Þjóðviljinn - 10.03.1987, Blaðsíða 7
Eyjólfur Sveinsson er formaöur Vöku
og stúdentaráðs. Vaka hefurflotið
útá vinsældir hans. Hann gengur hins
vegar út úr stúdentaráði við kosning-
arnar á fimmtudaginn og þarmeð er
Vaka nánast forystulaus.
Takist vinstrimönnum að
vinna mann í stúdentaráðskosn-
ingunum á fímmtudaginn er ljóst
að meirihluti hægrimanna er fall-
inn. Birna Gunnlaugsdóttir, for -
mannsefni vinstrimanna, sagði í
spjalli við Þjóðviljann að í fyrra
hefði einungis skort 48 atkvæði til
að vinstrimenn næðu einum
manni í viðbót, og möguleikarnir
á að vinstrimönnum tækist að
fella mcirihlutann upp á eigin
spýtur að þessu sinni væru því
miklir.
I stúdentaráði eru nú 30 full-
trúar. Meirihlutinn samanstend-
ur af 12 fulltrúum Vöku, sem er
háskólaútibú Heimdallar, og 4
fulltrúum Stígandi, klofnings-
hóps úr Félagi Umbótasinna
(Umba). Samtals hafa þessi öfl
því 16 fulltrúa. Vinstrimenn
þurfa því ekki að vinna nema
einn mann af meirihlutanum, til
að stjórnarandstaða þeirra og
Umba telji 16 manns, og meiri-
hluti hægrisinna sé fallinn.
í viðtali við Þjóðviljann vildi
hins vegar oddviti Umba, Krist-
ján Sigtryggsson, sem nú situr í
stúdentaráði fyrir þá, alls ekki
útiloka að Umbar myndu stofna
til meirihluta með Vöku og þar-
með viðhalda í raun hægri meiri-
hluta í ráðinu.
„Þetta sýnir það eitt,“ sagði
Birna Gunnlaugsdóttir, „að eina
leiðin fyrir félagshyggjufólk til að
tryggja að ekki verði hægri meiri-
hluti áfram er að sjá til þess að
vinstrimenn vinni einn mann í
viðbót. Aðeins þannig er hægt að
útiloka, að Vaka myndi áfram-
haldandi meirihluta með Umb-
um. Og við þurfum ekki nema
einn mann,“ ítrekaði Birna.
Vaka sigurviss
Talsmenn Vöku eru þó mjög
sigurvissir og telja að þeir muni
sækja verulega á. í Morgunblað-
inu hafa þeir gert því skóna að
þeir muni ná tíu mönnum inn í
stúdentaráðið í kosningunum á
fimmtudaginn (9 í stúdentaráð og
1 í háskólaráð). Það byggja
þeir á því, að oddviti þeirra og
núverandi formaður stúdenta-
ráðs, Eyjólfur Sveinsson, nýtur
vinsælda meðal stúdenta. Eyjólf-
ur gengur hins vegar úr stúdenta-
ráði í kosningunum a fimmtudag-
inn, og án hans eru hægrimenn
nánast forystulausir. Margir, sem
ella hefðu getað hugsað sér að
kjósa Vöku, munu því sleppa því
á fimmtudaginn.
Flókin staða
Staðan í stúdentapólitikinni er
nokkuð flókin í dag. Alls eru 30
fulltrúar í stúdentaráði, og þar af
4 sem líka sitja í háskólaráði.
Þessir fjórir eru raunar kosnir
sérstaklega. Fulltrúar eru kosnir
til tveggja ára í senn, þannig að
árlega eru bara 15 kjörnir í einu.
Vaka hefur nú 12 fulltrúa í
stúdentaráði og hefur, einsog fyrr
segir, meirihluta með 4 fyrrver-
andi stúdentaráðsliðum Umba
sem mynda nú klofningshópinn
Stígandi. í stjórnarandstöðu eru
13 fulltrúar vinstrimanna og 1
fulltrúi, sem enn er eftir úr hópi
Umba.
Tveir fulltrúa Vöku og
jafnmargir frá vinstrimönnum
sitja líka í háskólaráði.
Umbar á fallanda fæti
Á fimmtudaginn er kosið til
stúdentaráðs, og þá ganga alls 15
úr ráðinu og 15 nýir verða kjörn-
ir.
Verulegar breytingar verða ör-
ugglega á valdahlutföllum í stúd-
entaráði, vegna þess að þörfustu
þjónar Vöku, klofningsfulltrú-
arnir í Stígandi, hverfa nær allir
úr ráðinu. Einungis einn verður
eftir.
Stígandi býður ekki heldur
fram í kosningunum þannig að
hópurinn er nánast úr sögunni.
Af þeim 15 sem eftir sitja í
stúdentaráði eru 7 vinstrimenn, 1
er Umbi, sem hefur starfað í
stjórnarandstöðu með vinstri-
mönnum, 6 eru í Vöku og svo er
fulltrúinn úr Stígandi.
Umbar eru á fallanda fæti, og
klofningurinn í fyrra, sem kom í
raun Vöku til valda, hefur mjög
skert áhrif þeirra á meðal stúd-
enta. Vökumenn spá raunar, að
Umbar rnuni ekki ná neinum
manni kjörnum í kosningunum á
fimmtudaginn, en margt bendir
þó til að þeir nái að minnsta kosti
einum. Fáir telja þá þó munu ná
fleiri en einum.
Birna sterk
í kosningunum í fyrra hlutu
vinstrimenn 41,6 prósent at-
kvæða og 7 menn kjörna. Vaka
heldur því fram fullum fetum, að
í kosningunum núna muni þeir
tapa fylgi frá því í fyrra.
Vinstrimenn hafa hins vegar
haft allt frumkvæði að baráttunni
gegn skerðingaráformum ríkis-
stjórnarinnar í lánamálinu, með-
al annars kom frá þeim hugmynd-
in að samstarfsnefnd náms-
mannahreyfingarinnar. Þeir hafa
einnig átt sterkan leik með því að
stilla upp Birnu Gunnlaugsdótt-
ur, vinsælum oddvita vinstri-
manna, sem formannsefni sínu.
Fráfarandi formaður, Eyjólfur
Sveinsson, naut álits margra ópó-
litískra stúdenta, og margir
þeirra munu geta hugsað sér að
kjósa vinstrimenn út á Birnu sem
formannsefni, af þeirri ástæðu
einni að stúdentar þurfa nú á
skeleggum talsmanni að halda.
Engan slíkan er hins vegar að
finna í röðum Vöku að Eyjólfi
gengnum.
Vegna þessa er líklegt að
vinstrimenn haldi sama fylgi og í
fyrra, og hljóti 7 menn í kosning-
unum núna, þó ýmisleg teikn
bendi til að þeir geti aukið fylgi
sitt á fimmtudaginn.
Blendin afstaða Umba
Umbar hafa nú þegar 1 full-
trúa, Kristján Sigtryggsson, sem
verður áfram í ráðinu. í viðtali
við Þjóðviljann í gær kvaðst
Kristján vissulega líta á sig í
stjórnarandstöðu gegn Vöku.
„Það er líka rétt, að í fyrra var ég
fylgjandi því að Umbar mynduðu
meirihluta með vinstrimönnum,
vegna þess að þeir unnu ótví-
ræðan kosningasigur þá. Mér
fannst þeir ættu að njóta þess.“
Hins vegar virðist afstaða
Kristjáns til meirihlutasamstarfs
að loknum kosningum nokkuð
óljós. Þegar gengið var á hann,
svaraði hann: „Ég vil ekki útiloka
samstarf við Vöku“.
Kristján vann í fyrra að mál-
efnasamningi vinstrimanna og
Umba og var þá fylgjandi sam-
starfi þessara afla í ráðinu. Ágúst
Ómar Ágústsson, efsti maður á
lista Umba til stúdentaráðs, vann
sömuleiðis að samningum, og var
samkvæmt heimildum Þjóðvilj-
ans einn þeirra sem börðust hvað
harðast gegn samstarfi við Vöku.
Kristján kvað þá félaga samstillta
mjög, og ákvörðun um hvert þeir
hölluðu sér að loknum kosning-
um yrði tekin sameiginlega.
Fellur hægri
meirihlutinn?
Einsog áður segir, munu
vinstrimenn fá 7 menn kjörna,
haldi þeir óbreyttu fylgi frá í
fyrra.Fyrir voru þeir 7, sem voru
kjörnir í kosningunum í fyrra.
Samtals myndu þeir þá hafa 14
fulltrúa í stúdentaráði.
Héldu Umbarnir tveir, Krist-
ján og Ágúst Ómar, áfram and-
stöðu sinni við Vöku og tækju
höndum saman við vinstri menn,
þá er ljóst að saman hefðu þessi
öfl 16 fulltrúa og því hreinan
meirihluta.
Hægri meirihlutinn myndi
þarmeð falla!
Arna bjargar Vöku
Að loknum kosningunum á
fimmtudaginn á klofningshópur-
inn Stígandi einungis einn full-
trúa eftir í stúdentaráði, Ornu
Guðmundsdóttur (Bjarnasonar,
alþingismanns Framsóknar-
flokksins). Arna staðfesti í viðtali
við Þjóðviljann að hún íhugaði
mjög sterklega að segja af sér
störfum í stúdentaráði af „per-
sónulegum ástæðum".
Þegar hún var spurð hvort það
kynni að breyta afstöðu hennar,
ef einungis áframhaldandi vera
hennar og stuðningur við Vöku í
stúdentaráði myndi forða Vöku
frá minnihluta, svaraði Arna:„Ef
til vill. Við skulum bíöa og sjá
hvað kemur upp úr kjörkössun-
um.“
„Þetta sýnir það eitt,“ sagði
formannsefni vinstrimanna,
Birna Gunnlaugsdóttir, „að stúd-
entar verða að tryggja að vinstri-
menn vinni mann. Annars er
möguleiki á að Vaka verði áfram
í meirihluta með stuðningi Stíg-
andi eða Umba.“
Össur Skarphéðinsson
Birna Gunnlaugsdóttir, vinsæll
oddviti vinstrimanna, hefurstarfað
vel að málefnum stúdenta. Hún er
formannsefni vinstrimanna.
Hægri meirihlutinn getur fallið!
Vinstrimenn geta fellt hœgri meirihlutann með því að vinna mann!
Birna Gunnlaugsdóttir: 1 fyrra vantaði bara 48 atkvœði. Ovíst um afstöðu Umba - munu
þeir starfa með Vöku? Kristján Sigtryggsson, oddviti Umba: Útilokaþað alls ekki!
Þriðjudagur 10. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7