Þjóðviljinn - 20.01.1987, Blaðsíða 5
ÞJÓÐMÁL
Tillaga Ragnars gerir ráð fyrir að Háskóli (slands starfræki fjarkennslu í gegnum útvarp, sjónvarp og með aðstoð myndbanda og tölvutækni.
Alþingi r
m Ragnar Arnalds:
Æðri menntun verði gerð aðgengilegfyrir alla óháð aldri, búsetu eðafyrri menntun.
Útvarpsráð og Bandalag kennarafélaga jákvœð í umsögnum sínum
Spurt
r
a
Alþingi...
... innlán og útlán
Hjörleifur Guttormsson spyr
viðskiptaráðherra um stöðu og
þróun inn- og útlána í bönkum og
sparisjóðum á tímabilinu 1976-
1986. Hjörleifur óskar eftir upp-
lýsingum um hin ýmsu sparnað-
arform í hverju kjördæmi varð-
andi innlánin og sundurliðun eftir
kjördæmum og lántakendum
þ.e. einstaklingum, stofnunum
og fyrirtækjum, varðandi útlánin.
Þá spyr Hjörleifur um hver hafi
verið heildarútlán í hverju kjör-
dæmi á sama tímabili frá
innlánsstofnunum, lífeyrissjóð-
um og fjárfestingalánasjóðum.
... lög
um lausafjárskap
Svavar Gestsson spyr viðskipt-
aráðherra hvenær endurskoðun
laganna um lausafjárkaup Ijúki.
.. OECD-skýrsluna
Stefán Benediktsson spyr
menntamálaráðherra hver séu
áform hans um úrlausn þess
vanda í íslenskum menntamálum
sem lýst er í skýrslu
menntamálanefndar OECD um
könnun á íslenskri mennta-
stefnu. Hann spyr hvað ráðu-
neytið hefur gert í þessum efnum
síðan skýrslan barst og hvort al-
þingi verði gerð grein fyrir efni
hennar.
... tekjur og
útgjöld ríkissjóðs
Steingrímur J. Sigfússon spyr
fjármálaráðherra um tekjur og út-
gjöld ríkisins eftir kjördæmum sl.
fimm ár. Hann spyr m.a. hvernig
tekjur ríkissjóðs skiptist eftir kjör-
dæmum sundurliðað I hina ýmsu
skatta og hvert hlutfall teknanna
sé miðað við íbúafjölda viðkom-
andi kjördæmis. Á sama hátt
spyr Steingrímur hvernig útgjöld
ríkisins sl. fimm ár hafi skipst og
óskar sundurliðunar í því svari.
... hækkun
á landbúnaðarvörum
Svavar Gestsson spyr landbún-
aðarráðherra hver hafi verið
hækkun á landbúnaðarvörum til
neytenda 1. desember sl. og
hver hafi verið á sama tíma
hækkunin til bænda á sauðfjáraf-
urðum annars vegar og á mjólk-
urafurðum hins vegar. Þá spyr
hann hver hafi orðið hækkunin til
milliliða og hver hafi verið áhrifin
á fjárfestingarkostnaði Mjólkur-
samsölunnar á verð mjólkurvara.
... aðstoð
vegna veikra barna
Kristín Halldórsdóttir spyr
heilbrigðisráðherra hvernig hátt-
að sé aðstoð við foreldra veikra
barna af landsbyggðinni sem
(Durfa að dveljast langdvölum
fjarri heimilum sínum vegna
læknismeðferðar. Hún spyr hvort
foreldrarnir fái greiddan ferða-
kostnað og þá hvernig þeim
greiðslum sé háttað og hvort þeir
hafi I eitthvert hús að venda með-
an á meðferð stendur.
... landsframleiðslu
eftir kjördæmum
Hjörleifur Guttormsson hefur
lagt fram fyrirspurn I fjórum liðum
til forsætisráðherra um skiptingu
aflaverðmætis, útflutningsverð-
mæti sjávarafurða og landsfram-
leiðslu eftir kjördæmum á tímabil-
inu 1981 til 1986.
Ragnar Arnalds hefur endur-
flutt þingsályktunartillögu sína
frá í fyrra um að við Háskóla Is-
lands verði stofnuð fjarkennslu-
deild, svokallaður „Opinn há-
skóli“ sem geri nemendum kleift
að stunda háskólanám í heima-
húsum með aðstoð útvarps, sjón-
varps, myndbanda og tölvu-
tækni. Námið geti allir stundað
sem vilja án tillits til búsetu eða
fyrri menntunar.
í greinargerð með tillögu sinni
minnir Ragnar Arnalds m.a. á
Opna háskólann í Bretlandi, sem
hefur verið starfræktur í hálfan
annan áratug með góðum árangri
og segir hann rektor Háskóla Is-
lands hafa sýnt þessu máli mikinn
áhuga. Þá segir:
„Hér er gerð tillaga um nýjan
skóla, sem starfræktur verði á
vegum Háskóla fslands. í skólan-
um verði boðið upp á fjölbreytt
háskólanám er menn geti stund-
að um allt land heima hjá sér eða í
smáhópum með aðstoð útvarps
og sjónvarps, myndbanda og
tölvutækni. Þannig verði æðri
menntun gerð aðgengileg fyrir
alla óháð aldri, búsetu eða fyrri
menntun.
Tilgangur þessarar starfsemi
væri:
- að veita áhugasömu fólki
fjarri menntastöðvum aukin tæk-
ifæri til ærði menntun,
- að byggja upp áfangakerfi
fyrir nemendur sem ekki uppfylla
formlega menntunarskilyrði há-
skóla,
- að byggja upp samfellt
menntakerfi til að þjálfa og
endurmennta starfsfólk í
atvinnulífi í nánu samstarfi við at-
vinnuvegina,
- að hafa forystu hér á landi um
notkun fjölmiðla í fræðsluskyni
og þróa kennsluaðferðir á þessu
sviði með hliðsjón af íslenskum
aðstæðum og fenginni reynslu hjá
öðrum þjóðum."
Tillaga Ragnars varð ekki út-
rædd í fyrra en hlaut mjög góðar
og jákvæðar undirtektir. Með til-
lögunni nú eru birtar tvær um-
sagnir sem félagsmálanefnd sam-
einaðs þings bárust frá útvarps-
ráði og frá Bandalagi kennarafé-
laga.
Utvarpsráð telur tillöguna at-
hyglisverða og mælir með að
kannaðir verði til hlítar mögu-
leikar á framkvæmd hennar.
Lögð er áhersla á að nýta út-
varpstæknina sem best til að efla
menntun og menningu með þjóð-
inni og bendir útvarpsráð á 16.
grein útvarpslaga sem er um að
ríkisútvarpið skuli starfrækja
fræðsluútvarp í samvinnu við
fræðsluyfirvöld og að veita skuli
til þess fé á fjárlögum. Útvarps-
ráð bendir á að hugmyndin um
opinn háskóla gæti tengst þessu
ákvæði en telur miklu varða að
Svavar Gestsson hefur lagt
fram á alþingi þingsályktunartil-
lögu um afnám skyldusparnaðar
ungmenna. Skal leggja fram
stjórnarfrumvarp um það á
næsta þingi samkvæmt tillögunni
og í greinargerð er bent á að von
sé til þess að þá verði komin ný
ríkisstjórn sem hafi næmari skiln-
ing á högum ungs fólks og hús-
næðiskerfinu en sú sem nú situr.
í greinargerð er bent á að
skyldusparnaður ungmenna hef-
ur nú verið bundinn í lög í 30 ár en
lögin voru sett á þeim forsendum
að gera ungu fólki kleift að spara
á góðum kjörum og betri en völ
var á í bankakerfinu á sama tíma.
Með lögunum átti einnig að opna
fyrir sérstaka lánsmöguleika ungs
fólks og tilgangur þeirra var
auðvitað einnig að tryggja Bygg-
ingarsjóði ríkisins aukið fjár-
magn.
í greinargerðinni kemur fram
að á síðasta ári nam frádráttur frá
skatti vegna skyldusparnaðar 342
miljónum króna og það voru
tryggilega sé gengið frá fjárhags-
legum forsendum áður en til
framkvæmda kemur. Þá segir:
„Opinn háskóli mundi opna
mörgum nýjar leiðir til náms og
ekki þarf að orðlengja tækifærin
til endurmenntunar og fullorð-
insfræðslu sem þar mundi bjóð-
ast.“
Stjórn Bandalags kennarafélga
fagnar tillögunni í sinni umsögn
sem og öðrum tillögum sem lúta
að aukinni almennri menntun í
landinu og hvetur eindregið til
þess að nútímatækni verði fullur
10.900 ungmenni sem greiddu
skyldusparnað samkvæmt yfirliti
ríkisskattstjóra frá í sumar. Svav-
ar telur skyldusparnaðinn hafa
byggst á skynsamlegri forsendu í
upphafi og hann hafi átt rétt á sér.
Nú hafi hins vegar allar forsendur
breyst og því sé tillagan flutt.
í greinargerðinni segir m.a.:
„A fyrstu áratugum Bygging-
arsjóðsins skilaði skyldusparnað-
urinn talsverðu fjármagni í sjóð-
inn, auk þess sem þetta sparifé
unga fólksins var betur tryggt en
ella var kostur á. Oft komu þó
upp deilur um fyrirkomulag
skyldusparnaðar og ávöxtun hans
en reynt var að afnema gallana
með nýjum lagaákvæðum.
Lagaákvæði um skyldusparnað
hafa svo fylgt lögum um Húsnæð-
isstofnun ríkisins. Á síðustu árum
hefur skyldusparnaðurinn verið
neikvæður frá sjónarmiði Hús-
næðisstofnunar ríkisins, þannig
að útstreymi hefur verið meira en
innstreymi skyldusparnaðar. Nú
er einnig svo komið að skyldu-
gaumur gefinn í því sambandi.
Hins vegar minnir stjórnin á að
mjög skortir á að kennarar lands-
ins eigi þess kost að afla sér
nauðsynlegrar menntunar í með-
ferð sjónvarps-, útvarps- og
tölvutækni til kennslu. Einnig
ntinnir stjórnin á að uppbygging
og þróun Fræðslumyndadeildar
Námsgagnastofnunar hefur liðið
fyrir mikinn fjárskort og að
fræðslu- og menningarefni sem
sýnt er í íslenska sjónvarpinu nýt-
ist ekki skólum og almenningi
sem skyldi. _ ÁI.
sparnaðurinn er ekki ávaxtaður
betur en kostur er á í almenna
bankakerfinu en greiddir eru
3,5% vextir ofan á verðtryggingu
skyldusparnaðarins. Er í flestum
bönkum kostur á betri kjörum en
um er að ræða á skyldusparnaðin-
um. Auk þessa hefur það lengi
verið svo um langt árabil að
skyldusparnaðurinn hefur ekki
veitt aðgang að lánum Húsnæðis-
stofnunar umfram aðra. Rökin
fyrir því að viðhalda skyldusparn-
aði ungmenna eru því hrunin.
En fleira kemur nú til. Sá
skyldusparnaður, sem felst í því
að 10% af launum renna til líf-
eyrissjóðanna, er orðinn for-
senda fyrir lánveitingum til hús-
næðiskaupa. Þess vegna er nú
fráleitt að viðhalda skyldusparn-
aðinum með þeim hætti sem gert
hefur verið.
Ævinlega hefur verið brotalöm
á innheimtu skyldusparnaðar og
engin rök eru því lengur fyrir því
að viðhalda þessum skyldusparn-
aði að mati flutningsmanns.“_
Alþýðubandalagið
Skylduspamaður
afnuminn
Rökinfyrirþvíað viðhalda skyldusparnaði ungmenna eru
hrunin, segir Svavar Gestsson
Þriðjudagur 20. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 5