Þjóðviljinn - 21.01.1987, Page 7
Umsjón:
Ólafur
Gíslason
Átakanlegur
stórviðburður
Sigríður Ella Magnúsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir sem Amneris og Aida.
íslenska óperan:
Aida eftir Giuseppe Verdi
Frumsýning s.l. föstudag
Með sviðssetningu Bríetar
Héðinsdóttur á Aidu eftir Verdi,
er brotið blað í íslenskri lista-
sögu. Héðan í frá verður ekki aft-
ur snúið. Þessi sýning er áskorun
til þjóðarinnar, að sameinast í
baráttunni fyrir menningarlegri
tilveru sinni. Baráttunni um að
taka upp þráðinn þar sem hann
var lagður niður í lok 13. aldar.
Það hafa margir merkismenn lagt
hönd á plóginn, síðan íslensk
endurreisn hófst á miðri síðustu
öld. Peir sem standa að íslensku
óperunni eru vafalaust meðal
þeirra fremstu í þeim fríða hópi...
Svona mætti prjóna endalaust í
takmarkalausu hrifningaröngviti
útaf þessari Aidu-sýningu, sem
hvað undirrituðum viðkemur er
stórviðburður á sviði söng- og
leiklistar.
Það verður að segjast eins og
er, að þrátt fyrir augljósa snilld
Verdis, hefur Aida aldrei snert
mig að ráði fyrr. Ekki í Vfn fyrir
u.þ.b. 30 árum, ekki í New York
fyrir 20 árum, og enn síður í Ver-
ona fyrir þrem árum. í minning-
unni eru þetta allt heldur lífs-
þreyítar skrautsýningar, sem ætl-
uðu aldrei að taka enda. Pó var
þar tjaldað öllu því besta sem
þessi „óperusenter" höfðu upp á
að bjóða. En það vantaði neist-
ann. Það vantaði ástina og virð-
inguna og þann lífsþorsta sem er
undirstaða allrar listar. En þetta
á ekki að verða lofsöngur til fá-
tæktarinnar. Auraleysið sem
menningin í landinu býr við er
ekki til að monta sig af.
íslenska óperan hefur lág-
marksaðstæður í sínu litla húsi,
aðstæður sem í flestum öðrum
löndum þættu ekki vænlegar til
árangurs, heldur ærin ástæða til
aðgerðaleysis og uppgjafar. Hér
virka þessar „lágmarksaðstæður“
hvetjandi, svo undarlega sem það
kann nú að hljóma. Þessar að-
stæður eru þær fyrstu sem hér fást
til sjálfstæðrar óperustarfsemi,
og þetta eru aðstæður sem hópur
listamanna hefur skapað sér sjálf-
ur. Hópurinn hefur lagt allan sinn
metnað í að sanna, að hann geti
þrifist og dafnað á eigin ágæti.
Undir forystu eldhugans Garðars
Cortes virðist hann ódrepandi.
En gáum að. Þetta er fólk af holdi
og blóði og það er sífellt verið að
framkvæma hið óframkvæman-
lega. Það er sífellt að ofbjóða sér í
okkar þágu og listarinnar. Þakk-
arskuldin safnast fyrir og ef ekki
verður farið að borga, í það
minnsta eitthvað af vöxtunum,
kafnar ástin í grafhýsi sinnu-
leysis.
Um leið og sýningin gladdi mig
ósegjanlega mikið, virkaði hún á
mig eins og neyðaróp. Átökin
þrengdu að áheyrendum úr öllum
áttum og hvert augnablik var sem
allra veðra væri von. Þetta er alls
ekki nein venjuleg borgaraleg
skemmtun, með léttu glasi á eftir,
heldur lífsháskinn sjálfur í sterk-
um listrænum búningi. Bríet hef-
ur þarna með sér snilldarkonuna
Unu Collins, sem byggir saman
svið og sal þannig að áhorfendur
eru inni í óperunni frá upphafi til
enda. Lýsing Árna Baldvins-
sonar styrkir þennan draum og
einfaldir búningar, sem eru
sprottnir beint úr sviðsmyndinni
(þeir eru verk Unu og Huldu
Magnúsdóttur) fullkomna áhrifin
til hins ýtrasta. Sjaldan eða aldrei
hef ég séð alla þessa þætti betur
samofna á íslensku sviði.
Nú er að telja flytjendur, sem
eru hátt í tvöhundruð, undir
næmri tónlistarstjórn Gerhards
Deckert frá Austurríki. Kórinn
er óperukórinn plús aukalið úr
ýmsum áttum og hann er ótrúlega
samstilltur þrátt fyrir flókna
dreifingu um allar jarðir. Hljóm-
sveitin er vissulega lftil, en með
hugvitsamlegri stjórn tekst Deck-
ert að láta hana hljóma sterka og
sannfærandi, og alls ekki með
þeim kotungsbrag sem stundum
hefur verið, bæði í Gamla Bíó og
Þjóðleikhúsinu. Þetta hljómaði
virkilega eins og Verdi-hljóm-
sveit og manni datt ekki óperetta
í hug! Þetta er m.a. árangurinn af
þrem markvissum Verdiupp-
færslum að undanförnu: hljóm-
sveitin er farin að kunna stílinn.
Svo er þarna lítill ballett í um-
sjá Nönnu Ólafsdóttur, börn og
unglingar og það var hrífandi
uppátæki, þrátt fyrir þröngar
skorður.
Aðalsöngvararnir voru allir
stórkostlegir og mér er til efs að
það séu mörg óperuhús sem hafa
á að skipa slíku liði, ef frá eru
talin milljóndollarshúsin sex eða
sjö. Garðar Cortes reið á vaðið
sem Radames, hetjulegur og við-
kvæmur í senn og hvaða heims-
tenór sem er mætti vera full-
sæmdur af meðferð hans á Ce-
leste Aida í upphafinu. Ólöf Kol-
brún Harðardóttir var þá ótrú-
lega góð Aida, söngur hennar og
leikur bæði heilsteyptur og
innlifaður, og kom beint frá
hjartanu. Sigríður Ella Magnús-
dóttir var Amneris og þó hún hafi
oft verið mögnuð áður í hinum
ýmsu hlutverkum, var túlkun
hennar á afbrýðisamri ást hinnar
egypsku kóngsdóttur á öðru og
hærra plani. Sama má segja um
Kristin Sigmundsson, sem naut
sín fullkomlega í hlutverki Am-
onasros. Rödd hans er sem áður
bæði sterk og hlý, en það er meira
frelsi í túlkuninni en oft áður.
Viðar Gunnarsson söng Ramfís
æðstaprest og Hjálmar Kjartans-
son Kónginn í Egypto. Þeir eru
báðir afbragðs bassar, hvor í sín-
um aldursflokki. Einnig má
heyra góðan söng hjá Katrínu
Sigurðardóttur og Hákoni
Oddgeirssyni í smáum hlutverk-
um hofgyðju og sendiboða.
Sönglega er þetta ein mesta
veisla sem boðið hefur verið til
hér á landi. Hvað vilja menn svo
meira? Óperuhúsið í Sidney í
tjörnina!
Herbjörg
Wassmo
Verðlaunahafi Norðurlandaráðs
Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs eru trúlega sú mesta
viðurkenning sem norskir nú-
tímarithöfundar geta vænt sér.
Verðlaunin eru hátt skrifuð, og
þau færa verðlaunahöfunum oft
velgengniábók-
menntamarkaðnum yfir öll Norð-
urlöndin. Hergjörg Wassmo er
fjórði norski rithöfundurinn sem
hlýtur bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs frá því að til
þeirra var stofnað 1962. Hinir
voru Tarjei Vesas (1964), Johan
Borgeh (1967) og Kjartan Flög-
stad(1978).
Herbjörg Wassmo hlýtur verð-
launin fyrir bókina „Hudlös him-
Oskar Vistdal,
✓
lektor við H.I.
skrifar
mel“ (Himinn án hörunds), sem
er þriðja og síðasta bindið í skáld-
verkinu um stúlkuna Þóru, æsku
hennar, uppvöxt og ósigur í
norður-norsku eyjasamfélagi
eftirstríðsáranna. Þóra er svo-
kallað „þjóðverjabarn", það er
að segja eitt af þeim þúsundum
barna sem þýskir hermenn gátu
með norskum konum á tímum
síðari heimsstyrjaldarinnar, en
þau börn fengu oft að kenna á
óréttmætri auðmýkingu. Upp-
lifun Þóru á auðmýkingunni var
lýst í sögunni „Huset med den
blinde glassveranda“ (Húsið með
blindu glerveröndinni) frá 1981,
sem lögð var fram til verðlauna
Norðurlandaráðs 1982.
„Hudlös himmel“ er beint
framhald síðasta bindis þessarar
sögu, „Det stumme rommet“
(Þögla herbergið) frá 1983. Ung-
lingsstúlkan Þóra fæðir andvana
barn með leynd eftir að hafa ver-
ið nauðgað af stjúpföður sínum.
Síðan fylgir sagan um örvænting-
arfulla tilraun Þóru til þess að
skapa sér eðlilegt líf þrátt fyrir
alla þá auðmýkingu sem hún
hafði mátt þola. Það er sagan um
baráttu „hörundslausrar“ mann-
veru fyrir lífi sínu, um mótþróa,
einsemd og örvæntingu ungrar
konu, um uppvöxt Þóru og enda-
nlega - en kannski ekki óhjá-
kvæmilega uppgjöf. Lýsing sög-
unnar ber þó engan keim af til-
finningasemi, í henni kemur
þvert á móti fram óvægið raunsæi
og húmor sem er á mörkum þess
að vera ýkjur.
Þóra hefur hlotið óbætanlegan
skaða, hún er fórnarlamb blóð-
skammarinnar. Afleiðingar
þeirrar bitru reynslu sem hún hef-
ur mátt þola ná í lokin yfirhönd-
inni, og Herbjörg Wassmo lætur
sögu sinni ljúka með þeim hætti
sem túkaður hefur verið sem
melodramatískur og ekki full-
komlega rökstuddur - „sjaldgæf
lýsing á eymdinni í norskum bók-
menntum," eins og einn ggnrýn-
andi orðaði það. Engu að síður er
„Hudlös himmel“ talin vera besta
bókin sem Herbjörg Wassmo
hefur skrifað til þessa, ekki síst
fyrir þá ströngu uppbyggingu og
málauðgi sem einkennir frásögn-
ina. Tvær fyrstu bækurnar í þess-
ari trílógíu hafa þegar verið þýdd-
ar á dönsku, sænsku eða finnsku,
en þær hafa enn ekki verið gefnar
út á íslensku.
Herbjörg Wassmo fæddist í
Vesterálen í Nordlandsfylki þann
6. desember 1942, og norður-
norsk náttúra, menning og saga
eru grundvöllur alls sem hún
skrifar. Hún er kennari að
mennt, en rithöfundarferil sinn
hóf hún 1976 með ljóðabókinni
„Vingeslag". Ári síðar gaf hún út
nýtt ljóðasafn, „Flotid", en eftir
það hefur hún mestmegnis skrif-
að prósa. Auk sagnabálksins um
Þóru hefur hún einnig gefið út
leikritið „Junivinter“ (1983) og
heimildarskáldsöguna „Veien á
gá (1984).
Fáir af yngri rithöfundum í
Noregi hafa náð jafn almennri
viðurkenningu og vinsældum á
jafn skömmum tíma og Herbjörg
Wassmo með hinum tilfinninga-
næmu en jafnframt hráraunsæju
frásögnum sínum.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7