Þjóðviljinn - 10.03.1987, Síða 3
FRETTIR
Stríðinu
ekki lokið
Hlaðvarpinn:
„Körlum landsins verður allt
að vopni, hvarvetna blasa dæmin
við. Konur eru gerðar að annars
flokks vinnuafli á þriðja flokks
launum í fjórða flokks verkalýð-
shrevfingu," segir meðal annars í
ályktun sem samþykkt var ein-
róma á baráttufundi kvenna í
Hlaðvarpanum sunnudaginn 8.
mars. Milli þrjú og fjögur hundr-
uð konur sóttu fundinn, sem
haldinn var af Menningar- og
friðarsamtökum kvenna, Sam-
tökum kvenna á vinnumarkaði,
Alþýðubandalagskonum,
Kvennalistanum, íslensk-
lcsbíska og Alþýðuflokkskonum.
í ályktuninni segir enn fremur:
„Allur auglýsinga- og
skemmtanaiðnaðurmn blómstrar
sem aldrei fyrr á kvenfyrirlitn-
ingu landskunnra karlkynsspau-
gara. Konur eiga að vera kven-
legar og kynæsandi en eingöngu
til þeirra brúks þegar á þarf að
halda. Frjálshyggjuhugmyndirn-
ar sem nú tröllríða þjóðfélaginu,
þar sem hver á fyrst og fremst að
hugsa um sjálfan sig, leiða til
meiri hörku. Samfara því eykst
vinnuálag almennings, erfið-
leikar og vonleysi. Það er því vart
að undra þótt barsmíðar og
nauðganir séu daglegt brauð.“
Skoðanakönnun
AB sækir á
Samkvæmt skoðanakönnun
DV hefur fylgi Alþýðubandalags-
ins töluvert aukist frá því að síð-
asta könnun var gerð í janúar s.l.
Alþýðubandalagið nýtur fylgis
15.9% þeirra sem könnunin náði
til og tóku afstöðu, í stað 12% í
janúar.
Alþýðuflokkurinn bætir lítils-
háttar við sig, og hefur nú 19.5%.
Aðrir flokkar en Alþýðubanda-
lag og Alþýðuflokkur missa fylgi
samkvæmt könnuninni. Fram-
sóknarflokkur fer úr 17.8% í
15.9%. Sjálfstæðisflokkur fer úr
39.9% í 38.2 %. Samtök um
kvennalista missa fylgi sam-
kvæmt könnuninni, fá 7.1% í
stað 8.2%. Nýju framboðin fá
engan mann kjörinn samkvæmt
könnun DV, enda fylgi þeirra
næsta takmarkað.
Ingileif Jónsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir líffræðingar með bæklinginn fyrir framan Landsspítalann. (mynd E.OI.)
Ríkisspítalar
Sjö hópar segja upp
Ingileif Jónsdóttir: Lágmarkstaxtar notaðir sem hámarkstaxtar.
Uppsagnirnar í kjölfar kjaradóms frá í sumar
téttarfélögin standa ekki á bak
við þessar uppsagnir og þær
varða ekki kjarasamninga,“
sagði Ingileif Jónsdóttir líffræð-
ingur á rannsóknastofu í ónæmis-
fræði þegar Þjóðviljinn hafði
samband við hana út af bæklingi
sem samstarfsnefnd háskóla-
menntaðra starfsmanna sem hafa
sagt upp störfum á ríkisspítölun-
um hefur gefið út.
Eins og komið hefur fram hafa
sjö stéttir innan heilbrigðiskerfis-
ins sagt störfum sínum lausum á
ríkisspítölunum: hjúkrunarfræð-
ingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálf-
ar, líffræðingar,sjúkraþj álfarar,
sálfræðingar og næringarráðgjaf-
ar. Þessir starfshópar hafa gefið
út bækling þar sem grein er gerð
fyrir störfum og hlutverki þessa
fólks innan heilbrigðiskerfisins
svo að lesendur bæklingsins geti
betur gert sér grein fyrir hvaða
áhrif það hefur ef þetta fólk
hættir störfum. Bæklingi þessum
er dreift á spítölum, heilsugæslu-
stöðvum, lækna- og tannlækna-
stofum, apótekum og til fjöl-
miðla og þingmanna.
„Bæklingnum verður í stuttu
máli dreift til almennings á öllum
þeim stöðum þar sem fólk kemur
í sambandi við heilsugæslu og
heilbrigðismál“ sagði Ingileif.
„Þetta eru hópuppsagnir ein-
staklinga sem koma í kjölfar óá-
nægju með kjaradóm s.l. sumar.“
sagði Ingileif. „Á ríkisspítölun-
um er lágmarkskauptöxtum beitt
sem hámarkstöxtum. Það er ekk-
ert sem bannar að greiða laun
umfram taxta og tíðkast víða
bæði á almennum markaði og í
opinbera geiranum. Það er það
sem við erum að fara fram á ef til
gildistöku uppsagnanna á ekki að
koma. Þannig erum við alls ekki
að fara fram á breytingar á kjara-
samningum.
Ingileif sagði ennfremur að
uppsagnarhóparnir hefðu fullan
skilning forstjóra og stjórnar-
nefndar ríkisspítalanna og muni
forstjóri ríkisspítalanna mjög
bráðlega afhenda heilbrigðis og
tryggingamálaráðherra og fjár-
málaráðherra bréf þar sem gerð
verður ítarleg grein fyrir þeim
áhrifum sem uppsagnir svo mikil-
vægra hópa hafa á starfsemi ríkis-
spítalanna.
-ing.
Þórir
Bergsson
látinn
Kosningabaráttan
Tölum öll einni röddu
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ: Baráttan stendur milli sérgœðisstefnu frjálshyggjunnar
og vinstri stefnu, stefnu samhjálpar og samvinnu
Þórir Bergsson, trygginga-
stærðfræðingur, lést í Lands-
spítalanum 7. mars sl. Þórir var
fæddur 2. júlí 1929, sonur hjón-
anna Bergs Jónssonar, sýslu-
manns og síðar bæjarfógeta í
Hafnarfirði, og Guðbjargar Lilju
Jónsdóttur. Þórir lauk prófi í
tryggingastærðfræði og statistik
frá Hafnarháskóla árið 1959.
Hann starfaði um skeið hjá Al-
mennum Tryggingum h.f. en frá
1961 starfaði hann sjálfstætt við
tryggingafræðilega og statistiska
útreikninga. Jafnframt var hann
um skeið skólastjóri Trygginga-
skólans.
Þórir sat í stjórn Lánasjóðs ísl.
námsmanna sem fulltrúi Sam-
bands ísl. stúdenta erlendis á 7.
áratugnum og hann var formaður
Félags íslenskra tryggingastærð-
fræðinga frá 1984 til dauðadags.
Þórir ritaði margar greinar í blöð
og tímarit um trygginga-, lána- og
lífeyrissjóðsmál.
Þórir var kvæntur Björgu
Hermannsdóttur og áttu þau
fjögur börn.
að eru auðvitað alltaf uppi
mismunandi viðhorf til hinna
ýmsu mála í lifandi stjórnmála-
flokki eins og Alþýðubandalag-
inu, en hins vegar hefur samstað-
an innan flokksins aldrei verið
meiri en núna. Við frambjóðend-
ur hér f Reykjavík höfum ekki
verið í neinum vandræðum með
að samræma okkar afstöðu til
mála og kynna hana einni röddu,
sagði Asmundur Stefánsson, for-
seti ASI og þriðji maður á lista
Alþýðubandalagsins, í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Aðspurður um fullyrðingar
Þorsteins Pálssonar um að sakir
tilvistarkreppu Alþýðubanda-
lagsins væri sá flokkur ekki
lengur verðugur andstæðingur
Sjálfstæðisflokksins sagði As-
mundur:
„Þorsteinn á erfitt með að
finna skrautfjaðrir í hatt stjórn-
arsamstarfsins við Framsókn.
Hann bendir á að verðbólga hafi
lækkað og vill að ríkisstjórninni
sé þakkað það, þó allir viti að þar
er um að ræða frumkvæði af hálfu
verkalýðshreyfingarinnar um að-
hald í verðlagsmálum.
Það er ljóst að á þessu sviði
ríkir nú mikil óvissa, þrjú þúsund
milljóna halli á ríkissjóði og
þensla í peningamálum stefnir
málum í hættu, þannig það ræður
miklu um áframhaldið hvernig
tekið verður á málum eftir kosn-
ingar.
Þá segist Þorsteinn hafa ætlað
að fara hugsa þær hugsanir sem
settar voru fram af hálfu verka-
lýðshreyfingarinnar við síðustu
kjarasamninga um staðgreiðslu-
kerfi skatta, en við teljum miklu
skipta að því verði komið á, en
þar með er ekki sagt að jafnaður
sé sá mikli ágreiningur sem uppi
er í skattamálum milli sjálfstæðis-
manna og okkar, bæði ASÍ og
Alþýðubandalagsins, en við vilj-
um að skattleysismörk verði
hækkuð og að fyrirtæki beri eðli-
lega skattbyrði.
Þá telur Þorsteinn sér til tekna
húsnæðiskerfið, en líka þar hafa
hugmyndir verkalýðshreyfingar-
innar lagt grundvöll að nýju
kerfi. Þorsteinn lofaði að vísu
öllum 80% lánum til íbúðakaupa
fyrir síðustu kosningar, kæmist
hann til valda, en það er ekki
mikið sem hann hefur aðhafst í þá
átt heldur þvert á móti, sem sést
af síðustu fjárlögum, en framlag
ríkisins til húsnæðiskerfisins er 1/
3 minna í ár en var á síðasta ári og
heldur ekki þar hefur ríkisstjórn-
in staðið sig eins og henni bar.
Það er ljóst að í íslensku
þjóðfélagi er tekist á milli hægri
og vinstri, milli sérgæðissjónar-
miða frjálshyggjunnar og þeirra
sem vilja að hugsjónir vinstri-
manna séu í heiðri hafðar, vilja
efla samhjálpina í landinu. Vind-
urinn er nokkuð úr frjálshyggjui-
iðinu síðustu misseri og er það
vel, en það er ljóst að postular
þeirra eiga sterk ítök í Sjálfstæð-
isflokknum og þeir vilja ryðja úr
vegi þeirri félagslegu uppbygg-
ingu sem náðst hefur og hverfa
aftur til þess að hver og einn hugsi
um sig og láti sig náungann engu
skipta og þessvegna skiptir veru-
legu máli að Alþýðubandalagið
komi sterkt út úr kosningunum.“
-sá
Þri&judagur 10. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3