Þjóðviljinn - 05.03.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.03.1987, Blaðsíða 11
/úlVARP-SJÓNwSpf 0 *= 6.45 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Mam- ma í uppsveiflu" eftir Ármann Kr. Einarsson. 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. 9.35 Lesiö úr forustugreinum dagblað- anna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tfö. 11.00 Fréttir. 11.03 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 I dagsins önn. 14.00 Miðdegissagan: „Áfram veginn", sagan um Stefán íslandi. 14.30 Textasmiðjan. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Bamaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónskáldatími. 17.40 Torgið - Menningarstraumar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. 19.45 Að utan. 20.00 Grænland hefur margar ásjónur. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói. 21.35 „Bókmenntanám", smásaga eftir Kristján Karlsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagslns. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. 22.30 Uppvakningar. Umsjón: lilugi Jöku- Isson. 23.10 Kvöldtónleikar: Tónlist eftir Lu- dwig van Beethoven. 24.00 Fréttir. É 9.00 Morgunþáttur. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Hingað og þangað um dægur- heima. 15.00 Djass og blús. 16.00 Tílbrigði. 17.00 Hitt og þetta. 20.00 Vinsældalisti rásar tvö. 21.00 Gestagangur. 22.00 Rökkurtónar. 23.00 Norðurslóð. 7.00 Á fætur með Slgurði G. Tómass- yni. 9.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. 12.00 Á hádegismarkaði með Jóhönnu Harðardóttur. Fréttapakkinn. 14.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. 17.00 Hallgrfmur Thorsteinsson j Reykjavík síðdegis. 19.00 Tóniist með léttum takti. 20.00 Jónína Leósdóttir á fimmtudegi. 21.30 Spurningaleikur Byigjunnar. 23.00 Vökulok. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Til kl. 7.00. ÚTRÁS 8.00 Vaknaðu, purkan þín. 10.00 Eitthvað fyrir Bjarna. 11.00 45 snúningar á mínútu. 12.00 Hin hliðin. 14.00 Hristist fyrir notkun. 15.00 Rokk að hætti hússins. 17.00 Stjúni „metalu á léttu nótunum. 18.00 Skráargatið. 20.00 Hér og þar (aðallega þar). 21.00 Glerbrot. 22.00 Draugahúsið. 23.00 Skögultönn. 24.00 Næturhrafninn. 1.00 Dagskrárlok. 17.00 # Myndrokk. 18.00 # Knattspyrna. 19.00 Spæjarinn. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lína. 20.15 Ljósbrot. 20.45 Morðgáta. 21.30 # Neyðaróp (Child’s cry). Áhrifa- mikil mynd um samskipti félagsfræð- ings og lítils drengs sem orðið hefur fyrir kynferðislegu ofbeldi. 23.00 # Af bæ í borg (Perfect Stran- gers). . 23.25 # Análum(PanicinNeediePark). Átakanleg mynd með Al Pacino og Kitty Winn í aðalhlutverkum. L Morgunblaðið leysir kennaradeiluna Það munu vera fáir meðal ís- lendinga sem ekki eiga kennara- stéttinni grátt að gjalda; á unga aldri hafa flestir farið á mis við ótal ánægjustundir vegna tíma- frekra heimaverkefna, sem þessi heimtufreka stétt hefur sett sak- lausum ungmennum fyrir, ung- mennum sem annars hefðu getað notið æskunnar á Hlemmi, á diskótekum, í kvikmyndahúsum, á Hlemmi, í sjoppum, við vídeó- ið, á upptökuheimilum, á Hlemmi og öðrum stöðum þar sem lífið sjálft er að finna. Hversu margir landsmanna hafa ekki verið sendir heim með einkunnabækur, sem hafa eyði- lagt heimilisfriðinn og skyggt á ágætt samband barna og for- eldra? Hversu margir landsmenn hafa ekki verið felldir á prófum fyrir að segja „mér langar“ og „ég vill“ ellegar fyrir að kunna ekki deili á löngu dauðu fólki sem sennilega hefur aldrei verið til, eins og Ingólfi hárfagra, Njáli á Hlíðarenda, Eddu Sæmundar og alls konar liði, sem engum kemur til bjargar í lífsbaráttunni? Hvers konar fólk er það eigin- lega sem velur sér það að ævi- starfi að hrella börn og unglinga með því að láta þá læra langar sögur af hálfvitlausum Norð- mönnum sem lágu í sterku öli og sigldu síðan út á haf á báts- skeljum og rak upp að íslandi - ef þeir voru þá ekki svo heppnir að drukkna áður? Og hvers konar fólk er það eiginlega, sem heldur því fram að til að komast áfram í lífinu séu menn skyldugir til að skrifa Kebblavík með effi og að hafa yfsilon og ká í Reigjavíg? Eða heimtar að maður læri margföld- unartöflur, samlagningu, frádrátt og deilingu árum saman, þegar hvaða hálfviti sem er getur lært á vasatölvu á tveimur mínútum með prósentureikningi og öllu saman? Þetta er auðvitað liðið sem brosir yfirlætislega þegar það er spurt til hvers þessi svokallaða menntun sé og segir: Bókvitið verður ekki í askana látið - eða asnana. Sem sé kennarastéttin. Þessari stétt hefur nú um langan aldur verið sýnt fádæma umburðarlyndi og langlundargeð og þykir engum mikið þótt einn og einn fræðslustjóri sé krossfest- ur annað veifið til að sýna stétt- inni að almennileg yfirvöld kæra sig ekki um að ganga of langt í þessari menntunarvitleysu, að minnsta kosti ekki ef þetta á að kosta bruðl með fjármuni. Og þegar minnst er á fjármuni er komið að kjarna málsins. Kennarar eru nefnilega teknii upp á því að tala um peninga. Þeir vilja nú fá meiri laun fyrir þá iðju sína að vera sífellt að kenna fólki hluti sem það vill ekki læra. KALLI OG KOBBI GARPURINN FOLDA '"Emanúel, heldurþúað A mótmælasöngvargeti ) breytt ásandi mála y íheiminum? Auðvitað. [ gær kom maður' inn í búð til pabba og byrjaði aðsyngja: „Baunirnareru ( svo dýrar...“ L —y Pabbi varð svo eyðilagður að hann lækkaði ekki bara verðið ábaununum heldur öllu saman. 1 / Undarlegt hvað\ (húnáerfitt.meðað f \meta jákvæða sam- 'stöðu,- í BLÍDU OG SIRÍDU ORDÍEYRA Það er lágmarkskrafa að ætlast tllþess afkenn- urum, aðþeirskiljiað verkfölleru truflandi fyrir þjóðfélagið rétt fyrlr kosningar ograun- aralltaf, nema þá kann- ski helst á kvöldin og um helgareða / jóla- og sumarfrium. Þetta er að sjálfsögðu stórkost- legt vandamál og sýnir vel hversu litlar áhyggjur kennarar hafa af þjóðarhag, enda kemur menntunin fyrir lítið ef menn skilja ekki það undirstöðuatriði, að lág laun eru undirstaða vel- ferðarþj óðfélagsins. Nú er svo komið að kennarar í framhaldsskólum hóta því að fara í verkfall um miðjan mars. Hvað sagði ekki Shakespeare: „Pass- aðu þig á miðjum mars“. (“Be- ware the ides of March“. Júlíus Sesar, 1. þáttur, 2. atriði.) Þessi skuggalega hótun hefur 7----------------------------- valdið mikilli reiði í þjóðfélaginu. Skólanemar, sem ekki hafa nú þegar haft döngun í sér til að hætta námi til að græða á skatt- lausa árinu, hafa áhyggjur af því að geta ekki lokið prófum í vor. Öfgafullar skoðanir hafa heyrst: Sumir vilja ganga ennþá lengra en menntamálaráðherra og telja ekki nóg að stytta skóla- skylduna um eitt ár, heldur eigi að leggja hana alveg niður og senda kennaraliðið út á hinn al- menna vinnumarkað með yfsi- lonin og margföldunartöflurnar og litlu gulu hænurnar og láta þá bjarga sér upp á eigin spýtur. En þrátt fyrir hina öfgakenndu umræðu heyrast þó skynsemis- raddir af og til. Sérstaklega tókst leiðarahöfundi Morgunblaðsins að taka gáfulega á málinu á þriðjudaginn var. Af mikilli hóf- semi forðaðist Moggamaðurinn að taka afstöðu til kjaramála kennara, en benti hins vegar á þá ódrengilegu baráttuaðferð þeirra að hóta með verkfalli nú á miðju skólaári, þegar verst gegnir. Að nú ekki sé minnst á þá við- bjóðslegu lævísi að ætla í verkfall rétt áður en kosningar fara fram í landinu, þegar hætta er á því að ríkisstjórninni verði kennt um það sem aflaga fer. Undir þetta hljóta allir ábyrgir menn að taka með Moggaspek- ingnum. Verkföll sem trufla aðra en þá sem standa í þeim sjálfir eru hið versta mál. Að vísu skal viðurkennt að flestar stéttir vinnandi fólks vinna svo mikið, að erfitt er að benda á hentugan tíma til verkfalla fyrir þessar stéttir, svo að ekki hljótist einhver truflun af, nema þá kann- ski helst á nóttunni. Um kennara gegnir að sjálf- sögðu allt öðru máli. Þeir hafa löng sumarfrí, sem þeir gætu sem best nýtt til verkfalla án þess að nokkur lifandi maður tæki eftir þeim. Og jólafrí og páskafrí gætu þeir einnig notað til smærri verk- falla eða vinnustöðvunar án þess að teljandi truflun hlytist af. Einnig má benda kennurum á þann möguleika að taka upp sér- stök helgarverkföll á laugar- dögum og sunnudögum, því að verkföll af þessu tagi væru ekki eins verðbólguhvetjandi og þær voðalegu aðgerðir sem kennarar hafa nú á prjónunum. En í öllu falli er tími til kominn að ráðamenn þjóðarinnar launi nú kennurum gamlar misgerðir og hefni sín fyrir allt staglið með því að skipa Sverri Hermannsson menntamálaráðherra fyrir lífstíð, og í annan stað verði þriðjudags- leiðari Moggans fjölfaldaður og límdur inn í allar kennslubækur til að koma kennurum í eitt skipti fyrir öll í skilning um hin truflandi áhrif verkfalla á þjóðfélagið. Samúð þjóðarinnar að þessu sinni er með hinum ábyrgu ráða- mönnum okkar, sem vilja að fólk sé frjálst að öllu öðru en því að hafa hátt kaup. Samúð okkar með kennurum er mjög takmörkuð. Maður er ekki búinn að gleyma því þegar maður var látinn hrækja næstum því ótuggnu tyggjói í ruslafötuna fyrir örfáum áratugum! Fimmtudagur 5. mars 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.