Þjóðviljinn - 20.01.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.01.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Kosningabaráttan Ætla ekki að verja íhaldið Kjartan Ragnarsson leikari: Hœgrisveiflan í þjóðmálaumrœðunni erhœttuleg Mér finnst hægrisveiflan í þjóðmálaumræðunni hættu- leg, sagði Kjartan Ragnarsson leikari, en hann hefur tekið sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík fyrir komandi kosn- ingar. Kjartan sagðist hafa verið óá- nægður með frammistöðu vinstri flokkanna í borgarstjórn, sér- staklega hvað varðaði menning- armál og það væri ekkert laun- ungarmái að hann hefði stutt Da- víð Oddsson fyrir síðustu borg- arstjórnarkosningar. „Ég vona að þessi kosninga- barátta þurfi ekki að fara í það að ég þurfi að verja íhaldið og ég get ekki séð að nýtilkominn upp- gangur Alþýðuflokksins hafi neitt stöðvað uppivöðslu hægri aflanna. Þeirra öflugasti and- stæðingur hefur verið og er Al- þýðubandalagið“. -sá. Gausdal Jóhann annar Kemst sennilega beint á millisvœðamót Jóhann Hjartarson varð í öðru sæti á svæðismótinu í Gausdal í Noregi, og kemst að öllum lík- indum beint á millisvæðamót án þess að þurfa að standa í einvígj- um þarsem reglum um þátttöku úr Norðurlandamótinu á að breyta á næstunni. Jón L. varð íjórði, Svíinn Ernst efstur. í næstsíðustu umferð á laugar- dag tapaði Jóhann fyrir Hellers, Jón L. vann 0gaard, Guðmund- ur vann Hansen og Sævar gerði jafntefli við Hóy. 19. og síðustu umferð vann Jóhann Guðmund, Jón L. vann Agdestein, Sævar gerði jafntefli við Kristiansen. Röð efstu manna varð þessi: 1. Ernst (S) 6V2 v., 2.-4. Jóhann, Hellers, (S), Jón L. 6 v., 6-9. Agdestein (N), Hector (S), Mortensen (D), 0gaard (N) 5. v. Guðmundur fékk 4 vinninga, Sæ- var 3. Jóhann lenti í öðru og Jón L. í fjórða með útreikningi á vinning- um þeirra sem þeir og Hellers kepptu við á mótinu. Nokkrar líkur eru á að Hellers komist einnig áfram á millisvæðamót. -in þJÚOVIUIN SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Þriðjudagur 20. janúar 1987 14. tölublað 52. örgangur NÝIAR REGUIR IIMIDGJAUMGRBDSUIR Áfangahækkun iðgjalda til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSI frá 26. febrúar 1986 skulu iðgjöld til lífeyrissjóða aukast í áföngum á næstu 3 árum, þar til 1. janúar 1990 að starfsmenn greiða 4% af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum Eaunum er sem hér segir: Árin 1987-1989: a) Starfsmenn: 4% iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 1731/3 klst. miðað við tímakaup hlutaðeigandi starfs- manns í dagvinnu, að viðbættu orlofi. Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 1731/3 klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: Árið 1987 Starfsmenn: 1 % iðgjald af þeim hluta tekna, sem ekki var tekið iðgjald af, samkvæmt a-lið. Atvinnurekendur: 1.5% iðgjald af sömu fjárhæð. c) Hinn 1. janúar 1988 aukast framangreindar greiðslur, samkvæmt b-lið þannig, að starfsmenn greiða 2% og atvinnurekendur 3% og frá 1. janúar 1989 greiða starfs- menn 3% og atvinnurekendur 4.5%. Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% iðgjald af öllum launum og atvinnurek- endur með sama hætti 6%. Nauðsynlegt er að starfsmenn og atvinnurekendur geri sér grein fyrir þessum nýju reglum um iðgjaldagreiðslur af öllum launum til lífeyrissjóða í áföngum. Munið að nýju reglurnar tóku gildi 1. janúar s.l.! SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild ASB og BSFÍ • byggingamanna • Dagsbrúnar og Framsóknar • Félags garðyrkjumanna • framreiðslumanna • málm- og skipasmiða • matreiðslumanna • rafiðnaðarmanna • Sóknar verksmiðjufólks • Vesturlands • Bolungarvíkur • Vestfirðinga • verkamanna, Hvammstanga • stéttarfélaga í Skagafirði • Iðju á Akureyri • Sameining, Akureyri • Lsj. trésmiða á Akureyri Lsj. Björg, Húsavík Lsj. Austurlands Lsj. Vestmanneyinga Lsj. Rangæinga Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Lsj. verkafólks í Grindavík Lsj. Hlífar og Framtíðarinnar AUGLVSINGASTOFA ES

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.