Þjóðviljinn - 10.03.1987, Blaðsíða 13
HEIMURINN
Bandaríkin
Afhjúpar Poindexter Reagan?
Vissi forsetinn að vopnagróðinn fór til Contraliða? Sex af tíu
Bandaríkjamönnum telja Reagan vita meira um írans-
skandalinn en hann fullyrðir
Washington Post heldur því
fram að John Poindexter,
fyrrum yfirmaður Þjóðarör-
yggisráðs Bandaríkjanna, sé
nú reiðubúinn að leysa frá
skjóðunni varðandi vopnasöi-
una til íran og hvað orðið hafi
um tuttugu milljónir dala sem
grunur leikur á að lent hafi í
hirslum Contraliða.
Hefur blaðið eftir heimildum í
Hvíta húsinu að verið geti að Po-
indexter greini rannsóknarþing-
nefnd öldungadeildarinnar frá
því að hann hafi í tvígang sagt
Reagan frá því í fyrra að gróði af
vopnasölunni rynni til Contra-
liða.
Verði af slíkum vitnisburði Po-
indexters er það mikið reiðarslag
fyrir forsetann sem stendur fastar
en fótunum á þeirri staðhæfingu
sinni að hann hafi ekki vitað um
fjárstreymið til Contra sveitanna
enda væri hið gagnstæða það
sama og að játa á sig lögbrot þar
sem þingið þarf að samþykkja all-
ar slíkar fjárveitingar.
Öldungadeildarþingmennirnir
sem sæti eiga í rannsóknarnefnd-
inni íhuga nú þann möguleika að
veita Poindexter, North ofursta
og Richard nokkrum Secord,
meðhjálpara þeirra, takmarkaða
uppgjöf hugsanlegra saka. Ef af
því yrði væru þeir knúnir í vitn-
astúkuna og gætu ekki lengur
skákað í skjóli fimmtu greinar
stjórnarskrár Bandaríkjanna sem
heimilar manni að neita að bera
vitni ef framburður hans gæti leitt
til eigin sakfellingar.
Mikið fjör myndi færast í írans-
vopnamálið ef þessir herramenn
léttu á hjarta sínu og greindu
samviskusamlega frá öllu því sem
þeir vita um málið. Hætt er við að
það kæmi sér ákaflega illa fyrir
Reagan.
Sem dæmi um það má nefna
upplýsingar er komu fram í Tow-
erskýrslunni um að ýmsir sam-
verkamenn forsetans hafi skipu-
lagt fjársöfnun til handa dekur-
börnum sínum, Contraliðum, á
meðal einkaaðila í Bandaríkjun-
um og með því athæfi sínu farið á
bak við þingið og brotið lög.
í skýrslunni er vitnað í minn-
Secord, til vinstri, og North í fullum skrúða. Það er forsetanum hugsanlega fyrir
bestu að þeir haldi sér saman.
ispunkta fyrrnefnds Norths sem
hafði yfirumsjón með söfnun-
inni:
„Það fer ekki á milli mála að
forsetinn veit af hverju hann hef-
ur tekið á móti hópi manna og
látið í ljós þakklæti fyrir „stuðn-
ing þeirra við lýðræðisöflin" í
Mið-Ameríku.“
Ef marka má það sem Poindex-
ter og North hafa gefið í skyn
undir rós um vitneskju Reagans
um ólöglegan fjárstuðning við
Contraliða þá er eins gott fyrir
hann að þeir þegi einsog steinar.
í glænýrri skoðanakönnun
vikuritsins Newsweek kemur
fram að sex af hverjum tíu þegn-
um Ronalds Reagan telja að
rannsókn þingnefndar öldunga-
deildarinnar muni leiða í ljós að
forsetinn viti mun meira um íran/
Contra-málið en hann vilji vera
láta. Helmingur spurðra segir
ávarp hans á miðvikudagskvöldið
í engu hafa breytt áliti sínu á hon-
um en fjórðungur taldi hann hafa
bætt stöðu sína til hins betra og
jafnmargir til hins verra.
-ks.
Reagan með fjandvini sínum John Poindexter er allt lék í lyndi.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
SVÆÐISUMSJÓNARMANN Á SUÐURNESJUM
Viðkomandi þarf að vera: símvirki/símvirkja-
meistari eða rafeindavirki/rafeindavirkjameistari.
Laun skv. launakjörum ofangreindra stéttarfé-
laga.
Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjórinn í Kefla-
vík, sími 92-1000.
AÐALSKOÐUN BIFREIÐA
Tengivagna, festivagna, bifhjóla og
léttra bifhjóla 1987 í Mýra- og Borg-
arfjarðarsýslu, fer fram við Bifreiða-
eftirlitið í Borgarnesi, dagana 25.
mars til 10. apríl kl. 10 - 12 og 13 -
16.30
Miðvikudaginn 25. mars í Borgarnesi
Fimmtudaginn 26. mars í Borgarnesi
Föstudaginn 27. mars í Borgarnesi
Mánudaginn 30. mars í Borgarnesi
Þriðjudaginn 31. mars í Borgarnesi
Miðvikudaginn 1. apr. í Borgarnesi
Fimmtudaginn 2. apr.
Föstudaginn 3.
Mánudaginn 6.
Þriðjudaginn 7. apr. í Borgarnesi
Miðvikudaginn 8. apr. í Borgarnesi
Fimmtudaginn 9. apr. í Borgarnesi
Föstudaginn 10. apr. í Borgarnesi
í Borgarnesi
apr. í Borgarnesi
apr. í Borgarnesi
Kl. 9-
Kl. 9
Kl. 9
Kl. 9
Kl. 9
Kl. 9
Kl. 9
Kl. 9
Kl
Kl. 9-
Kl. 9-
Kl. 9-
Kl. 9
9-
12 og
12 og
12 og
12 og
12 og
12 og
12 og
12 og
12 og
12 og
12 og
12 og
12 og
13-16.30
13-16.30
13-16.30
13-16.30
13-16.30
13-16.30
13-16.30
13-16.30
13-16.30
13-16.30
13-16.30
13-16.30
13-16.30
Að Logalandi 13. apríl kl. 10- 12 og 13- 16.00 að Lamb-
haga 14. apríl kl. 10-12 og 13-16.00 og í Hvalfirði 15.
apríl kl. 10-12 og 13-16.00.
Endurskoðun fer fram í Borgarnesi dagana 19.-21. maí kl.
9-12 og 13 - 16.30 . í Lambhaga 22. maí k. 10- 12 og í
Hvalfirði sama dag kl. 13- 15.00.
Bifreiðar skráðar 1985 og síðar sem eru einkabifreiðar eru
ekki skoðunarskyldar. Framvísa ber kvittunum fyrir bifreiða-
og tryggingagjöldum, ásamt gildu ökuleyfi.
Skrifstofa Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
3. mars 1987
Skák
Mikil barátta
Sjötta skák Karpofs og Sókólofs fór tvisvar í bið
enn.
Karpof hóf taflið með því að
leika drottningarpeði sínu fram
um tvo reiti og andstæðingur
hans brá fyrir sig drottningarind-
verskri vörn.
Skákin fór í bið eftir fjörutíu og
einn leik. Daginn eftir settust
þeir félagar andspænis hvor öðr-
um á nýjan leik og héldu upp-
teknum hætti.
Eftir níutíu leiki og ellefu
klukkustunda þrásetu við tafl-
borðið fór skákin enn á ný í bið.
Taflið verður síðan væntanlega
leitt til lykta á miðvikudaginn.
Staða heimsmeistarans fyrr-
verandi þykir ívið betri, hann
hefur biskup, riddara, hrók og
peð gegn tveimur hrókum og
peði Sókólofs.
-ks.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
Á laugardaginn tóku þeir fé- við að tefla sjöttu skákina í ein-
lagar okkar Karpof og Sókólof vígi sínu og er henni ekki lokið
Spánnl Kína
Spánverjar finna myndir
og Kínverjar vín
Lítill hvítur hvutti var betri en
enginn fyrir spænsku forn-
leifafræðingana sem voru á
vappi um hóla og hæðir í nám-
unda við bæinn Logrono á
Norður-Spáni um daginn.
Fornleifafræðingarnir sögðust
hafa haldið í humátt á eftir Txiki
litla þar sem hann trítlaði inn í
hellisskúta og uppgötvað þar á
veggjum skýrar og fallegar svart-
myndir sem líklega hafa verið
teiknaðar á járnöld.
En það eru fleiri fundvísir en
spænskir hundar.
Kínverskir vísindamenn rann-
saka nú fljótandi innihald brons-
krukku einnar sem fannst í graf-
reit Sjang-ættarinnar í Henan-
fylki og talin er hafa dúsað þar í
þrjúþúsund ár.
Er ekki lengur talið vafa undir-
orpið að vökvi sá sé hið besta
eðalvín og enn rammáfengt!
-ks.