Þjóðviljinn - 10.03.1987, Síða 9

Þjóðviljinn - 10.03.1987, Síða 9
Svanfríður Jónasdóttir Dalvík Stöðnunog fábreytni í atvinnulífi kennt hefur atvinnulíf lands- byggðarinnar og fólk kemur ekki auga á framtíðarmöguleikana í undirstöðuatvinnuvegunum. - Þeir eru fjölmargir og það þarf að gera stórátak til að nýta þá og efla þannig að verði til góðs fólki og landi. Fólk virðist, eins og ég sagði, ekki koma auga á mögu- leikana, fyllist vissu vonleysi sem veldur því að það kýs heldur að taka þátt í þenslu Reykjavíkur- svæðisins og uppgangi. Þessu tengist svo sú menntamálaumræða sem í gangi hefur verið að undanförnu, en það þarf að efla menntun þannig að fólk verði betur hæft til að hafa sjálft áhrif á þá þróun sem getur orðið og gæti hafist í þeim atvinnugreinum sem landsbyggð- in stendur og fellur með. Fræðslustjóramálið er fyrst og fremst skóla- og byggðapólitískt mál og skuggi þess hvílir yfir öllu hér hjá okkur og fyrst og fremst yfir skólamálaumræðunni. Þegar sá maður sem borið hefur uppi merki jafnréttis landsbyggðar- innar í skólamálum, i þessu tilviki Sturla Kristjánsson fræðslustjóri, er aflífaður með þessum alræmda hætti, hlýtur allt réttsýnt fólk að rísa upp til mótmæla. Þegar hið nýja grunnskóla- frumvarp Sverris Hermanns- sonar er skoðað, sést að það er dæmigert miðstýringarfrumvarp þar sem gert er ráð fyrir að það litla vald sem heimamenn höfðu í eigin skólamálum, sem einmitt er mjög mikilvægt, einmitt til að heimamenn verði betur færir um að takast á við og móta sitt eigið umhverfi, verður gjörsamlega af þeim tekið og fært í hendur menntamálaráðuneytis og ráð- herra. Markmiðsgrein þessa nýja frumvarps er óbreytt, sem skiptir auðvitað verulegu máli, en út- færslan er vægast sagt vafasöm,“ sagði Svanfríður að lokum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er í miðstjórn Alþýðubandalagsins. „Alþýðubanda- lagið verður að efla tengsl sín við verkalýðinn sjálfan og verkalýðshreyfinguna en mér finnst að á þessu hafi orðið nokkur misbrestur." 8 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 10. mars 1987 „Sú byggðaröskun sem nú er í gangi er það sem fólk á lands- byggðinni hefur mestar áhyggjur af,“ sagði Svanfríður Jónasdóttir á Dalvík. „Þá eru það kjaramálin og það misrétti sem þar viðgengst og skólamálin ofarlega á baugi. Það er ekkert smámál fyrir fólk að senda börn sín langar leiðir að heiman til framhaldsnáms. Þá eru það atvinnumálin, sem ég vil meina að séu rótin að vand- anum, ekki það að ekki hafi verið næg atvinna, heldur fremur sú stöðnun og fábreytni sem ein- Svanfríður Jónasdóttir Ólafur Ragnar Grímsson, Soffía Guðmundsdóttir og Geir Gunnarsson Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon. Sigríður Stefánsdóttir Akureyri Fræðslustjóra- málið opnaði augu margra „Það sem tekist verður á um í kosningunum eru í fyrsta lagi launamisréttið, í öðru lagi lands- byggðarmálin og í þriðja lagi utanríkismál, en þau tvö fyrr nefndu eru þó þau mál sem heitast brenna á fólki og mest er hugsað um. Fólk úti á landi hefur verulegar áhyggjur af stöðu landsbyggðar- innar og við Alþýðubandalags- fólk viljum ekki velta okkur upp úr hinum neikvæðu atriðum, heldur benda á leiðir til úrbóta og framkvæma þær og snúa óheilla- þróun undanfarinna ára við. Af einstökum málum sem upp hafa komið í kjördæminu ber auðvitað fræðslustjóramálið mjög hátt. Þetta mál er að minnstu leyti persónulegt mál, heldur miklu fremur pólitískt. Fræðslustjóramálið opnaði augu margra og allur almenningur fór að velta fyrir sér málunum í byggða- og skólapólitísku sam- hengi og ég hef ekki í annan tíma orðið jafn vör við jafn mikinn áhuga fólks á stjórnmálum eins og nú í kjölfar þessa máls. Okkur féll það því þungt hvernig nokkrir félagar okkar í flokknum sneru í þessu máli og finnst þeir hrein- lega hafa brugðist okkur. Auðvit- að verðum við að vona og trúa að fyrrum landsbyggðarkjósendur Ályktun um landbúnaðarmál Miðstjórnarfundur Alþýðu- bandalagsins haldinn í Reykjavík dagana 7.-8. mars 1987 krefst þess að ríkisstjórnin standi við gerða samninga við bændur og tryggi þeim undanbragðalaust launahækkanir til jafns við aðrar stéttir á vinnumarkaðnum eins og lög gera ráð fyrir. Bændur eru lágtekjustétt og hafa brýna þörf fyrir kjarabætur eins og annað vinnandi fólk. Jafnframt varar fundurinn ríkisstjórnina alvarlega við af- leiðingum þess að svíkjast undan þeirri ábyrgð sem hún axlaði við gerð síðustu kjarasamninga. Fundurinn krefst þess að stjórnin geri ráðstafanir þannig að bú- vörur hækki ekki umfram al- mennt verðlag þó bændur fái að fullu og án tafar þær kjarabætur sem þeim ber. veiti Sverri Hermannssyni ekki brautargengi og hann verði að minnsta kosti aldrei ráðherra menntamála aftur og Sturla Kristjánsson verði skipaður fræðslustjóri aftur. Við eigum heimtingu á að geta boðið börnum okkar sæmilega góða menntun en við vitum að það er ekki hægt sem stendur, ekki einu sinni í Reykjavík, hvað þá á landsbyggðinni. Við förum fram á að fá að standa að minnsta kosti jafnfætis Reykjavíkursvæð- inu að þessu leyti. Hér er einnig á ferðinni stórmál hvað varðar valddreifingu. Skólamálin hafa verið samvinnuverkefni sveitar- félaga og ríkisvalds og í fræðslu- stjóramálinu tekur menntamála- Sigríður Stefánsdótir: Fræðslustjóramálið sýnir okkur hvað getur gerst ef valdagráðugum mönnum eru fengin of mikil völd í hendur. Sjá viðtal við Sigríði hér á opnunni. ráðherra sig til og rekur Sturlu án þess svo mikið sem tala við sam- starfsaðilana og svarar síðan fyrir sig með nýju grunnskólafrum- varpi, en í því er tónninn sá að fyrst menn séu að rífast, þá verði byggðirnar bara sviptar öllum rétti til sjálfsstjórnar og meðák- varðanatöku og allt vald í þessum málum í höndum ráðuneytis og ráðherra. Auðvitað sýnir þetta mál allt hversu hættulegt er að fá valda- gráðugum mönnum of mikil völd í hendur,“ sagði Sigríður Stefáns- dóttir að lokum. Þórður Skúlason Hvammstanga/ Karl Bjarnason Sauðárkróki Verður að stöðva flóttann suður Þórður Skúlason sveitarstjóri á Hvammstanga og Karl Bjarnason Sauðárkróki eru báðir í mið- stjórn Alþýðubandalagsins. Þeir sögðu að fyrir landsbyggðina skipti það mestu máli, að snúið yrði af þeirri óheillabraut sem lengi hefur verið fylgt og aldrei jafn rækilega og í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem enn situr, og veldur fólksflóttanum af lands- byggðinni til Reykjavíkursvæðis- ins. Til að stöðva þetta yrði að efla atvinnuvegina á landsbyggðinni og menntunarmál íbúanna og styrkja skólastarf. Karl gat þess að fiölbrauta- skólinn á Sauðárkróki hefði orð- ið bænum geysileg lyftistöng og væru jákvæð áhrif hans sífellt að koma betur í ljós, ekki aðeins fyrir Sauðárkrók sjálfan heldur allt héraðið. Þórður Skúlason er jafnframt í öðru sæti á framboðslista Al- þýðubandalagsins á Norðurlandi vestra. Hann gat þess að sam- kvæmt framtíðarspá er gert ráð * fyrir að öll fólksfjölgun landsins næstu ár verði á Reykjavíkur- svæðinu og fólki eigi eftir að fækka á landsbyggðinni og til Reykjavíkursvæðisins streymi fjármagnið í enn frekari mæli en þegar er, verði ekkert að gert. Sjávarútvegurinn stendur ásamt ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 landbúnaðinum undir lang stærstum hluta gjaldeyristekna þjóðarinnar og tekjuöflun þjóð- arinnar, sjálf verðmætasköpu- nin, byggist á því að auðlindirnar séu nýttar allt í kringum landið og því verði að skapa fólki sem líkust skilyrði án tillits til búsetu. Karl Bjarnason Sauðárkróki og Þórður Skúlason Hvammstanga: Það verður að efla atvinnuvegi og skólastarf á landsbyggðinni og skapa fólki alls staðar á landinu sem líkust skilyrði til búsetu. Málefni fjölskyldunnar Samheldni og samvera fullorð- inna og barna er undirstaða góðra æskuára og heilbrigðs fjöl- skyldulífs. Því er það meginverk- efni að skapa íslensku fjölskyld- unni þau lífsskilyrði að hún hafi tíma og efni til að sinna umönnun barna sinna. Þær hættur, sem nú steðja að ungu fólki, má oft rekja til óheppilegra uppeldisskilyrða og trúnaðarbrests milli kynslóð- anna sem vinnuþrælkun og fjár- hagsörðugleikar hafa skapað. Þessi þjóðfélagsmein verður að fjarlægja svo að unga fólkið öðlist trú á líf og starf fyrir land og þjóð. Alþýðubandalagið leggur því áherslu á ■ að fjórðungur dagvinnutekna dugi til að tryggja öllum gott og heilsusamlegt húsnæði. ■ að vinna að styttingu vinnu- dags og hækkun launa svo að fjöl- skyldunni gefist kostur á samveru á heimilunum, á útilífi og íþrótt- um og samveru ólfkra aldurs- hópa. ■ að öllum börnum verði búið öryggi á dagvistarheimilum og í grunnskólanum og þeim verði tryggð þar þroskandi aðstaða til starfs og leiks í umsjón sérmennt- aðs fólks. ■ að lögum um grunnskóla verði framfylgt og efld verði tengsl milli foreldra, barna og skóla. ■ að skóladagurinn verði sam- felldur og börnin fái máltíðir í skólanum svo að vinnudagur for- eldra og barna verði samræmdur. ■ að konurn verði tryggt raun- verulegt val um starf utan heimil- is og heima með endurmati á kvennastörfum, lengingu fæðing- arorlofs í eitt ár og með bættum dagheimilum og skólum. ■ að öll fjölskylduform verði jafnrétthá. ■ að hiklaust verði staðið við ákvæði laga um jafnrétti kynj- anna og alþjóðlegar skuldbind- ingar um að leiðrétta misrétti sem viðgengst gagnvart konum á öllum sviðurn þjóðlífsins. ■ að fatlaðir fái sem besta að- stöðu til lífs og starfs. ■ að aldraðir hafi skilyrði til þátt- töku í þjóðlífinu svo lengi sem unnt er og njóti umönnunar þeg- ar krafta þrýtur. ■ að efla fyrirbyggjandi starf í heilbrigðismálum og öryggi sjúkra- og sérþjónustu sem næst heimilum hinna sjúku. ■ að foreldrar fái aukinn rétt til launa í veikindum barna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.