Þjóðviljinn - 08.03.1987, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 08.03.1987, Qupperneq 9
Jarð- fræðin sannar Biblíu- frásögn Þegar Faraó neitað að leyfa gyðingum að snúa aftur til ísrael sagði Móses að 10 plágur myndu hrjá landið. Ein þeirra var algjör myrkvun í þrjá sólarhringa. Nú hafa jarðfræðingar fært rök fyrir því að þessi frásögn gæti reynst sönn, því aska frá miklu eldgosi á Santorini-eyju í suðurhluta Eyja- hafs um 1500 f. kr., hefur fundist í Nflardalnum. Eldgosið sendi um 13-15 rúmkflómetra af ösku upp í loftið og gæti það hafa myrkvað Egyptaland í nokkra sólarhringa. Gosið hafði í för með sér mikla flóðbylgju og er talið að hún hafi eytt Mykena-menningunni á Krít. -Sáf/Illustreret videnskab WÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Prestar deyja úr eyðni Eyðniveiran fer ekki í mann- greinarálit, komist hún í snertingu við vessa likamans. Gagnvart henni skiptir engu þó þú heitir séra Jón. Hann er í sömu hættu og hann Jón okkar. Þetta hafa kaþólskir prestar í Bandaríkjun- um fengið að reyna. Talið er að um 20% allra ka- þólskra presta í Bandaríkjunum séu hommar. Um helmingur þeirra stundar virkt kynlíf. Alls eru 57 þúsund kaþólskir prestar í landinu og virkir hommar meðal þeirra því um 5.700. Ómögulegt er að segja til um hversu margir þeirra hafa fengið eyðni en vitað er um 12 sem hafa látist úr sjúk- dómnum, og álíka margir eru nú með sjúkdóminn á lokastigi. Þetta hefur sett kaþólsku kirkj- una í Bandaríkjunum í mikinn vanda. Sumir prestanna hafa ver- ið reknir frá söfnuði sínum, en aðrir hafa kosið að yfirgefa hann sjálfir hljóðlega. I einu tilfelli sem vitað er um, var dánarorsök- inni breytt. Á skýrslum er sagt að presturinn hafi látist af völdum heilaæxlis en það var eyðniveiran sem felldi hann. Pukrið er þó ekki allsstaðar jafn mikið. Fransiskus-múnkur einn var lagður inn á sjúkrahús vegna eyðni. Klaustrið bauð hon- um að eyða síðustu ævidögunum innan veggja klaustursins, sem hann þáði. Vegna þessarar þróunar sendi páfagarður frá sér hirðisbréf f október sl þar sem sagt er að hommar skapi óreiðu í sköpunar- verkinu. Hommar eru lítt hrifnir af þessari yfirlýsingu og er talið að margir þeirra hyggist yfirgefa kirkjuna. Slíkt óttast vitaskuld kirkjuyfirvöld í Bandaríkjunum því stórt skarð yrði þá hoggið í hjörðina. -Sáf/The Sunday Times San Francisco hefur verið griða- staður homma í Bandaríkjunum. Þeir Rick Kerr og Bernard Griesel eru báðir kaþólskir prestar, hommar sem hafa komið úrfel- um. Ef þú ketur þig dreyma um framandi lönd undir stýri úttu mikla möguleika d að draumarnir raetist! Vaknoðu maður! Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi ökumanna eru langalgengustu or- sakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöpp- in, mestu meiðslin og flest dauðsföllin verða þegar skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarendum í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niöurstaöa úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiöingum umferðarslysa). SAMVINNU TRYGGINGAR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.