Þjóðviljinn - 05.03.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.03.1987, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Körfubolti Valsmenn sterkari Haukar að missa af úrslitakeppninni Knattspyrna Sigþór hættir við Sigþór Ómarsson skagamaður hefur hætt við að leika með Völs- ungum. Sigþór ætlaði að leika með Völsungum næsta keppnistímabil en fékk sig ekki lausan frá vinnu og verður því áfram á skaganum. -ibe England Arsenal á Wembley Það verða Liverpool og Arse- nal sem leika til úrslita í deildar- bikarnum þann 5. aprfl. Arsenal sigraði Tottenham í gær 2-1 og tryggði sér þarmeð farseðilinn til Wembley. Það var David Rocastle sem skoraði sigurmark Arsenal þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Clive Allen kom Tottenham yfir á 62. mínútu með sínu 39. marki en Ian Allison jafnaði þeg- ar átta mínútur voru til Ieiksloka og sigurmark Rocastle kom á síð- ustu sekúndum leiksins. Aston Villa og Wimbledon gerðu markalaust jafntefli í 1. deildinni ensku og sömu sögu er að segja af 2. deildarliðunum Derby og Portsmouth. -Ibe/Reuter Schumacher átti eftir tvö ár af samning sínum við Köln, en hon- um mun ljúka í júní. Flestir reikna með að hann komi til með að leika utan Þýskalands. Ekki hefur verið ákveðið hvort hann verði áfram í landsliðshópnum. Schumacher hefur verið talinn einn af bestu markvörðum heims og er einn hæstlaunaðasti leik- maðurinn í Bundesligunni. Hann hefur tvisvar verið valinn knatt- spyrnumaður Vestur-Þýskalands og hefur leikið flesta landsleiki af þeim sem enn eru í landsliðinu, 76 talsins. Hann hefur leikið með Toni schumacher síðasta tímabil Köln í 15 ár hans með Köln. Lothar Matthaus sat á bekknum í gær en Michael Rummenigge átti góðan leik og skoraði fyrsta mark Bayern Munchen. Evrópukeppni Stórsigur Bayem Skelltu Anderlecht 5-0. Spœnsku risarnir töpuðu Með stórgóðum tíu mínútna kafla í síðari hálfleik, náðu Vals- menn að tryggja sér góðan sigur yfir Haukum í gærkvöldi. Haukar voru yflr í hálfleik 47-44, en Valur vann 93-85. Leikurinn byrjaði vel hjá báð- um aðilum, en síðan kom kafli þarsem hvorki gekk né rak. Vals- menn virtust öllu sterkari og náðu góðu forskoti, en þá fór Pálmar Sigurðsson að hitta og með 9 stigum í röð í 3 tilraunum jafnaði hann fyrir Hauka, sem síðan komust yfir fyrir hlé. Haukarnir byrjuðu vel í síðari hálfleik og komust í 54-46. Þá fór vörn þeirra að opnast illa ásamt því að Valsmenn þéttu sína vörn og á næstu 10 mín. skoruðu Vals- menn 30 stig gegn 7 stigum Seljaskóli 4. mars. Valur - Haukar 93-85 (44- 47) 4-4, 12-12, 21-16, 24-24, 36-27, 38-38, 42-40, 44-47 - 46-54, 67-58, 76-61, 85-68, 91-78, 93-85. Stlg Vals: Tómas Holton 26, Sturla Orlygsson 26, Leifur Gústafsson 14, Björn Zóega 8, Torfi Magnússon 8, Páll Arnar 7, Einar Ólafsson 4. Stig Hauka: Pálmar Sigurösson 25, Henning Henningsson 24, Ivar Ás- grímsson 13, Ingimar Jónsson 8, Bogi Hjálmtýsson 6, Ólafur Rafnsson 5, Tryggvi Jónsson 4. Dómarar: Kristbjörn Albertsson og Sigurður Valgeirsson - nokkuð góðir. Maður lelkslna: Sturla Örlygsson, Val Hauka. Með þessu náðu þeir að tryggja sér sigur og var hann ör- uggur þrátt fyrir að Pálmar færi að hitta aftur og Haukar dregið á undir lok leiksins. Leikurinn var hraður og skemmtilegur. Valsmenn voru sterkari og þeirra bestur var Sturla Örlygsson, geysisterkur jafnt í vörn sem sókn. Aðrir skiluðu sínu hlutverki einnig vel. Hjá Haukum var Henning bestur, traustur og ódrepandi vinnuhestur. Spilið hjá þeim byggist enn of mikið á Pálmari og þegar hann hittir jafn illa og í þessum leik gefur eitthvað eftir. Haukarnir hafa mannskap og geta gert betur sem kom t.d. í ljós þegar Pálmar fór að spila sam- herjana betur uppi. -GSM Sturla örlygsson átti góðan leik gegn Haukum í gær. Toni Schumacher hefur faliist á að hætta með liði Kölnar í Bundesligunni í kjölfar ásakanna sinna um lyfjanotkun knatts- pyrnumanna í Þýskaiandi. Peter Weiand forseti Kölnar tilkynnti þetta á blaðamannafundi í gær. Anderlecht fékk stóran skell gegn Bayern Munchen í gær. Anderlecht var í vörn nær allan tíman og mátti þola stórt tap, 5-0 og líklega eru Arnór Guðjohnsen og félagar úr leik í Evrópukeppn- inni. Það var 15 stiga frost í Munc- hen en heimamenn létu það ekki á sig fá og léku við hvern sinn fingur. Að sögn Jón Halldórs Garðssonar fréttaritara Þjóðvilj- ans í Munchen voru það Bayern sem réðu lögum og lofum á vell- inum. Michael Rummenigge skoraði fyrsta mark Bayern á 15. mínútu og Hans Pflugler bætti öðru marki við á 28. mínútu. í hálfleik var staðan 2-0. Anderlech komst aðeins inn í leikinn í upphafi síðari hálfleiks og var það helst Arnór sem eitthvað bar á. En tvö mörk frá „ellismellnum" Dieter Hoenes á 69. og 73. mínútu gerðu út um vonir Anderlecht. Það var svo Roland Wohlfarth sem innsiglaði sigur Bayern með marki af stuttu færi eftir að Dieter Hoenes hafði skallað í þverslána. Að sögn Jóns átti Arnór góðan leik. Hann lék aftarlega, en var Schumacher vildi sjálfur ekk- ert segja um málið. -Ibe/Reuter fljótur fram og maðurinn á bak- við skyndisóknir Anderlecht. Það verður á brattann að sækja fyrir Anderlecht og vægast sagt ólíklegt að þeir nái í undanúrslit. Þó ber þess að minnast að Ander- lecht sló Bayern út í fyrra eftir að hafa tapað 0-2 á útivelli. Dundee United sigraði Barce- lona 1-0 á heimavelli í gær. Það var Kevin Gallacher sem skoraði sigurmarkið strax á 2. mínútu. Þetta forskot nægir Dundee þó líklega ekki því Barcelona eru erfiðir heim að sækja. Red Star sigraði risana frá Real Madrid, 4-2, í hörkuleik, Júgó- slavarnir komu virkilega á óvart og í hálfleik var staðan 3-0. Aðstæðurnar voru ekki sem bestar fyrir Spánverjana. Mjög kalt og flestir leikmenn Real Ma- drid kappklæddir. Bosko Djurovski fyrirliði Red Star kom þeim yfir á 7. mínútu, en 30 sekúndum síðar fengu Spánverjarnir vítaspyrnu, eftir að varnarmaður hafði varið bolt- ann með hendi. Hugo Sanchez tók spyrnuna, en markvörður Red Star, Stevan Stojanovic varði. Zarko Djurovic skoraði annað mark Red Star á 12. mín- útu með skoti fyrir utan vítateig. Boro Cvetkovic skoraði svo þriðja markið sex mínútum fyrir leikhlé. Red Star átti mörg hættuleg færi í uphafi síðari hálfleiks. Mitar Mrkela átti skot í þverslá og tvisvar varði Francisco Buyo, markvörður glæsilega. Hugo Sanchez minnkaði mun- inn í 3-1 með marki á 66. mínútu. Milan Jankovic kom Red Star í 4-1 með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu, en Hugo Sanchez átti síðasta orðið. Hann skoraði úr þriðju vítaspyrnu leiksins rétt fyrir leikslok. Philippe Fargeon skoraði sigurmark Bordeaux gegn Torpe- do Moskvu í síðari hálfleik. Leikjum Malmö gegn Ajax og Besiktas Istanbul og Dynamo Kiev var frestað vegna veðurs. -Ibe V-Þýskaland Schumacher hættir Úrslit í Evrópukeppni Meistaraliða -8- liða úrslit, fyrri leikir Bayern Munchen(V-Þýskalandi)-Anderlecht(Belgíu).............................5-0 Besiktaslstanbul(Tyrkiandi)-Dynamo Kiev(Sovétr.)............................fr. Red Star(Júgóslaviu)-Real Madrid (Spáni)....................................4-2 Porto(Portúgal)-Bröndby(Danmörku)...........................................1-0 Evrópukeppni Bikarhafa - 8-liða úrslit, fyrri leikir: Real Zaragoza(Spáni)-Vitosha Sofia(Búglaría)................................2-0 Malmö(Svíþjóð)-Ajax(Hollandi)...............................................ff- Bordeaux(Frakklandij-Torpedo Moskva(Sovétr.)................................1-0 Lokomotivo Leipzig(A-Þýskalandi)-Sion(Sviss)................................2-0 UEFA-Bikarinn - 8-liða úrslit, fyrri leikir: DundeeUnited(Skotlandi)-Barcelona(Spáni)....................................1-0 B.Munchenglb(V-Þýskalandi)-VitoriaGuimareas(Portúgal).......................3-0 Torino((talíu)-Tyrol(Austurríki).............................................0-0 Gautaborg(Svfþjóð)-lnterMilan(ltalíu).......................................0-0 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.