Þjóðviljinn - 21.01.1987, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 21.01.1987, Qupperneq 8
Óperu- grín Þjóðleíkhusið sýnir HALLÆRISTENÓRINN eftir Ken Ludwig. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Leikmynd: Karl Aspelund. Þýðing: Fíosi Ólafsson. Hallæristenórinn er að vísu nýr af nálinni en ekki er verkið að sama skapi nýstárlegt. Þetta er hefðbundinn misskilningsfarsi þar sem grínið byggist einna mest á því að tveir tenórar í Óþelló- gervum flækjast fram og aftur um sviðið og valda margvíslegum ruglingi og kátbroslegum uppá- komum. Allt er þetta skrifað eftir gamalreyndri uppskrift og erfitt að sjá að þessi farsi sé eitthvað sérstakt, þó að vísu sé óperu- heimurinn notaður nokkuð lag- lega. En úr svona léttmeti má gera þokkalegustu skemmtun ef vel tekst til við framkvæmdina. Uppsetningar gamanleikja af þessu tagi hafa satt að segja gengið nokkuð á afturfótunum í Þjóðleikhúsinu undanfarna vetur og var því enn gleðilegra en ella að þessi sýning skyldi vera jafnlíf- leg og raun ber vitni. Hún fer að vísu nokkuð silalega af stað en- það liggur í eðli verksins þar sem langur tími fer í að undirbúa lætin í seinnipartinum. Og þegar líða tekur á sýninguna gengur hún af fullum krafti. Tvö af hlutverkum leiksins gera nokkuð óvenjulegar kröfur til leikara, nefnilega að þeir geti sungið tenór án þess að verða sér algerlega til skammar. Þeir Aðal- steinn Bergdal, í hlutverki al- vörutenórsins, og Örn Árnason í hlutverki hallæristenórsins sýna báðir töluvert sannfærandi at- vinnumennskutilburði í óperu- söng og komast vel frá þessu. Örn Árnason sýnir auk þess betri skopleik en ég hef séð til hans áður, hefur góða stjórn á hrey- fingum og látbragði og stillir hvoru tveggja í mátulegt hóf. Honum tókst að skapa verulega geðuga persónu. Það vantaði hins vegar einhvern herslumun á að Aðalsteinn næði sannfærandi tökum á ítalska tenórnum - það vantaði eitthvað á skaphitann. ít- alski skapofsinn kom betur fram hjá Helgu Jónsdóttur í hlutverki konu hans. En það var Erlingur Gíslason sem kom og sigraði í hlutverki óperustjórans Saunders. Er- lingur lék þennan ósvífna bragða- MENNING Örn Árnason og Erlingur Gíslason í hlutverkum sínum. ref af útsmoginni snilld, mjúk- máll og sleipur með afbrigðum, beitti röddinni af fágætri list. Það var satt að segja hrein unun að horfa á Erling í þessu hlutverki - megum við ekki bráðum vænta þess að fá að sjá hann takast á við verulega stórt hlutverk? Mikil skemmtun var að þeim gamalreyndu leikurum Herdísi Þorvaldsdóttur og Árna Tryggva- syni sem bæði flögruðu um sviðið geislandi af léttu gamni. Tinna Gunnlaugsdóttir var barmafull af heilagri einfeldni í hlutverki sak- lausu stúlkunnar sem sefur hjá öðrum tenór en hún hélt og leikur af sannri kímni. Lilja Þórisdóttir er dálítið stíf en hún er líka í afar dauflegu hlutverki. Hér hefur verið vel að verki staðið og skiptir þá ekki minnstu máli að þýðing Flosa Olafssonar er verulega hnyttin og fjörug eins og Flosa er siður þegar hann vandar sig. Þá er leikmynd Karls Aspelund fallegt og stílhreint verk, glæsileg hótelsvíta í fall- egum og hreinum stfl. Benedikt Árnason á heiður skilinn fyrir að koma þessari sýn- ingu heilli í höfn. Sverrir Hólmarsson. Grafíkmyndir Andy Warhol f Norræna húsinu. Andy Warhol hóf listamanns- feril sinn í auglýsingabransanum en lengst hefur hann trúlega náð í gerð helgimynda. Á 7. áratugn- um varð hann heimsfrægur fyrir myndaseríu sem hann gerði af Cambell’s súpudósum. Myndir þessar undirstrikuðu mikilvægi vörumerkisins og neyslunnar í öllum nútímasamskiptum. Vöru- merkið var orðið að helgitákni og það hafði áunnið sér sess í vitund okkar, nánast án tillits til inni- haldsins eða gæða og nytsemdar þeirrar vöru sem það stóð fyrir. í myndaseríunni um Marilyn Monroe málaði hann andlit leikkonunnar sem vörumerki. Með því var hann að undirstrika þær aðstæður sem frægðin og auglýsingamennskan höfðu búið henni: hin opinbera ímynd sem fólst í goðsögninni um Marilyn Monroe gaf ekki svigrúm fyrir sjálfstæðan persónuleika og sjálfsvitund, heldur leitaðist þvert á móti við að afmá hvort tveggja. Goðsögnin um Marilyn Monroe var því fullkomnuð með sjálfsmorði hennar. Það sem Andy Warhol gerði í helgimyndum sínum af Marilyn Monroe var fyrst og fremst að vera goðsögninni trúr eins og helgimyndamálara ber. Með því að mála andlit leikkonunnar sem vörumerki var persónuleikinn af- máður. Slíkar myndir runnu út eins og heitar lummur. Það var um svipað leyti og Warhol var að gera andlitsmynd- 8 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN ir sínar af Marilyn Monroe sem hinn framsýni fjölmiðlafræðingur Marshall McLuhan skilgreindi fjölmiðlabyltingu samtímans með frægri setningu: boðskapur miðilsins er miðillinn sjálfur. Fjölmiðlarnir gefa ekki mynd af veröldinni eða raunveruleikan- um, heldur sjálfum sér, og það er þeirra boðskapur. ÓLAFUR GlSLASDN Andlitið er miðill leikarans. En með frægðinni og fjölmiðla- byltingunni verður það að vöru- merki, sem miðlar ekki öðru en sjálfu sér. Leikarinn hverfur, en andlit hans blífur á skerminum eins og helgimynd. Eða hel- gríma. Andlitsmyndir þær sem nú eru sýndar í Norræna húsinu af sænsku leikkonunni Ingrid Berg- man, sem Andy Warhol gerði að henni látinni, eru af sama toga. Þær eru hylling til goðsögunnar um leikkonuna Ingrid Bergman. Leikkonuna sem storkaði al- menningsálitinu í Bandaríkjun- um og var meira á milli tanna slúðurdálkahöfundanna í Holly- wood en flestar aðrar gyðjur kvikmyndahofsins. Myndirnar af Ingrid Bergman eru helgimyndir, og þær taka flestu fram sem Andy Warhol hefur gert af slíkum myndum. Tæknilega eru þær nær lítalausar, og fagmannlegar unn- in silkiþrykk hafa vart sést hér á landi. Hugkvæmnin í litameðferð er mikil, og myndirnar ljóma í litauðgi sinni eins og vera ber um helgimyndir. Myndirnar eru 30 talsins, og eru þær unnar upp úr þrem ljósmyndum sem sýna leikkonuna í frægum hlutverkum og í „eigin persónu“. Ekki er erf- itt að skilja að vel hafi gengið að koma myndum þessum á mark- að, en þær munu kosta 3000 doll- ara stykkið, að því er segir í fréttatilkynningu. Hitt kann að vera þrautin þyngri að lesa pers- ónuna Ingrid Bergman út úr þess- um myndum. En það var heldur ekki ætlunin. Það sem gerir myndir Andy Warhol athygli- sverðar er fyrst og fremst afstaða hans til viðfangsefnisins og þekk- ing hans á nútímalegri goðafræði. Teningur er kominn út Sem fyrr er efnið einkum helg- að bókmenntum og myndlist. Langt viðtal er Við Einar Má Guðmundsson rithöfund þar sem farið er ofan í saumana á bókum hans og rætt um íslenskar og er- lendar bókmenntir almennt; nýj- ar smásögur eru eftir Böðvar Björnsson, Thor Vilhjhálmsson og Einar Kárason; Þórarinn Eld- járn, Jón Hallur Stefánsson, Bragi Ólafsson, Jón E. Bergþórs- son, Stefán Snævarr og Jón Stef- ánsson eiga allir ljóð í tímaritinu auk þess sem birtar eru þýðingar Magnúsar Gezzonar á ljóðum Sören Ulrik Thomsens og Frið- riks Rafnssonar á ljóði eftir And- ré Breton. Enn má nefna grein eftir Keld Jörgensen um Hlátur- inn og eðli hans með dæmum úr skáldsögum Péturs Gunnars- sonar. Af myndlistarefni má nefna viðtöl við Peter Angermann sem hefur lengi verið í fararbroddi þýskra nýmálara og hina amer- ísku Starn-bura; Helgi Þorgils Friðjónsson veltir fyrir sér hvað það er sem skilur með listaverki og eftiröpun, en Magnús Pálsson stingur upp á því í grein um kennslulist að leggja niður mynd- listaskóla í núverandi mynd. Teningur fæst í helstu bóka- verslunum, en þeir sem vilja ger- ast áskrifendur hringi í síma 18417. Um helgimyndir Andy Warhol

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.