Þjóðviljinn - 15.03.1987, Side 14
„Þetta er bara einhver yfir-
stéttarklíka sem hittist öðru
hvoru yfir kaffibolla til að
dæsa yfir því hvað þær hafi nú
verið duglegar og komið miklu
til leiðar!" Þessa ófögru ein-
kunn gaf ein kunningjakona
mín forsvarskonum
jafnréttishreyfingarinnar á ís-
landi þegar við vorum að
ræða um málefni kvennaog
jafnréttisbaráttuna yfirhöfuð
nýlega.
Þessi fullyrðing hennar varð
mér tilefni til nokkurrar umhugs-
unar og ég ákvað að leita álits hjá
fleirum. Eftir lauslega könnun á
viðhorfum ýmissa kvenna sem ég
hafði tal af kom í ljós að sú
skoðun að það skorti fyrri kraft
og baráttuanda í jafnréttishreyf-
inguna er talsvert útbreidd, auk
þess sem forsvarskonur hreyfing-
arinnar fengu það óþvegið:
„Menntakonur sem vita ekki
hvað það er að lifa af 26.500
krónum á mánuði.“ og „Þær
rabba um hvað hefur tekist vel til
á meðan húshjálpin skúrar fyrir
þær á skítalaunum!“
Eru þetta óréttmætar og raka-
lausar skoðanir eða er eitthvað
hæft í slíkum fullyrðingum?
Til þess að fá því svarað sló ég á
þráðinn til nokkurra kvenna sem
hafa staðið framarlega í kvenna-
baráttunni og spurði þær álits.
Þverpólitískt
samkrull
„Kvenréttindafélagið var eitt
sinn róttækt félag og verkakonur
voru virkar innan þess, en nú er
búið að gera þetta félag að þver-
pólitískri stofnun sem að mínu
mati skilar sáralitlum árangri,"
sagði Birna Þórðardóttir hjá
Samtökum kvenna á vinnumark-
aði þegar ég spurði hana að því
hvort það skorti róttækni í barátt-
una.
„Ég veit ekki hvað það er sem
verkakonur ættu að sækja til
Kvenréttindafélagsins í þessu
þverpólitíska samkrulli sem hef-
ur þau áhrif að það er búið að
gera málamiðlanir um alla hluti
fyrirfram," sagði Birna.
Hér kemur hún við veikan
punkt: hið þverpólitíska starf
KRFÍ hefur stundum orðið tilefni
til deilna. í viðtali við Láru V.
Júlíusdóttur, formann KRFÍ,
sem birtist í Þjóðviljanum 27.
janúar sl. á 80 ára afmæli félags-
ins, minntist hún á þetta og sagði:
„Þetta er bæði styrkur og veik-
leiki. Styrkur okkar er sá að þeg-
ar rætt er um kvenréttindi er það
málefni sem allar konur geta
sameinast um, hvar í flokki sem
þær standa."
Konum ósœmandi?
Þessi afstaða formannsins er
umdeilanleg og nægir að benda á
afgreiðslu á tillögu minnihlutans í
borgarstjórn um milljón króna
styrk til rannsóknar á lífi og starfi
reykvískra kvenna þann
22.janúar sl.
Sjálfstæðismenn felldu til-
löguna með svofelldum rök-
stuðningi: „Konur hafa nú löngu
fengið formlegt og síðan fyrir all
löngu raunverulegt jafnrétti í
landi okkar. Þvf er bæði rangt í
dag og konum ósæmandi að reka
kvennabaráttu út frá þeirri af-
stöðu, að konur sem hópur standi
llum fæti og þurfi sérstakra
rannsókna við.“ Svo mörg voru
þau orð.
„Ég er alveg ósammála því að
hagsmunir allra kvenna fari sam-
an, hvar í flokki sem þær standa,“
sagði Unnur Sólrún Bragadóttir á
Fáskrúðsfirði, en hún skipar 2.
sætið á framboðslista Alþýðu-
bandalagsins á Austurlandi.
„Hagsmunir kvenna eru
jafnmismunandi og karla og þess
vegna tel ég að það sé ekki rétta
leiðin fyrir KRFÍ að starfa þver-
pólitískt. Hægri konur hafa
jafnvel unnið gegn vinstrisinnuð-
um konum í kvennabaráttu,"
sagði Unnur.
Önnur spurning sem ég lagði
fyrir viðmælendur mína var hvort
menntakonur væru orðnar alls-
ráðandi í jafnréttishreyfingunni.
Birna Þórðardóttir svaraði því
fyrst: „Það er eðlilegt að
menntakonur veljist í forsvar
fyrir jafnréttishreyfinguna. Þær
hafa menntun og ákveðna undir-
stöðu til starfa að félagsmálum
sem og tíma, en það er einmitt
það sem verkakonur vantar: tíma
og orku.“
Undir þessi orð Birnu tóku all-
ar þær konur sem ég talaði við.
„Forsvarskonur eru yfirleitt
menntakonur," sagði Lára V.
Júlíusdóttir. „Verkakonur eru
svo þjakaðar af vinnuálagi og
áhugaleysi þeirra kemur til af því,
en ekki hinu að þær hafi ekki ým-
islegt að segja um málin. Ég tel
sjálfa mig úr verkalýðsstétt en ég
hafði tækifæri til að mennta mig
og ég vil alls ekki meina að sá
hópur sem er í forsvari fyrir
hreyfinguna sé úr tengslum við
verkakonur."
Undir þetta tók einnig Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir, þing-
konaKvennalistans. „Þaðerekki
hægt að segja að þessar
menntakonur séu yfirstéttarkon-
ur því þær eru ekíri til á íslandi
vegna þess að laun kvenna hér á
landi eru mjög svipuð og lág,“
sagði hún. „En tvöfalda vinnu-
álagið veldur því að verkakonur
eru ekki nógu virkar í kvenna-
hreyfingunni og eins eiga þær í
erfiðleikum með að koma sínum
málum á framfæri innan stéttar-
félagannna.“
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
formaður Sóknar sagði: „Það
hafa ýmsar verkakonur tekið
virkan þátt í starfinu í gegnum
árin, en það er rétt að
menntakonur hafa verið mjög
áberandi og það fælir verkakonur
frá, þeim finnst menntakonur
tala fyrir ofan höfuðið á sér.
Auk þess tel ég að vinnudagur
verkakvenna sé alltof langur og
þær hafi ekki orku í að sinna þess-
um málum að honum loknum.
Það þarf að endurskipuleggja
verkalýðshreyfinguna til að ná til
þessara kvenna, okkur vantar
ungt og frískt fólk með nýjar hug-
myndir. Róttæknin og virknin
fara eftir þeim sem taka þátt.“
„Menntakonurnar leggja
áherslu á aðra hluti en verkakon-
ur,“ sagði Unnur Sólrún.
„Menntakonurnar í KRFÍ leggja
til dæmis meira upp úr því að
koma konum inn á sem flest svið
þjóðfélagsins, í betri stöður og
svo framvegis. Það sem skiptir
máli fyrir verkakonur er stytting
vinnudagsins og lífvænleg laun
fyrir 8 tíma vinnudag."
Fjórða flokks
verkalýðshreyfing?
„Verkalýðshreyfingin ætti að
taka það til umræðu hvernig þess-
um málum er háttað,“ sagði
Birna. „Þegar samningafundir
standa yfir er ekki litið á það að
konur hafa alls ekki jafnmikinn
tíma og karlár til að sinna rétt-
indamálum sínum."
Þegar ábyrgð verkalýðshreyf-
ingarinnar er nefnd er ekki úr
vegi að rifja upp hina harðorðu
yfirlýsingu sem hátt á fjórða
hundrað kvenna samþykícti á
baráttufundi í Hlaðvarpanum
þann 8. mars sl. Þar segir meðal
annars:
„Körlum landsins verður allt
að vopni, hvarvetna blasa dæmin
við. Konur eru gerðar að annars
flokks vinnuafli á þriðja flokks
launum í fjórða flokks verkalýð-
shreyfingu."
„Mér finnst það annmarki á
þeim stríðsópum sem heyrðust
frá þessum konum að verkalýðs-
hreyfingin er gerð að allsherjar
blóraböggli fyrir öllu því sem
miður hefur farið í kvennabarátt-
unni,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir
um þessa yfirlýsingu fundarins,
en 8.mars var hún stödd á ráð-
14 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 15. mars 1987