Þjóðviljinn - 05.03.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 05.03.1987, Blaðsíða 13
HEIMURINN Evrópueldflaugar Um 700 meðaldrægar á samningaborðinu Vesturtölur segja Sovétmenn hafayfirburði í skammdrœgum flaugum Meðaldrægar eldflaugar So- vétmanna og Bandaríkja- manna í Evrópu eru samtals 698 samkvæmt tölum frá Nató og llSS-stofnuninni í London. Meðaldrægar bandarískar kjarnaflaugar eru samkvæmt þessum heimildum Reuter- stofunnar 316 en sovéskar 382. Bandarískar flaugar eru af tveimur gerðum. í Vestur- Þýskalandi eru 108 Pershing-2- flaugar með einum kjarnaoddi og segja Natómenn þær draga um 1800 kflómetra, og nái þær því ekki Moskvu. Sovétmenn segja þessar flaugar draga lengra og ná Moskvu. í Bretlandi, Vestur- Þýskalandi, Belgíu og Ítalíu eru 208 Cruise-flaugar sem draga 2500 kflómetra. Uppsetningará- ætlun til 1988 gerir ráð fyrir 464 flaugum alls, 160 í Bretlandi, 96 í Vestur-Þýskalandi, 48 í Belgíu, 112 á Ítalíu, 48 í Hollandi. Sovéskar flaugar eru einnig af tveimur gerðum. Annarsvegar eru 112 SS-4— flaugar, sem draga 2000 kflómetra. Þessar flaugar er verið að taka niður og telja sumir hernaðarfræðingar að því sé lok- ið. Nýju flaugarnar eru af gerð- inni SS-20ogteljast vera270. Þær draga 5000 kflómetra og hafa þrjá kjarnaodda. 171 flaug af þessari gerð er í skotstöðu í Asíuhluta Sovétríkjanna. Franskar og breskar meðal- drægar flaugar eru taldar vera 162. Meðaldrægar teljast flaugar sem draga frá 1000 til 5000 kíló- metra. „Strategískar“ eða lang- drægar flaugar draga meira en 5000 kflómetra, milli risaveld- anna, en skammdrægar undir 1000 kflómetra, og eru margar ætlaðar til notkunar í orrustum meðfram „hefðbundnum" hern- aði. Skammdrægar flaugar Nató- herja eru samkvæmt Reuter- heimildum 279 af fjórum gerð- um. Vesturþýski herinn ræður í samráði við þann bandaríska 720 Pershing-l-flaugum sem draga 720 kflómetra, og Bandaríkjaher í Vestur-Þýskalandi ræður 108 Lance-flaugum sem draga 110 kflómetra, 55 slíkar flaugar eru í eigu annarra Natóherja (Belgir 5, Bretar 12, Vesturþjóðverjar 26, ítalir 6, Hollendingar 6). Franski herinn á svo 44 Pluto-flaugar, margar þeirra í herbúðum hand- an Rínar. Skammdrægar flaugar í Evróp- uhluta Sovét teljast vera 798. 265 Frog-flaugar (draga 70 km) er verið að leysa af hólmi með SS- 21-flaugum sem draga 120 kíló- metra, 265 Scud-flaugar (draga 300 km) víkja fyrir SS-23- flaugum sem draga 500 kfló- metra. Að auki eru 65 SS-12M- flaugar sem draga 900 kílómetra. f Austur-Evrópu eru svo 203 flaugar, upphaflega af Frog og Scud-gerð, en nú koma í staðinn SS-21-flaugar og SS-23-flaugar. í Austur-Þýskalandi eru 48 slík- ar, í Tékkóslóvakíu 67, í Póllandi 88. Skammdrægu flaugarnar í Austur-Evrópu voru svar við Pershing-flaugunum hinumegin og hafa Sovétmenn áður sagst munu fjarlægja þær ef samkomu- lag næst um meðaldrægar flaugar. Þessum tölum öllum ber að taka með varkárni þar sem þær eru ættaðar frá öðrum hergamm- inum eingöngu. _m VfiX'cLttUhclt/< olagiki-á hefsí <1.21 • 15 (stundvísle^a) KHstín Ömarsd Bergþóra Ing'olfsd. (fuoberqur Berqss. ísaK Harðars. Íí « “n Hölmgeirsd & féi f'J K^nhildard. &fél. (ÍSSUr SKdxp,Thgtbjörq 5ólrun, Runólfur ’Aqústss Edda Petursd.-*- Kynnir Grafí)C til Kl. 02.00 félag viKistrimanna—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.