Þjóðviljinn - 15.03.1987, Qupperneq 20
Tungumálasnillingurinn belgíski: Þessi heimsmál eru bara leiðinleg hjálpartæki...
Hann kann
22 tungumál
114000
freistið
gœfunnar!
í Reykjavík
KOSNINGAHAPPDRÆTT11987
Ungur Belgíumaður vinnur til Babelsverðlauna
Johann Vandewalle, 26 ára
gamall belgískur arkitekt,
kann ágætlega 22 lifandi
tungumál og hefur mestar
mæturátyrkneskummálum.
Honum finnst enska, þýska,
franska og rússneska ekki
vera annað en leiðinleg en lík-
legaóhjákvæmileg hjálpar-
mál.
Alþjóðlegur dómstóll hefur
veitt Vandewalle svonefnd Ba-
belsverðlaun í viðurkenningar-
skyni og eru þau vitanlega kennd
við þann fræga Babelsturn Bib-
líunnar, sem varð til þess að al-
mættið sundraði mannkyninu
með tungumálaringuireið. Belg-
íumaðurinn kann 22 lifandi tung-
umál sem fyrr segir og þar að auki
níu dauð mál, m.a. jafn fáheyrð
mál og fornósmönsku og tsjaga-
tæsku, sem eru útdauð tyrknesk
mál.
Töfrar
tyrkneskunnar
Vandewalle hefur sérstakar
mætur á tyrkneska málaflokkin-
um og hefur m.a. á valdi sínu ús-
beksku, tataramál, túrkmensku,
kirgísku, túvínsku og azerbæ-
dsjönsku. Hann heldur því fram
að hver skynsamur maður muni
fyrr eða síðar laðast að töfrum
tyrkneskra mála. Tyrkneska sé
reyndar afbragð annarra tungu-
mála að rökrænni fegurð.
„Að tala tyrknesku er eins og
að tefla skák, segir hann, reglurn-
ar eru fáar, en leikmöguleikar
hinsvegar óþrjótandi". Og hann
bætir því við með andvarpi, að
mikið öfundi hann Þjóðverja af
því að hafa alla þessa Tyrki í sínu
landi!
Heimsmólin
öll eins
Johann Vandewalle hefur frá
því hann var þrettán ára notað
hverja frístund til að kúra yfir
málfræðibókum. Sem fyrr segir
er hann lítt hrifinn af „heimsmál-
unum“ (ensku, frönsku,
rússnesku osfrv.) og telur þau
leiðinleg hjálparmál aðeins.
Honum finnst þau leiðinleg
vegna þess að þau flytji öll sömu
nútímamenninguna. Aðeins
bjánar, segir hann, eru stoltir yfir
því að vera einn af miljarði
manna sem hökta á eftir engil-
saxneskri heimsmenningu svo-
nefndri.
Johann Vandewalle er hins-
vegar að læra úgúrsku. Ef ég nú
fer, segir hann, til Sinkiang (í
Kína) og tala þar við fólkið á úg-
úrsku, þá upplifi ég þar á fáeinum
dögum meira en ég get með því
að flækjast um heiminn alla ævi
út á enskukunnáttu.
Hin mikla fyrirmynd Vandew-
alle er sá merki kardínáli Gius-
eppe Mezzofanti. Hann var tung-
umálasnillingur af guðs náð og
var sagður kunna 39 tungumál til
fullnustu en þar að auki 40 mál
sem hann talaði ekki villulaust.
-áb tók saman
Byssan eldn
en álitið var
Skotvopn eru mun eldri en álitið
hefur verið fram til þessa. Það er
alkunna að Kínverjar fundu upp
púðrið, hinsvegar vitafærri að
það varfyriralgjöra tilviljun. Það
voru efnafræðingar sem voru að
reyna að setja saman lífselexír
sem bjuggu til þetta eldfima efni,
sem hefur grandað milljónum
mannslífa.
Hingað til hafa sérfróðir menn
álitið að Kínverjar hafi búið til
fyrstu byssuna árið 1280. Fjöru-
tíu og sjö árum seinna barstskot-
vopnið til Evrópu. Nú hafa kom-
ið fram í dagsljósið gögn sem
leiða sterkar líkur að því að byss-
an sé að minnsta kosti 150 árum
eldri en álitið var.
Það er breskur sérfræðingur í
kínverskri vísindasögu, dr. Jos-
eph Needham, sem uppgötvaði
þessi sönnunargögn þegar hann
var að rannsaka helli í Szechuan
héraði í Suðvestur-Kína. í hellin-
um er Búddalíkneski og eru lág-
myndir höggnar í stallinn. Lág-
myndirnar sýna her og einn her-
mannanna heldur á hlut sem
minnir mjög á fyrstu fallbyssurn-
ar og út um hlaupið þýtur
eitthvað.
Vitað er að þetta Búddalíkn-
eski var gert árið 1128, eða 150
árum áður en Kínverjar áttu að
hafa fundið upp byssuna. Byssan,
sem Kínverjar kalla uxakrukku,
er nákvæmlega eins og fyrstu fall-
byssurnar sem bárust til Evrópu
tveim öldum seinna.
Fullvíst er talið að þó hermað-
urinn haldi á byssunni þá hafi
slíkt ekki verið mögulegt, heldur
hafi byssan verið á stalli.
Sagnfræðingar hafa fram til
þessa undrast mjög hversu fljótir
Evrópubúar voru að tileinka sér
byssuna, aðeins 47 árum eftir að
Kínverjar fundu hana upp. Sam-
kvæmt þessu hefur það tekið
byssuna tvær aldir að komast í
hendur Evrópubúa. Síðan hefur
byssan átt stóran þátt í að skrá
sögu vestrænnar menningar.
-Sáf
Sá heppni hlýtur glæsilega Chevrolet
Monzabifreið, árgerð 1987, að
verðmæti kr. 468.000.-
Verðmiða kr. 500,-
Fjöldi rniða: 4000
Dregið 1. maí 1987.
Upplýsingar í síma 17500.
Vitja verður vinningsins innan eins
árs.
AÐEINS DREGIÐ ÚR SELDUM MIÐUM
Sœkið miða á
kosningamiðstöðina
að Hverfisgötu 105
SÍMI17500
20 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN