Þjóðviljinn - 15.03.1987, Side 7
Brú milli
◦usturs
og vesturs
Króníka ástarinnar eftir pólska leikstjórann Andrzej Wajda.
Kvikmyndahátíöin í Berlín hef-
ur aldrei getið sér orðstír fyrir
kampavín, límúsínur og skær-
ustu stjörnurnar. Það er enda
vart hægt að hugsa sér verra
pláss fyrir alla þá dýrð en Berl-
ín, svo köld og grámygluleg
sem hún ersíðlafebrúarmán-
aðar. Borgin nýturafturámóti
þeirrar pólitísku náðar að vera
af tveimur heimum. Og þar
hafa skipuleggjarar veislunn-
ar komið auga á leið til að slá
henni upp. „Hún gegnir
heimspólitísku hlutverki,"
stóð skrifað í prógrammi
þessa árs, „brú milli vesturs
og austurs."
Þessi ábúðarfullu orð eru held-
ur ekki alveg út í bláinn. Pólitísk-
ar myndir og myndir frá austan-
tjaldslöndum hafa löngum sett
sterkan svip á Berlínarhátíðina.
En í ár var lögð alveg sérstök
áhersla á hið heimspólitíska hlut-
verk. Maður þarf ekki að brjóta
heilann lengi til að geta uppá á-
stæðunni. Hún heitir einfaldlega
Gorbatsjov. Nafn hans er á hvers
manns vörum um þessar mundir
og þá ekki síður orðið Perest-
rojka (umbreyting, endurmat).
Þessi töfraformúla aðalritarans
hefur víða kveikt vonarneista um
að það séu ekki eintóm skrímsli
sem ráða fyrir stórveldunum og
ákveða örlög heimsbyggðar-
innar.
Perestrojka hefur þegar fært
margt til betri vegar í sovéskum
kvikmyndamálum. Nú mega
t.a.m. kvikmyndaleikstjórar
velja sér sjálfir framleiðendur að
myndum sínum og stúdíó til að
taka þær í. Og æðsta úrskurðar-
vald um efni og efnistök skal vera
þeirra eigin samviska. Ágætt
dæmi um áhrif Perestrojka er að
síðasta vor var leikstjórinn Elem
Klimov kosinn sem aðalritari fé-
lags sovéskra kvikmyndagerðar-
manna. Nokkuð sem hefði verið
óhugsandi á valdatíma Brésnevs
því Klimov þykir tregur í taumi
flokksins. Besta staðfesting þess
að Perestrojka sé ekki bara piat
er þó auðvitað þær sovésku
myndir sem bárust á hátíðina.
Tema fékk
gullbjörninn
Þar ber fyrst að nefna myndina
sem fékk gullbjörninn; Tema
eftir Gleb Panfilov. Þessi mynd
virðist hafa lent í ónáð því hún er
frá árinu 1979 en fæst fyrst nú
sýnd á Vesturlöndum. Hún fjall-
ar um virtan leikritahöfund (Kim
Yesenin) sem er kominn frá
Moskvu til sveitaborgarinnar
Susdal. Þar ætlar hann að rífa sig
uppúrsleniogbyrja ánýjuverki,
væddu stríðsgeggjun heimsins og
líkunum á atómendalokum
mannkyns. Watkins gerði hana í
samvinnu við kvikmyndagerðar-
fólk út um allan heim.
Samlífi manns
og nóttúru
Hitt aðaltema hátíðarinnar
var: „Samlífi manns og náttúru“.
Þar vakti mikla athygli sovésk
mynd um sveitafólk sem verður
að yfirgefa þorpið sitt (Matjora)
og flytjast í ömurlega stórborgar-
kassa af því að yfirvöld ætla að
ráðast í stórkostlegar stíflufram-
kvæmdir. Hún heitir Matjora
kvatt og er eftir fyrrnefndan
Klimov. Þá var einnig sýnd so-
vésk heimildamynd um Tsjernó-
býlslysið. Og hún þótti býsna
hreinskilin. Sænska myndin Ogn-
in eftir Stefan Jarl var einsog í
framhaldi af þessari því hún sýnir
það gjald sem Samarnir í Norður-
Svíþjóð máttu greiða fyrir
Tsjernóbýlævintýrið. Þessi þjóð,
sem hefur alltaf tekist að lifa í sátt
við náttúruna, neyddist til að út-
rýma lífsbjörg sinni hreindýrun-
um. „Atvinna okkar er ekki bara
atvinna," segja Lasse og Lillemor
í myndinni, „hún er allt líf okk-
ar.“
En það er sem betur fer ekki
alveg allt að fara til fjandans á
hvíta tjaldinu. Ganges streymir
lygn og breið hvað sem tautar og
raular. Indverski listmálarinn
Viswanadhan hefur gert kvik-
myndaóð til þessa fræga fljóts.
Hann sigldi frá mynninu í Beng-
alflóa alveg til uppsprettnanna í
Himalaya og filmaði í gríð og erg
það sem fyrir augu bar. í mynd-
inni er ekki sagt eitt einasta orð;
aðeins gjálfrandi vatn Ganges,
þytur vindsins og skvaldrið í fólk-
inu á bökkunum. Fiskimenn bog-
ra yfir netum sínum rétt einsog
fyrir þúsund árum, skyndilega
fellur skuggi af borg á vatnsf-
lötinn, því næst læti í bílum og
borgarbúar á hlaupum yfir brýr
en svo aftur ró - og svali þegar
dregur af fjöllum.
Oliver Stone, höfundur Platoon, á miðri myndinni. Myndin er tekin þegar Stone var hermaður í Víetnam.
en kynnist hinni lífsglöðu og
viljasterku Söshu. Sasha heldur
því fram að hann hafi fórnað
sköpunargáfu sinni á altari for-
réttinda og frægðar. Yesenin
verður yfir sig hrifinn af henni en
hún elskar annað skáld sem fær
ekkert birt eftir sig og vill flytja
burt frá Sovétríkjunum til fsra-
el... (Tema sem hefur hingað til
verið algjört tabú).
Önnur sovésk mynd, sem mér
fannst reyndar fullteins góð,
heitir Miskunnarlaus harmur
gerð af Aleksandr Sokurov. Hún
er að nokkru leyti byggð á leikriti
G.B. Shaw Heartbreak House. í
myndinni er engan söguþráð að
rekja. Það er bara eitthvert geg-
gjað lið samankomið í húsi kaft-
eins Shotover og hefur í frammi
allskyns bjálfaskap, bæði ljótan
og fallegan. Inná milli er skotið
svarthvítum alvörusenum úr fyrri
heimsstyrjöldinni. Leikrit Shaws
fjallar einmitt um andvaraleysið
gagnvart þessari styrjöld. Hjá
Sokurov virðist þó enn magnaðri
tortíming hanga á spýtunni. Hús
kafteinsins minnir ansi mikið á
Örkina hans Nóa. Sokurov var
þegar byrjaður að filma þetta efni
árið 1983. En fljótlega stoppuðu
steingervingar flokksins hann af
og sögðu að þetta væri allt fullt af
bölvuðu klámi og borgaralegri
úrkynjun. Það var því ekki fyrr
en á síðasta ári sem honum tókst
að klára myndina. Hann hefur
verið nefndur arftaki Tarkovskís
(sem hafði víst dálæti á honum).
Þar er ekki leiðum að líkjast en
Sokurov er í bland heilmikill
húmoristi, sem seint verður sagt
um Tarkovskí.
Stríð og friður
Um hátíðina almennt má ann-
ars segja að tvö temu hafi verið
mest áberandi. Hið fyrra gæti
sem best heitið „Stríð og friður."
1 þeim flokki var til dæmis Krón-
yfir. Sjálfur var hann að ljúka
stúdentsprófi og þar að auki
ástfanginn upp fyrir haus af
stúlku sem var af of fínum ættum
fyrir hann. Wajda undirstrikar
„blikandi fjarlægð" minninganna
með því að nota softlinsu. Sumir
héldu því fram að hann hefði of-
notað hana og það má vel til
sanns vegar færa. En mér fannst
myndin samt góð.
Frá Ungverjalandi kom hin
snjalla Márta Mszáros með Dag-
þessar tvær frá Póllandi og Ung-
verjalandi var þarna bandaríska
stórmyndin Platoon sem fjallar
um djöfulganginn í Víetnam og
gerir það nokkuð sannferðug-
lega. Leikstjórinn Oliver Stone
líka fyrrverandi Víetnamher-
maður. Á hátíðinni voru margar
aðrar myndir sem fjölluðu um
stríð og frið. En áreiðanlega eng-
in jafn ítarlega og The Journey
eftir Bretann Watkins. Þetta er
14 tíma löng úttekt á hinni tækni-
Úr sovésku kvikmyndinni Tema, sem
ikka ástarinnar eftir pólska öðl-
inginn Andrzej Wajda. Þar gefur
að líta hvernig „endurminningin
merlar“. Maður nokkur, kominn
yfir miðjan aldur, minnist hins
sólríka sumars í Póllandi 1939.
Enginn vildi vita og enginn gat
vitað af því helvíti sem vofði þá
hlaut Gullbjörninn.
bók fyrir elskhuga mína. Þar
heldur hún áfram að rekja garn-
irnar úr stalínismanum, upp-
reisninni 56 og sínu eigin lífi.
Þessi mynd er beint framhald af
Dagbók frá 1982 sem var sýnd á
kvikmyndahátíð á íslandi.
í heimspólitísku jafnvægi við
Hjálmar Sveinsson
skrifarfrá
Kvikmyndahátíðinni
íBerlín,
kennd semíárvar
við Gorbatsjof
Sunnudagur 15. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7