Þjóðviljinn - 27.01.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Kvenréttindafélag íslands
80 ára
í dag á merkilegt félag merkisafmæli. Kven-
réttindafélag íslands er 80 ára.
Hinn 27. janúar áriö 1907 boðaði Bríet Bjarn-
héðinsdóttir 15 konur til fundar á heimili sínu í
Þingholtsstræti 18 í Reykjavík til að ræða
stefnuskrá félags sem hefði réttindamál kvenna
að markmiði. Á þeim fundi var ákveðið að
stofna Hið íslenska kvenréttindafélag og kosin
var bráðabirgðastjórn. Fyrsti formaður félags-
ins var Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Nafni félagsins
var nokkru síðar breytt í Kvenréttindafélag ís-
lands - að ósk Hins íslenska kvenfélags.
Kvenréttindafélag íslands var gert að
landsfélagi árið 1944 og þá var óskað eftir því
við félögin úti á landi að þau gengju í þetta félag.
Kvenréttindafélag íslands er því annars vegar
félag einstaklinga og hins vegar samtök félaga.
í dag eru 42 félög í Kvenréttindafélaginu og um
500 einstaklingar.
Þessa merkisafmælis er minnst í Þjóðviljan-
um í dag. Núverandi formaður Kvenréttindafé-
lags íslands er Lára V. Júlíusdóttir, og hún segir
m.a. í viðtali við blaðið:
„Baráttumál félagsins hafa eðlilega breyst
með tímanum. Kosningamálið sem félagið var
upphaflega stofnað um vannst að hluta strax ári
seinna, 1908 fengu konur kosningarétt til
sveitastjórna. 1911 kom réttur til embættis-
gengis kvenna og almennan kosningarétt feng-
um við svo 1915. Þessi réttindi voru þá loksins í
höfn.enlengiframanaf nýttukonur sér þau því
miður ekki, og voru mjög tregar til þess. Ein
ástæða þess er auðvitað sú, að það skorti veru-
lega á menntun þeirra. Jafnréttislögin voruekki
sett fyrr en 1976. Baráttan beinist að jafnrétti í
reynd. Stórkostleg hugarfarsbreyting hefur orð-
ið síðastliðin 15 ár, umræðan hefur verið mjög
mikil og fólk er opnara en áður. Konur hafa sótt
fram á öllum sviðum."
Staða íslenskra kvenna hefur gerbreyst síð-
an ári 1907, enda hefur þjóðfélagið í heild tekið
miklum stakkaskiptum.
Konur vinna núorðið störf, sem hér áður fyrr
þóttu eingöngu við hæfi karlmanna: sjómenn,
flugmenn, leigubílstjórar og þar fram eftir götun-
um. Þjóðhöfðingi okkar er kona.
Allt er þetta gott og blessað, en þó vantar
ennþá mikið upp á, að konur njóti í reynd
jafnréttis við karla. Það sanna dæmin. Það eru
mun fleiri konur en karlar í láglaunastörfum -
ekki vegna þess að launataxtar kvenna séu
lægri heldur m.a. vegna þess, að konur eiga
ennþá ekki auðvelt með að taka að sér jafn-
mikla yfirvinnu og tíðkast að leggja á karlmenn.
Og sömuleiðis er mun minna um konur en karla
í háum stöðum.
KLÍPPT OG SKORID
Það sama á við um stjórnmálaþátttöku
kvenna, sem ennþá er mun minni en
stjórnmálaþátttaka karla.
Einungis 17 konur hafa setið á Alþingi sem
aðalmenn fram til dagsins í dag; á yfirstandandi
kjörtímabili eru þær 9 talsins. Þetta er lægsta
hlutfallstala um öll Norðurlönd, svo að betur má
ef duga skal.
Fyrsta konan, sem kosin var á þing hér á
landi var Ingibjörg R. Bjarnason, árið 1922. Hún
var kosin af sérstökum kvennalista, en gekk
strax ári síðar í íhaldsflokkinn; 17 konur á þingi á
síðustu 65 árum.
Að sjálfsögðu hefur margt áunnist í baráttu
kvenna fyrir jafnrétti á undanförnum áratugum
bæði fyrir atbeina Kvenréttindafélags íslands
og svo annarra félaga og einstaklinga, en samt
er enn löng leið fyrir höndum, þótt Sjálfstæðis-
menn í borgarstjórn Reykjavíkur líti svo á, að
kvenréttindabaráttan sé orðin óþörf. En borg-
arstjórnarmeirihlutinn gerði nú fyrir helgina
samþykkt þar sem stendur m.a. „konur hafa nú
löngu fengið formlegt og síðar fyrir alllöngu
raunverulegt jafnrétti í landi okkar.“
Þótt mikið hafi áunnist er jafnréttisbaráttan
jafnnauðsynleg nú og fyrir 80 árum.
Baráttan fyrir jafnrétti kvenna og karla. Bar-
áttan fyrir jafnrétti allra íslendinga.
-Þráinn
%£****& / <ci »» JÉol «3 i firW ■
Innlend dagskrárgerð verður skorin niðuri
Auglýsingasirkus
Þegar Jón Óttar sjónvarps-
stjóri var að hrósa Stöð 2 einu
sinni sem oftar í DV á dögunum,
sló hann fram mjög afdráttar-
lausri fullyrðingu um að stöðin
væri fullkomlega óháð hagsmun-
um auglýsenda og léti þá ekki
hafa nokkur áhrif - né heldur
stjórnmálamenn.
Nú hefur það reyndar gerst síð-
ustu daga, sem fremur sjaldgæft
er, að menn hafa verið að skiptast
á skeytum í þvf sama biaði, DV,
um hvernig skil á milli auglýsinga
og frétta og annars efnis hefur
verið að dofna í fjölmiðlum. Ein-
ar Karl Haraldsson reið á vaðið
með grein, sem lýsti þessari
hneigð - og gat þá ekki síst um
Stöð 2. Páll Magnússon frétta-
stjóri þeirrar stöðvar svaraði og
var hinn versti. Hann bar það
m.a. fyrir sig að Stöð 2 hefði ekki
gert annað en það sem Ríkisút-
varpið hefði áður gert í auglýsing-
amálum. Einar Karl svaraði svo
með nýrri grein þar sem þetta
stóð meðal annars:
„Satt er að það (Ríkisútvarpið)
byrjaði að rjúfa samfelldar dag-
skrár með auglýsingum og hefur
gefið önnur miður góð fordœmi.
Ég held þó að Ríkisútvarpið hafi
aldrei komist með tœrnar þar sem
Stöð 2 var með hœlana fyrir jólin.
Úrslit í jólagetraun, sem snerist
um að tengja saman auglýsendur
og auglýsendur, voru birt á frétt-
atíma. Settur var á svið mikill
akstur í verðlaunabifreiðinni sem
var merkt framleiðanda með stór-
um stöfum og síðan var hún af-
hent með leikrœnum tilþrifum.
Þvílíkur auglýsingasirkus í frétta-
tíma hlýtur að vera fáséður í ver-
öldinni
Á hvaða leið?
Einar Karl tók það fram í þess-
ari grein að „óyggjandi mörk“
milli biaðamennsku auglýsinga
og „eðlilegrar“ kynningar væru
vandfundin og kannski ekki til.
En hann lagði að vonum áherslu
á að menn gerðu ekki illt verra í
þeim efnum, áttuðu sig á því á
hvaða leið fjölmiðlar væru - sjálf-
ur hafði hann af stað farið til að
vara við því að „aukin samkeppni
jafnt í blaðaheiminum sem á
öldum Ijósvakans hefði úðað
auglýsingaglassúr utan á blaða-
mennskuna“.
Undir þetta var svo tekið í
leiðara DV á laugardaginn. Þar
var að því fundið, að Einar Karl
hefði fyrir tímabærar viðvaranir
ekki fengið annað en „málefna-
snautt skítkast“ frá ábyrgðar-
mönnum Stöðvar 2 í stað þess að
menn tækju upp í alvöru það mál
hvernig tilkoma nýrra fjölmiðla
hefði „deyft hin skýru mörk milli
auglýsinga og upplýsinga“. Þar
segir og:
.Auglýsingar í efni eru mest
áberandi hjá hinum nýju fjölmiðl-
um, Rás tvö, Bylgjunni og þó
einkum og sér í lagi hjá Stöð tvö.
Þar fellur jafnvel eldamennskan
kokksins ískugga af upplýsingum
um hvar sé hœgt að kaupa fötin
sem hann klæðist. Þar er klukkan
líka auglýsing".
Yfirskin
og veruleiki
Áfram með smérið.
í umræðu um fjölmiðlamál
(sem í rauninni snúast einna helst
um sjónvarp) er jafnan gengið út
frá því sem vísu, að samkeppni
sú, sem nýju útvarpslögin hafa í
för með sér sé ágæt, prýðileg og
yndisleg. Enginn gerir nokkru
sinni ráð fyrir því að það þurfi að
færa sönnur á þessa staðhæfingu:
það er látið við það sitja að vegna
þess að með nýjum stassjónum
aukist framboð á efni, þá hljóti
það allt að vera af hinu góða.
Það er svo næsta fágætt að
menn spyrji hvort magnið hafi
það í för með sér, að menn eigi í
rauninni fleiri kosta völ í fjöl-
miðlum. Þótt einstaka maður
hafi spurt: er það aukið frelsi að
fá að hlusta á sama poppið á fimm
eða tíu rásum í stðinn fyrir tveim?
Það var forvitnileg forsíðufrétt
í Tímanum á laugardaginn undir
fyrirsögninni „Innlend dagskrár-
gerð verður skorin niður“. Þar er
vitnað í fjármálastjóra Ríkisút-
varpsins. Hann segir að stofnunin
verði að draga saman seglin á
þessu ári. Ástæðurnar eru m.a.
þær, að auglýsingatekjur munu
minnka (vegna vaxandi sam-
keppni). Ög svo það, að tekjulið-
ur sem gaf 12 - 13% af heildar-
tekjum útvarpsins (aðflutnings-
gjöld af sjónvarps- og hljóðvarps-
tækjum) var fyrirvaralaust tekinn
af stofnuninni.
Sem var ekki síst gert til að
bæta „samkeppnisaðstöðu"
Stöðvar tvö, eins og menn vita.
Og þeir eru margir fjölmiðlafrels-
ararnir sem vilja að þetta sé að-
eins vísir að meiru í sömu átt -
þeir vilja, eins og margoft kemur
fram, banna Ríkisútvarpinu að
hafa auglýsingatekjur.
Væntanlega með þeim afleið-
ingum að innlend dagskrárgerð
dragist enn meira saman. Þessi
innlenda dagskrárgerð, sem í
öllum ræðum allra stjórnmála-
manna á að heita kjarni máls í
fjölmiðlastefnu, hvort sem þeir í
raun vilja efla Ríkisútvarpið eða
brjóta undan því fjárhagsklapp-
irnar.
Og ef að raunverulegur árang-
ur þeirrar skrýtnu „samkeppni“
sem nú geisar er sá, að innlent
dagskrárefni í útvarpi og sjón-
varpi hrekst lengra út í horn, þá
er hin hliðin á málinu vissulega
sú, að enn hærra rís sú „holskefla
engilsaxneskra menningaráhrif-
a“, sem jafnvel þeir á Morgun-
blaðinu eru stundum að vakna
við, þegar þeir mega vera að því
að hvfla sig frá dansinum kring-
um frjálshyggjukálfinn.
þlOÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín
Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason,
SigurðurÁ. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir,
Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akurpyri).
Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einarólason, Sigurður MarHalldórsson.
Útlitateiknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason.
Framkvæmdaatjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Auglýslngastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreið8lu8tjóri:HörðurOddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
SíðumúlaB, ReykJavík,8Ími681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblóð: 55 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriajudagur 27. janúar 1987