Þjóðviljinn - 27.01.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.01.1987, Blaðsíða 5
Spurt um... ...kalltæki fyrir sjúka og aldraða Guðrún Helgadóttir spyr heilbrigðis- og tryggingaráðherra að hve miklu leyti Trygginga- stofnun greiði hjálparkalltæki fyrir sjúklinga og aldrað fólk og spyr hún bæði um stofnkostnað og afnotagjöld í því sambandi. Hún spyr hverjir eigi rétt á greiðslum og hvaða meginstefnu stjórnvöld hafi sett Tryggingast- ofnun við afgreiðslu umsókna um hjálpartækin. ...áfengissölu Helgi Seljan spyr fjármálaráð- herra hvert sé álit hans á yfirlýs- ingum forstjóra ÁTVR um að fyr- irtækið muni fara að selja áfengi í almennum verslunum. Helgi spyr hvort ráðherra telji slíkt samrým- ast anda áfengislaga og ef svo sé, hvort hann muni þá stuðla að þeirri breytingu í áfengismála- stefnu sem í því felst að selja áfengi í verslunum þar sem seld er almenn nauðsynjavara og þar sem börn og unglingar koma tíð- um bæði með foreldrum og án fylgdar þeirra. ...hvalveiðar Guðrún Helgadóttir spyr sjáv- arútvegsráðherra hvaða horfur séu á því að áætlun um hvala- rannsóknir standist að því er tekur til rannsóknanna sjálfra og fjármögnunar þeirra. Hún spyr einnig hversu miklar hvalaafurðir frá veiðunum 1986 hafi selst á innlendan eða erlendan markað. Loks spyr Guðrún hvort endan- leg ákvörðun hafi verið tekin um veiðar árið 1987 og að hvaða þáttum hvalarannsóknirnar hafi beinst á nýliðnu ári. Landgrœðslan Ný 5 ára áætlun Lögð hefur verið fram á Al- þingi þingsályktunartillaga um 5 ára landgræðslu- og iandvernd- aráætlun. Er henni ætlað að taka við af áætlun frá 1982-1986. Samkvæmt áætluninni skal á árunum 1987-1991, auk árlegra fjárveitinga til viðkomandi stofn- ana á fjárlögum, unnið fyrir sam- tals 266 miljónir króna, eða um 53 miljónir á ári. Til Landgræðslu ríkisins renni 56,5% þessarar fjárveitingar, 12,90% til Skóg- ræktar ríkisins, 6,30% til Rannsóknastofnunar landbúnað- arins, og 3,3% til samvinnuverk- efna stofnana sem eiga aðild að landgræðsluáætlun. Loks skal 21% renna til varna gegn land- broti af völdum vatna eða sjávar í umsjá Landgræðslu ríkisins. Árið 1982 var skipuð nefnd til að fylgjast með framkvæmd landgræðsluáætlunar og eru í henni: Árni Gunnarsson, Egill Jónsson, Geir Gunnarsson, Þór- arinn Sigurjónsson og Sveinbjörn Dagvinnsson. Nefndin hefur ásamt forstöðumönnum þeirra stofnana sem hlut eiga að máli farið kynnisferðir víða um land og leitað eftir samvinnu við sveitarstjórnir og heimamenn. Ný landgræðslu- og landverndar- áætlun er unnin af þessari nefnd. Umsjón: Áffheiöur Ingadóttir Guðrún Helgadóttir: Ósœmandi að œtla sjúklingum að lifa á 9 þúsund krónum á mánuði. Guðrún Helgadóttir mælti í gær fyrir frumvarpi um að hækka sjúkradagpeninga til sam- ræmis við greiðslur atvinnu- leysisbóta, þ.e. úr 9.252 krónum á mánuði í 26.500 krónur sem eru umsamin lágmarkslaun í landinu. Flutningsmenn auk Guðrúnar eru þau Svavar Gestsson og Guð- rún Agnarsdóttir. Guðrún benti á að framfærslu- þörfin væri sú sama hvort heldur menn misstu tekjur vegna veikinda eða atvinnuleysis og sagði kjör sjúklinga sem ekki eiga kost á öðrum tryggingum en sjúkradagpeningum langt frá öllu velsæmi. Samkvæmt núgildandi lögum er þeim sem veikist, verð- ur óvinnufær og á ekki kost á launum í veikindum, ætlað að lifa á 9.252 krónum á mánuði eða 308 krónum og 40 aurum á dag! „Hvert mannsbarn getur séð að það er ekki hægt að draga fram lífið á þessum greiðslum, síst ef litið er til þeirra fjárskuldbind- inga sem allflestar fjölskyldur hafa á herðunum", sagði Guð- rún. Hún benti á að í nýgerðum kjarasamningum hefði venö samið um 26.500 krónur sem svartalágmark þess sem unnt væri að komast af með sér til viður- væris og atvinnuleysistryggingar miðuðu við umsamin lágmarks- laun verkafólks hverju sinni. Lögin um sjúkradagpeninga væru hins vegar löngu úrelt og í engu samræmi við tilgang lag- anna sem hlyti að hafa verið að tryggja þeim afkomu sem af ein- hverjum ástæðum geta það ekki með vinnu sinni. Guðrún tók fram að með sam- ræmingu laga um sjúkradagpen- inga við lög um atvinnuleysis- tryggingar lækka nánast um helming greiðslur fyrir hvert barn undir 18 ára aldri, en nú eru greiddar 83 krónur 69 aurar á dag í sjúkrapeninga nreð hverju barni, eða 2.510,70 á mánuði. Þessi lækkun væri hins vegar óveruleg miðað við þá miklu hækkun sem samræmingin ann- ars hefði í för með sér en atvinnu- leysistryggingar greiða 4% bóta- upphæðarinnar með hverju barni undir 18 ári aldri. Á árinu 1985 voru 94,5 miljón- ir króna greiddar samtals í sjúkradagpeninga og sagði Guð- rún að frumvarpið þýddi 150 miljón króna hækkun frá þeirri tölu. Hins vegar væru þeir pen- ingar til og það væri verðugt verk- efni fyrir alþingi að tryggja verka- fólki örugga afkomu í veikindum með þessu örlitla broti af öllu því sem verkafólk aflaði á hverju ári. Húsbyggjendur Vandinn ekki leystur Húsnœðisstofnun: Rangar fjárfestingar og lág laun ástœður vandans. lán vegna greiðsluerfiðleika í fyrra, 280 Meðalstærð íbúða hjá þeim sem lent hafa í greiðsluerfiðlelkum vegna hús- bygginga eða kaupa á íbúðum hefur minnkað með árunum. Ibúðir þeirra sem eru í vanda frá 1979 eru 136 fermetrar að meðaltali en íbúðir þeirra sem hófu byggingu eða festu kaup á íbúð 1986 og lentu í vandræðum eru 116 fermetrar að meðaltali. í fyrra bárust ráðgjafarstöð Húsnæðisstofnunar 2265 um- sóknir um lán vegna greiðsluerf- iðleika. 280 umsóknum var hafn- að en 1985 umsækjendur fengu lán, samtals 575 miljónir króna eða 290 þúsund krónur að með- altali. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu sem félagsmálaráðherra hefur lagt fyrir alþingi um störf ráðgjafastöðvarinnar. Veðdeild Landsbanka íslands hefur séð um að greiða þær skuldir sem við- komandi hefur óskað eftir að lán- ið skiptist á og leggur Húsnæðis- stofnun áherslu á að skuldir um- sækjenda hafi ekki aukist við þessi lán og að greiðslubyrðin hafi í öllum tilfellum minnkað vegna lágra vaxta og langs láns- tíma Byggingasjóðs ríkisins. Hjá sumum hafi greiðslubyrðin minnkað um helming, hjá öðrum minna. Vandi húsbyggjenda og íbúðakaupenda hafi ekki verið leystur að fullu en vandi mjög margra minnkaður til muna. Þeir íbúðakaupendur sem enn séu í greiðsluerfiðleikum séu það í flestum tilfellum ekki vegna af- náms vísitölubindingar á laun 1983, „heldur er vandinn í fyrsta lagi afleiðing rangra fjárfestinga húsbyggjenda og íbúðakaupenda og í öðru lagi lágra launa þó að sjálfsögðu séu undantekningar þar á.“ 280 var synjað Þeir sem synjað var voru 280 talsins. Helstu ástæður synjunar voru of háar tekjur, vandi um- sækjenda var „óþarfur" og íbúða- stærð ekki í samræmi við fjöl- skyldustærð að mati ráðgjafa- stöðvarinnar. Ef borinn er saman þessi hópur og hópur 120 ein- stæðra mæðra sem sóttu um lán vegna greiðsluefiðleika kemur í ljós að þær eiga minnstu íbúðirn- ar, 89 fermetra á móti 155 fer- metrum hjá þeim sem synjað var, og þær hafa lægstu launin, meira en helmingi lægri að meðaltali en hópurinn sem var synjað. Meðal- vanskil þessara tveggja hópa eru hins vegar svipuð, 300 og 325 þús- und að meðaltali, en skuldir ein- stæðra mæðra 1580 þúsund að meðaltali á móti 1800 þúsundum hjá þeim sem var hafnað. 1984-1986 Tæpur helmingur umsækjenda keyptu eða hófu byggingafram- kvæmdir á árunum 1984-1986 eða 47%. í álitsgerðinni segir að vandi þessa hóps stafi í langflest- um tilfellum af því að umsækj- endur réðust í kaup eða fram- kvæmdir sem ekki voru miðaðar við raunverulega kaupgetu þeirra. Það vekur athygli að tekj- ur virðast ekki ráða úrslitum við lýsingu vandans, lágtekjufólk er að sjálfsögðu í vanda, segir þar, en undarlegra er að allur fjöldi þeirra sem höfðu þokkalegar og jafnvel mjög góðar tekjur voru engu síður í sama vanda og lág- tekjufólkið. Vanskil hátekju- fólks sem hafði yfir 1 miljón í árs- tekjur á árinu 1985, eru nánast þau sömu og vanskil lágtekju- fólksins sem hafði innan við 500 þúsund í árstekjur 1985. Skuldir og íbúðastærð eru hins vegar meiri hjá hátekjufólki. Lágtekju- hópurinn skuldaði að meðaltali 1550 þúsund krónur, í vanskilum voru 325 þúsund og meðalíbúðin var 110 fermetrar. Hjá hátekju- hópnum voru skuldirnar að með- altali 2100 þúsund, vanskilin 340 þúsund og meðalstærð íbúða 155 fermetrar. Um þennan hóp segir ennfremur að stærstur hluti þeirra sem keyptu eldra húsnæði 1984 eða síðar var í vanda með afborganir af eftirstöðvaskuldab- réfum. Misgengishópurinn Misgengishópurinn, eða þeir sem urðu fyrir misgengi launa- og lánskjaravísitalna, var í raun ástæða þess að sérstakur lána- flokkur vegna greiðsluerfiðleika var stofnaður hjá Byggingasjóði ríkisins. 1 álitsgerðinni segir um þennan hóp að í ljós komi við athugun umsókna að óháð því hvenær umsækjendur keyptu eða hófu byggingaframkvæmdir, þá séu tekjur, 1984,1985, skuldir og vanskil mjög svipuð. Ibúðastærð þeirra sem keyptu eða byggðu fyrir 1984 sé hins vegar nokkru meiri en íbúðastærð þeirra sem keyptu eða byggðu 1984 og síðar. Þá segir: „Samkvæmt umsóknum um lán vegna greiðsluerfileika er ekkert sem bendir til þess að þeir sem öfluðu sér húsnæðis fyrir 1984 hafi á nokkurn hátt staðið öðru vísi að því en þeir sem keyptu eða byggðu 1984 eða síð- ar. Ef ekkert misgengi launa og lána hefði komið til, væru þeir sem leita hefðu þurft aðstoðar úr sérstökum lánaflokki Húsnæðis- stofnunar eitthvað færri en raun ber vitni, en umsóknir hefðu engu að síður orðið rnargar." Lágu launin Húsnæðisstofnun bendir á að sumir hópar þjóðfélagsins hafi það lág laun að íbúðakaup sé á engan hátt möguleg. Fjölskyldu- tekjur umsækjenda voru frá 500 þúsund krónum á árinu 1985 í nokkuð yfir 2 miljónir króna, þ.e. vel fjórfaldur munur. I tekjulægsta hópnum eru ekki taldir sjálfstæðir atvinnurekend- ur né þeir sem vegna veikinda eða annarra óhappa hafa misst úr vinnu, heldur aðeins lágtekju- fjölskyldur þar sem eru tvær fyr- irvinnur í fullri vinnu, fólk sem flest stundar verkamannavinnu, þar sem möguleikar á yfirvinnu eru litlir. Húsnæðisstofnun leggur að lokum áherslu á fjögur brýn verk- efni: Aukið upplýsingastarf, auknar leiðbeininar, önnur úr- ræði en kaup á frjálsum markaði og þjónustu við þá sem festa kaup á eldra húsnæði þar sem leynst geta gallar og skemmdir. Þrl&judagur 27. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.