Þjóðviljinn - 10.03.1987, Page 4
LEHÐARI
Ríkisstjómin í bóndabeygju
Hálfum öðrum mánuði fyrir þingkosningar er
ríkisstjórnin komin í sérkennilegan vanda í land-
búnaðarmálum, einskonar bóndabeygju sem
ráðherrarnir komast varia úr nema skakkir og
skældir.
Kjör bænda ráðast fyrst og fremst af verðlagi
landbúnaðarafurða, en grundvöllur þess er
fundinn af svokallaðri sexmannanefnd. Bæði
lög og almenn réttlætiskennd gera ráð fyrir að
kjör bænda haldist nokkurnveginn í hendur við
almenn kjör launamanna í landinu. Lægsta
hugsanleg viðmiðun eftir desembersamning-
ana eru lágmarkslaun ófaglærðra, 26.500 mán-
aðarkrónur, og lágmarkslaun iðnaðarmanna,
35.000 krónur. Fyrri lög mæltu fyrir um að tíma-
kaup bænda skyldi fundið með ákveðnum hlut-
fallareikningi miðað við fyrrgreinda hópa, og
sexmannanefndin hefur hingaðtil fylgt þeirri
reglu, þótt ný framleiðsluráðslög séu óskýr um
þetta efni.
Sá verðlagsgrundvöllur sem sexmanna-
nefndin hefur komið sér niðrá gerir ráð fyrir að
kjör bænda hefðu þurft að batna um ríflega 20
prósent um síðustu mánaðamót til að bændur
drægjust ekki verulega afturúr viðmiðunarhóp-
um.
Svo brá hinsvegar við að nefndin treysti sér ekki
til að leggja fram þennan verðlagsgrundvöll.
Þess í stað var tekin sú ákvörðun án laga-
stoðar að stinga hausnum í sandinn í hálfan
mánuð, og samþykktur var til þeirra bráða-
birgða tveggja vikna verðlagsgrundvöllur þar-
sem kaup bænda var hækkað um tíu prósent.
Sú dúsa var vafin saman með þeim hætti að
hækka verð á gömlu kjöti. Kjöt verður gamalt
þegar það er ekki étið, og það lýsir afar sér-
stæðu viðskiptaviti að hækka verð á vöru sem
selst illa.
, Tveir fulltrúar neytenda í sexmannanefndinni
mótmæltu þessum aðferðum. „Úr því að við
erum með þetta opinbera verðmyndunarkerfi
verður auðvitað að fara eftir þeim leikreglum
sem um það eru settar,“ segir annar þeirra,
j Baldur Óskarsson, og vísar allri ábyrgð á bráða-
birgðahringlinu á hendur ríkisstjórninni.
Þegar desembersamningarnir voru gerðir
skuldbatt ríkisstjórnin sig til að sjá til þess að
almennt verðlag færi ekki úr böndum, og nýlega
(lýsti miðstjórn Alþýðusambandsins yfir áhyggj-
um sínum vegna fyrirsjáanlegrar hækkunar á
jlandbúnaðarafuröum, og eigi að standa við
hvorttveggja, eðlilega kjarabót til bænda og
skuldbindingarnar í kjölfar samninganna, verð-
ur ríkisstjórnin að útvega fé.
Fjármálaráðherra hefur hinsvegar lýst yfir að
auknar niðurgreiðslur komi ekki til greina, og
það er út af fyrir sig hægt að skilja þá yfirlýsingu.
Hinn nýendurkjörni formaður Sjálfstæðisflokks-
ins situr nefnilega á tómum ríkiskassa. í hinni
traustu fjármálastjórn fyrsta þingmanns
Sunnlendinga gleymdist að gera ráð fyrir því að
bændur væru til og þyrftu í sig og á.
„Eitt rekur sig á annars horn, eins og grað-
pening hendir vorn“ orti Bægisárklerkurforðum
um nýbreytni landshöfðingja við sálmabókarút-
gerð, og það verður fróðlegt að sjá á næstu
dögum hvor missir andlitið í þessu máli, Þor-
steinn fjármálaráðherra eða Jón landbúnaðar-
ráðherra.
Nema bráðabirgðahringlið sé einn þátturinn í
þeirri sameiginlegu landbúnaðarstefnu stjórn-
arflokkanna tveggja að bregðast við augljósum
vanda í þessum undirstöðuatvinnuvegi með því
að svelta bændur burt af jörðum sínum. Það
væri vissulega í samræmi við þá kennisetningu
um höpp og glöpp sem einkennt hefur afstöðu
til landbúnaðar hjá því bandalagi frjálshyggju-
dýrkenda og kerfistrúarkarla sem hér hefur set-
ið við stjórnvöl fjórum árum of lengi.
Á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins um
síðustu helgi var sérstaklega rætt um þessi mál
og þess krafist með ályktun að stjórnin stæði við
gerða samninga við bændur, og tryggði þeim
„undanbragðalaust launahækkanir til jafns við
aðrar stéttir einsog lög gera ráð fyrir. Bændur
eru lágtekjustétt og hafa brýna þörf fyrir kjara-
bætur eins og annað vinnandi fólk.“
Jafnframt varaöi fundurinn ríkisstjórnina ai-
varlega við afleiðingum þess að svíkjast undan
þeirri ábyrgð sem hún axlaði við gerð síðustu
kjarasamninga, og krafðist þess að stjórnin geri
ráðstafanir til að búvörur hækki ekki umfram
almennt verðlag þótt bændur fái sínar kjarabæt-
ur að fullu og án tafar.“
-m
KUPPT OG SKORID
Nýjar
forsendur
Þaö eru allir að tala og skrifa
um Gorbatsjov og breytingagleði
hans. Einn sovéskur fréttaskýr-
andi komst svo að orði á dögun-
um, að umsvifum flokksfor-
mannsins væri ekki hægt að líkja
við neitt annað en sjálfa Októ-
berbyltinguna, sem er reyndar
sjötug á þessu ári.
Það munar sannarlega um
minna.
Hitt er svo víst', að þótt menn
vilji ekki taka jafn djúpt í árinni
og þessi sovéski fréttaskýrandi,
þá eru þau fróðlegu tíðindi sem
berast frá Sovétríkjunum ærin
ástæða til að menn hugsi sitt
heimsráð upp á nýtt, hver með
sínum hætti.
Ekki síst þeir, sem hafa haft
tilhneigingu til að taka sjálfs-
mynd sovétmanna á hverjum
tíma bókstaflega. Þeir sem hafa
vanist því, að hvort sem Khrúsjov
hafði orðið eða þá Brezhnev. þá
var allt þeirra tal byggt á þeirri
sjálfgefnu forsendu, að í rauninni
væri allt í nokkuð góðu lagi í So-
vétríkjunum. Framfararnir hrað-
ar, mannréttindin og lýðræðið í
góðri höfn. Og þar fram eftir göt-
um. Að vísu væri ýmislegt sem
betur mætti fara, sögðu þeir, en
það kemur allt fyrr en síðar -
enda er hið sögulega lögmál okk-
ur hliðhollt, rétt eins og þyng-
darlögmálið hjálpar vatninu í
Volgu til sjávar.
Gorbatsjov og hans menn tala
allt öðruvísi. Þeir ganga út frá því
að ástandið sé svo slæmt, að ef
ekki verði gengið vel fram í um-
bótastarfsemi, þá sé voðinn vís.
Þá hafi Sovétmenn með nokkrum
hætti misst af sinni sögulegu lest.
Það er talað um lýðræði og mál-
frelsi sem hörgulvarning. Það er
búið að salta allt skyldutal um að
hin sovéska manneskja hljóti að
ýmsu leyti að hafa siðferðilega
yfirburði yfir annað fólk - á þeirri
forsendu að hún hafi fæðst og
alist upp í hinum besta heimi allra
heima. Það er líka búið að kasta
fyrir róða kenningunni um hið
mikla samræmi hagsmunanna,
sem ráði ferðinni í sovésku
samfélagi. í frásögn af ferðalagi
Gorbatsjovs um Eystrasaltslönd
segir til dæmis:
„Það varð alveg ljóst, að Mik-
hail Gorbatsjov álítur hið vinn-
andi fólk nánasta bandamann
sinn í baráttunni gegn afturhalds-
sömum embættismönnum, sem
hugsa meira um forréttindi sín en
framfarir í þjóðfélaginu“
Það er ekki langt síðan að sá
sem gerði veður út af andstæðum
milli vinnandi fólks og forrétt-
indafólks í Sovétríkjunum hefði
verið talinn í meira lagi vafa-
samur pappír, gott ef hann væri
ekki að „hella vatni á myllu óvin-
arins“.
Hér hafa sannarlega orðið
mikil umskipti, sem ekki er víst
að þeir taki nógu vel eftir, sem
ekki hafa fylgst nokkuð með
miklum mun á sovéskum mál-
flutningi og þeim sem við erum
helst vön.
Þar gerist
aldrei neitt
Þeir hafa líka þurft að endur-
meta sitt af hverju sem hafa
gengið með sterkar efasemdir um
breytingamöguleika hins sovéska
samfélags. Og þar með afskrifað
Sovétríkin: þar gæti ekkert gerst
sem máli skiptir.
Allt fram streymir. Sem betur
fer.
Það er svo fróðlegt að skoða
það, hvaða ályktanir menn á
Vesturlöndum helst vilja draga af
því, að hjól eru farin að snúast
hratt í Sovétríkjunum. Margir
telja að það sé öllum aðilum til
góðs - til að mynda er Andrei
Sakharov, höfðingi andófs-
manna, á þeirri skoðun. Aðrir
bregða á skrýtna jafnvægiskúnst
milli „annarsvegar“ og „hinsveg-
ar“. Annarsvegar geta þeir ekki
annað en viðurkennt, að ef Gor-
batsjov tekst sæmilega til með
umbótastarf, þá verði tilvera so-
vétborgara blátt áfram þægilegri
og frjálsari, greiðari samskipti á
milli manna og menningarheilda
og þar fram eftir götum. Og hver
hefur geð í sér til að neita því að
sovéskir þegnar eigi skilið betra
hlutskipti en þeir hafa við búið
um hríð? En hinsvegar álykta
þeir sem mjög hugsa í valdaskák-
fléttum sem svo, að ef verulegur
skriður kemst á margvíslegar
framfarir í Sovétríkjunum, þá
verði þau þeim mun erfiðari and-
stæðingur, erfiðara að fá vestur-
landamenn til að óttast þá ímynd
óvinarins, sem hefur þjónað
margvíslegum hæpnum tilgangi á
liðnum árum og áratugum. Gor-
batasjov kom inn á þetta sjálfur í
ræðu sem hann hélt ekki alls fyrir
löngu á þingi verklýðsfélaga.
Hann sagði að menn skildu það
nú.
„Að sú alhliða sókn, félagsleg,
pólitísk, sálræn og hernaðarleg,
sem afturhaldsöflin beittu gegn
okkur í lok áttunda áratugarins
og í byrjun hins níunda, var með-
al annars vegna ástandsins hjá
okkur í innanlandsmálum."
Hann segir að nú reyni sömu
andstæðingar að koma í veg fyrir
að Sovétmönnum takist áform
sín um endurbætur meðal annars
með því að herða á vígbúnaðar-
kapphlaupinu:
„I þessu skyni spara þeir ekk-
ert erfiði til að viðhalda spenn-
unni í alþjóðamálum og viðhalda
þeim kringumstæðum í heimin-
um, að þeir geti haldið áfram að
lýsa Sovétríkjunum sem upp-
sprettu alls ills og allrar óham-
ingju“.
Holl ögrun
Þetta er allt meira en athygli
virði. Eins og oftar en ekki hefur
verið um rætt hér í blaðinu á þess-
um sérkennilegu breytingatím-
um, þá er margt enn á huldu um
framvindu mála í Sovétríkjum
Gorbatsjovs. Margvísleg and-
staða er uppi gegn honum og
tregðulögmál fyrri stjórnarhátta
eru sterk. Hinu getur svo enginn
neitað, að sovétfréttir eru um
þessar mundir það sem helst
minnir okkur á þau gömlu sann-
indi að heimurinn er breytan-
legur, að menn eru reyndar ekki
dæmdir til einskonar pólitískrar
forlagahyggju. Þau sannindi eru
ekki þægileg áminning nærri
öllum mönnum, en altént holl
ögrun á þessum sljóleikans vetri.
-áb.
þlOÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín
Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason,
SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir,
Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkaleatur: Elías Mar.
Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson.
Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjömsson, GarðarSigvaldason.
Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson.
Auglyslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglyslngar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Símvar8la: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: ólöf Húnfjörð.
BNstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Innbeimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumula 6, Reykjavík, simi 681333.
Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð:55 kr.
Áakrtftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 10. mars 1987