Þjóðviljinn - 15.03.1987, Síða 8
SUNNUDAGSPISTIU
Að elta uppi
glœpamenn
Demjanjuk eða ivan grimmi: Til hvers
er verið að eltast við þessa karla ?
Ivan
grimmi
fyrir
réttií
Jerúsalem
Undanfarna daga hafa öðru
hvoru birst fréttir af
réttarhöldum yfir John
Demjanjuk, bandarískum
ríkisborgara úkraínskrar
ættar.
Hann varframseldur
ísraelsmönnum vegna
sterkra grunsemda um að
hann væri í raun og veru einn
illræmdasti fangavörður
útrýmingarbúða nasista í
Treblinka, þar sem um 900
þúsund Gyðingar voru myrtir
ástríðsárunum.
Gekk sá maður undir nafninu
ívangrimmi. Hannvarekki
kaldrifjaður
skrifborðsglæpamaðureins
pg Adolf sá Eichman, sem
ísraeiar náðu í Argentínu og
dæmdutildauðafyrir
aldarfjórðungi, heldur einn af
þeim handlöngurum hins illa,
sem eftir á bera það helst fyrir
sig, að þeirhafabarastaverið
að hlýðaskipunum. ívan
grimmi „hlýddi skipunum"
meira en fúslega - hann varð
frægurfyriraðmisþyrmaog
svívirða fjölda fórnarlamba og
marga drap hann með
járnstöngum eða hnífum. Ein
iðja hans var að ráðast að
lifandi mönnum með nafarog
bora á þá gat.
Málsvörn Demjanjuks hefur
byggst á því að hann sé í rauninni
ekki ívan þessi heldur allt annar
maður, hermaður úr Rauða
hernum, sem lenti í þýskum her-.
fangabúðum og gekk svo í lið með
Vlasov, sovéskum hershöfðingja
sem safnaði til sín af hernumdum
svæðum og í herfangabúðum
mönnum sem fáanlegir voru til að
berjast með herjum Hitlers. En
ákærendur telja sig vita, að
Demjanjuk hafi af fúsum og
frjálsum vilja gengið í SS-
sveitirnar, sem ráku m.a. iðnað
dauðans og ráðist til Treblinka að
lokinni sérstakri þjálfun. Gögn í
málinu hafa komið bæði frá
Bandaríkjunum og Sovétríkjun-
um, auk þess sem eftirlifendur frá
Treblinka hafa borið kennsl á
manninn.
Allmörg mál
Þegar þetta er skrifað hefur
dómur ekki fallið í máli Demjanj-
uks. En því er nú á mál þetta
minnst, að þótt meira en fjörtíu
ár séu frá stríðsiokum eru glæpir
nasista og handlangara þeirra
óvenju mikið á dagskrá á þessu
ári. Til dæmis hefjast seinna á ár-
inu réttarhöld yfir Klaus Barbie,
fyrrum yfirmanni Gestapo í Lyon
í hernumdu Frakklandi. Banda-
rískir nasistaveiðarar halda
áfram að skoða grugguga fortíð
nokkurra samborgara sinna og
þeir hafa komið sér upp lista með
nöfnum 17 meintra stríðsglæpa-
manna sem búsettir eru í Bret-
landi. Tom Bower, blaðamaður
við BBC hefur nýlega birt merka
bók, sem nefnist „The Paperclip
Conspiracy“ og afhjúpar þar
rækilegar en áður hefur verið
gert, hvernig Bandamenn gegn
Hitler kepptust um að fá í sína
þjónustu nasíska vísindamenn,
sem hefðu betur lent á sakborn-
ingabekk fyrir margvíslega
stríðsglæpi.
Er ekki nóg komið?
Þegar mál slíkra manna eru
rifjuð upp setja margir upp furð-
usvip. Segjast ekki skilja í þrá-
kelkni þeirra sem enn eru að elt-
ast við gamla og einatt sjúka
menn, sem nú eru yfir sjötugt
flestir. Til hvers? spyrja menn.
Er ekki búið að safna nógum
gögnum og skrifa nógu margt um
gyðingamorð og aðra glæpi nas-
ista ? Það er ekki hægt að refsa
þeim maklega sem ábyrgðina
bera og hinir myrtu verða ekki
vaktir til lífs aftur. Er þá ekki
betra að reyna að snúa sér að því
að binda endi á grimmdarverk í
Líbanon eða í Afganistan eða í
Mið-Ameríku?
Það er vitanlega ekki nema
eðlilegt að svo sé spurt. Pað er
heldur ekki undarlegt þótt slíkar
spurningar séu oftast bornar fram
í heimalandi nasismans - þar
finnst mörgum að stríðsglæpatal
og réttarhöld í þeim málum jafn-
gildi því, að Þjóðverjar séu sér-
staklega út valdir til að bera synd
heimsins. Fleiri hafa glæpi fram-
ið, segja menn. Rak ekki Stalín
fangabúðir? svo dæmi sé nefnt
Réttlœtið
Slíkar spurningar eru eðlilegar
en um leið næsta varasamar.
í fyrsta lagi er það vitanlega
hæpin aðferð að eins og eyða
ábyrgð af tilteknum glæp með því
að vísa til þess að fleiri séu sekir,
eða að einhverjir illvirkjar fyrr
eða síðar hafi sloppið við makleg
málagjöld. Endanleg niðurstaða
af slíkum hugsanagangi getur
varla orðið önnur en sú að úr því
ekki er hægt að fullnægja öllu
réttlæti þá sé eins gott að sýkna
alla bófa.
Eða eins og haft er eftir Serge
Klarsfeld, frönskum lögfræðingi,
sem vinnur að máli Klaus Barbi-
Þetta er réttlæti en ekki
es:
hefnd og ekki enn ein sýni-
kennslustund í sögu.“ Með öðr-
um orðum: Sá sem glæp hefur
framið á ekki að ganga laus. Allra
síst þeir sem hafa tekið þátt í jafn
herfilegum glæp og þjóÓarmorði.
Það er ekki erfitt að skilja hin
tifinningalegu rök sem liggja að
baki afstöðu manna eins og
Simons Wiesenthals, nasista-
veiðarans fræga. En hann hefur
sagt: „Það má ekki leyfa þeim að
njóta hvíldar sem hafa tekið þátt í
þjóðarmorði. Þeir mega ekki
deyja í friði. Þeir verða ávallt að
lifa í ótta“
Gildi fordœmisins
Og þá er líka komið að gildi
fordæmisins. Má vera það verði
Frá útrýmingarbúðunum í Auschwitz:
Hvað gerði pabbi í stríðinu?
hugsanlegum fjölamorðingjum
okkar samtíma eða næstu ára
þörf viðvörun ef illræmdir nasist-
aglæpamenn sleppa ekki. Nasist-
aveiÓarinn Eli Rosenbaum hefur
komist svo að orði, að „kannski
var það sú staðreynd að við erum
enn að leita uppi nasista sem
flaug fyrir í huga manna eins og
íranskeisara eða Marcosar Fil-
ippseyjaforseta, þegar þeir voru
að gera það upp við sig hve langt
þeir áttu að láta her sinn ganga til
að halda velli sjálfir“.
Þagnarsamsœrið
Rétt er að nota tækifærið til að
vekja athygli á einni skammar-
legri ástæðu fyrir því, að furðu
mörg nasistamál eru harla seint á
ferð.
Því var lengi haldið fram, að
eftir stríð hafi Bandamenn gegn
Hitler verið ákveðnir í að finna
eins marga nasistaglæpamenn og
unnt væri og refsa þeim. Þetta er
rangt. Að vísu gengu Sovétmenn
all hart fram í slíkri leit. En þegar
á heildina er litið er saga leitar-
innar að nasistum um leið saga
hræsni og opinberra lyga.
Wisenthal, sem nú er nær átt-
ræður, minnist þess hve illa hon-
um brá þegar ýmsir nasistar, sem
hann hafði veitt í net sitt í Iok
fimmta áratugarins hurfu með
dularfullum hætti úr fangelsum.
Fyrrnefndur Klaus Barbie er og
einn þeirra sem eins og gufuðu
upp eftir að snaran tók að herðast
aÓ hálsi þeirra. Sannleikurinn er
sá, að meðan á kalda stríðinu
stóð höfðu menn á Vestur-
löndum næsta lítinn áhuga á nas-
istum. Ekki nóg með það - vegna
þess að nasistar voru alveg áreið-
anlega andkommúnistar tóku
margir vestrænir stjórnmála-
menn og leynilögregluforingjar
að líta á þá sem nytsamlega
bandamenn í slagnum gegn
„rauðu hættunni“. Og það er
ekki fyrr en á síðustu árum að
menn hafa dregið fram gögn sem
sýna vel og rækilega hve víðfeðmt
þetta samsæri yfirhylmingar-
innnar var.
Upprifjanir
í vesturþýska vikublaðinu Spi-
egel hefur að undanförnu birst
viðtalasyrpa um fortíð, minni og
gleymsku. Rætt var við börn og
bamabörn nasista. Og eins og
vænta mátti hafa þau sem fáanleg
voru til að svara spurningum
næsta ólík viðhorf til þess sem
gerðist.
Anna til dæmis, hún kemst að
því á unglingsárunum að faðir
hennar var ekki í hernum eins og
að henni hafði verið haldið, held-
ur vann í fangabúðum. Hún fylg-
ist með þungum áhyggjum for-
eldranna af rannsókn á fortíð
föðurins. Faðirinn og nokkrir
aðrir samverkamenn hans voru
eftir nokkra mæðu sýknaðir af
glæpum fyrir rétti - og þá komu
þeir saman og héldu veislu og það
þótti Önnu verst af öllu. Hún
fylltist sterkri löngun til að kom-
ast að sannleikanum um fanga-
búðirnar og föður sinn og tókst
það á endanum. Eftir það vildi
hún sem fæst af föður sínum vita
og í því uppgjöri fór einmitt fram
sú refsing sem faðirinn hafði
sloppið við fyrir dómi.
Þessir menn verða að lifa í ótta,
sagði nasistaveiðarinn frægi
Allt annar tónn er í ungri konu
sem nefnist Stefanía. Afi hennar
var hengdur fyrir stríðsglæpi, en
hún fer ekki ofan af því að hann
hafi verið herjans mikill karl.
Svona líka reffilegur í einkennis-
búingnum. Og svo þessar gömlu
myndir frá nasistatímanum - allir
svo hrifnir og fullir af trú á fram-
tíðina. Það hlýtur að hafa verið
margt gott við þá tíma, segir Stef-
anía og vill ekki heyra neitt raus
um fórnarlömb hér og fórnar-
lömb þar. Verst að við skyldum
tapa stríðinu, segir hún, ég vildi
gjarna eiga heima meðal sigur-
vegara....
Fróðleg viðtöl reyndar og
minna á það hve lifandi fortíðin
er, enda þótt margir geri sitt til að
sópa henni undir stól. Það er því
miður ekki hægt að treysta á
svonefndan dóm sögunnar, né
heldur að menn dragi sæmilega
réttar ályktanir af firnaverkum
liðinnar tíðar. En allt er þetta á
dagskrá: baráttan um samtímann
og nánustu framtíð er alltaf um
leið barátta um fortíðina.
áb
8 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 15. mars 1987