Þjóðviljinn - 27.01.1987, Blaðsíða 7
HEIMURINN
Þýskaland
Kohl og Strauss
skamma Iwor annan
Stjórnin hélt velli en kristilegir töpuðu íþingkosningunum.
Frjálslyndir líklegir til að heimta aukin áhrifeftir sigur sinn. Rau ekki
lengur leiðtogi SPD ? Græningjar fagna stórsigri. Erfiðar
stjórnarmyndunarviðrœðurframundan í Bonn
Helmut Kohl kanslari og
bandamaður hans í Bæjara-
landi, Franz Josef Strauss,
kenna hvor öðrum um ósigur
kristilegra í þingkosningunum
í Þýskalandi á sunnudaginn.
Stjórnarmyndunarviðræður
milli stjórnarflokkanna gætu
orðið mjög snúnar. Líklegt er
að frjálslyndir demókratar,
FDP, krefjist aukinna áhrifa
eftir velgengnina en jafnvíst að
Strauss og félagar hans munu
berjast gegn slíku með kjafti
og klóm. Milligöngumaður í
þeim deilum, kanslarinn sjálf-
ur, er síðan mun veikari póli-
tískt eftir ósigurinn.
Kannendur skoðana og skýr-
endur frétta í Þýskalandi höfðu
alla kosningabaráttuna spáð sam-
steypustjórn Kohl öruggum sigri,
efnahagsstjórn hefði tekist vel og
andstaðan væri klofin og ekki
sannfærandi. Frammistaða
stjórnarflokkanna var mun síðri
en búist hafði verið við, þeir
fengu 53,4% en 55,8% fyrir fjór-
um árum, og enginn sá fyrir fylg-
istap kristilegra sem ekki hafa
farið jafn illa útúr kosningum síð-
an 1949, í fyrstu kosningunum
eftir stríð. Jafnaðarmenn töpuðu
einnig fylgi, og þarf aftur til 1961 í
lægri prósentutölur, en eru sæmi-
lega hressir þarsem þeim var spáð
enn hraklegri útreið.
Sigurvegarar kosninganna eru
litlu flokkarnir, frjálslyndir
demókratar og græningjar. FDP
fékk 2,1% aukningu og sagði
Hans Dietrich Genscher utan-
ríkisráðherra að hann liti á úrslit-
in sem stuðning við stefnu sína í
utanríkismálum, sem hægriarm-
ur kristilegra, Strauss og fleiri,
hafa gagnrýnt harðlega. Sigur
FDP markar varla tímamót hjá
flokknum sem oft hefur náð
meira fylgi. Græningjar fögnuðu
úrslitunum ákaft, enda afsanna
þau þá kenningu að fylgi þeirra
væri stundarfyrirbrigði í einum
kosningum. Þeir juku fylgi sitt
um 50%, úr 5,6 í 8,3, og Otto
Schily einn forystumaður þeirra
sagði á kosninganóttina að það
eitt skyggði á gleðina að þeir
skyldu ekki komast frammúr
frjálslyndum og verða þriðja
öflugasta stjórnmálaafl landsins.
Talsmenn græningja segjast
munu nota meðbyrinn til að berj-
ast af auknum þrótti gegn kjarn-
orkuverum og -búnaði í Þýska-
landi. Þeir hafa skorað á SDP að
opna augun í kjölfar kosninganna
og íhuga samvinnu, sem Rau og
aðrir leiðtogar hafa hingaðtil vís-
að frá sér.
Hlutur annarra framboða en
þingflokkanna jókst í kosningun-
um, og munar þar mest um 0,6%
fylgi nýnasista NDP. Þeir fengu
engan kjörinn, - til þess þarf
minnst 5% á landsvísu, - en kom-
ust yfir hálft prósent og eiga því
rétt á fjárstuðningi úr ríkissjóði,
fá jafnvirði 20 milljóna íslenskra
króna fyrir vikið.
Margar ástæður
Ástæður fyrir fylgistapi kristi-
legra eru sennilega margar. Tals-
menn þeirra nefndu strax vont
veður á kjördag sem hefur dregið
úr rosknu fólki að mæta. Kjör-
sókn var lítil, 84,4%, en er venju-
lega rétt um 90 í þýskum kosning-
um. Önnur ástæða er það hald
manna að sigur stjórnarflokk-
anna væri vís, sem kann að hafa
dregið úr hálfvolgum fylgis-
mönnum kristilegra að greiða at-
kvæði, - og enn ein ástæða er
vafalaust að hugsanlegt var talið
að kristilegir mundu vinna meiri-
hluta einir. Þá hefði ekki þurft að
styðjast við FDP, - og í alkristi-
legri stjórn hefðu áhrif Strauss og
skoðanabræðra hans yst til hægri
orðið meiri en meðalþjóðverjar
kæra sig um. Sennilegt er að hóf-
samir fylgjendur stjórnarinnar
hafi ákveðið að styðja FDP til að
koma í veg fyrir síka stöðu. FDP
hefur í eftirstríðssögu Vestur-
Þýskalands haft á hendi miðju-
hlutverk, yfirleitt verið með í
stjórn annarshvors stóru flokk-
anna, og í kosningum þarsem úr-
slit fýrir mikinn sigur annars -
hvors þeirra hrannast fylgi að
FDP. Enn fleiri ástæður mætti
nefna, hatrammar deilur innan
stjórnarliðsins um utanríkismál
þarsem Strauss hefur vegið mjög
að Genscher, og kanslarinn varð
að lýsa yfir stuðningi við FDP
gegn Strauss. Blaðið Frankfurter
Rundschau, sem er hliðhollt
FDP, orðaði þetta svo að það
væri mikil guðsgjöf að hafa
Strauss. Ef hann væri ekki til
þyrftu frjálslyndir að finna hann
upp.
Enn má svo nefna að Kohl sé
vel látinn af Þjóðverjum, og fyrir-
gefist margt klúður, hefur kansl-
arinn ekki það persónulega að-
dráttarafl sem fylkir liði á úrslita-
stundum, - hann er ekki Adenau-
er eða Brandt.
í evrópsku samhengi virðast
kosningaúrslitin í Þýskalandi svo
sýna að sú hægribylgja sem hófst í
Norður-Evrópu á síðasta áratug
er hnigin, - án þess að jafnaðar-
mannaflokkar hafi komið sér upp
ímynd sem laði þá að sem helst
eru á pólitísku ferðalagi.
Einsog áður sagði er búist við
erfiðum viðræðum um næstu
stjórn í Bonn. Kohl nefndi strax
tvær ástæður fyrir fylgistapinu,
sigurvissu og deilur Strauss við
FDP, - frjálslyndir hefðu hagnast
á öllu saman. Þarmeð er Strauss
kennt um ófarirnar, bæði vegna
rifrildisins við Genscher og vegna
sigurvissu Strauss sem fór ekki
leynt með vilja sinn til að losna
við FDP úr stjórninni. Strauss
sýndi hug sinn strax með því að
neita að koma fram í sjónvarpi á
kosninganóttina við hlið annarra
leiðtoga, og svaraði þungur á
brúnina frá höfuðstöðvum sínum
í Munchen að tapið væri Kohl að
kenna, og vakti athygli á að
flokkur hans, CSU, hefði farið
mun skár útúr kosningunum en
CDU annarsstaðar í landinu.
Strauss gegn FDP
Ríkisstjórn Kohls hefur 18 ráð-
herra innanborðs. Þrír þeirra eru
úr FDP, og búast menn við að
FDP vilji að minnsta kosti einn í
viðbót. CSU-flokkur Strauss hef-
ur um fjórðung samanlagðs at-
kvæðamagns kristilegra og á 5
ráðherra í stjórninni, - þing-
flokkar FDP og CSU eru nú
orðnir mjög álíka fjölmennir.
Talsmenn FDP vilja ekki ræða
um ráðherrafjölda en segja að
eðlilegt sé að sjónarmið FDP hafi
meiri áhrif á stjómarstefnuna.
Strauss segir hið sama fyrir sitt
leyti og leggur áherslu á hug-
myndir sínar um andkommún-
íska utanríkisstefnu og aukið lög-
regluvaldinnanlands. Sögusagnir
eru á kreiki um að Strauss ætli sér
að taka sæti í næstu ríkisstjórn til
að hamla gegn áhrifum FDP. Bú-
ist er við að viðræðurnar um
næstu stjórn í Bonn taki þrjár til
fjórar vikur.
Innan stjórnarflokkanna er
deilt, - og ekki er síður búist við
fjömgum umræðum innan krata-
flokksins SPD. Flokkurinn tapar
til græningja og mistekst að vinna
sér miðjufylgi, og gert er ráð fyrir
átökum þeirra tveggja meginlína
sem nú eru uppi, milli þeirra sem
vilja færa flokkinn nær miðju og
i Danmörk
Samid við ríkisstarfsmenn
Danska stjórnin náðl í gær
samningum við samtök 800
þúsund opinberra starfs-
manna og eru úrslitin talin
styrkja efnahagsstefnu hægri-
stjórnar Schluters, en einnig
nást fram mikilvæg baráttumál
verkalýðshreyfingarinnar.
Samningurinn er til fjögurra
ára og kveður á um 4% launa-
hækkun á þessu ári og 4% á næsta
ári, og að auki á að stytta vinnu-
vikuna úr 39 í 37 stundir á samn-
ingstímanum. Samningurinn er í
heild metinn sem 6% kauphækk-
un, en eftir tvö ár á að endur-
skoða launaliðina. Með þessum
samningum er lokið stuttri samn-
ingalotu í Danmörku en á síðustu
samningatímum, fyrir tveimur
árum, kom til víðtækra og lang-
vinnra verkfalla sem grófu mjög
undan ríkisstjórninni.
Kosningaúrslitin
CDU/GSU (kristilegir)
FDP (frjálslyndir)
SPD (jafnaðarmenn)
Græningjar
Aðrir
44,3% (-4,5) 223 þm (-21)
9,1% (+2,1) 46 þm (+12)
37,0% (-1,2) 186 þm (-7)
8,3% (+2,7) 42 þm (+15)
1,3% (+0,9) 9 þm (0)
Kosningaþátttaka 84,4% (89,1 % 1983). Stjórnarflokkarnir, CDU, CSU og
FDP hafa 41 sætis meirihluta á þingi, höfðu áður 58 þingmönnum meira en
stjórnarandstaðan.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Khol kanslari er í þeirri einkennilegu stöðu að hafa bæði unnið kosningarnar og
tapað þeim. Kristilegir afsaka sig meðal annars með vondu veðri, - frostavetur-
inn mikli hefur sett sterkan svip á dauflega kosningabaráttu.
stefna að samstarfi við FDP þeg-
ar sá gállinn er á frjálslyndum og
þeirra sem vilja gera SPD að
skýrari vinstriflokki og reyna
samvinnu við græningja. Johann-
es Rau segist ekki bera sök á fylg-
istapi SPD, en hefur lýst yfir að
hann ætli að einbeita sér að
stjórnarstörfum í heimahéraði
sínu, Westfalen, þar sem hann er
forsætisráðherra, ætli sér ekki að
vera kanslaraefni flokksins aftur,
og muni ekki sækjast eftir for-
mennsku í flokknum þegar Willy
Brandt hættir á næsta ári, þá 74
ára. Þarsem menn koma illa auga
á aðra sannfærandi Ieiðtoga með-
al miðju- og hægrikrata beinast
sjónir að Oskar Lafontaine í
Saar-héraði, sem er skeleggur
leiðtogi í vinstriarmi flokksins, er
sammála græningjum um kjarn-
orkuver og kjarnorkuvopn og
setur stór spurningamerki við
Nató og bandarískt herlið í
Þýskalandi.
ERLENDAR
FRÉTTIR
MÖRÐUR
ÁRNASON
/REU1ER
Starfskraftur í eldhús
Dagheimilið Sunnuborg, Sólheimum 19 óskar
eftir starfskrafti í eldhús frá kl. 12-16 á daginn.
Upplýsingar í síma 36385.
Styrkur til háskólanáms eða
rannsóknarstarfa í Finnlandi
Finnst stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til háskólanáms
eða rannsóknastarfa í Finnlandi námsárið 1987-88. Styrkurinn er
veittur til níu mánaða dvalar og styrkjafjárhæðin er 1.400-2.200
finnsk mörk á mánuði.
Umsóknum um styrkinn skal komið til menntamálaráðuneytisins,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 22. febrúar n.k., á sérstökum
eyðublöðum sem þar fást. Umsókn fylgi staðfest afrit prófskírteina,
meðmæli og vottorð um kunnáttu í finnsku, sænsku, ensku eða
þýsku.
Menntamálaráðuneytið,
21. janúar 1987
Vinningstölurnar 24. janúar 1987
Heildarvinningsupphæð: 4.941.324,-
1. vlnningur var kr. 2.477.406,-
og skiptist hann á milli 6 vinningshafa, kr. 412.901,- á mann.
2. vinningur var kr. 741.120,- og skiptist hann á 320 vinningshafa, kr.
2.316,- á mann.
3. vinnlngur var kr. 1.722.798,- og skiptist á 8.701 vinningshafa, sem fá
198 krónur hver.
Upplýsingarsími:
685111.