Þjóðviljinn - 10.03.1987, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 10.03.1987, Qupperneq 12
HEIMURINN Ferjuslysið Eitrið enn um borð Misrétti Hommar gegn Tvöföld rannsókn fyrirskipuð. 134 létust í ferjuslysinu við Zeebrúgge Ljóst er að nokkrar vikur kunna að líða þangaðtil bresku ferjunni sem strandaði við Belgíustrendur verður komið aftur á réttan kjöl. Talið er að 134 hafi farist í ferjuslysinu, sem er mannskæðasta sjóslys í breskri sögu síðan Titanic sökk 1912, en nú er kapp allt lagt á að ná úr skipinu tals- verðu magni hættulegra efna sem um borð var, þar á meðal 61 tunnu af blásýrublöndu. Belgíski umhverfismálaráð- herrann sagði í gær að engin þeirra biásýrutunna sem enn hefðu fundist bæri merki skemmda, og að ekki hefði orðið vart neinnar mengúnar í kringum skipið. Bresku og belgísku stjórnirnar hafa báðar fyrirskipað viðamikla rannsókn um ástæður slyssins, og er sjónum einkum beintáð aftur- dyrum á bíladekki sem talið er að sjórinn hafi fossað innum, að tölvustýrðu jafnvægiskerfi ferj- unnar og að starfsvenjum áhafn- arinnar. Ferjuslysið utanvið Zeebrúgge á föstudagskvöldið hefur slegið miklum óhug á almenning í Bret- landi, Belgíu og raunar um alla Evrópu. Ermarsundsferðir heyra til almennri reynslu í Bretlandi og grannlöndum. Um 250 ferðir eru farnar yfir sundið á degi hverjum, árlegur farþegafjöldi er 23 milljónir, og hálf þriðja milljón bíla er flutt yfir sundið á ári. Ljóst er að eigandi ferjunnar „The Herald of Free Enter- Miklar líkur eru taldar á að frammað reglulegum kosning- um á Grænlandi sitji Siumut- flokkurinn einn í minnihluta- stjórn með stuðningi Atassut- flokksins. Stjórnarsamstarf Siumut- flokks forsætisráðherrans (land- stjórnarformannsins) Jonathans Motzfeldts og Inuit Ataqatigiit- flokksins er úti og hefur Motz- feldt rekið ráðherra flokksins úr stjórn sinni. Ástæðan ergagnrýni IÁ-flokksins, sem telst lengst til vinstri grænlensku þingflokk- anna þriggja, í garð Motzfeldts vegna afstöðu hans í málinu prise“, fyrirtækið Townsend Thoresen, mun fá á sig svimháar skaðabótakröfur, óg ef í ljós kemur að um hönnunargalla er að ræða gætu ferjufyrirtækin lent í verulegum erfiðleikum. Sam- Jonathan Motzfeldt. Minnihlutastjórn með stuðningi hægrimanna. keppni er gríðarleg um Ermars- undsflutningana, og telja ýmsir að ferjufyrirtækin hafi af þeim sökum vanrækt eðlilega áherslu á öryggismál og menntun skips- hafna. -m kringum bandarísku ratsjárstöð- ina í Thule. Motzfeldt hefur sagst treysta upplýsingum danskra stjórnvalda og bandaríska hers- ins um stöðina, sem margir telja brjóta í bág við ABM-samkomu- lag risaveldanna frá 1972. f gær ræddu forystumenn Siu- mut við leiðtoga Atassut, sem teljast til hægri og er talið að Atassut-flokkurinn muni sætta sig við minnihlutastjórn Motz- feldts frammað kosningum í apríl næsta ár. IA-menn eru ákaflega óhressir og telja ólýðræðislegt að leggja deilur flokkanna ekki strax undir dóm kjósenda. -m írskum fordóm- um Norðmenn til stök- ustu fyrirmyndar Hommar úr tólf ríkjum Evr- ópu létu í sér heyra á Evrópu- þinginu i gær og fordæmdu harðlega stjórnvöld í írska lýð- veldinu fyrir að beita sér ekki fyrir afnámi laga sem leggja blátt bann við samkynhneigð karlmanna. Á Evrópuþinginu er nú haldin ráðstefna þar sem fjallað er um réttarstöðu homma vítt og breitt í álfunni. Hana sækja fulltrúar fimmtíu réttindasamtaka þeirra úr löndunum tólf. Á það var bent að írland væri eina landið þar sem bannlög væru í gildi en engu að síður sættu hommar ofsóknum víða í Evr- ópu. í>eir bentu á virðingarvert frumkvæði Norðmanna en hjá þeim varðar mismunun vegna kynhneigðar við lög. -ks. Grænland Motzfeldt stjómar einn Siumut-flokkurinn íminnihlutastjórn fram að kosningum eftir ár DJðÐVIIJINN Ttmlim' 0 68 13 33 0 68 18 66 0 68 63 00 Blaðburður er ^ BESTA TRIMMIÐ og borgar s#g; Blaðbera vantar víðsvegar $$ e ru um borgina m O sf / «• § 1 f DJÚÐVIIJINN Síðumúla 6 0 6813 33 s—'* fi í myrkri gildir að sjást. Notaðu endurskinsmerki! UUMFERÐAR RÁO Sovét íslandshroöur íMoskvu Afhverju leika þeir ekki íshokkí? APN um orðspor okkar í Sovét Eðlilega hefur ísland verið óvenju rúmfrekt í hugum Sov- étmanna eftir leiðtogafundinn, og nýafstaðin heimsókn Stein- gríms Hermannssonar hefur varla dregið úr. Sovéska frétta- stofan APN sendi fyrir heimsóknina frá sér eftirfar- andi pistil um íslendinga í augum Moskóvíta, og við birt- um hann með haus og sporði til gagns og gamans. Höfund- urinn er Nikolaj Geramísof: Eftir fund Mikhails Gorbac- hjovs og Ronalds Reagan í Reykjavík, hefur sovéska þjóðin sýnt meiri áhuga á fslandi og fs- lendingum en áður. Meðan á undirbúningi hefur staðið fyrir heimsókn Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra íslands hingað, hef ég spurt Mos- kvubúa hvað þeir viti og hvert sé álit þeirra á íslandi og sambandi þess við Sovétríkin. Og fólkið sem ég hef talað við hefur oft spurt mig um mannlífið á íslandi. Áhugi þess er að miklu leyti til kominn vegna þeirrar fjölmiðla- sprengingar sem varð í Reykjavík kringum leiðtogafundinn þar sem fjölmiðlar heims einbeittu sér að Reykjavík. Að sjálfsögðu ein- beittu fjölmiðlarnir sér að pólit- ískum málefnum, en sovésku fréttamennirnir notuðu tækifærið til að ræða um landið sjálft. Fréttir þeirra voru því nokkuð frábrugðnar bandarísku fréttun- um, og ekki einungis hvað varð- aði alþjóðlegt innihald leiðtoga- fundarins. Enginn sovéskur fréttamaður hefði nokkru sinni birt aðra eins frétt og K. Walliace fréttaritari sjónvarps Hvíta húss- ins gerði, en hann sagði: „Fund- urinn er haldinn í Reykjavík, litl- um hafnarbæ við hliðina á stórri bandarískri herstöð“. Allir sem ég hef talað við hér vita að Reykjavík er höfuðborg íslands, en ísland hefur langvar- andi og góð samskipti við Sovét- ríkin. Allir án undantekningar, sem ég hef spurt, hafa sagt að náttúra íslands og umhverfið þar væri mjög líkt því sem er á Kamc- htka, þar sem einnig eru bæði eldfjöll og hverir. ísland hefur oft sést í sjónvarpsdagskrám sovésks ferðamannaklúbbs, en formaður hans, Júrí Senkevich, sigldi með Thor Heyerdal á Kon-Tiki og Ra. Flestar spurningarnar gengu út á íslenska síld, sem er viðvarandi krafa sovésku þjóðarinnar að fá. Sovéska þjóðin, einkum kven- fólkið, er mjög hrifin af íslensk- um sauðskinnum og ull og ullar- vörum, en vinsældirnar byggjast þó enn mest á orðróm fremur en eigin reynslu, af því útflutningur þessa varnings er mjög lítill. Margir minntust heimsmeist- araeinvígisins í skák, milli þeirra Bobby Fischer og Boris Spasskí, sem fram fór í Reykjavík árið 1972. Sumir sögðu að ísland ætti sterkt knattspyrnulið, og öðrum fannst skrítið að íslendingar skyldu ekki leika íshokkí þar sem þeir byggju svo norðarlega á hnettinum. Stúdentar við Moskvuháskóla vita talsvert um ísland, sumir vitnuðu jafnvel í Eddukvæði, sem eru skyldunám við alla lista- skóla í Sovétríkjunum. Þeir voru einnig kunnir íslenskri ljóðagerð og ein stúlka sagði að skandinav- ísk ljóðagerð hefði haft mikil áhrif á hin frægu rússnesku ljóð- skáld, Blok og Tjutchev. Einn stúdent sem var að útskrifast frá Moskvuháskóla var vel heima í ljóðum Sigurðar Breiðfjörðs og ritverkum Halldórs Laxness, sem hún hafði hvort tveggja lesið í rússneskri þýðingu. Flestir vissu um bandarísku herstöðina í Keflavík, sem einn viðmælenda minna sagði um, að hún væri þar í þágu Bandaríkj- anna en ekki íslendinga. Næstum allir tóku í sama streng um hana, og sögðu að hún væri stórfellt áhyggjuefni. Bandarísk kjarna- vopn væru staðsett í mörgum her- stöðvum Bandaríkjanna við norðurlandamæri Sovétríkjanna, og líklega væru kjarnorkuvopn á íslandi, að minnsta kosti væru þar flugvélar sem gætu borið slík vopn. Allir fögnuðu væntanlegri heimsókn íslenska forsætis- ráðherrans til Sovétríkjanna, og vonuðu að hún yrði árangursrík. „íslendingar eru sagðir hugrakkir og gott fólk, e.t.v. af því að þeir eru umkringdir sjó og heitum hverum. Af hverju ættum við ekki að vera vinir þeirra?“ sagði húsmóðir sem ég ræddi við. APN 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.