í þverhníptum kletti efst í fellinu þegar öryggisfesting eða „hneta" í sigbúnaðinum gaf sig. Hann féll 15 metra niður í stórgrýtta urð. Félaga hans tókst án sigbúnaðar- ins að fikra sig upp á 40 metra háa brúnina og gera viðvart um slysið á bænum Stardal. Björgunar- sveitarmenn úr Kyndli, lögregla og læknir komu þá fljótlega á slysstað og var þyrla Landheigis- gæslunnar fengin til að flytja pilt- inn á Borgarspítalanum. Hann reyndist látinn þegar þangað kom um klukkan 21, en talið er að slysið hafi orðið milli klukkan 4 og 5. Farmenn Enn í hnút Síðdegis í gær hafði ekkert miðað í samkomulagsátt hjá undirmönnum á kaupskipum og skipafélaganna og sagði Birgir Björgvinsson hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur að staðan væri nán- ast sú sama og í upphafi við- ræðna. Aðspurður um það hvort far- menn óttuðust lagasetningu að hálfu ríkisstjórnarinnar sagði Birgir að menn ættu ekki von á því strax. Frystihúsin væru enn tóm og þrýstingur því lítill og lítið væri farið að bera á vöruskorti úti á landsbyggðinni, enda flestir vegir færir bflum. „En grípi lög- gjafinn til þess ráðs enn á ný höf- um við vopn til þess að mæta því. Það verður ekki geðslegt að sigla skipunum ef svo verður," sagði Birgir og vildi ekkert frekar tjá sig um vopnin. - K.Ól. FRÉTTIR Eyðslusemi Hver á að reka Sveiri? Fékk sjálfur 5 aukafjárveitingar að upphœð 9,5 miljónir til reksturs aðalskrifstofu menntamálaráðuneytisins. Fjárveiting áfjárlögum hœkkar um 44% milli áranna 1986 og 1987 Ein af hörðustu ásökunum Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra í garð Sturlu Kristjánssonar er sú að hann hafi farið fram úr fjárlaga- ramma um 11 miljónir í starfi sínu sem fræðslustjóri Norður- lands eystra. Heildarfjárveiting til fræðsluumdæmisins fyrir síð- asta ár var um 250 miljónir. Það sem fræðslustjóri fer um- fram fjárlög er því rúm 4%. Menntamálaráðherra fór hins vegar sjálfur 17,45% umfram fjárlög því að á síðasta ári var fjárveiting til aðalskrifstofu menntamálaráðuneytisins 54.728 miljónir en til viðbótar voru veittar fimm aukafjárveitingar á árinu til reksturs aðalskrifsto- funnar að upphæð samtals 9.550 miljónir króna. Samtals var því eytt 64.278 miljónum í rekstur aðalskrifstofu ráðuneytisins. Eitthvað virðist þó ráðuneytið ætla að auka umsvif sín á þessu ári því að samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum er áætlað að veita 79 miljónum í rekstur aðalskrifstofunnar. Þetta er 44,4% aukning á fjárlögum á milli ára. -vd. Ríkisútvarpið Framb'ð Rásar 2 / r oraoin Mú fer senn að líða að því að Ríkisútvarpið rífi sig upp frá sínum gamla stað við Skúlagöt- una og fiytji með allt sitt hafurt- ask upp í nýja útvarpshúsið við Efstaleiti. Formaður nýja útvarpshúss- ins, Hörður Vilhjálmsson sagði að byrjað yrði að flytja strax í næsta mánuði. Ekki sagði Hörð- ur að flutningarnir myndu trufla útsendingar neitt, þar sem þess yrði gætt að nægar hljóðstofur yrðu tiltækar. Rás 2 er þegar í nýja húsinu og yrði tæknibúnað- ur hennar auðvitað tiltækur gamla Gufuradíóinu. Sjónvarpið flytur hins vegar ekki upp í Efstaleiti um leið og útvarpið, þar sem ekki er lokið að innrétta það pláss sem því er ætl- að, vegna fjárskorts. Að ljúkaþví verki tæki 18 mánuði, því væri ólíklegt að sjónvarpið kæmist á sinn framtíðarstað fyrr en árið 1989. Aðspurður um málefni Rásar 2 sagði Hörður að útvarpsráð hefði skipað nefnd þriggja manna til að gera úttekt og koma með tillögur um framtíð rásarinnar. Við stofn- un hennar hefði verið litið svo á, að um reynslutíma væri að ræða og nú væri sá tími liðinn. Hefði starfsemi rásarinnar hingað til hvflt að miklu leyti á lausráðnum þáttagerðarmönnum og líklegt væri að eftir að öll starfsemi út- varpsins væri komin á einn stað, myndu fastráðnir starfsmenn Ríkisútvarpsins sjá um þáttagerð Rásar 2 að mestu leyti. - sá. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í REYKJAVÍK FÉLAGSFUNDUR á HÓTELSÖGU í dag laugardaginn 17. janúar kl. 14:00 Fundarefni: Framboöslisti vegna komandi alþingiskosninga Fundarstjóri: Þráinn Bertelsson Tillaga kjörnefndar: Hrafn Magnússon formaður kjörnefndar Ávörp frambjóöenda Snorri Guömundur Ólafsson leikari les Ijóð eftir Snorra Hjartarson skáld Þráinn Hrafn Guðmundur FÉLAGAR fjölmennum og sýnum samstööu í upphafi kosningabaráttu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.