Þjóðviljinn - 08.03.1987, Side 15

Þjóðviljinn - 08.03.1987, Side 15
DOSTOJEVSKl VAR FLOGAVEIKUR Það er mikilvægt að sem flestir kynni sér það því það er sorglegt að verða vitni að fáfræði fólks sem stendur ráðalaust frammi fyrir einstaklingi í krampakasti og veit ekkert hvað á að gera. Við ljúkum þessu spjalli við fjölskylduna í Stuðlaseli hér í þeirri von að reynsla hennar geti orðið öðrum til góðs og bendum lesendum á að kynna sér innihald bæklingsins vel. Við birtum einnig kafla úr hon- um annar staðar í opnunni þar sem skýrt er hvernig bregðast skal við krampaflogi. -vd. Dr. Gunnar Guðmundsson segir frá rannsókn sinni á fiogaveiki á íslandi og fordómum samfélagsins í gegnum aldirnar Gunnar Guðmundsson prófessor í taugasjúkdómum og yfirlæknir á taugalækn- ingadeild Landspítalans, er eini íslenski læknirinn sem hefurskrifað doktorsritgerð um flogaveiki. Það gerði hann áárunum 1959-1966 eftirað hafa unnið ýtarlega könnun á um 1000 flogaveikisjúklingum ílandinu. Hérsegirhannfrá þessarri könnun í stuttu máli og jafnframt frá því hvernig hin ýmsu samfélög hafa leikið flogaveika í gegnum aldirnar. Ég byrjaði á því að spyrja hann um orsakir flogaveiki: „Flogaveiki er í raun ekki sjúk- dómur, heldur einkenni um ein- hverja skerðingu á heilastarf- semi. Hún getur verið mjög víða og einkennin fara eftir því í hvaða hluta heilans skerðingin á sér stað. Sumir fá krampakippi, aðrir detta út stutta stund og svo fram- vegis. Orsakirnar geta verið mis- munandi og fara oft eftir því á hvaða aldurstímabili viðkomandi fær fyrst kast. Fái barn á fyrsta ári kast er yfirleitt um vefrænar skemmdir að ræða. Orsakir fyrir slíku geta verið fæðingarskemmdir, sýkingar, heilabólga eða áverkar í fæðingu. Illir andar Fái viðkomandi fyrsta kast á táningaaldri er oftast um floga- HVERNIG Á AÐ BREGÐAST VIÐ KRAMBAFLOGI? Skyndihjálp JA Haltu ró þinni. Þá gerirðu mest gagn. I Á Snúðuviðkomandiágrúfu(meðhöfuðiðtilhliðaroghökuna a B fram). Það hindrar að tungan loki öndunarvegi. Séu kram- "" m parnir mjög öflugir skaltu bíða þar til dregur úr þeim. Oftast gerist það á innan við 5 mínútum. NEI Ekki flytja viðkomandi á meðan krampinn varir nema það sé bráðnauðsynlegt öryggis hans vegna. |k I I Ekki troða neinu upp í munn hans. Þú getur brotið í C" I honum tennur. Athugaðu að sár á tungu grær en það ■ " " " gera brotnar tennur ekki. NEI JÁ JÁ JÁ Ekki halda honum föstum eða reyna að hindra eða stöðva krampann. Það tekst ekki. Veittu honum stuðning og aðhlynningu þegar krampanum er lokið og skýrðu honum frá því sem gerðist. Leyfðu honum að hvíla sig eða sofa eftir krampann svo hann nái að jafna sig. Gakktu úr skugga um aö hann sé orðinn sjálfbjarga áður en þú skilur við hann. w s I Jk Leitaðu læknishjálpar strax vari krampaflogið lengur en 10 -I Mjk mínútur, endurtaki það sig eða ef þú telur að viðkomandi af m öðrum ástæðum þurfa læknishjálpar við. Dr. Gunnar Guðmundsson: „Fólk gerirséralrangarhugmyndirumflog- aveiki og fordómarnir þyngja enn byrði þeirra sem þjást af þessum sjúkdómi.“ Mynd E ói. veiki af óþekktum orsökum að ræða, og svo er í um 60% allra flogaveikitilfella. Við vitum að- eins að einhverjar breytingar hafa orðið í taugafrumunum sem valda meðal annars truflunum í hömlunarkerfinu. Þegar fólk fær fyrsta kast eftir tvítugt er oftast um vefrænar skemmdir að ræða, til dæmis höfuðáverka, heilabólgur og æxli. í eldri aldursflokkunum ber meira á heilaæðaskemmdum, heilablóðföllum og hrörnunar- sjúkdómi í heila sem orsök floga- veiki. Þær meðferðir sem hægt er að beita við flogaveiki er lyfjameð- ferð eða skurðaðgerð. Skurðað- gerðir eru mjög sjaldgæfar og þeim er aðeins hægt að beita í sérstökum tilvikum. Lyfjameð- ferð er mjög nauðsynleg og getur í mjög mörgum tiívikum haldið krömpunum niðri og stundum læknast þeir af sjálfu sér án með- ferðar án þess að við vitum alltaf hvers vegna. Þegar sjúklingur hefur verið einkennalaus í tvö ár er reynt að minnka lyfjameðferð og stundum hætta henni. Við vitum að flogaveiki er að einhverju leyti ættgeng og núna er ég, ásamt þeim Helga Krist- bjarnarsyni, sem er doktor í líf- eðlisfræði og geðlækningum, og dr. Sturlu Friðrikssyni erfðafræð- ingi, að kanna ættgengi floga- veiki á íslandi í samvinnu við Erfðafræðistofnunina en Sturla er forstöðumaður hennar. Þessa könnun framkvæmum við með aðstoð tölvutækninnar og þess má reyndar geta til gam- ans að doktorsritgerð mín sem ég lauk 1966 var fyrsta ritgerðin í læknisfræði hérlendis sem var gerð með aðstoð tölvutækninnar. Einkennum flogaveiki hefur verið lýst í heimildum frá alda- öðli. í dagbókum Hammórabis, sem skrifaðar voru 2000 árum fyrir Krist, er talað um flogaveika og þar kemur einmitt sérstaklega fram álit þjóðfélagsins á þeim því þeir eru ekki taldir áræðanlegir vottar fyrir rétti. í Mattheusar- og Lúkasar- guðspjöllum Biblíunnar kemur mjög greinilega fram viðhorf til flogaveikra. Þeir eru taldir vera haldnir af illum öndum og Jesús segir við dreng í krampaflogi: „O, þú rangsnúna og vandláta kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yður og umbera yður.“ Síðan hastaði hann á óhreina andann og læknaði sveininn. Hann telur veikina sem sagt refsingu fyrir drýgðar syndir. Hitler lét gelda flogaveika Allar götur gegnum miðaldir eru gerðar teikningar þar sem púkar koma út úr flogaveikum. Það er ekki langt síðan Hitler var við völd í Þýskalandi, hann lét gelda alla flogaveika. í byrjun aldarinnar og langt fram eftir henni er talað um flogaveiki sem næsta stig við fávitahátt sem or- sakast af hnignun í fjölskyldunni. Ástæðan fyrir þessu áliti er sú að þær greinar sem eru skrifaðar um flogaveika eru unnar upp úr rannsóknum á flogaveikum á geðveikrahælum. Þá var sú álykt- un dregin að þær geðrænu breytingar sem sáust á þessum sjúklingum, sem voru oft mjög illa farnir, væru sérkennandi fyrir flogaveikina. Þetta tíðkaðist langt fram á fjórða áratug aldarinnar en svo tekur við nýtt tímabil sem ein- kennist af því að ekki má nefna geðrænar breytingar í tengslum við flogaveiki. Þegar ég hóf könnun mína fyrir 30 árum var markmið mitt fyrst og fremst að kanna hvaða jjörf væri í heilbrigðiskerfinu fyrir þjónustu við flogaveika. Síðan fór ég að fá meiri áhuga á flogaveiki sérstaklega og ákvað að athuga hana betur í víðara samhengi. Bannað að giftast Ég kannaði meðal annars fé- lagslegar aðstæður flogaveikra, orsakir flogaveiki, tíðni hennar og hve margir sjúklingar höfðu fengið einhverja meðferð. Það kom í ljós að 30% flogaveikra höfðu aldrei fengið neina með- ferð, sem sýnir á hve mismunandi stigum þessi sjúkdómur getur verið og einnig hvað lítið hefur verið gert til að veita þeim með- ferð. Auk þess bendir þetta til þeirra fordóma sem voru gegn flogaveikum. Tíðni flogaveikra á íslandi er um 0,5 - 0,6% af þjóðinni og það eru sambærilegar tölur og í Vestur-Evrópu og Bandaríkjun- um. Varðandi félagslegar aðstæður athugaði ég hve margir floga- veikra voru giftir, því á þessum tíma var flogaveikum bannað að giftast. Ég vissi um ákaflega mörg sorgleg tilfelli þar sem menn fengu ekki að giftast. Niðurstað- an var sú meðal annars að hlut- fallslega voru fleiri konur giftar en karlar. Ég athugaði einnig hve margir flogaveikir voru með ökuskír- teini, ég hafði áhuga á því vegna þess að flogaveikum var alger- lega bannað að aka bíl og er enn- þá, nema þeir hafi verið ein- kennalausir í tvö ár, hvort heldur er með eða án lyfjameðferðar. Þrátt fyrir það þá kom f ljós að fleiri meðal flogaveikra óku bíl en meðal fólks almennt. Fœrri vinnuslys og árekstrar Ég fór í gegnum sakaskrár allra þessarra 1000 sjúklinga og það kom í ljós að það var meira um afbrot meðal þeirra en annarra, en það voru alltaf einhver minni- háttar brot. Tíðni árekstra hjá flogaveikum er hins vegar ekki meiri en hjá öðrum bílstjórum og þeim tölum mínum ber saman við sambæri- legar kannanir erlendis. Minna er um vinnuslys hjá flogaveikum en fólki almennt. Það má segja að það sé svolítið einkennandi fyrir flogaveika hvað þeir vinna vel og samviskusamlega því þeir vita um fötlunina og passa sig því betur en aðrir. Samt sem áður veit ég um fjölda manna sem fá ekki vinnu vegna þess að þeir eru floga- veikir. Ég kannaði einnig geðrænar breytingar og þær voru umtals- vert algengari hjá flogaveikum en öðrum. Þá athugaði ég hve marg- ir voru geðveikir og hve margir taugaveiklaðir. Það kom í ljós að þetta var meira áberandi hjá flog- • aveikum en fólki almennt og taugaveiklun var meira áberandi hjá konum en körlum. Geðrænar breytingar voru hins vegar al- gengari meðal þeirra. Ég kannaði einnig tíðni hug- fötlunar og hún var hærri hjá flogaveikum en öðrum, en það byggist á því að margir sjúkling- anna höfðu fengið slæma áverka, annað hvort vegna slyss, eða í fæðingu og þeir ollu um leið oft vangefni. Hitt er svo annað mál, burt frá þessum niðurstöðum, að fjöldinn allur af flogaveiku fólki er stór- gáfaður og mörg helstu stór- menni sögunnar voru flogaveik. Það má nefna rnenn einsog Mú- hammeð, Búddha, Pál postula, Swedenborg, Sókrates, Sesar, Kalígúla, Napóleon, Alexander mikla, Newton, Péturmikla, Ric- helieu kardínála, Handel, Pagan- ini, Beethoven, Schumann, Dante, Dickens, Moliere, Byr- on, Dostojevskí, van Gogh og Alfreð Nóbel. Þessar geðrænu breytingar sem ég hef nefnt eru þess eðlis að þær há viðkomandi ekki á einn eða neinn hátt við vinnu. Hin dæmi- gerða mynd sem almenningur hefur af flogaveiki er sljór froðu- fellandi maður í krampakasti liggjandi í götunni. Þessi mynd er langt frá raunveruleikanum og veldur þeim fordómum, sem gera flogaveikina enn þyngri byrði en ella og það ætti fólk að hafa í huga.“ -vd. Sunnudagur 8. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.