Þjóðviljinn - 08.03.1987, Blaðsíða 17
Nafn vikunnar
Sigurinn yfir
Kortsnoi minn
sœtasti siaur
Flestir geta trúlega tekið undir
það að nafn vikunnar hafi ver-
ið Jón L. Árnason skák-
meistarinn góðkunni. Hann
stóð sig best íslensku kepp-
endanna á geypisterku skák-
móti IBM, sem lauk í vikunni
með sigri Englendingsins
unga Nigel Short. Margt er-
lendra kappa sótti þetta mót
heim. Þará meðal má nefna
skáksnillinga á borð við Korts-
noi og Lubojevic.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að íslensku keppendurinir
voru ekki í sínu besta „formi“ á
þessu móti og skipuðu sér ekki á
bekk þeirra efstu að móti loknu.
Þrátt fyrir að íslendingarnir
skipuðu sér ekki á verðlauna-
bekk að móti loknu, getum við
vel við unað frammistöðu þeirra í
einstökum skákum. Sérstaklega
á það við frammistöðu Jóns L.
Árnasonar en hann felldi margan
kunnan kappann og ber þar hæst
sigur hans yfir Kortsnoi í síðustu
umferð mótsins. Þrátt fyrir að
Jóni hafi gengið skrykkjótt fram-
an af mótinu, sótti hann í sig
veðrið og hlaut 50% vinninga,
eða 5 og hálfan vinning og lenti í
7-8 sæti ásamt Agdesten. Getur
Jón því unað glaður við sitt.
Við slógum á þráðinn til Jóns
og spurðum hann spjörunum úr
um frammistöðu hans og íslensku
keppendanna.
- Það sem vekur kannski fyrst
eftirtekt við þetta mót, er að ís-
lensku keppendunum gekk ekki
alltof vel - í það minnsta framan-
af móti. Enginn ykkar skipaði sér
meðal efstu manna. í upphafi
móts gerðu menn sér vonir um að
einhver ykkar yrði meðal efstu
manna. Hvað fór úrskeiðis?
„Skákmenn eiga allir sína góðu
og slæmu daga. Það er trúlega
tilviljun að við skyldum allir hafa
verið heldur illa upplagðir fram-
anaf mótinu. Ég náði nú að
bjarga mínu andliti í lokin.
Mín skýring er sú að heima-
völlurinn sé ekki heppilegastur
fyrir skákmenn. Þó það sé upp-
örvandi að sjá alla þessa áhorf-
endur á skákmótum hér heima,
dugir það ekki til svo að tryggt sé
að frammistaðan sé í hlutfalli við
það. Útlendingarnir búa allir á
hótelum og eiga þar af leiðandi
hægara með að einbeita sér að
keppninni. Það er alltaf viss
þrystingur á okkur íslendingana
þegar við teflum hér heima. Það
er oft dálítið erfitt að vita af því.
Allavega er þetta hluti af skýring-
unni. Eg veit í það minnsta enga
aðra betri.
Erlendu keppendurnir eru í
sjálfu sér engu betri skákmenn en
við. Með hæfilegri slembilukku
hefði okkur átt að takast að veita
þeim harðari keppni en raun bar
vitni.“
- Nú gekk þér fremur illa fram-
anaf móti, en sóttir svo í þig veðr-
ið og bjargaðir andlitinu eins og
þú orðar það sjálfur.
„Ég var mjög vel stefndur til
taflmennsku í byrjun mótsins og
tefldi nokkuð frísklega, þó ég
segi sjálfur frá. Svo fékk ég bak-
slag eins og oft vill gerast þegar
maður teflir á þann hátt og tapaði
fyrir Timman. Það var eitt það
versta skákslys sem fyrir mig hef-
ur komið. Ég held að ég hafi ver-
ið lengi að jafna mig eftir þá hrak-
för. Eg missti dampinn og þorra
sjálfstraustsins. Eftir að ég var
búinn að gera fjögur jafntefli og
Agdesten hinn norski mátaði
mig, þá vaknaði ég upp við vond-
an draum.
Annars held ég að mín besta
skák á mótinu hafi verið gegn Lu-
bojevic. Þótt skákin við Kortsnoi
væri minn sætasti sigur og veitti
mér kanski meiri ánægju heldur
en sigur á heilu skákmóti."
- Hvað tekur svo við næst? Eru
einhver mót á döfinni?
„Að öllum líkindum fer ég
næst á skákmót í ísrael í lok mán-
aðarins. Þetta mót verður af ell-
efta styrkleika og því nokkuð
sterkt mót. Það jafnast þó ekki
við IBM-mótið að styrkleika.
Mér er ekki kunnugt urn hverjir
margir koma til með að tefla þar,
ewn trúlega verður þar eitthvað
um skáksnillinga.
Hvað síðan verður veit ég ekki,
nema það að í byrjun júní verður
heljarmikið opið mót á
Austfjörðum. Þar munu allir
helstu skákmenn þjóðarinnar
leiða saman hesta sína, sem án
efa verður spennandi. Annars
reikna ég ekki með neinum út-
lendingum á það mót.“
Um leið og við ljúkum þessu
spjalli, óskum við Jóni góðs
gengis í ísrael, sem og í framtíð-
inni og erum þess fullviss að hann
á eftir að auka hróður íslenskra
skákmennta með ljúfmannlegri
framkomu sinni um ókomna
framtíð.
-RK
_________LEHDARI______
Ráðherrann með
hausinn í sandinum
Félagsmálaráðherra hefur hlaupið í varnarstöðu
vegna þeirrar umræðu og gagnrýni sem nýja hús-
næðislöggjöfin hefurfengið á sig. Hans varnarræða
gengur út á það að þegja skuli um vankanta kerfisins
þar sem umræðan skýlur skelk í bringu þeim sem
hyggja á húsnæðiskaup og hafa sótt um lán til Hús-
næðisstofnunar. Vill hann láta kerfið rúlla í tilrauna-
skyni og skipta þá afleiðingar þess engu máli. Til-
raunadýrin standa eða falla með kerfinu.
Nei, öll umræða um þetta kerfi er af hinu góða,
nauðsynleg, því hér er um að ræða þann þátt
stjórnkerfisins sem skiptir einstaklingana í þjóðfé-
laginu hvað mestu máli. Allir þurfa þak yfir höfuðið og
því afar mikilvægt að húsnæðislöggjöfin sé sem
pottþéttust og uppfylli þarfir allra hópa þjóðfélagsins,
en ekki bara einstakra.
Nýju húsnæðislögin voru keyrð í gegnum Alþingi
með methraða á sínum tíma og því engin furða þó
ýmsar misfellur megi finna á þeim, sumar þeirra
mjög alvarlegar. Þessu er þó hægt að kippa í liðinn ef
viljinn er fyrir hendi. Því miður virðist Alexander Stef-
ánsson, félagsmálaráðherra, ekki hafa slíkan vilja.
Hann vill fresta öllu slíku fram yfir kosningar,
hlaupast burt frá vandanum.
Óþarfi er að rifja upp að nýju húsnæðislögin eru
ekki félagsmálaráðherra að þakka. Það voru aðilar
vinnumarkaðarins sem knúðu þau í gegn á sínum
tíma þegar útséð var um að ríkisstjórnin ætlaði að
heykjast á því loforði sínu að gera stórátak í húsnæð-
ismálum. Alþýðusambandið sá að hér var um eitt
brýnasta hagsmunamál launafólks að ræða og at-
vinnurekendur sáu að byggingariðnaðurinn var í
stórhættu vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar.
Áður en til þessa kom hafði Alþingi skipað milli-
þinganefnd um húsnæðismál. Það var í júní 1985.
Sendi netndin frá sér álitsgerð um greiðsluvanda
íbúðaeigenda og sendi félagsmálaráðherra í des-
ember sama ár. Nefndin kom svo aftur saman í
janúar 1986 en starf hennar það ár einkenndist mjög
af febrúarsamningunum, þar sem aðilar vinnumark-
aðarins lögðu fram ákveðnar kröfur um hvernig
vandi húsnæðisstofnunaryrði leystur. Nefndin starf-
aði áfram og fór m.a. yfir frumvarpsdrög ríkisstjórn-
arinnar.
Þar sem allir þingflokkarnir áttu fulltrúa í milliþinga-
nefndinni voru skoðanir skiptar um það hvernig
húsnæðislánakerfi framtíðarinnar ætti að líta út. I
janúar nú í ár var svo Ijóst að nefndin gat ekki komist
að neinu samkomulagi um heildartillögur um
breytingar á húsnæðislánakerfinu. Nefndin ákvað
því að senda frá sér álitsgerð þar sem ábendingum
og hugmyndum, sem ræddar voru í nefndinni, væri
komið á framfæri.
í nefndarálitinu er að finna margar ábendingar um
nýju húsnæðislöggjöfina. Sú sem mönnum hefur
orðið tíðræðast um varðar fjármögnunina. Hefur ver-
ið talað um að kerfið sé sprungið vegna þess að ekki
er nægjanlegt fjármagn í kerfinu. Skiptir jsar mestu
að ríkissjóður leggur ekki til nægjanlegt fjármagn. (
ár nemur framlag ríkissjóðs til byggingasjóðanna 1,3
milljörðum, sem nægirtil niðurgreiðslu útlánsvaxta í
tæp 17 ár, en þyrfti, ef dæmið á að ganga upp, að
nægja tii 40 ára. Framlag ríkissjóðs til þessara mála
þyrfti því að vera rúmlega helmingi meira.
Síðan segir orðrétt í nefndarálitinu: „Með hliðsjón
af því að þessi háa fjárhæð þarf að verða enn hærri í
framtíðinni og í Ijósi þeirrar erfiðu fjárhagsstöðu sem
ríkissjóður á við að etja er ekki hægt að tala um að
horfur kerfisins séu bjartar.“
Félagsmálaráðherra fer því með rangt mál þegar
hann segir að húsnæðislánakerfið eigi bara við byrj-
unarörðuleika að etja. Með því að bregðast ekki
strax við er hann að fresta vandanum; ávísa á fram-
tíðina og komandi kynslóðir. Það sem skiptir höfuð-
máli í þessu sambandi er, hvort kerfið stefnir upp á
við eða niður og með núverandi ríkisframlagi er Ijóst j
að kerfið stefnir niður á við.
Ýmsir fleiri vankantar hafa komið fram á kerfinu þó
fjármögnunin sé sá mikilvægasti. Kerfið einsog það
er í dag býður upp á misnotkun og brask. Þá er Ijóst
að vegna fjárskorts er biðtíminn of langur og á eftir
að lengjast. Þá hefur komið í Ijós að töluverður hópur
fólks telst ekki lánshæfur en þar sem félagslegi hluti
kerfisins gleymdist við lagasetninguna kemst sá
hópur ekki heldur að þar. Þá hefur tveggja ára líf-
eyrissjóðsreglan komið illa niður á ýmsum, t.d. fólki
sem farið hefur í nám á sl. tveim árum og því ekki
greitt í lífeyrissjóð á tímabilinu.
Það var mikilvægt að breyta húsnæðislánakerfinu
og grundvallarhugsunin á bakvið nýju lögin rétt.
Kerfið þurfti að einfalda og auka ráðgjöf. En það að
viðurkenna ekki þá bresti á kerfinu sem þegar blasa
við er ekkert annað en strútspólitík og leiðir beint til
glötunar. Það sem kallað hefur verið mikilvægasti
áfangi febrúarsamninganna má ekki glatast vegna
þess að maðurinn í félagsmálaráðuneytinu stingur
höfðinu í sandinn.
-Sáf
Sunnudagur 8. mars 1987 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 17