Þjóðviljinn - 21.01.1987, Side 3
Bankasameiningin
Beðið eftir
Framsókn
Stjórnarflokkarnir eru ekki
sammála um hvaða leið á að fara
tii að sameina Útvegsbanka og
Búnaðarbanka. Þingflokkur
Sjálfstæðismanna hefur sam-
þykkt að styðja tillögur Seðla-
bankans um að bankarnir verði
sameinaðir í einn hlutafélags-
banka og að ríkið leggi fram 900
milljónir sem eigið fjárframlag.
Féð vilja Sjálfstæðismenn
endurheimta með sölu hluta-
bréfa. Framsóknarmenn vilja að
hinn nýji sameinaði banki verði
ríkisbanki en þingflokkurinn hef-
ur ekki mótað sameiginlega af-
stöðu til málsins. Steingrímur
Hermannsson sagði í gær að
Framsóknarflokkurinn myndi
ekki sætta sig við annað en ströng
skilyrði yrðu sett um sölu hluta-
bréfa ef samkomulag tekst um að
hinn nýji banki verði hlutafélags-
banki. _vd.
Þrjú félög
semja sér
Samninganefnd BSRB hefur
skipað 11 manna viðræðunefnd
sem hefur hafið viðræður við
samningsaðila BSRB. Þrjú félög
innan bandalagsins hafa, á
grundvelli nýrra laga um sjálf-
stæðan samningrétt félaganna,
ákveðið að semja sér, en það er
Landsamband lögregluþjóna,
bæjarstarfsmenn á Akranesi og á
Siglufirði.
Að sögn Kristjáns Thorlacius-
ar formanns BSRB, mun engin
heilsteypt kröfugerð vera lögð
fram í samningaviðræðunum,
heldur mun vera stuðst við efn-
ispunkta sem samninganefndin
hefur komið sér saman um. Að-
spurður um helstu stefnuna í efn-
ispunktunum sagði Kristján að
miðað væri við það að halda verð-
lagi stöðugu og jafnframt stefnt
að því að leiðrétta laun innbyrðis
í félögunum og að fá þau sam-
ræmd við laun á almennum mark-
aði.
-K.OI.
FRETTIR
Flugleiðaeldhús
Hæstiréttur sker úr
Flugleiðaeldhús við flugstöðina hefur ekki komið til kasta Miðneshrepps.
Hreppurinn bíður dóms hœstaréttar vegna flugstöðvarbyggingarinnar.
Við bíðum átekta þar til dómur
hæstaréttar vegna flugstöðv-
arbyggingarinnar fellur. En það
er rétt að bygging þessa flugleiða-
eldhúss hefur ekki verið borin
undir okkur, sagði Stefán Jón
Bjarnason sveitarstjóri Miðnes-
hrepps í samtali við Þjóðviljann í
gær.
Flugleiðir eru langt komnar
með byggingu húss undir eldhús
og geymslur við nýju flugstöðina.
Flugstöðvarsvæðið er innan
marka Miðneshrepps, en
hreppnum hefur rétt eins og þeg-
ar flugstöðin var byggð verið
haldið alfarið utan við málið. Þar
sem flugstöðvarsvæðið er á
„varnarsvæði" hefur byggingar-
og skipulagsnefnd „varnar-
svæða“ haft umsjón með bygg-
ingu þessara mannvirkja, enda
þótt þau séu ekki hernaðarm-
annvirki.
Miðneshreppur hefur látið
reyna á það fyrir dómstólum
hvort bygging slíkra mannvirkja
heyri undir hreppinn eða undir
áðurnefnda byggingarnefnd, og
þá hvort hreppnum er stætt á að
innheimta venjubundin gjöld af
byggingunum. Dómur í undir-
rétti var hreppnum í óhag, en
honum var áfrýjað til hæstaréttar
og er niðurstöðu hans nú beðið.
„Það er ljóst að við verðum að
Flugleiðaeldhúsið við nýju flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Undir Miðneshreppi eða utanríkisráðherra? (mynd: Sig)
láta reyna á þetta, en okkar
skoðun er sú að þessi mál heyri
tvímælalaust undir okkur, þar
sem ekki er um hernaðarmann-
virki að ræða,“ sagði Stefán Jón í
gær.
Flugleiðaeldhúsið hefur farið
fyrir brjóstið á sumum nefndar-
manna í byggingarnefnd á „varn-
arsvæðum" sökum útlits þess og
hefur byggingarleyfi því aðeins
verið veitt með fyrirvara um að
útliti verði breytt nokkuð. Húsið
er nær fokhelt.
-gg
Skólamál
Ráðið úr ráðu neytissaltinu
Fjölmörg ágreiningsatriði vegna skólamálaráðs Reykjavíkur á lokastigi ífélagsmálaráðuneytinu
Afgreiðsla málsins er að komast
á lokastig og úrskurður verð-
I ur væntanlega gefinn út innan tíð-
ar, sagði Hallgrímur
ráðuneytisstjóri í félagsmála-
ráðuneytinu þegar Þjóðviljinn
grennslaðist fyrir um úrskurð
Dahlberg ráðuneytisins í kærumálum sem
borist hafa vegna stofnun skóla-
máiaráðs í Reykjavík.
Fjölmörg deilumál hafa orðið
til vegna stofnunar ráðsins. Fé-
Fastgengisstefnan
Leiðir til verðhækkana
RagnarÁrnason hagfrœðingur: Telað dollarinn hækki ekki nœsta árið.
Verðlag á eftir að hœkka um 1-2% vegna aðgerðaleysis ríkis stjórnarinnar
E' g tel að sú gengisstefna sem
ríkisstjórnin fylgir núna, svo-
kölluð „íastgengisstefna“ muni
leiða til þess að verðlag innan-
lands fari hækkandi í kjölfar
lækkunar dollarans. Þannig að
með þessarri gengisstefnu
stjórnvalda er ríkisstjórnin í raun
og veru að vinna gegn eigin verð-
bólgumarkmiðum, sagði Ragnar
Árnason hagfræðingur í samtali
við Þjóðviljann aðspurður um
þróun dollarans undanfarna
daga.
„Það hefði komið mjög til
greina að mínu viti að hækka
meðalgengi krónunnar þegar
dollarinn tók að falla í upphafi
þessa árs. Afleiðingar þess að
þetta var ekki gert eru þær að
"verðlag verður 1-2% hærra í febr-
ASÍI Dollaralœkkunin
Þarf strangara aðhald
Björn Björnsson hagfrœðingur ASÍ: Býst við að vísitala ífebrúar verði samkvœmt
viðmiðunum samningana
r
|Jj g á ekki von á öðru en vísitalan
í febrúar verði einhvers staðar
rryög nálægt þeirri viðmiðun sem
•aðxsett var í kjarasamningunum í
desember. Ef að þessi þróun hcld-
ur hins vegar áfram er ákvcðin
hætta á að við skríðum fram úr
síðari viðmiðunum sem voru sett-
ar þarna fram, hvað sem líður
viðmiðunum l.febrúar, sagði
Björn Björnsson hagfræðingur
Alþýðusambands íslands í sam-
tali við Þjóðviljann í gær, að-
spurður um lækkun dollarans og
áhrif þess á vísitöluna.
„Þetta ætti að brýna menn í því
að leggja áherslu á aðra þætti
efnahagsstjórnar, bæði með eftir-
liti og aðhaldi í peninga-og verð-
lagsmálum hér innanlands og þá
ekki síst í því starfi • sem unnið
hefur verið á vettvangi verkalýðs-
og neytendafélaga vítt opg breitt
um landið“ sagði Björn.
„Þessi þróun(sem hófst 1985
var aðalorsök þess að við fórum
fram úr þeim viðmiðunum sem
við settum okkur í kjarasamning-
unum í febrúar á síðasta ári og
það er alveg ljóst að þessi þróun
að undanförnu hefur hliðstæð
neikvæð áhrif á verðlagsþróun
innanlands einsog á síðasta ári.
-vd.
úar og mars en það hefði að öðr-
um kosti orðið.
Ég tel að dollarinn lækki ekki
mikið úr þessu miðað við aðra
gjaldmiðla og tel að menn ættu
ekki að sjá ofsjonum yfir þessarri
lækkun núna því undanfarin ár
hefur dollarinn haft tilhneygingu
til að fara lækkandi upp úr ára-
mótum.
Það er þó ákveðin óvissa um
þessa hluti vegna áhrifa spákaup-
mennsku. Ég tel að dollarinn
muni ekki hækka sem neinu nem-
ur næstu 1-2 ár. Jafnframt tel ég
að áhrif nýjustu lækkunar dollar-
ans á útflutningstekjur og fram-
leiðslu innanlands í heildina tekið
séu hverfandi.
Það hefur sýnt sig að það er
tiltölulega auðvelt annars vegar
að flytja útflutning til á milli
landa og til gjaldmiðla sem eru í
háu verði og hins vegar er hægt að
fá verðhækkanir í Bandaríkjun-
um þegar dollarinn fellur.
Ég álít að ávinningur þeirra
sem flytja út í öðrum gjaldmiðl-
um en dollurum sé svipaður og
tap þeirra sem flytja út í dollur-
um.“
-vd.
lagsmálaráðuneytið hefur undan-
farna mánuði haft til meðferðar
beiðnir um úrskurð í ýmsum efn-
um. í fyrsta lagi fór fræðslustjór-
inn í Reykjavík fram á úrskurð
um hvort stofnun ráðsins sam-
ræmist nýjum sveitarstjórnar-
lögum. Honum hefur verið
meinaður aðgangur að fundum .
þess á sama tíma og fundir hafa
ekki verið haldnir í fræðsluráði.
í október beindi Kennarafélag
Reykjavíkur því til ráðuneytisins
að það úrskurðaði um rétt full-
trúa félagsins til setu í ráðinu.
Þá hefur Þorbjörn Broddason
farið fram á að ráðuneytið úr-
skurði um lögmæti stofnunar
skólamálaráðs, sem og rétt kenn-
arafulltrúa og fræðslustjóra til
setu í ráðinu. Þorbjörn hefur
neitað að sitja fundi ráðsins þar
til úrskurður ráðuneytisins liggur
-gg
Akraborg
Synjað um
undanþágu
Útgerð Akraborgar var í fyrra-
dag synjað um áframhaldandi
undanþágu frá verkfalli undir-
manna á farskipum og féllu ferðir
skipsins því niður frá og með
miðnætti á mánudagskvöldið.
Að sögn Helga Ibsen fram-
kvæmdastjóra Skallagríms h.f.,
sem gerir skipið út, fékkst í upp-
hafi undanþága frá verkfalli frá
15. janúar til 19. janúar, en um-
sókn um frekari undanþágu var
synjað. Því verða engar ferðir
milli Akraness og Reykjavíkur
fyrr en deilan leysist og verkfalli
verður aflýst.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3