Þjóðviljinn - 15.03.1987, Page 17

Þjóðviljinn - 15.03.1987, Page 17
Er þetta einhver hefnd? „Eru þetta persónulegar órósir ó mig útaf þeim mönnum sem ég hef rekið héðan? Ég tek þetta sem persónulegar svívirðingar." Málefni Helga Þórs Jónssonar hafa mjög verið til umræðu nú í vikunni í kjölfar fréttar Þjóðvilj- ans á þriðjudaginn, þess efnis að skattrannsóknadeild ríkisskatt- stjóra hefði nú Hótel Örk undir smásjá sinni, svo og heildarum- svif Helga Þórs. Þjóðviljinn hefur heimildir fyrir því að rannsóknin hafi þegar leitt í ljós að ekki sé allt með felldu: Fylgiskjölum með innflutningi ábótavant, reikninga fyrir bókfærðum útgjöldum vanti, útgjöld færð á ranga reikninga og söluskattur ekki gerður upp á réttan hátt. Helgi Þór hefur mótmælt þessu í viðtölum við Þjóðviljann, Morgunblaðið og ríkissjónvarpið og fullyrt að einungis Vélaleigan sé til athugunar, hótelið komi þar hvergi nærri frekar en annar rekstur hans. Um mál Véla- leigunnar sagði Helgi í Þjóðvilj- anum á miðvikudaginn: „Ég trúi ekki öðru en fullt samkomulag náist milli mín og skattyfirvalda varðandi mál Vélaleigunnar“. f viðtali í Morgunblaðinu á fimmtudaginn sagði Helgi: „Það er bara bull að Hótel Örk sé undir smásjá, nema átt sé við smásjá Þjóðviljans. Ekkert það sem varðar Hótel Örk er hjá skatt- rannsóknastjóra, heldur er hér um að ræða róg manna sem þola ekki að sjá þegar öðrum gengur vel í viðskiptum." í Þjóðviljanum í gær var á for- síðu fullyrt samkvæmt traustum heimildum að rannsóknin næði einnig til Ryðverks h/f, stórbygg- inga að Höfðabakka 1 og Eirhöfða 17, húsakaupa í Hver- agerði og jarðarkaupa í Gaulverjabæjarhreppi, auk Vél- aleigunnar og Hótel Arkar. Helgi Þór Jónsson er nafn vikunnar að þessu sinni og hann var fyrst spurður um það hvort hann stæði við þá fullyrðingu að hótelið sé ekki til rannsóknar. „Já, ég geri það. Það er ekki verið að rannsaka nokkurn skap- aðan hlut varðandi hótelið, nema kannski á síðum Þjóðviljans." - Er þá ekkert hœft í því að útgjöld hafi verið bókfœrð á ranga reikninga; til dcetnis að reikningar Hótel Arkar hafi verið fœrðir á Vélaleiguna? „Nei, það er rangt. Ég ætla að minna á það að ég hreinsaði hús Þjóðviljans árið 1973 og þurfti að koma þrisvar til þess að rukka af því að eigendur hússins gátu ekki komið sér saman um hvaða nafn ætti að hafa á reikningnum. Svo var ég að lokum beðinn um að fella niður söluskattinn. - Er þetta einhver hefnd núna fyrir það? Þið djöfluðust líka á mér þegar ég keypti lóðina í Stigahlíðinni og það hafði afar slæm áhrif fyrir mig. Ég er sjálfur verkamaður sem hef brotist áfram og er ekki fæddur með neina silfurskeið í munni, svo mér finnst að þið ætt- uð ekki að vera að níðast á sam- herjum ykkar.“ - Gengur hótelið eins vel og það þarf að ganga? „Já, já, það ætla ég að vona. Nema ég leiti til ykkar ef þið eruð aflögufær. En mig langar til að spyrja: Eru þetta persónulegar árásir á mig út af þeim mönnum sem ég hef rekið héðan? Ég tek þetta sem persónulegar svívirð- ingar? - Hafa orðið einhver leiðindi útaf þeim setn þú hefur rekið? „Nei, nei. Það eru engin leiðindi hér, við sjáum ekkert á eftir þeim. Þetta er engin frétta- mennska, - þetta er bara níð. Það virðist vera hægt að koma öllu í blöðin, til dæmis Þjóðviljann og Helgarpóstinn." - Er Vélaleigan hœtt að starfa? „Það er búið að selja tæki Véla- leigunnar, svo hún starfar ekki meira.“ - Hverjir keyptu þessi tœki? „Ég vil ekki segja það. Ég vil ekki að þið blásið það út. Ég efast um að viðkomandi aðilar hafi áhuga á því.“ - Ryðverk; starfar það heldur ekki lengur? „Nei, þú hlýtur að hafa kynnt þér það. Það eru mörg ár síðan Ryðverk hætti.“ - Þannig að þú einbeitir þér að hótelrekstrin utn ? „Já, hótelið gengur fyrir öllu.“ - Erþað eitthvað að lokum sem þú vilt koma á framfæri? „Ég vona nú að það verði ekki mitt síðasta þó ég tali við blaða- mann Þjóðviljans! En ég vona að ég þurfi ekki að svara svona upp- slætti aftur og geti einbeitt mér að því að byggja upp fyrirtækið." - Ertu sár út af þessutn skrif- um? „Ég er mjög sár, því það eru ansi margir sem ekki sjá í gegnum þessar fréttir." - En nú fékkstu ágætt tœkifæri til að svara fyrir þig í sjónvarp- inu? „Já, en það kom kannski full fljótt, fólk var ekki búið að átta sig á því um hvað málið snerist. Það eru víst ekki allir sem lesa Þjóðviljann.“ -hj/lg. Nafn vikunnar _______LEiÐARI____ Þú skalt ekki morð fremja Þetta gamla boðorð, sem er einn af horn- steinum kristinnar siðfræði, hefur því miður aldrei verið í heiðri haft, hvorki af kirkjunni né öðrum fulltrúum valdsins. Svo er heldur ekki í dag. Það er óþarfi að minnast á þær fórnir sem styrjaldir kosta. En það eru ekki bara hermenn sem hafa opinbera heimild til morða. í yfir 40 löndum tíðkast það að refsa mönnum fyrir af- brot með því að taka þá af lífi. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. í flestum tilfellum er dauðarefsingin notuð gegn mjög alvarlegum afbrotum, morði að yfir- lögðu ráði. Sinn er þó siðurinn í landi hverju og afbrot álitin misalvarleg eftir því hvar þau eru framin. Sauðaþjófnaður þótti á sínum tíma einn versti glæpur sem hægt var aö hugsa sér hér á landi. Nú er sá glæpur ekki litinn jafn alvarlegum augum. Sumsstaðar í múhameðstrúarlöndum er þjófnaður lagður til jafns við morð og refsing- in sú sama; þjófurinn fær að gjalda fyrir með lífi sínu. Þá hefur dauðarefsing verið notuð víða til að koma pólitískum andstæðingum fyrir kattar- nef. Undanfarin ár hefur Amnesty International verið með herferð gegn dauðarefsingu. Hafa samtökin beint sjónum heimsins að þessari ómannúðlegu refsingu í einu landi í einu. Þann- ig hafa þau tekið fyrir lönd einsog Kína, Kúbu, Iran, írak, Nígeríu, Suður-Afríku og Sovétríkin. Nú er röðin komin að Bandaríkjunum, en Bandaríkjamenn tóku aftur upp dauðarefsing- una árið 1977 og síðan hafa 68 afbrotamenn verið teknir af lífi þar, þar af 57 undanfarin þrjú ár. Ein helsta röksemd talsmanna dauðarefsing- ar hefur verið sú að í slíkri refsingu felist fæling. Að fólk hugsi sig um tvisvar áður en það myrðir náungann þegar það veit að örlög þess geti orðið þau sömu. Það hefur hinsvegar komið í Ijós að þessu er á annan veg farið. Þvert á móti virðist morðum fjölga í hvert skipti sem hið opin- bera tekur dauðadæmdan fanga af lífi. Dauðarefsingin hefur bara verið tekin upp í 37 fylkjum Bandaríkjanna þannig að refsingin fyrir morð að yfirlögðu ráði er ekki sú sama í New York, en þar hefur dauðarefsingin ekki verið tekin upp, og í Texas, þar sem nærri 20 manns hafa á undanförnum árum verið teknir af lífi. Þá virðist ekki sama hver hörundslitur fórnar- lambs morðingjans er. í 90% tilfella þar sem dauðadómur hefur verið kveðinn upp er fórnar- lambið hvítt. Það er því Ijóst að eitt gengur ekki yfir alla í Bandaríkjunum. Þá er talið að stjórnmálatengsl og peningar geti haft sitt að segja til að milda dóma. Þess hefur gætt mjög að undanförnu að al- menningsálitið hneigist í þá átt að herða skuli alla refsingu. Við könnumst við þessa umræðu hér á landi. Myndbirting af afbrotamönnum er bara ein hlið hennar. Þetta er fyrst og fremst til marks um það að ofbeldið í samfélaginu hefur aukist. Það sama gildir um Bandaríkin. Hvergi í heiminum er byssueign jafn almenn og þar og eðlileg afleiðing af því er að hvergi eru ofbeldis- glæpir jafn almennir og þar. Dauðarefsingin hefur þar engin áhrif á, nema ef vera skyidi að hún undirstrikaði það enn frekar að mannslíf er ekki heilagt og að hið fornkveðna á ekki við í dag, frekar en það átti við er það var ort; þú skalt ekki morð fremja. Það er full ástæða til að vekja athygli á þess- ari herferð Amnesty International. Sem beturfer fjölgar stöðugt þeim ríkjum sem afnema dauðarefsinguna og vonandi mun herferðin breyta almenningsálitinu í Bandaríkjunum þannig að þær fylkisstjórnir, sem tekið hafa upp dauðarefsinguna, flýti aftur klukkunni, sem var seinkað um eina öld árið 1977. -Sáf Sunnudagur 15. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.