Þjóðviljinn - 20.01.1987, Blaðsíða 2
f—SPURNÍNGIN-
Ertu sammála Þorsteini
Pálssyni fjármálaráð-
herra um að ekki beri að
taka orð forsætisráð-
herra of alvarlega?
Egill Grímsson, póstbíistjóri:
Ég veit nú satt að segja ekki
hvorn þeirra maður á að taka al-
varlega. En þeir félagar ættu
auðvitað að koma sér saman um
hlutina í stað þess að rugla svona
hvor í sínu horni.
Helga Sigurðardóttir, af-
greiðslustúlka:
Mér finnst ekki nógu sniðugt
hvernig þessir menn láta. Maður
ætti nú undir flestum kringum-
stæðum að geta tekið orð forsæt-
isráðherra alvarlega.
Reynir Eggertsson,
ioftskeytamaður:
Þetta er nú óttalega barnalegt hjá
Þorsteini og skrýtið að gera lítið
úr Steingrími af ekki meira tilefni.
Þórhildur Þorsteinsdóttir,
afgreiðslustúlka:
Ég er nú ekki að öllu leyti sam-
mála Þorsteini í þessu. Ég tek
Steingrím stundum alvarlega.
Guðlaug Þorkelsdóttir,
skrifstofumaður á DV:
Mér finnst það nú ákaflega skrýt-
ið ef ekki er hægt að taka orð svo
háttsetts manns í þjóðfélaginu
hátíðlega. Ég hefði haldið að það
ætti að vera hægt.
FRÉTTIR
Dagmömmur
Gjöldin víðast niðurgreidd
Daggjaldið rúmlega 10þús. á mánuði hjá dagmömmum en um 5000 á dagheimilum.
Mörg sveitarfélög niðurgreiða mismuninnn.
SelmaJúlíusdóttir: Dagmömmmur spara borginni stórfé
Víða í þéttbýli er skortur á dag-
vistunarrými og hef'ur mynd-
ast á síðustu árum allfjölmenn
stétt dagmæðra, sem bæta nokk-
uð úr brýnni þörf. Fyrir dag-
vistun hjá dagmæðrum þurfa for-
eldrar að reiða fram nokkru
hærri upphæð en þeir þurfa hjá
opinberum stofnunum og greiða
sveitarfélög víða niður mismun-
inn til einstæðra foreldra.
Þjóðviljinn kannaði lauslega
hvernig niðurgreiðslum þessum
er háttað á nokkrum stöðum á
landinu:
Víðast hvar er í gildi tvenns
konar gjaldskrá, ein fyrir svokall-
aða forgangshópa, sem í eru ein-
stæðir foreldrar og námsfólk og
önnur fyrir gifta foreldra.
Gjaldskrárnar eru eftir því sem
næst verður komist mjög svipað-
ar og víðast hvar kostar full dag-
gæsla á dagheimili milli 4600 og
5500 kr. og er það fullt gjald.
Forgangshóparnir greiða hins
vegar 3000 til 3500 krónur.
Fólk þarf hins vegar að reiða
fram fyrir fulla gæslu barns hjá
dagmömmu frá 9600 - 11125 kr.
en síðan er nokkuð misjafnt
hversu mikið hin ýmsu sveitarfé-
lög greiða niður þann mismun
sem þarna er á miíli.
Víðast hvar eru það aðeins ein-
stæðir foreldrar sem njóta góðs af
þessum niðurgreiðslum en síðan
virðist nokkur munur á eftir
sveitarfélögum hversu mikill
hluti hans er niðurgreiddur.
í Reykjavík og Kópavogi er
90% þessa munar greiddur ein-
stæðum foreldrum. Akureyrar-
bær greiðir 43%, Keflavík að
fullu, Akranes einnig að fullu, en
í Neskaupstað gegnir hins vegar
dálítið öðru máli. Þar er nóg
dagvistunarpláss og því engar
dagmömmur að störfum.
Selma Júlíusdóttir formaður
félags dagmæðra sagði að þær
væru síst ofhaldnar af launum sín-
um. Þær miðuðu laun sín við 32-
33 launaflokk Sóknar, en þar við
bættist kr.5,80 á klst. fyrir við-
haldi og fyrir mjólk og brauð
tvisvar á dag tækju þær 70 kr. og
88 kr. fyrir hádegismat og allir
sæju að hér væri aðeins um efn-
iskostnað að ræða. Kostnaður
borgarinnar af hverju heilsdagsp-
lássi á barnaheimili væri um
11500 kr. á mánuði en kostnaður
borgarinnar af hverju heilsdagsp-
lássi hjá dagmömmu væri hins
vegar miklu minni, þannig að
borginnni spöruðust verulegir
fjármunir. -sá.
Unuhús, eitt af sögufrægustu húsum Reykjavíkur stórskemmdist í eldsvoða aðfararnótt laugardags. Enginn var í
húsinu þegar eldurinn kviknaði en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni í viðbyggingu við gamla húsið. Gestur Ólafsson
arkitekt, eigandi hússins, sem missti allt sitt innbú í brunanum, hefur ákveðið að endurbyggja húsið í fyrri mynd. E.ÓI. tók
þessa mynd þegar slökkviliðsmenn voru að ráða niðurlögum eldsins.
Þjóðleikhúsið
Rithöfundarstaðan laus
Ekki veitt heimild til ráðningu bókmenntaráðgjafa á fjárlögum
Breyting er fyrirhuguð í fram-
tíðinni á stöðu ráðinna rithöf-
unda við Þjóðleikhúsið. Fram til
þessa hafa stöðuveitingar þessar
verið rithöfudum eins konar
starfsstyrkur, en Þjóðleikhúsið
hyggst nú í framtíðinni gera
meira að því að ráða að eigin
frumkvæði rithöfunda að
leikhúsinu til þess að sinna
ákveðnum verkefnum. Stöður
þessar verða þó áfram að ein-
hverju leyti auglýstar til umsókn-
ar innan Rithöfundasamtakanna
og Leikskáldafélagsins.
Þetta kom fram í samtali við
Gísla Alfreðsson leikhússtjóra,
en hann sagði jafnfram að stöður
rithöfunda við Þjóðleikhúsið
hefðu verið veittar allt frá 1980,
og væri venjulega um hálfs árs
ráðningu að ræða. Gunnar
Gunnarsson rithöfundur hafði
þessa stöðu til áramóta, en ekki
er enn búið að ráða í stöðuna fyrir
fyrri helming þessa árs.
Gísli sagði að skyldur ráðinna
rithöfunda gagnvart leikhúsinu
væru í rauninni engar, en þeir
hefðu þarna tækifæri til þess að
starfa að leikritun og hefðu í
sumum tilfellum af eigin frum-
kvæði átt nokkurt samstarf við
leikstjóra hússins.
Samkvæmt Þjóðleikhúslögun-
um á einnig að vera starfandi
bókmenntaráðgjafi við Þjóðleik-
húsið. Aldrei hefur hins vegar
verið ráðið í þá stöðu, og sagði
Gísli Alfreðsson að ekki hefði
verið gert ráð fyrir slíkri ráðningu
við gerð fjárlaga, sem endanlega
mörkuðu starfsramma leikhúss-
tns.
KvennalistHReykjavík
Sigríður
Dúna
hættir
Guðrún Agnarsdóttir, efsti
maður á Kvennalistanum, hefur
lýst því yfir að hún segi af sér
þingmennsku eftir tvö ár í
Reykjavík nái hún kjöri og fetar
þarmeð í fótspor Kristínar Hall-
dórsdóttur á Reykjanesi.
Kvennalistinn í höfuðborginni
var ákveðinn á félagsfundi í
fyrrakvöld, og er Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir hætt þing-
mennsku. í hennar stað í öðru
sæti listans er Kristín Einarsdóttir
lífeðlisfræðingur.
í þriðja sæti listans er Þórhild-
ur Þorleifsdóttir leikstjóri, þá
Guðrún Halldórsdóttir forstöðu-
maður Námsflokkanna, Sigríður
Lillý Baldursdóttir eðlisfræðing-
ur, María Jóhanna Lárusdóttir
kennari, Sigrún Helgadóttir líf-
fræðingur, Magdalena Schram
blaðamaður, Guðný Guðbjörns-
dóttir lektor og ína Gissurardóttir
skipulagsstjóri. í heiðurssæti list-
ans, því 36., er Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir.
Sigríður Dúna, segir að
Kvennalistinn bjóði fram stefnu
og hugmyndir, ekki persónur.
Eðlilegt væri að endurnýja þing-
liðið, og hún hefði á sínum tíma
stokkið inná þing frá óloknum
verkum.
Sigríður Dúna sagðist fús til
framboðs í þarnæstu kosningum.
Hún sagðist mundu starfa áfram
með þingflokknum og taka þátt í
stjórnarmyndunarviðræðum eftir
kosningar.
Fram kom að framboð eru
komin fram eða í undirbúningi í
öllum kjördæmum nema á Vest-
fjörðum og Norðurlandi vestra.
- m
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN R>r|:' :agur 20. janúar 1987