Þjóðviljinn - 05.03.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.03.1987, Blaðsíða 9
Friðrik Sophusson horfir kampa káturtil ráðherratignar, komis Sjálfstæðisflokkurinn í næstu rík- isstjórn. Sjálfstœðisflokkurinn — Gamla stelliö áfram Nœsti ráðherralisti: Albert sparkað - Friðrik tekinn inn. Engar aðrar breytingar. Margboðuð bylting Þorsteins á A,tertMmundssy„,wður raðherralistanum orðin tom. Gomlu raðherrarmr nafa “K“®"‘"nha,““’inas' sammœlst um að sitja Það var 15 stiga gaddur í Hels- inki. í morgunkuldanum framan við þinghöllina, þar sem Norður- iandaráösþingio var haiuiö, Saín- aðist mikill mannfjöldi saman til að hvetja til viðskiptabanns Norðurlandanna á Suður Afríku. í hópi mótmælendanna voru nokkrir íslendingar, aðallega fé- lagar úr ungliðadeildum flokk- anna sem sendu fulltrúa á þingið. í hlýju finnsku þinghallarinnar stóð hins vegar iðnaðarráðherra íslenska lýðveldisins, tottaði kúb- anskan vindil og horfði á fundar- menn út um glugga. A eftir hitti hann af tilviljun tvo unga Islend- inga af þinginu, og bauð þeim í mat. íslendingarnir voru hvorugur sjálfstæðismenn og höfðu báðir staðið í frostinu og tekið þátt í mótmælafundinum. “Var ein- hver úr SUS á fundinum?“ spurði Albert þá félaga. Þeir hristu höf- uuiö. “Nei,“ sagði iðnaðarráðherra íslands eftir drykklanga stund. „Þetta er of kalt fyrir stuttbuxna- deildina.“ Báknið kjurt - ekki burt Hlýjan í skúmaskotum Laugardalshallarinnar, þar sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag, er hins vegar kjörhiti hinnar merkilegu tegundar íhalds, sem síðasta áratug hefur slitið pólitískum barnsskóm innan þeirrar deildar flokksins, sem kennd er við stuttar buxur. Á sokkabandsárum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, áður er; haan kapítóíeraði og braut ai!- ar meginreglur sínar með því að þiggja samkeppnislaust tilbúið embætti úr hendi Sverris Her- mannssonar, var stuttbuxna- deildin villtasta hægrið í flokkn- um. Þaðan komu nýjar, og væg- ast sagt öfgakenndar, hugmyndir um báknið burt og endalausan niðurskurð. Hugmyndir sem um tíma hleyptu lífi í stirðnaðan flokk. Nú er stuttbuxnadeildinni hins vegar sprottin pólitísk grön, fé- lagana hefur rekið með fljóti tím- ans á fjörur flokksvaldsins, nú ráða þeir flokknum og báknið er kjurt. Þorsteinn Pálsson er orðinn skattakóngur lýðveldisins. Davíð orðinn miðstýringarsinni, sem myndi vel sóma sér í borgarráði Moskvuborgar. Minni spámenn, einsog Hannes, farnir að rykfalla hér og hvar. Gamall gúrú, Ragn- ar Halldórsson álhöfuð úr Versl- unarráði, meira að segja búinn að fá meiri.áhuga á útgáfu ættfræði- bóka en koma bákninu burt. Hið eina sem virðist nú tengja saman gamlar stuttbuxur, sem fundið hafa sér mjúka snaga til að hanga á hér og hvar í bákninu, er andstaðan við Albert Guð- mundsson, til orðin löngu fyrir ævintýri hans í Hafskipum hf. Bæði eldra liðið úr deildinni, Þor- steinn, Davíð og Friðrik vilja hann burt, og jafnframt ungviðið í Heimdalli, sem ætlaði á dögun- um að leggja fram tillögu gegn gömlu fótboltastjörnunni, en flokksforystan afstýrði. Fyrir þessari andstöðu mun nú Albert fá að finna, á landsfundin- um og í kjölfar hans. Á fundmum mun nefnilega hefjast hægfara at- burðarrás, sem eftir kosningar - sem vafalaust heldur Sjálfstæðis- flokknum inpan stjórnar - endar með margumtöluðum breyting- um Þorsteins Pálssonar á ráð- herralista flokksins. En hinar rót- tæku breytingar sem Þorsteini hefur orðið tíðrætt um á fundum innan flokksins og útí kjördæm- unum, munu tæpast verða giska róttækar. Þær munu nefnilega bara taka til Alberts eins. Lilja ráðherranna Vegna hins óvænta og óvana- Unginn orðinn að hænu! Þorsteinn Pálsson olli miklum vonbrigðum í upphafi ferils síns. Er hann að ná sér á strik? Keppir við Jóna Alþýðuflokksins um hægra fyigið Þorsteinn Pálsson var taiinn ótvírætt gæðingsefni á hinum pól- itísku hlaupabrautum. Við hann voru því af hálfu Sjálfstæðis- flokksins tengdar miklar vonir eftir röggsaman feril sem fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, og flokkurinn gerði hann að þingmanni í Suður- landskjördæmi. Honum var síð- an fært embætti flokksformanns á silfurfati. En folinn ungi fór illa af stað í startinu, átti erfítt með að halda sig á skeiðinu og hljóp upp þegar síst skyldi. Sjálfstraustið, sem áður geislaði af honum hvarf, og grátbroslegar tilraunir Þorsteins til að komast inn í ríkisstjórn urðu að athlægi alþjóðar. Þau al- varlegu mistök, sem hann gerði með því að fallast á að sitja sem formaður flokksins utan ríkis- stjórnar, reyndust honum dýr- keypt. Þegar hann um síðir komst í sæti fjármálaráðherra tók ekki betra við. Hann „hvarf“ nánast af sjónarsviðinu. Þegar hann af og til kom í Ijós var það fyrst og fremst til að hækka hina og þessa skatta, og beinlínis fyrir hans til- stilli voru beinir skattar hækkaðir um 800 miljónir á síðasta ári. Margir gerðu því skóna, að sökum þessa yrði formannsferill Þorsteins Pálssonar endasleppur, og kynni að enda með harmræn- um hætti. Ekki bætti úr skák, að stjama Davíðs Oddssonar reist ört, og margir stuðningsmanna hans Þorsteinn Pálsson: Hefurátterfitt uppdráttar en sækir á, - á kostnað kratanna. töldu einungis tímaspursmál hve- nær hann myndi taka formanns- embættið af Þorsteini. En Davíð hefur síðan hrapað í djúpa lægð. Borgarspítalamálið leiddi flokks- mönnum fyrir sj ónir alvarlega á - galla í fari hans sem stjómmála- inanns. Jafnhliða gerðist það, að Þorsteinn fór að eiga sterkari leiki en áður, og nú örlar aftur á gamla sjálfstraustinu. Um þessar mundir er því enginn stjórnmálaleiðtogi á hægri kant- inum í jafn mikilli sveiflu og hann. Allir Jónar Alþýðuflok- ksins, hvortheldur þeir eru Sig- urðssynir, undan Hannibal eða Bjama bankastjóra, blikna við hhð hans. Vegna þess, og hversu klókindalega Sjálfstæðisflokkur- inn hefur spilað upp á vaxandi gengi Þorsteins, eru sauðirnir, sem Sjálfstæðisflokkurinn týndi á fjalli og komu um tíma fram í fjárhúsum krata, farnir að skila sér af sjálfsdáðum föðurtúna til. Matthías Johannessen sagði einu sinni, að Þorsteinn Pálsson væri Morgunblaðsungi. Um ansi langt skeið virtist þó sem unginn ætlaði aldrei að taka flugfjaðrir en halda endalaust áfram að vera ungi. En í stjórnmálum mega menn ekki vera lítilla sæva, og eftir alla þá sproksetningu sem Þorsteinn Pálsson hefur mátt þola af hálfu Þjóðviljans, þá er það blaðinu hreint ekki óljúft að lýsa yfir: Unginn er orðinn að hænu! lega mikla góðæris mun sagan nefnilega að öllum líkindum dæma núverandi ríkisstjórn næsta vel. Takist ríkisstjórn, með báíttöku Siálfstæðisflokksins sð loknum kosningum, að nýta á- framhaldandi góðæri til að halda verðbólgu í skefjum og auka kaupmátt, þá mun þessa tímabils minnst sem eins konar gullaldar í flokkssögunni. Eðlilega fýsir því alla núverandi ráðherra flokksins til að taka þátt í ævintýrinu áfram, hasla sér völl í sögu, sem innan flokksins kann að lifa sem tákn um góða stjóm. Allir vilja þeir Lilju kveða. Þess vegna munu þeir leggja allt í sölurnar til að lafa á ráðherr- astólunum áfram. Þeir hafa líka sterka möguleika á að ná því marki. Obbi þeirra er einkar voldugur innan flokksins, þó ekki væri nema af því að þeir eru af allt öðrum kalíber og vigt en yngri menn í flokknum, sem ótrúlega margir líkjast gamla Hindenburgfarinu, - léttir og fullir af lofti. Gömlu ráðherrarnir vita hins vegar, að þeir geta ekki búist við að sitja allir. Einhverjir þeirra verða að fara. Forðum var seldur frumburð- arréttur fyrir baunadisk. Svo virðist sem meðal gömlu ráðherr- anna sé nú þegjandi samkomulag um að selja yngri flokksmönnum, stuttbuxum sem eru að komast á miðjan aldur, Albert Guðmunds- son. í staðinn ætla þeir allir, hver og einn einasti, að sitja áfram verði flokkurinn í stjórn. í næstu ríkisstjórn mun því Sjálfstæðisflokkurinn halda öllu gamla stellinu inni. Nema Al- bert. Honum verður fórnað. Ellismellir Innan Sjálfstæðisflokksins neita menn þessu hins vegar al- farið. Vísa þá til þess, að Þor- steinn Pálsson hefur lýst yfir, að hann ætli sér að tilnefna ráðherra Sjálfstæðisflokksins í næstu ríkis- stjórn, og honum sé ekki stætt á öðru eftir fyrri yfirlýsingar, en breyta verulega til. Ella myndi hann glata trausti yngri manna, og trúnaði kjósenda, sem ekki myndu í þarnæstu kosningum veita brautargengi flokki, sem fylkti öllum helstu ellismellunum úr sínum röðum í ráðherrastóla. Þá er sérstaklega nefndur til sögunnar Sverrir Hermannsson, sem mareir frálp.itt hítfíí í sæti ráðherra áfram, eftir af- leikinn í fræðslustjóramálinu. Matthías Bjarnason þykir líka hafa setið oft og lengi í ráðherra- stól, og mál sé komið til að hvfla hann. Ymsir yngri menn telja líka að nafni hans Á. Mathiesen megi nú vel velgja varamannabekkina um hríð. Friðrik kemur inn Flokkurinn gerir ráð fyrir sex ráðherrum. Þar af verður formaðurinn að sjálfsögðu einn. í þeirra hópi verður líka að vera kona, og það er vægast sagt ólíklegt annað en Ragnhildur Helgadóttir taki það sæti. Annað væri hreint vantraust á hana, enda Solveig ung og ó- reynd, og Salóme í Reykjanes- kjördæmi nýtur ekki nægilegs stuðnings. Miðað við styrk lands- byggðar í flokknum og hefðir, er auðvitað fráleitt að ætla, að Reykjavíkurdeildin fái meira en einn ráðherra í viðbót við Ragn- hildi. Og hver er líklegastur? Hulduherinn er dáinn, saddur lífdaga, og Albert Guðmundsson hefur þarmeð ekki sinn forna styrk. Hafskipsmálið og óvægin andstaða við hann innan flokks- ins, hefur líka veikt hann gífur- lega. Þegjandi samkomulag sam- ráðherranna um að koma honum ekki til bjargar - til að auka þeirra eigin líkur á ráðherrastólum - og ákafi stuttbuxnadeildar að fornu og nýju til að koma Albert fyrir pólitískt kattarnef gera að verk- um, að það er nánast enginn möguleiki á að Albert Guð- mundsson verði ráðherra í næstu ríkisstjórn. Honum verður fórn- að. í stað hans mun Friðrik Sóp- husson koma. Vegur hans innan flokksins hefur mjög dalað. Hann þykir ekki hafa vigt, og Morgunblaðið er honum stöðug- ur hælbítur. En hann er samt sem áður varaformaður. Það verður einfaldlega mjög erfitt fyrir Þor- stein, að Albert gengnum frá, að skilja Friðrik Sóphusson eftir utan stjórnar. Og til þess hefur hann ekki nægan styrk - ennþá. Sverrir mun sitja v’eikasti ráöherra Sjáífstæðis- flokksins, utan Alberts, er Sverr- ir Hermannsson. Sverrir fór vel af stað, hann er „karakter“, sann- ur unnandi þjóðlegra mennta og hefur að mörgu leyti gert vel við þær. Hann er strigakjaftur, sífellt með óvæntar yfirlýsingar og dug- legur við að halda athygli fólks. Hann er líka kjarkaður og sjálf- stæði hans innan flokksins hefur áunnið honum mikið fylgi innan Sjálfstæðisflokksins. í stuttu máli: hann er það „en- fant terrible“ sem allir sæmilega stórir flokkar þurfa að hafa og sem Matthías Bjarnason var í rík- isstiórn Framsóknar og Sjálf - stæðisflokks sem sat 1974-1978. Undir venjulegum kringum- stæðum hefði hann ekki einu sinni þurft að hafa áhyggjur af ráðherrastól. En Sturlumálið breytti öllu. Innan Sjálfstæðis- flokksins lítur lungi flokksins svo á, að honum hafi orðið á mikil mistök með brottrekstri Sturlu. Ekki af því menn telji rangt að reka fræðslustjórann - í Sjálf- stæðisflokknum fellur það undir brauð og leika að reka opinbera embættismenn - heldur var tíma- setningin kolvitlaus að dómi manna. Fyrir kosningar gat slík gjörð ekki annað en skaðað flokkinn, og þar að auki losað næsta menntamálaráðherra undan því að kljást við Sturlu. Vegna þessa skorts á dómgreind vilja nú ýmsir koma Sverri úr stóli ráðherra. Fremstur flokki er þingmaður úr kjördæmi Sturlu fræðslu- stjóra, Halldór Blöndal. Afstaða hans byggir á því, að hann telur afglöp Sverris mjög hafa rýrt lík- ur sínar á góðum sigri í kjördæm- inu. En ekki síður vill Blöndal Sverri úr ríkisstjórn, af því hann iangar sjálfan að taka sæti menntamálaráðherra sem hann telur sig hafa mikla hæfileika til að gegna. Aðrir eru á öndverðu máli. Al- mennt er talið, að Halldór Blöndal sé ekki af kalíber ráð- herra. En einmitt vegna þess, hversu kandídatar úr þingliði Sjálfstæðismanna eru fáir fram- bærilegir, þá mun Sverrir fljóta. Það kemur einfaldlega enginn annar til greina úr austur- og norðausturhluta landsins. Reykjaneskjördæmi mun að sjálfsögðu fá einn ráðherra. Áuðvitað er fráleitt að ganga fram hjá Matthíasi Á. Mathie- sen. Hann er oddviti flokksins í kjördæminu, og núverandi utan- rflcisráðherra. Mörgum finnst hann að vísu vera orðin hálfgerð fornaldareðla, enda búinn að vera á þingi frá því stuttbuxna- deildin var enn í barnaskóla. En Matthías er bara 56 ára, þó hann sé búinn að vera svo lengi á þingi, og hann hefur engan hug á að hætta, enda elskar hann sviðs- ljósið. Ólafur G. Einarsson mun því enn þurfa að sitja utan stjórn- ar, og svo mun ærið lengi. Vilji nafni utanríkisráðherra, Bjamason af Vestfjörðum, halda áfram sem ráðherra verður giska erfitt að koma í veg fyrir það. Vegna landsbyggðarsjónarmiða verður einfaldlega að hafa einn ráðherra úr einhverju hinna þrig- gja kjördæma sem falla á vesturh- luta landsins, þeas. Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlands- kjördæmi vestra. Á þessu svæði er í rauninni enginn sem kemur til greina utan hans, nema ef til vill Friðjón Þórðarson, af Vesturlandi. Hann vann sér hins vegar til óhelgi með afdráttarlausum stuðningi við Gunnar heitinn Thoroddsen, og sama gildir um Pálma Jónsson frá Akri, Norðurlandskjördæmi vestra, sem stefnir að því að verða með tíð og tíma landbún- aðarráðherra á nýjan leik, einsog hann var í stjóm Gunnars Thor- oddsen. Hafi því Matthías Bjarnason löngun til að verða ráðherra áfram, getur lítið staðið í vegi þess. Hann nýtur virðingar fyrir sjálfstæði sitt innan flokksins, þar að auki er hann ötuii taismáðlii hinnar gamalgrónu íhaidsstefnu og hefur ekki kinokað sér við að leggja spjótum sínum gegn frjáls- hyggjunni sem hann hefur lítið álit á, einsog raunar Morgun- blaðinu líka. Til að jafnvægis gæti millum ólíkra skoðanaskóla í flokknum telja því margir að æskilegt sé að Matthías Bjarna- son verði ráðherra áfram. Tíminn stendur kyrr Þannig mun tíminn standa kyrr hjá Sjálfstæðisflokknum, myndi þeir næstu ríkisstjóm. Ráðherr- arnir verða Þorsteinn og Sverrir, Mathiesen og Ragnhildur, Matt- hías Bjarnason og Friðrik, sem verður eina viðbótin á ráðherra- lista. Byltingin sem Þorsteinn boðar svo hreystilega á næsta ráðherra- hópi Sjálfstæðisflokksins er því ekkert nema orðin tóm. Hann mun bjóða upp á sama gamla stellið og áður. Eina nýjungin verður Friðrik í stað Alberts, og til eru þeir sem ekki myndu beinlínis telja það ráðherralista Sjálfstæðismanna til ýkja mikils framdráttar. Ungu kjósendurnir í hópi Sjálfstæðismanna munu væntan- lega ekki hrópa húrra þegar for- maðurinn birtir listann, með sömu gömlu ráðherrunum og áður. Ekki mun heldur verða glatt á hjalla í deild hinna stuttu buxna. Og á degi hinnar miklu fórnar mun gamla miðframherjanum úr Val, Arsenal og Mflanó ef til vill verða hugsað til morgunstundar í Helsinki, þar sem það var svo kalt að stuttbuxnadeildin áræddi ekki út fyrir dyr. En það er heitara í Laugardalshöllinni í d£g, og gaddurinn sem hélt úlfun- um í fjarlægð í Finnlandi verður honum til lítillar stoðar á næstu mánuðum. Ekki svo að skilja að honum finnist ekki kalt í Sjálf- stæðisflokknum. En það er öðru vísi kuldi. Össur Skarphéðinsson Matthíasar settir á Fimmtudagur 5. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.