Þjóðviljinn - 20.01.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.01.1987, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 20. janúar 1987 14. tölublað 52. árgangur Forsœtisráðherra Tek ekki þáttí Það var kraftur í frambjóðendum G-listans i Reykjavík þegar þeir sungu Inter- stefánsson, Tryggva Emilsson sem skipar heiðurssæti listans, Olgu Guðrúnu nationalinn hástöfum á Hótel Sögu á laugardaginn. Á myndinni mám.a. sjá Pál Árnadóttur, Álfheiði Ingadóttur, Sif Ragnhildardóttur og Ásdísi Þórhallsdóttur. Bergþórsson, Auði Sveinsdóttur, Guðmund Þ. Jónsson, Svövu Jakobsdóttur, Mynd Kristján. Guðrúnu Helgadóttur, Þorstein Vilhjálmsson, Sigurð Svavarsson, Ásmund G-listinn í Reykjavík Verzlunarbankinn Leist ekki á blikuna Verzlunarbankinn dró sig út úr viðrœðum um sameiningu við Utvegsbanka og Iðnaðarbanka eftir að hafa séð stöðuna. Geir Hallgrímsson: Mikil vonbrigði Okkur leist ekkert á þetta, mál- ið er stærra og erfiðara en við vissum af í byrjun, sagði Höskuld- ur Ólafsson bankastjóri Verzlun- arbankans í samtali við Þjóðvilj- ann I gær, þegar hann var spurð- ur að því hvers vegna bankaráðið hefði ákveðið einróma að draga sig út úr viðræðum um samein- ingu Verzlunar-og Iðnaðarbanka við Útvegsbankann. „Við vissum þetta ekki fyrr en við sáum gögn málsins, það er svo viðamikið að það er ekki á færi lítils einkabanka einsog okkar að taka þátt í þessu,“ sagði Höskuld- ur. „Þetta eru mér mikil von- brigði,“ sagði Geir Hallgrímsson bankastjóri Seðlabankans í sam- tali við blaðið. „Við teljum að þarna hafi verið vænlegur kostur, en auðvitað loka menn ekki augum fyrir því að Útvegsbank- inn á í vanda og fram hefur komið að útlánadreifing hans er önnur en einkabankanna og því ef til vill þyngri í vöfum. Sameining Útvegsbanka og Búnaðarbanka er því næstbesti kosturinn en ég hefði viljað að við hefðum tíma til að ræða betur við Iðnaðarbankann sem hefur sagt að hann væri reiðubúinn að kanna nánar aðra kosti,“ sagði Geir. „Það er alveg ljóst að það hefði átt að fara að okkar tillögum strax um sameiningu Útvegs-og Búnaðarbanka,“ sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra í samtali við Þjóð- viljann í gær. „Við vildum þó að bankamálaráðherra kannaði þessa leið fyrst." „Við höfum Iýst okkur reiðu- búna til að ræða aðra kosti en framtíðin verður að skera úr um hvort eitthvað verður af slíku," sagði Valur Valsson bankastjóri Iðnaðarbankans í samtali við blaðið í gær. „Það hefði verið æskilegast núna að okkar mati að við hefðum ásamt Verzl- unarbankanum gert sameiginlegt tilboð í Útvegsbankann og með þeim hætti látið á það reyna hvort eigandi Útvegsbankans er reiðu- búinn til að Ieysa vanda hans samkvæmt þeim skilyrðum sem við myndum setja. Það kom ekki til að þetta yrði gert þar sem Verzlunarbankinn dró sig út úr viðræðunum." í tilkynningu frá Seðlabankan- um segir að vegna hinnar slæmu eiginfjárstöðu Ötvegsbankans sé „ekki unnt að sameina hann Bún- aðarbankanum, nema um leið verði tryggt verulegt nýtt eigin- fjárframlag ríkisins, sem varla getur orðið lægra en um 900 m.kr. Til að opna leið til að endurheimta þetta fé er sú lausn helzt fyrir hendi að gera hinn nýja sameinaða banka að hlutafé- lagi.“ -vd. Stórfelld aukning sjálfsvíga Sjálfsvíg á Islandi voru tölulega fleiri árin 1983 og 1984 en þau hafa nokkru sinni verið áður. Fyrra árið skráði hagstofan 40 sjálfsvíg og 44 seinna árið. Leita verður allt aftur til ársins 1966 til þess að fá sambærilegan fjölda, en þá voru skráð 37 sjálfsvíg. Fjöldi sjálfsvíga á hverju ári hefur verið mjög sveiflukenndur. Árið 1976 voru skráð 19 sjálfsvíg og fram til ársins 1982 voru þau á bilinu 16-30, en árið 1983 fjölgaði þeim upp í 40. Tölur fyrir tvö síð- ast liðin ár liggja ekki fyrir. -gg Sjá síðu 8 og 13 skítkasti Ungir menn eru fljótir að hlaupa upp, það er dálítið seint að taka stjórnarþátttöku til endurskoðunar núna þegar kjör- tímabilið er að verða búið, sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra í gær, þegar hann var spurður álits á ályktun stjórn- ar Sambands ungra framsóknar- manna um að Framsóknarflokk- urinn eigi að taka áframhaldandi stjórnarþátttöku til alvarlegrar endurskoðunar. Hvað varðaði hnútukast und- anfarinna vikna milli stjórnar- flokkanna sagði hann: „Það lendir mest á þeim. Ég læt dreng- skap ráða svo lengi sem ég sit við stjórnvölinn. Ég tek ekki þátt í skítkasti hvað svo sem aðrir gera.“ SUF lýsir yfir vanþóknun sinni á ummælum Þorsteins Pálssonar sem birtust í DV á laugardag og segist skilja þau sem vantraust á Framsóknarflokkinn. Jafnframt lýsir félagið áhyggjum sínum yfir því að „samskiptaörðugleikar og valdabarátta innan Sjálfstæðis- flokksins er farin að draga veru- lega úr starfsgetu ríkisstjórnar- innar.“ -vd. Sameiningarafl vinstri manna Alþýðubandalagið íReykjavík kynnirframboðslistann á fjölmennum fundi Glistinn í Reykjavík, fram- m boðslisti Alþýðubandalags- ins fyrir næstu alþingiskosningar var einróma samþykktur á fjöl- mcnnum fundi Alþýðubandalags- ins í Reykjavík, sem haldinn var á Hótel Sögu á laugardaginn. Tíu efstu sætin skipa: 1. Svavar Gestsson, alþingismaður, for- maður Alþýðubandalagsins, 2. Guðrún Helgadóttir, alþingis- maður og rithöfundur, 3. As- mundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands, 4. Álf- heiður Ingadóttur, blaðamaður, 5. Olga Guðrún Árnadóttir, rit- höfundur, 6. Guðni Jóhannes- son, verkfræðingur, 7. Ásdís Þór- hallsdóttir, menntaskólanemi, 8. Arnór Pétursson, skrifstofumað- ur, 9. Hulda Ólafsdóttir, sjúkra- liði, formaður Sjúkraliðafélags íslands, 10. Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins þakkaði kjör- nefnd störf hennar. Svavar þakk- aði einnig Guðmundi J. Guð- mundssyni fyrir störf hans í þágu Alþýðubandalagsins, en fyrir síð- ustu kosningar skipaði Guð- mundur þriðja sæti G-listans. Ólafur Ragnar Grímsson var í fjórða sæti fyrir síðustu kosning- ar, en er nú í öðru sæti á G-lista í Reykjaneskjördæmi. Svavar flutti honum þakkir og sendi fé- lögunum í Reykjaneskjördæmi baráttukveðjur. Svavar þakkaði ennfremur Einari Olgeirssyni, sem sex sinn- um hefur skipað heiðursæti G- listans, en óskaði nú eftir að ann- ar skipaði það sæti: Tryggvi Em- ilsson verkamaður og rithöfund- ur, sem var hylltur með lófataki. í ávarpi sínu sagði Svavar m.a.: „Listinn er skipaður í samræmi við þá stefnu flokks okkar á liðn- um árum að kalla sem flesta til verka. Listinn er skipaður í sam- 'ræmi við samfylkingar- og sam- starfseðli Alþýðubandalagsins. Listinn er yfirlýsing um að Al- þýðubandalagið vill verða sam- einingarafl allra íslenskra vinstri manna og félagshyggjufólks." -Þráinn Sá bls. 6 og 7 og leiðara á bls. 4 Frœðslustjóramálið Sækir Sturla einn um? „Að sjálfsögðu sæki ég um starfið,“ sagði Sturla Kristjáns- son fyrrverandi fræðslustjóri þegar hann var spurður hvort hann hygðist sækja um starf fræðslustjóra í Norðurlands um- dæmi eystra sem nú hefur verið auglýst laust til umsóknar. Ekki er ólíklegt að Sturla verði eini umsækjandinn því að sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans munu stjórnir landsamtaka kenn- ara og skóiastjórnenda sam- þykkja að beina þeirri áskorun til félagsmanna að sækja ekki um starf fræðslustjóra í Norðurlands umdæmi eystra. Menntamálaráðherra skipar fræðslustjóra að fenginni umsögn fræðsluráðs og má telja það ör- uggt að fræðsluráð mælir ein- róma með Sturlu. Það er því ljóst að það verður ekki auðvelt fyrir Sverri Her- mannsson menntamálaráðherra að ráða fræðslustjóra í stað Sturlu ef honum endist þá aldur í ráð- herrastóli til að taka ákvörðun um það. -yk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.