Þjóðviljinn - 10.03.1987, Side 5

Þjóðviljinn - 10.03.1987, Side 5
Kristmundur Bjarnason. leitt, að bæjaryfirvöld standi ein- huga að þeim. Ætla mætti, að nú- verandi bæjarstjóri hefði bætt um betur, hvað varðar bréfagerðir og verður vikið að því. Enginn málsaðila hefur neitað að sækja fund - mér vitanlega - um títt nefnd flugvallarmál. Það var fyrst, að núverandi bæjar- stjóri, Snorri Björn Sigurðsson, ritaði iandeigendum - þó aðeins tveim þeirra - og óskaði eftir fundi; bréfið dags. 26. nóvember f.á. Því svaraði ég neitandi, þar eð aðeins tveir eigenda voru boð- aðir á fundinn. Yfirbót var gerð með bréfi 4. des., öllum skrifað og beðið um fund við fyrsta tæki- færi. Það dróst fram yfir áramót ýmissa ástæðna vegna, að hægt væri að sinna beiðninni. Bæjar- stjóri talaði við mig í janúarbyrj- un, og ákváðum við þá að hittast í Héraðsskjalasafninu föstudaginn 16. janúar og ganga þá endanlega frá fundardegi, þótt ég teldi raun- ar, að ekki þyrfti að ræða málið frekar. Bæjarstjóri mætti ekki nefndan dag, og lágu gildar ástæður til þess. Síðan hefur ekki verið boðað til samningafundar. Auðsætt virðist, að hér er reynt að klóra yfir mistök, gert meira úr samningaviðleitni bæjaryfir- valda en efni standa til. E.t.v. hefur einhver tekið of mikið upp í sig í viðræðum við stjórnvöld um samlyndi ntálsaðila? Rétt er að minnast þess, að það virðist aldrei hafa hvarflað að bæjaryfir- völdum að boða alla eigendur friðlandsir.s á fund, þótt málið varðaði vitaskuld hvern og einn, sem hlut átti að friðuninni. Það er þá fyrst, er bæjarstjórn berst yfir- lýsing landeigenda, að hún tekur við sér. - Lýkur hér frásögn um „margítrekaðar tilraunir, bæði munnlega og skriflega" til að fá eigendur Skóga til viðtals. Ég vil aðeins bæta því við, að mig minnir, að bæjarstjórnarmaður einn léti að því hníga í blaði s.h. árs 1986, að flugvallarmálið væri þá alfarið komið í hendur ríkis- valdsins. Ef rétt er munað, gæti það það þá ekki skýrt slælega frammistöðu. Ruglast í rími Höfundur greiðargerðarinnar fjallar allnokkuð um Náttúru- verndarráð og afstöðu þess. Nefnir hann, að því hafi verið skrifað hinn 31. maí 1985 og „kynntar formlega hugmyndir um lengingu vallarins inn á frið- landið“, jafnframt farið fram á umsögn ráðsins. í bréfinu segir, að aðilar hafi komið sér saman Lenging Sauðárikróks- flugvallar Hinn 27. janúar sl. boðaði bæjarstjórn Sauðárkróks ásamt sýslunefnd Skaga- fjarðarsýslu til fundar með eigendum friðlands Mikla- vatns og Skóga. Fundurinn var haldinn 2. febrúar. Áður en fundarstörf hófust, lét bæjarstjórn dreifa meðal fundarmanna „greinargerð vegna yfirlýsingar, sem Bæjarstjórn Sauðárkróks hefur borist frá eigendum og umráðamönnum lands á friðlandi Mikiavatns og Skóga...“ íyfirlýsingu þess- ari er nær einróma mæit gegn röskun á friðlandinu. Ekki verður hjá því komist að gera athugasemdir við greinargerð bæjarstjórnar, þar eð víða hallar réttu máli og ieitast er við að villa um fyrir lesendum. 1 greinargerðinni segir, að bæj- arstjórn hafi snemma árs 1985 samþykkt að leita eftir kaupum á landi vegna lengingar flugvallar- ins. Svo má vera. Síðar bætir greinarhöfundur við: „Þá þegar var farið að leita hófanna hjá eigendum Sjávarborgar um kaup á því landi, sem undir væntan- legan flugvöll þyrfti, miðað við hugmyndir um lengingu til suðurs um 900-1000 m, yfir víkina og inn á Skógana." Það eru ósannindi, að rætt hafi verið „þá þegar“ við eigendur þessa óskipta sameignarlands, en þeir eru fjórir. Við tvo þeirra ræddi bæjarstjóri aldrei á árinu 1985, við mig undirritaðan var aðeins einu sinni á málið drepið - hinn 5. nóvember- þess þá getið, að bæjarstjórn hefði áhuga á um- ræddu svæði undir flugvöll. Ég kvað tómt mál að tala um, m.a. vegna skuldbindingar minnar við friðlýsingu frá því í júní 1976. Féll talið við það niður, og var málið ekki rætt frekar við mig á því herrans ári 1985. Ekki er höfundur greinargerð- arinnar vandaðri að virðingu sinni en svo, að hann ber blákalt fram: „Af viðræðum við eigendur töldu bæjaryfirvöld á Sauðár- króki að líkur væru á að sam- komulag næðist um kaup á því landi, sem til þyrfti. Þegar kom fram á vor 1986 kom hins vegar í ljós, að eigendum að helmingi hins óskipta lands virtist hafa snúist hugur.“ Þetta eiga víst að kallast klók- indi. Það eru nú a.m.k. hátt í 20 ár síðan farið var að gæla við þá hugmynd, að þess væri kostur að koma upp flugvelli við Héraðs- vötn, þar sem hann nú er, og lengja hann fram á Skóga síðar um allt að þriðjungi. Það er öllum ljóst, er til þekkja, að ég hef alltaf verið andvígur lengingu vallarins til suðurs. Ég hef því ekki breytt um skoðun. Við tvo meðeigenda og skoðanabræður mína var flug- vallarmáli aldrei hreyft af bæjar- stjóra á árinu 1985, og staðfesti fv. bæjarstjóri, Þórður Þórðar- son, það í símtali við mig 8. febr. sl., að hann hefði aðeins einu sinni rætt við tvímenningana sím- leiðis. Annar aðilinn var þá veikur, svo að ekki varð boðað til fundar m.a. þess vegna, en hann lét þess raunar getið, að hann hefði ekkert land til sölu. Þetta var í apríl 1986. Það er rétt, að við Þórður ræddum flugvallarmál einum þrisvar sinnum í síma f.h. árs 1986, og tvívegis kom hann á vinnustað minn, héraðsskjala- safnið, sömu erinda, og dró ég enga dul á skoðanir mínar, taldi nóg landrými til flugvallarlen- gingar norður eftir skv. mati flug- málastjórnar (Hauks Hauks- sonar). Með svartan blett á tungunni Þótt höfundur títtnefndrar greinargerðar telji sig fara nærri um skoðanir okkar þremenninga í þessu máli á árinu 1985, sællar minningar, og óvænt hughvörf síðar(!), segir orðrétt um gang mála: „Þá hefur bæjaryfirvöldum ekki tekist að koma á formlegum fundi landeigenda og Bæjar- stjórnar Sauðárkróks, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir, bæði munnlcga og skriflega.“ (Let- urbr. mín). Ég bar þetta á dögunum undir fv. bæjarstjóra. Hann staðfesti, að hann hefði aldrei sent land- eigendum skrifaða línu um þetta mál. Þetta eru því vísvitandi ó- sannindi, og verður að telja frá- Þriðjudagur 10. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.