Þjóðviljinn - 28.03.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.03.1987, Blaðsíða 14
MINNING Þórnnn Elíasdóttir Hansen Amma var fædd á Eskifirði, foreldrar hennar voru Elías Hansen frá Suðurey í Færeyjum og Guðfríður Guðmundsdóttir fædd á Túni í Mýrdal. Elías fórst með skipi þegar amma var á fyrsta ári. Elías og Guðfríður eignuðust tvö börn saman, en Guðfríður eignaðist síðan fjögur böm með seinni manni sínum Magnúsi. Guðfríður flutti til Reykjavíkur þegar amma var á fyrsta ári, en amma varð eftir hjá móðursystir sinni Rannveigu Guðmundsdóttur sem ól hana upp. 1913 fluttist svo Guðfríður til Kanada með böm sín fjögur úr seinna hjónabandi og eftir það sáust þær mæðgur Þórunn og hún aldrei aftur. Þær skrifuðust á allt til andláts Guðfríðar árið 1943. Amma átti því fimm systkini, eina albróður sinn sá amma að- eins tvisvar á æfinni en hann var búsettur í Englandi alla sína tíð, og einn hálfbróður sinn hitti hún í fyrsta skipti þegar hún var 80 ára. Þetta vom einu skiptin sem hún Fœdd 12. janúar 1897 hitti eitthvert af systkinum sín- um. Amma stofnaði heimili með afa mínum Sigurbergi Benedikts- syni 1924 og bjuggu þau öll sín búskaparár í Vestmannaeyjum, eignuðust þau fjögur böm, tvö þeirra komust á legg, drengimir Benedikt Sigurbergsson og Rafn Sigurbergsson. Afi og amma bjuggu á Bergi í Vestmannaeyjum, en í janúar 1965 lést afi og bjó amma ein í tvö ár eftir það og árið 1967 fluttist amma til okkar í Faxatún 36 Garðabæ. Amma var hjá okkur í 8 ár. Við systkinin eigum þess vegna margar ógleymanlegar stundir með henni ömmu. Alltaf var gott að fara inn til ömmu með námsbækumar. Hún átti alltaf aflögu tíma fyrir mig og systkini mín. Okkur þótti gaman að fara inn og spjalla við ömmu. Hún hafði alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja. Ég minnist ömmu sem rólegri og yfirvegaðri konu og mikil reisn var yfir henni. Hún stóð alltaf - Dáin 20. mars 1987 föst á sínu og einstaklega orð- heppin. Við amma fórum margar ferðirnar saman til Reykjavíkur og ég þá 7 ára beið með mikilli eftirvæntingu eftir þeim degi í viku hverri að fara með ömmu að selja peysur, en í þá daga prjón- aði hún fyrir Álafoss, hún var handlagin við þá iðn. Við systkinin fengum heimsins bestu sokka og vettlinga há ömmu Þór- unni, hún átti alltaf hlýja sokka handa okkur þegar kalt var úti. Ein af mörgu góðu stundunum með ömmu átti ég fyrir jólin ár hvert, þá kallaði hún mig inn til sín og bað mig að pakka inn jóla- gjöfunum og skrifa á jólakort fyrir sig. Þetta var mikil upplifun fyrir mig sem krakka, þessa jóla- stemmningu sem við amma átt- um saman saknaði ég í mörg ár eftir að amma fluttist á Sólvang. Um þetta leyti fór sjónin að dapr- ast hjá ömmu og hún hætti að geta prjónað, það var mikiil miss- ir hjá henni því ömmu féll illa að sitja aðgerðarlaus því hún var mikil dugnaðarkona. 1975 flutti amma á Sólvang í Hafnarfirði vegna þess að heilsan var farin að bregðast henni. Hún vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti til alls starfsfólks Sólvangs fyrir góða umönnun. Hún nefndi þetta oft þegar hún heimsótti foreldra mína á Selfoss og kallaði hún Sól- vang alltaf heimili sitt og hversu gott væri þar að vera. Þegar ég heimsótti ömmu á Sólvang tók amma alltaf á móti mér brosandi með útbreiddum faðmi, svo falieg þegar hún kom gangandi á móti mér með tinnu- svart hár og teinrétt bak. Og þó ég sæi að hún væri eitthvað veik þá sagðist hún alltaf vera bara hress, og aldrei heyrði ég ömmu kvarta yfir einu eða neinu. Svona var hún fram á síðasta dag æfi sinnar. Elsku amma, ég vil fyrir hönd foreldra minna, systkina og fjöl- skyldna okkar þakka þér innilega allar þær stundir sem þú gafst okkur, þær stundir eru okkur ómetanlegar og mun minning þín lifa meðal okkar. Guð blessi þig og geymi handan móðunnar miklu. Legg ég nú bœði líf og önd Ijúfi Jesús, í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (sb 1945 - H. Pétursson). Birna S. Benediktsdóttir Hafnarfjörður Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður í bæjarmálaráði laugardaginn 28. mars kl. 10.00 í Skálanum, Strandgötu 41. Fundarefni: 1) Staðan í umhverfis- og náttúruverndarmálum, Jóhann Guðjónsson formaður gróðurverndarnefndar og Erling Ólafsson fulltrúi í náttúruverndarnefnd reifa málin. 2) Staðan í bæjarmálunum: Magnús Jón Árnason. 3) Vegamót: Lúðvík Geirsson. 4) Önnnur mál. Félagar fjölmennið og mætið stundvíslega. - Stjórnln. Alþýðubandalagið Reykjavík Morgunkaffi hjá 2. deild 2. deild ABR heldur félagsfund að Hverfisgötu 105, laugardaginn 28. mars kl. 11.00. Álfheiður Ingadóttir mætir á fundinn. Fjölmennum. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Reykjavík Opið hús á sunnudaginn Opið hús verður í Kosningamiðstöðinni á Hverfisgötu 105 f rá kl. I4 á sunnudaginn og næstu sunnudaga. Frambjóðendur G-listans (Reykjavík sitja fyrir svörum og boðið verður uppá ýmsa skemmtan. Á sunnudaginn situr Guðrún Helgadóttir alþm. fyrir svörum og kl. I6.00 mun Jóhanna Linnet söngkona syngja nokkur lög við undirleik Amar Magnússonar. Allir velkomnir. ABR. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Hafnfirðingar! Opið hús og kosningavinna (Skálanum, Strandgötu 41, á laug- ardag frá kl. I4.00. Mætum öll og skoðum í kjörskrár - spjall - kaffi - meðlæti og skemmtun. Fjölmennum. Sfminn á skrifstof- unni er 54171. Stjórnln. —ALÞÝÐUBANDALAGIЗ Alþýðubandalagið Kópavogi Bæjarmáiaráðsfundur Fundur! bæjarmálaráði mánudaginn 30. mars kl. 20.30 i Þing- hóli, Hamraborg 11. Dagskrá: Skólamál. Önnur mál. Stjórnln. Vestfirðir Kosningaskrifstofan í Hæstakaupstað, Aðalstræti 42, ísafirði, er opin allan daginn. Sími: 94-4242 og -4298. Kosningastjóri er Gísll Þór Guömundsson. Alltaf heitt á könnunni. Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Laugardaginn 28. mars kl. I0 -12 verður Heimir Pálsson bæjar- fulltrúi ásamt Pétri Má Ólafssyni og Unni S. Björnsdóttur fulltrú- um í tómstundaráði með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11. Allir velkomnir. KOSNINGASKRIFSTOFUR Alþýðubandalagið Utankjörfundarkosning Utankjörfundarskrifstofa Alþýðubandalagsins er að Hverfisgötu 105. Ópið frá kl 9 á morgnana og fram eftir á kvöldin. Síminn er 91-22335 og 91-22361. Símsvari 91-623484. Norðurlandskjördæmi vestra Hvammstangi: Kosningaskrifstofan er að Spítalastíg 16. Opið virka daga frá kl. 20.30 - 21.30 og um helgar frá kl. I5 -18. Síminn er 95-1460. Lítið inn eða hafið samband. Blönduós: Kosningaskrifstofan er á Aðalgötu 1 sími 95-4561. Opin frá kl. 15 -18 alla daga nema laugardaga. Starfsmaður er Þorleifur Ingvarsson. Siglufjörður Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins á Siglufirði er að Suðurgötu 10, og verður opin fyrst um sinn kl. 14-19 mánudaga til föstudaga. Sfmi 96-71294 og 71934. Norðurlandskjördæmi eystra Aðalkosningaskrifstofan er á Akureyri í Lárusarhúsi, Eiðsvalla- götu 18. Opið alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-18. Síminn er 96-25875 og -27413. Kosningastjóri er Gunnar Helgason. Fra- mlögum veitt móttaka á skrifstofunni og á tékkareikning nr. 8790 í Alþýðubankanum Akureyri. ^(jrSítéurtendSI • Suðurland Aðalkosningaskrifstofan er að Sigtúni 1 Selfossi (gamla Iðn- skólanum). Opnunartími er alla virka daga kl. 14 -19. Síminn er 99-1006. Kosningastjóri er Guðvarður Kjartansson. Alla laugar- daga fram að kosningum er opið hús í kosningamiðstöðinni kl. I4 - 17. Frambjóðendur verða á staðnum. VESTMANNAEYJAR: Kosningaskrifstofan er á Bárugötu 9 (Kreml). Fyrst um sinn verður skrifstofan opin sunnudaga- mánudaga og föstudaga frá kl. 16-18. Síminn er 98-1570. Kosningamiðstöðin Reykjavík Kosningamiðstöðin er að Hverfisgötu 105. Þar er opið alla virka daga til kl. 22.00 á kvöldin. Á laugardögum kl. 10- 18ogásunnudögum kl. 14-18. Síminn er 17500. Kíkið inn og fáið ykkur kaffi og styrkið kosningastarfið með kaupum á happdrættismiðum. Vesturland Aðalkosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins á Vesturlandi er í Rein á Akranesi. Skrifstofan verður opin fyrst um sinn mánu- daga kl. I5 -19, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 16-19, föstudaga frá kl. 15- 19og laugardaga frá kl. 13-17. Síminn er 93-3174 og -3175. Austfirðir Aðalskrifstofa Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi er á Reyðarfirði, Heiðarvegi 22, neðri hæð. Opið alla virka daga frá kl. 10-18 og á kvöldin frá kl. 20-22. Um helgar fyrst um sinn frá kl. 14-17. Síminn er 97-4361. Kosningastjóri er Jóhanna III- ugadóttlr, heimasími: 97-4377. Alltaf heitt á könnunni. FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Kosningaskrifstofan er á Búðavegi 6 Sími 97-5444. Opið á fimmtudagskvöldum frá kl. 20.00 fyrst um sinn. Neskaupstaður: Kosningaskrifstofan er að Egilsbraut 11. S(mi: 97-7571 og -7804. Opið milli 15-17 fyrst um sinn. Kosningastjóri er Lilja Huld Auðunsdóttir. Egilsstaðir: Kosningaskrifstofan er að Selási 9. Sími 97- 1425. Skrifstofan er opin milli kl. 20 - 22 um helgar. HÖFN í HORNAFIRÐI: Kosningaskrifstofan er á Hafnarbraut 26 (neðri hæð). Opið frá kl. 17-19.30 og 20-22 virka daga og 13-19 um helgar. Síminn er 97-81426. G-listinn Reykjanesi Aðalkosningaskrifstofa G-listans í Reykjaneskjördæmi er í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Þar er opið alla virka daga frá kl. 10.00-19.00. Alltaf heitt á könnunni og starfsmennirnir Valþór, Asdís, Helgi og Unnur til þjónustu reiðubúin. Símarnir eru 41746 og 46275. Þá hefur einnig verið opnuð kosningaskrifstofa í Keflavík, að Hafnargotu 34. Síminn þar er 92-4286. - G-listlnn Reykjanesi. Hafnarfjörður: Kosningaskrifstofan er í Skálanum, Strand- götu 41. Opið alla virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. I4.00. Sfminn er 54171. Keflavík - Suðurnes: Kosningaskrifstofan er að Hafnargötu 34 í Keflavík. Síminn er 92 -4286. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.