Þjóðviljinn - 15.03.1987, Qupperneq 4
GLÆTAN
Hjörtur
Howser,
hljómborð
Baldvin
Sigurðsson,
bassi
Rúnar
Þórisson,
gítar
Rafn
Jónsson,
trommur
Andrea
Gylfadóttir,
söngur
Grafík
í viðtali
á stein-
steyptum skóm
Við spilum
koníaks-
rokk!
Það var hér um árið þegar
íslenskatónlistarbylgjan í
kringum 1980 reis sem hæst
með ótal konsertum, bílskúra-
böndum og misgæfulegum
poppstjörnum, að vesturá
Isafirði stofnuðu nokkrir ungir
menn hljómsveit í kringum
músík sem þeir höfðu skapað.
Hljómsveitin hét Grafík. Og nú
- löngu eftir að þessi alda er
hnigin - heldur Grafík velli,
trúlega eina sveitin sem eftir
|er af þeim sem stofnaðar voru
'á þessum tíma. Af brautryðj-
endunum eru aðeins tveir
eftir: þeir Rafn Jónsson trom-
mari og Rúnar Þórisson gítar-
leikari. Hjörtur Howser hljóm-
borðsleikari bættist síðar í
hópinn og í fyrrahaust gengu
þau Baldvin Sigurðsson
bassaleikari og Andrea Gylfa-
dóttir til liðs við hljómsveitina.
Þar með urðu tímamót, - aldr-
ei áður hafði kvenmaður
sungið með Grafík. En það
hafa svo sem oft áður orðið
tímamót hjá hljómsveitinni,
fjölmargir hafa leikið með
henni um lengri eða skemmri
tíma, sumir hætt, aðrir verið
reknir eins og gengur.
í vor er væntanleg ný plata frá
Grafík. Tónlistin á henni ætti að
koma mörgum á óvart. Húsið er
hætt að gráta.
Blaðamaður Þjóðviljans hitti
Grafíkerana heima hjá Andreu
söngkonu. Rúnar mætir fyrstur.
Eg spyr um bernskutónlist
hljómsveitarinnar.
Rúnar:Við vorum á bresku lín-
unni og undir miklum áhrifum frá
Cure. Ég held nú samt að þau
hafi ekki verið neitt óeðlilega
mikil: Músík er alltaf samsuða af
margs konar áhrifum. Annars
vorum við hálfgerð önder-gránd-
grúppa til að byrja með, við kom-
um ekki til Reykjavíkur fyrr en
eftir að fyrsta platan okkar, „Út í
kuldann”, kom út.
- Þetta voru blómlegir tímar í
kringum 80. En hvað finnst þér
um ungliðahljómsveitirnar um
þessar mundir?
Rúnar: Hm... Rauðir fletir eru
athyglisverðir... Greifarnir? Ég
tek þá nú ekki sérstaklega alvar-
lega. Bæði þeir og Skriðjöklarnir
eru í þessu til að skemmta sjálfum
sér og áheyrendum og það er
virðingarvert. En músíkin er ekki
mjög merkileg.
- En gömlu mennirnir í brans-
anum?
Rúnar: Ég hef alltaf gaman af
Megasi og Bubbi á ágæta
spretti... Annars vil ég helst ekki
kommenta mikið á aðra lista-
menn í þessum bransa.
- Allt í lagi. En segðu mér frá
Grafík í staðinn. Gekk eitthvað á
þegar mannaskiptin urðu í haust?
Rúnar: Nei, nei — það fór allt
fram í friði og spekt. Annars
höfum við ekki spilað mjög mikið
opinberlega síðan Andrea og
Baldvin komu inn í hljóm-
sveitina, en meira einbeitt okkur
að því að móta tónlistina. Við
höfum tekið svona eitt og eitt
g*gg-
- Þannig að þið hafið ekki ofan
af fyrir ykkur með þessu móti?
Rúnar: Nei, en ætli við séum
ekki í svona hálfu starfi í hljóm-
sveitinni. Við gætum náttúrulega
spilað á böllum og lifað þannig.
En reynslan sýnir að svoleiðis
bönd lognast yfirleitt fljótlega út
af...
Klassík og rokk
Nú er Andrea komin til sög-
unnar og ég spyr hvort hún hafi
nokkuð komið nálægt tónlist
áður en hún fór að syngja með
Grafík.
Andrea: Ég hafði ekkert kom-
ið nálægt þessum bransa áður. En
ég hef verið í Tónlistarskólanum í
mörg ár, að læra bæði söng og á
hljóðfæri, aðallega selló.
- Og hvernig er það fyrir klass-
ískt menntaðan tónlistarmann að
fara nú að syngja rokk og popp?
Andrea: Það er gaman að því.
Nei ég hef ekki orðið vör við að
kollegar mínir fussi neitt yfir
þessu, en ég hef heldur ekkert
blásið rokk-feril minn upp.
Rúnar: Það eru alltaf vissir
fordómar í garð poppsins hjá
þeim sem eru í klassíkinni og
öfugt: Sumum popptónlistar-
mönnum finnst sígild tónlist öll
vera eins. En þetta stafar að
mestu leyti af vanþekkingu.
Koníaksgrúppa
í þessum svifum koma þeir
Baldvin, Hjörtur og Rafn. Bald-
vin situr lengst af hljóður, en
Hjörtur bætir það upp og gott
betur. Ég spyr hvort þeim hafi
fundist tónlistin breytast mikið
við að fá söngkonu.
Rafn: Já hún breyttist mjög
mikið. Það er allt annar blær.
Hjörtur: Svo eru menn líka
búnir að hlaupa af sér hornin
núna, þó við spilum ennþá rokk.
Tónlistin er þroskaðri...vand-
aðri... Þetta kemur með aldrin-
um, sjáðu Stones til dæmis. Þeir
spila sama gamla góða rokkið.
Það er bara vandaðra.
- Einmitt. Er ekki mikið sukk í
kringum hljómsveitir?
Rafn:Það er prinsip hjá þessari
hljómsveit að meðlimir hennar
séu ekki undir áhrifum áfengis
eða annarra vanabindandi fíkni-
efna meðan hljómsveitin er að
spila...
Hjörtur: Ég hef aldrei séð
neinn drekka á sviði...
Rafn: Þessi hljómsveit er
ábyggilega sú minnst sukkaða
(Þessi yfirlýsing drukknar í
allsherjar hlátri.)
Hjörtur: Ef eitthvað merkilegt
er að gerast, þá dreypum við
gjarnan á koníaki og kaffi...
Grafík er koníaksgrúppa. Til
dæmis á fimmtudaginn, föstudag-
inn, laugardaginn, sunnudaginn,
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. mars 1987