Þjóðviljinn - 10.03.1987, Síða 6
FLÓAMARKAÐURINN
Antik sófasett
Sófi + 3 stólar, stórt og veglegt, til
sölu. Sími 651515 í vinnu, heima-
sími 54327 eftir kl. 17. Þórhallur.
Óska eftir að kaupa
litla steypuhærivél. Upplýs. í síma
621661/21431.
Hver gleymdi
gleraugunum sínum?
Einhver hlýtur að sakna gler-
augnanna sinna. Á auglýsingadeild
Þjóðviljans liggja karlmannsgler-
augu sem einhver skildi eftir fyrir
nokkrum dögum. Hafið samband í
síma 681310 eða 681331.
Óska eftir að kaupa
nylegan hornsófa/hornsófasett
á qóðu verði. Upplýs. í síma 688365
eftir kl. 17.
Til sölu
/iðnaðarhúsnæði óskast
Til sölu er brún Silver Cross kerra
með skermi og svuntu, sem ný.
Verð kr. 6-7 þús. Á sama stað er
óskað eftir iðnaðarhúsnæði 60-70
m2. Upplýs. í síma 45564.
Lödueigendur athugið
Til sölu 5 öndvegissumardekk, þar
af eitt á felgu. Upplýs. í síma
621065 eftir kl. 19.
Til sölu 4 nagladekk
155x15". Sími 656447.
Subaru station '78
Góður bíll, góð kjör. Verð ca. 80-90
þús. Fæst með 10 þús. útborgun og
10 þús. á mánuði. Upplýs. í síma
84201 á daginn og 21809 á kvöldin.
Til sölu fyrir lítið
gangfær Fíat 127 árg. '74. Upplýs. í
síma 34900 eftir kl. 19.
Óska eftir kettlingi, læðu
gulri og hvítri. Upplýs. í síma 36422.
Til sölu Volvo 164 árg. ’70
á kr. 16.000.- (bilað bremsurör).
Einnig fæst Lada 1500 árg. 78 með
bilaða stýrisvél á kr. 5.000. Upplýs.
í síma 32477 eftir kl. 18.
Til sölu
gömul Rafha eldavél með gorma-
hellum. Selst mjög ódýrt. Upplýs. í
síma 38457 á kvöldin.
Til sölu lítill, nýlegur ísskápur
Lítið notaður Zanussi ísskápur selst
á hálfvirði, kr. 8 þús. Upplýs. í síma
20199 eftir kl. 18.
Til sölu
Blizzard gönguskíði. 2,15 m á
lengd. Með fylgja Salomon skór nr.
46. Einnig til sölu Olympus OM-10
myndavél. Á sama stað óskast lítill
ísskápur, ekki hærri en 87 sm. Sími
84259.
Til sölu Zanussi ísskápur
Hæð 144 sm, breidd 62 sm, dýpt 60
sm. Verð kr. 7 þús. Einnig 24"
Tandberg sjónvarpstæki sv./hv.
Verð kr. 4 þús. Sími 45196.
VIII ekki einhver
dýravinur taka að sér angórublend-
ing, læðu, þrílita, rúmlega
ársgamla. Góð og vel vanin. Hún
fæst gefins á gott heimili. Sími
45196.
sjónvarp
16502.
Svart-hvítt
óskast gefins.
Sími
Til sölu
DBS kvenreiðhjól sem nýtt. Upplýs.
í síma 42935 eftir kl. 19.
Konur
Óskum eftir að ráða góða konu um
óákveðinn tíma til að vera hjá veikri
konu á nóttunni. Getur fengið lítið
herbergi. Upplýs. í síma 40858 og
15893.
Svart/hvítt sjónvarp
14" selst ódýrt. Upplýs. í síma
37685.
Óska eftir að kaupa hornsófa
og 5-6 viðarlitaða pinnastóla. Á
sama stað er til sölu ísskápur á kr.
4.000.- Sími 667227.
Volkswagen-bjalla til sölu
1300, til niðurrifs. Árg. 74. Ágæt
vél, gott hægra frambretti, gott
vinstra afturbretti og ágætis stuðar-
ar. Upplýs. á kvöldin í síma 74082.
Óska eftir að kaupa notað tvíhjól
fyrir 6 ára dreng. Upplýs. í síma
74035.
Handlaginn maður
tekur að sér allskonar smíðavinnu.
Upplýs. í síma 84201 á daginn og
21809 á kvöldin. Snorri Arnarson.
Til sölu vél í Fíat 128
Selst ódýrt. Sími 23982 eftir kl. 16.
Kolaofn/kolaeldavél
Óska eftir notaðri kolaeldavél gef-
ins eða fyrir vægt verð. Upplýs. í
síma 622998 eftir kl. 18.
Óska eftir
MONO kassettuseguiböndum
Mega þarfnast viðgerðar. Upplýs. í
síma 15615.
Til sölu mjög vandað sófasett
5 ára gamalt með brúnu plussá-
klæði. 3+2+1. Sófarnir eru sem
nýir. Verð u.þ.b. 30-35 þúsund.
Sími 667165 á kvöldin.
í barnaherbergi til sölu
sem ný koja með áföstu skrifborði
og fataskáp, hvítlakkað. Einnig ká-
etuskrifborð með skúffum og
svampsvefndýnur lagðar saman
með brúnu áklæði. Upplýs. í síma
72652.
Vantar góða stelpu/strák
til að líta eftir tæplega 3ja ára strák,
2-3 tíma daglega. Sími 29545.
2 barnabílstólar til sölu
(Klippan). Upplýs. í síma 15719 eftir
kl. 18.
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir til- boðum í eftirtalin verk:
''/v/m ~ 1. Nesvegur, Grindavík - Staðarhverfi (Lengd 2,7 km, klæðing 16.000 termetrar, burðar- lag 4.500 rúmmetrar)
2. Vesturlandsvegur um Votaberg (Lengd 0,34 km, sprengingar 1.500 rúmmetrar, skering 1.400 rúmmetrar)
Yerkunum skal lokið eigi síðar en 15. júní 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 9. mars n.k. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 23. mars 1987.
Vegamálastjóri
um „að leita umsagnar Náttúru-
verndarráðs“. Vitaskuld var ekki
um neitt samkomulag að ræða og
þurfti raunar ekki að leita þess,
svo sjálfsagt var að fá umsögn
ráðsins, sem bar ábyrgð á frið-
landinu. í greinargerð bæjar-
stjórnar er þess að vísu getið, að
bæjaryfirvöld teldu ekki í sínum
verkahring, heldur flugmálayfir-
valda að leita slíkrar umsagnar.
En það var reyndar ekki að tilefn-
islausu, að bæjarstjórn hóf af-
skipti af málinu: „Ástæða þess
var m.a. sú, að Bæjarstjórn taldi
að rannsaka þyrfti svæðið að
nýju, þar eð vitað er að verulegar
breytingar hafa orðið t.d. á fugla-
lífi. Þetta gerði Náttúruverndar-
ráð ekki. Þess í stað fær það Ævar
Petersen til að semja skýrslu um
svæðið og byggir afstöðu sína á
niðurstöðum þeirrar skýrslu”
(letrbr. mín). Hér verður mann-
inum á í messunni. Ekki er auka-
teknu orði minnst á í bréfi bæjar-
stjóra, að nokkrar breytingar hafi
orðið á friðlandinu né heldur far-
ið fram á nýja rannsókn eða drep-
ið á, að hennar sé þörf. Hvers
vegna gat bæjarstjóri þessa ekki í
bréfi sínu? Svarið er ofureinfalt,
það höfðu sumsé engar breyting-
ar orðið á friðlandinu á árinu
1985 eða árin á undan, því stóðu
rannsóknir svæðisins enn í góðu
gildi vorið 1985. Hér verður hö-
fundi á, trúlega af vangá og ók-
unnugleika, að höfða til
breytinga, sem urðu á fuglalífi
vorið 1986, ári síðar en téð bréf er
ritað. Hettumávsvarp á Skógum
beið verulega hnekki þá, trúlega
hefur minkur komist í það, en nú
hefur verið unnið dyggilega að
því að eyða honum. Bæjarstjóri
gat þess einmitt við mig í vetur,
að hann hefði lausafregnir af
þessu. Hitt er svo annað mál,
hverjir hafa fylgst svo vel með
varpinu á þeim tíma, sem umferð
er bönnuð.
Það er annars ekki eins dæmi,
að varp spillist á þessum slóðum,
m.a. vegna flóða, en það réttir sig
alltaf við aftur. Og fleiri fugla get-
ur á Skógum en hettumávs. Þar
er mikill fjöldi andategunda, og
varð varp þeirra ekki eins illa úti.
Æðarvarp er þarna einnig; má
sama um það segja.
Orðalagið „verulegar breyt-
ingar“ ber keim af óskhyggju, en
ósagt skal látið, hvað höfundur er
að fara, er hann ýjar að því, að
hann hafi reyndar meira í poka-
horni. Hitt má vera ljóst, að Nátt-
úruverndarráð hafði hinn 31. maí
1985 ekki hugmynd um, hvað
gerast kynni í þessum málum ári
síðar! - Það er kallað að ruglast í
ríminu, þegar svo er ritað.
Að fleiru er að huga á óshólma-
svæði og flæðiengja eins og
Skógum, þau „eru auðugust allra
mýrlenda af lífi, og slík svæði
ekki það mörg að halda verður
sérstakri verndarhendi yfir
þeim,“ segir í skýrslu Ævars Pet-
ersens. Skógar eru eitt „mikil-
vægasta varpsvæði anda og vað-
fugla hér á landi“ segir í Riti
Landverndar.
Jarðhiti og
jarðskjálftar
Svolitla búningsbót virðist
greinarhöfundur telja að því í
skýrslu Ævars, er hann segir flug-
velli geta haft nokkurt aðdráttar-
afl sumra varpfugla. Hins vegar
eru næstu málsgreinar í greinar-
gerð hans látnar liggja í þagnar-
þey: „Hagsmunir fugla og manna
fara ennfremur ekki alltaf saman
innan flugvallagirðinga. Það er
velk þekkt, að sumar fuglateg-
undir geta verið hættulegar flug-
vélum, svo sem mávar.“
Rétt er að geta þess, að í yfir-
lýsingu friðunarinnar frá því í
júní 1976 er tekið fram, að land-
eigendur friðunarsvæðisins
„áskilji sér rétt til samninga við
Náttúruverdarráð varðandi nýt-
ingu jarðhita á friðunarlandinu”
og einnig er þar ákvæði um gerð
lóna vegna fiskræktar.
Sú mun ástæða fyrri fyrirvara,
að sagnir eru um jarðhita í botni
Víkurinnar - einmitt þar, sem
flugvelli er ætlað rúm. Víst er, að
vart frýs vel á kafla nema þá í
aftökum, er því líkt um þetta að
segja og „Vakasvæðið“ í Áshild-
arholtsvatnsvík: þar leyndist
jarðhiti, er eftir var leitað og varð
upphaf að Hitaveitu Sauðár-
króks. Óþarft er að koma í veg
fyrir nýtingu auðlindar, sem Vík-
in kann að geyma.
Ekki virðast þeir, sem mæla
með steyptum flugvelli á mar-
gnefndum stað, óttast jarðskjál-
fta, þótt hér sé um að ræða mikið
landskjálftasvæði og tjón oft
hlotist af þeim. f síðasta umtals-
verða jarðskjálftanum, í mars
1963, rifnaði jörð (t.a.m. á Sjá-
varborg), björg klofnuðu og
bjarghrun varð, svo miklu nam
(svo sem í Drangey).
í annan stað vefst fyrir ýmsum,
hvers vegna lengja þarf völlinn
um þriðjung. í greinargerðinni
sælu er að vísu minnst á „ný at-
vinnutækifæri” og að við stækkun
„opnuðust möguleikar“. Eins
víst er, að „atvinnutækifærin"
bregðist og möguleikarnir „lok-
ist“. Drepið er á útflutning á
ferskum fiski, laxaseiðum og öðr-
um afurðum laxeldisstöðva. Er
það ekki nokkuð langsótt að ekki
megi gagn gera minna en 3000 m
flugbraut þeirra hluta vegna?
Auk þess eru forsendur fyrir slík-
um útflutningi flugleiðis ærið
hæpnar. Það kemur hins vegar á
óvart, að greinarhöf. minnist
ekkert á ferðamannasæginn, sem
ýmsir hafa séð í hillingum, ekkert
á alla skyndibitastaðina og hótel-
in, sem rísa eiga í kjölfar flugvall-
arstækkunar.
Að mati dómbærra manna þarf
varaflugvöllur fyrir venjulegt
millilandaflug „að vera minnst
2.287 m“. Svo telur nefnd, er
flugmálastjórn skipaði, sama
kemur fram í grein Hauks Hauks-
sonar varaflugmálastjóra og
nefndaráliti frá 25. júní 1985.
Lengd flugbrautarinnar er nú
sem næst 2014 m, en hægt að
lengja hana til norðurs um 290 m
án verulegs kostnaðar og ca. 60 m
til suðurs. Brautarlengd yrði þá
2364 m fyrir lendingu norður eftir
og 2264 m miðað við lendingu
suður á við. Trúlega mætti þó enn
betur gera, án tilfinnanlegs
kostnaðar.
Krafan frá 1951
Með 3000 m flugbraut er stefnt
að gerð vallar, sem þjónað getur
sem hernaðarmannvirki, og
Nato, þ.e.a.s. Bandaríkin, eiga
að greiða reikninginn. Hér á að
uppfylla kröfu Bandaríkjastjórn-
ar frá árinu 1951 um varaflugvöll.
Slíkt þjónar ekki hagsmunum ís-
lendinga.
Talað er um þrjá kosti, sé
völlurinn lengdur fram á Skóga: í
greinargerð bæjarstjórnar virðist
aðeins koma til álita að brúa Vík-
ina, óhemju dýr framkvæmd. í
öðru lagi hefur verið rætt um að
taka núverandi afrennsli Mikla-
vatns, Víkina, af og fylla upp, en
gera afrennsli sunnan hugsaðrar
flugbrautar á Skógum. Þriðji
kosturinn er að gera afrennsli
norður úr vatninu um Borgar-
mýrar til sjávar, sem allir stað-
kunnugir munu þó telja fráleita.
Síðari kostimir, ekki síst hinn
seinni, mundi hafa í för með sér,
að slíkur skurður mundi skjótt
fyllast sökum sífellds „áhlaðanda
norðan“, eins og kveðið var að
orði um ós, er var að fornu á þess-
um slóðum. Báðar þessar
„skurðaðgerðir“, sem bæjar-
stjórn kennir við Ólaf Pálsson
verkfræðing fengu jafnvel engan
hljómgrunn meðal bæjarstjórn-
armanna og var verkfræðingnum
ekki vandaðar kveðjurnar. Það
er auðsætt, að nýtt afrennsli
Miklavatns mundi valda gífur-
legum breytingum landshátta og
lífríkis fram um allan Skagafjörð.
Og óvíst er með öllu, haða afleið-
ingar slíkt kynni að hafa fyrir
starfsemi tveggja veiðifélaga
bænda, við Miklavatn og Sæ-
mundará.
Á Borgarsandi er sandtaka,
sem allir Skagfirðingar njóta
góðs af og raunar fleiri. Alls er
óvíst, hvernig til mundi takast
með sandnámið ef afrennsli
Miklavatns væri veitt um Sand-
inn.
í greinargerðinni segir: „Bæj-
arstjórn Sauðárkróks hefur verið
því algerlega sammála, að stuðla
að því eftir fremsta megni, að
umræddum varaflugvelli yrði va-
linn staður við Sauðárkrók".
Þetta er rétt svo langt sem það
nær. En það ríkir ekki einhugur
nú um vallarlengdina. Einn full-
trúi a.m.k. vill binda sig við þær
kröfur, sem flugmálanefndin hef-
ur talið nauðsynlegar „til þess að
flugvöllur teljist fullnægjandi
varaflugvöllur fyrir stærri milli-
landaflugvélar,” eins og segir í
nefndaráliti, sem fyrr er til vísað.
Þá verður lengd brautar að vera
minnst 2287 m.
í greinargerð bæjarstjórnar:
„Þá er rétt að fram komi, að
sýslunefnd Skagafjarðarsýslu
hefur lýst eindregnum stuðningi
við hugmyndina um byggingu
varaflugvallar." Spurningin er:
Hvers konar varaflugvallar? Það
er látið óskýrt. Bókun sýslu-
nefndar er á þessa lund og nefnd
ályktun:
„Sýslunefnd samþykkir að
verða við ósk bæjarstjórnar
Sauðárkróks um samstarf í því
mikla hagsmunamáli bæjar og
sýslu, að varaflugvelli fyrir milli-
landaflug verði valinn staður við
Sauðárkrók, og felur sýsluráði að
taka þátt í viðræðum við bæjar-
stjórn um þetta mál.“
Bókunin er dularfull sem vé-
frétt. Ég held, að enginn Skag-
firðingur hafi mælt gegn leng-
ingu, spurningin er aðeins,
hversu mikil hún á að vera og
hvaða stefnu hún á að taka, hve
miklu skal fórna. Ég þykist fara
nærri um, að sýslunefndarmenn
hafi litla fræðslu hlotið um þá
valkosti, er til greina koma.
Ályktunin er því léttvæg; málið
var ekkert skýrt fyrir sýslunefn-
darmönnum.
Ýmislegt er enn ósagt varðandi
flugvallarmálin, en hér skal stað-
ar numið. í greinargerð bæjar-
stjórnar Sauðárkróks er klykkt út
með frómri ósk: „Ef um
ágreining er að ræða á að leysa
hann í kyrrþey milli aðila en ekki
hlaupa í blöð með hvaðeina, sem
fólki kann að mislíka.“ Ég tel
hins vegar, að það sé eðlilegt og
nauðsynlegt, að skiptar skoðanir
í þessu máli séu kynntar alþjóð
sem gerst, ekki hvað síst vegna
þess, hve margir virðast vilja sitja
að hitunni að óreyndu. Það er
ekki við hæfi að fara með veggj-
um, sigla beggja skauta byr.
Kristmundur Bjarnason
Bjöm Þorsteinsson.
Framlag
Björns
Þorsteinssonar
til íslenskrar
sagnfrœði
Framlag Björns Þorsteins-
sonar til íslenskrar sagnfræði er
yfirskrift og umræðuefni fundar
sem Sagnfræðingafélag íslands
boðar til í kvöld kl. 20.30 í hinum
nýju húsakynnum Þjóðskjala-
safnsins að Laugavegi 162 (gamla
Mjólkurstöðvarhúsinu). Fundur-
inn er opinn öllum áhuga-
mönnum.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ] Þrlðjudagur 10. mars 1987