Þjóðviljinn - 10.03.1987, Síða 15

Þjóðviljinn - 10.03.1987, Síða 15
________________MINNING___ Guðnín Sveinsdóttir Fœdd 8.10. 1950 - Dáin 2.3. 1987 „Skamma stund mun ég hvílast í faðmi vindanna og síðan verða endurborin af nýrri móður. “ K. Gibran í upphafi er mannsævin sem óskrifað blað. Smátt og smátt er lífssagan skráð. Sumir eiga langa lífdaga, aðrir styttri. Guðrún okkar, ævin þín varð ekki löng en mikið var þér gefið. Skaparinn gaf þér góðan maka og fjögur yndisleg börn, sem verða þér veg- legir bautasteinar. Við vonum að hinn harði heimur fari um þau mildum höndum. Góður Guð þerrar tregatárin og aftur birtir í sálum ykkar allra. Kæri Ásmundur, börn, Inga, Sveinn og allir aðrir aðstandend- ur, megi Guð miskunnseminnar gefa ykkur styrk á þessum dimmu dögum. Elsku Gunna! Pað er okkar bjargfasta trú að þú bíðir sem vinur í varpa í hinu eilífa au- stri þegar við leggjum þar að landi. Vertu sæl að sinni. Hafðu þökk fyrir allt. Anna og Gísli Pótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér ég á þann vin sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Höf. Margrét Jónsdóttir í dag kveðjum við þig kæra vin- kona, sem tekin varst burt í blóma lífsins. Við vorum svo lán- samar að fá að þekkja þig og minnumst þín sem glaðværs og góðs vinar. Það verður erfitt að ímynda sér tilveruna án þín. Við þökkum þér fyrir allt elsku Gunna, minningin um góðan vin lifir í hjörtum okkar. Við biðjum algóðan Guð að gæta þín og styrkja fjölskyldu þína í sorg hennar. Vinkonur í Nesjum Undarlegt er lífið og óskiljan- legt. Birta vorsins var í sjónmáli. Veturinn hafði farið um okkur mildum höndum og mér fannst ég væri tilbúin að takast á við öll verkefni. En þegar svilkona mín, Guðrún Sveinsdóttir, lést, dimmdi skyndilega í huga mínum og allt virðist nú óframkvæman- legt. Guðrúnu og Ásmundi Gísla- syni, eftirlifandi eiginmanni hennar, kynntist ég fyrir um það bil 18 árum. Áttum við Atli ófáar ánægjustundir með þeim hjónum og með börnum þeirra fjórum þegar árin liðu. Það var oft glatt á hjalla þegar við Atli komum á Smiðjustíginn til þeirra eða þau til okkar í Eskihlíðina. Oft var tekið í spil og málin rædd. Við vorum ung og hamingjusöm og áttum lífið framundan. Guðrún eða Gunna, eins og við kölluðum hana, var góð kona, glaðlynd, hispurslaus og heillandi. Gest- risni þeirra hjóna var einstök. Það var oft margt um manninn á Smiðjustígnum og ég undraðist iðulega hvernig Gunna virtist alltaf geta töfrað fram krásir handa okkur öllum. Ef manni var þungt í skapi var á fáa staði betra að koma. Það var eins og Gunna gæti blásið öllum erfiðleikum á brott og maður hélt frá henni og Ása léttari í skapi og ríkari á sál. Seinna fluttist fjölskyldan til Nesjahrepps þar sem Ási hóf kennslu við Nesjaskóla. Eftir það hittumst við sjaldnar og söknuð- um við þeirra úr höfuðborginni. Strjálli endurfundir breyttu engu. Gunna var alltaf söm við sig, hláturmild og blátt áfram og í henni átti maður tryggan vin. Börnum úr fjölskyldunni bauð hún að vera hjá sér og þótti ekk- . ert eðlilegra þrátt fyrir að hún hefði í nógu að snúast á stóru heimili. Gunna vann töluvert utan heimilis eftir því sem að- stæður leyfðu, við margvísleg störf. Vann hún öll sín störf af dugnaði og áhuga. Elsku Ási, Dadda, Arna, Matta og Kjartan. Þið grátið góða konu og móður og það hef- ur verið hamingja ykkar að njóta samvista við hana. Megi minn- ingin urn Gunnu vera ykkur styrkur og lýsa upp ókomna framtíð. Kæra Gunna, við Atli og börnin þökkurn þér samfylgdina. Foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Unnur Jónsdóttir f dag þriðjudaginn 10. mars verður mágkona mín jarðsungin. Hún lést á Landspítalanum 2. mars s.I. aðeins 36 ára að aldri. Andlát hennar var reiðarslag fyrir vini og ættingja enda hafði engan órað fyrir því að þau veikindi sem hún fann til fyrst fyrir um það bil einum mánuði síðan myndu leiða hana til dauða og þá á svo skömmum tíma. Guðrún var dóttir hjónanna Sveins K. Sveinssonar og Ingu Valborgar Einarsdóttur. Hún var elst sjö barna þeirra hjóna og má því ætla að oft hafi komið til hennar kasta að gæta og hafa stjórn á yngri systkinum sínum enda var hún gædd ríkri ábyrgð- artilfinningu og var samviskusöm með afbrigðum. Það var í gagnfræðadeild Vogaskólans sem ég kynntist Gunnu Sveins eins og hún var kölluð í þá daga. Ekki urðu þau kynni samt náin enda vorum við ekki í sama bekk og þurfti oft minna til að lenda í sinn hvorum hópnum í þessum skóla sem þá var stærsti gagnfræðaskóli lands- ins. Það fór þó ekki á milli mála að Gunna var hrókur alls fagnað- ar. Hún var hress og kát og því oft líf og fjör í kringum hana. Eftir hin áhyggjulausu ár í Vogaskólanum skildu leiðir og alvaran tók við. Sumir héldu til framhaldsnáms en aðrir fóru beint út í atvinnulífið eins og gengur. Gunna hóf nám í Versl- unarskóla íslands og fór síðan til Bandaríkjanna sem skiptinemi. Þegar heim kom lauk hún prófi hjá Húsmæðraskólanum á Laug- arlandi. Eftirlifandi manni sínum, Ásmundi Gíslasyni, giftist hún árið 1972 og sama ár eignuðust þau sitt fyrsta barn. Þremur árum síðar fluttist fjölskyldan austur í Nesjahrepp við Hornafjörð þar sem Ásmundur réði sig til kennslustarfa. Ef til vill hefur ástæðan fyrir því að þau kusu að byggja sér heimili í ókunnugu byggðarlagi verið sjálfstæðisvið- leitni, en hér festu þau rætur og fengu notið sín. Fjölskyldan stækkaði og börn- in urðu fjögur hvert öðru mann- vænlegra, en þau eru Dadda f. 1972, Arna f. 1975, Matta f. 1977 og Kjartan f. 1979. Geta má nærri hvort ekki hefur verið í mörg horn að líta fyrir foreldrana, en þeim fórst hlutverk sitt með af- brigðum vel úr hendi, voru sam- stillt í að hlúa að börnunum og skapa þeim gott heimili. Seinna lágu leiðir okkar Gunnu saman og eru mér minnis- stæðar stundir sem fjölskyldur okkar áttum saman þegar við heimsóttum þau um páska fyrir nokkrum árum. Þetta var líflegt heimili þar sem meira var lagt upp úr andlegum en veraldlegum gæðum og gleðin sat í fyrirrúmi. Dætur mínar eru ennþá að tala um það hversu gaman hafi verið hjá Gunnu á páskunum, þegar öll páskaeggin voru merkt og falin víðs vegar um húsið, en börnin eyddu síðan góðri stund í að leita og fylgdi þessu mikil kátína og ærsl. Það mun ávallt hafa verið mik- ill gestagangur á heimilinu og var oft þröngt setinn bekkurinn. Kjörskrá Kjörskrá til alþingiskosninga er fram eiga að fara 25. apríl n.k. liggur frammi almenningi til sýnis á Manntalsskrifstofu Reykajvíkurborg- ar, Skúlatúni 2,2. hæð, alla virka daga frá 13. mars til 9. apríl n.k., þó ekki á laugardögum. Kjörskrárkærur skulu hafa borist skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en 6. apríl n.k. Menn eru hvattir til að kynna sér, hvort nafn þeirra er á kjörskránni. Reykjavík 10. mars 1987 Borgarstjórinn í Reykjavík Ritari Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í utanríkisþjónustunni. Krafist er góðrar tungumálakunnáttu og góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir, að ritarinn verði sendur til starfa í sendi- ráðum Islands erlendis. Eiginhandarumsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneyt- inu, Hverfisgötu 115,150 Reykjavíkfyrir 17. mars n.k. Utanríkisráðuneytið enda gestrisnin þeim í blóð borin. Aldrei voru svo margir gestir að ekki mætti bæta við dýnu. Gunna var lífsglöð, alltaf stutt í glaðværðina og átti hún auðvelt með að sjá hinar spaugilegu hlið- ar tilverunnar. Hún hafði gaman af því að velta fyrir sér hinum ólíklegustu hlutum og var ekkert mannlegt í rauninni svo lítilfjör- legt að hún léti sér það ekki ein- hverju varða og var ávallt tilbúin til að leggja áherslu á hið góða. í samskiptum við aðra var hún þétt fyrir og stóð fast á skoðunum sín- um. Því til vitnis minnist ég þess að einhverju sinni var ég með henni að versla í kaupfélaginu á Höfn, að annar viðskiptavinur vatt sér að henni með gagnrýni á blaðið Eystra Horn, sem hún hafði ritstýrt um hríð. Gagnrýnin fannst mér fremur órökstudd og persónuleg en Guðrún svaraði á mjög málefnalegan hátt með langri ræðu. Þarna varð mér ljóst hversu vel það átti við hana að vera í svo náinni snertingu við hringiðu lífsins. Þegar færi gafst, vegna heimiiisanna voru það fé- lagsmálin sem áttu hug hennar allan, þar naut hún sín til fullnustu. Égget ekki varist þeirri hugsun að með Guðrúnu Sveinsdóttur höfum við konur misst skeleggan bandamann. Hún hafði brennandi áhuga á fra- mgangi kvenna og málefnum sem þær snerta. Fullvíst er að framlag hennar hefði orðið verulegt ef Skákkeppni framhaldsskóla 1987 hefst á Grensásvegi 46 föstudag 13. mars kl. 19.30. Keppninni veröur fram haldið laugardag 14. mars kl. 13.00-19.00 og lýkur sunnudag 15. mars kl. 13.00- 17.00. Keppt er í fjögurra manna sveitum (fyrir nemendur f. 1965 og síðar) og er öllum framhaldsskólum heimil þátttaka í mótinu. Þátttöku á mótinu má tilkynna í síma Taflfélags Reykjavíkur á kvöldin kl. 20.00-22.00, í síðasta lagi fimmtudag 12. mars. Taflfélag Reykjavíkur Grensásvegi 44-46, Reykjavík símar 83540 og 681690. Útför eiginmanns míns Guðmundar Breiðfjörðs Jóhannssonar ferfram í Kópavogskirkju miðvikudaginn 11. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Slysavarnafélag íslands. Mínerva Hafliðadóttir Eiginkona mín Erla Þórdís Jónsdóttir verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudag- inn 11. mars kl. 13.30. Helgi Kolbeinsson Maðurinn minn og faðir okkar Þórir Bergsson tryggingastærðfræðingur lést á Landspítalanum laugardaginn 7. mars. Björg Hermannsdóttir Hjalti, Hermann, Lilja og Bergur. henni hefði auðnast að starfa lengur að þeim málum. Óhætt er að fullyrða að mestur tími og orka Guðrúnar hafi fram að þessu farið í að sinna börnum sín- um, sem hún lagði svo mikla áherslu á, enda bera þau þess ljósan vott svo vel gerð sem þau eru og í góðu andlegu jafnvægi. Það hlýtur því að teljast óréttlátt að nú þegar börnin eru sem óðast að vaxa úr grasi, skyldi henni ekki auðnast lengra líf lil að njóta ávaxta starfa síns og láta til sín taka á fleiri sviðum jafn hæfil- eikarík og hún var. Ég og fjölskylda mín sendum Ásmundi og börnunum okkar innilegustu samúðarkveðjur og ósk um að minningin um ástkæran maka og góða móður megi verða þeim styrkur í sorg- inni. Katrín Thcódórsdóttir ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.