Þjóðviljinn - 29.03.1987, Side 2

Þjóðviljinn - 29.03.1987, Side 2
FLOSI Niku skammtur af smáborgaraflokknum Stundum gerist þaö í lífinu og tilverunni aö lágkúrulegt hvunndagsamstrið fær á sig spari- svip. Þetta skeður sjaldan eða aldrei hjá al- menningi í landinu, en stundum meðal stjórnmálamanna, þegar eitthvað meira og merkilegra á sérstað en það að heilbrigðisþjón- usta þjóðarinnar sé að lamast og skólakerfið sé í rúst. Þeir sem eru svolítið gamaldags, telja að það verði ekki geðslegt fyrir núverandi stjórnarherra að ganga til kosninga, þegar það sem þeim hefur verið trúað fyrir er ein rjúkandi rúst. Auðvitað má segja sem svo, í anda frjálshyggj- unnar, að samfélaginu sé andskotans enginn akkur í sjúku fólki, það geti bara drepist drottni sínum. Og auðvitað verður það Sjálfstæðis- flokknum til ótvíræðs framdráttar að landslýður- inn hætti endanlega að læra að lesa og skrifa. Hvað um það. Fjármálaráðherrann hefurekki tíma til að sinna tittlingaskít einsog heilbrigðis- málum í rúst og lömuðu skólakerfi. Hin dýrmæta starfsorka og tími hans fer í verðugri verkefni þessa dagana, semsagt innanflokksmál Sjálf- stæðisflokksins og viðureignina við Albert Guð- mundsson. Það segja mér þeir sem vit hafa á pólitík að um leið og Þorsteinn hafi verið búinn að fá Alberttil að „axla byrðina" hafi hann sjálfur hætt að geta „axlað buxurnar“. Og allir vita hvernig fer fyrir mönnum þegar axlaböndin bresta. Ég hlýt að fagna því, einsog fjölmargir aðrir af minni stærðargráðu, að flokkur litla mannsins er að verða að veruleika og undir nafninu „Borg- araflokkur". Ég vil bara skjóta því að Albert vini mínum svona í framhjáhlaupi, að auðvitað hefði flokkurinn átt að heita „Smáborgaraflokkur- lnn“, eðli málsins samkvæmt. Þá hefði ég fullnægt öllum skilyrðum sem þarf, vilji maður á annað borð vera í stjórnmálaflokki. Þegar stjórnmál komast á jafn hátt plan eins- og gerst hefur hérlendis að undanförnu, hætta menn gjarnan að tala mannamál, en fara að tjá sig í orðskviðum, spakmælum og málsháttum. Ólíklegustu pólitíkusar fara að tala skringilegt gullaldarmál, vitna í Völuspá, Skáldskaparmál og fornar bækur. Meira að segja sleppur gríska goðafræðin ekki og biblíutilvitnanir eru hafðar á hraðbergi. Á hátíðarstundum, einsog þegar Sjálfstæðis- flokkurinn er að klofna verða pólitíkusarnir stundum svo háfleygir að almenningur í landinu botnar hvorki upp né niður f neinu. Því meira sem tilefnið er, þeim mun myrkari verða stjórnmálamennirnir í máli og á endanum verð- ur það sem frá þeim kemur einsog óráðin vé- frétt. Gullkornin fljúga hvert af öðru: Ábyrgð er öxluð, málum er ekki sópað undír teppi. Óhugsandi er að höggva tvisvar sama daginn í sama knérunninn. Menn verða berir að baki. Sumum brennur eidur í æðum, en aðrir hafa þegið sterk bein frá guði. Sjáifstæðisflokkurinn er flokkur festu og upplausn í honum þess vegna óhugs- andi. Trúnaðarbrestur verður. Allt er þetta auðvitað gott og blessað, þegar maður er búinn að fletta því upp í fornritunum, heilagri ritningu og orðabók Blöndals, hvað átt er við. Ef ég ætti að gefa hinum stríðandi öflum í Sjálfstæðisflokknum góð ráð, svo öllum farnist nú alla tíð sem allra best, þá gerði ég það að tillögu minni að málfarið yrði alþýðlegra. Að vera ber að baki er ekki lengur til. Menn eru einfaldlega berir á baki, þegar veðurfar og hitastig gefur tilefni til. Knérunnur er farinn úr íslensku máli. í dag er höggvið í sama hnérörið. Trúnaðarbrestur er ekki lengurtil í málinu. Orð- inu var útrýmt í poppheiminum fyrir tveimur ára- tugum, þegar snurða hljóp á þráðinn hjá popp- urunum, líkt og í Sjálfstæðisflokknum í dag. Síð- an hefurtrúnaðarbrestur einfaldlega heitið Trú- brot og verður mönnum fremur til gleði en ama. Varlegar verður formaðurinn að fara þegar hann viðhefur biblíutilvitnanir eða guðfræðileg spakmæli. í sjónvarpinu sagði hann í vikunni, og væntanlega í drottins nafni, um pólitíska framtíð Alberts: - Engin refsing er svo alger að menn séu eilíflega útskúfaðir. Þó þarna tali sá sem valdið hefur er vert að minna á að hér er formaðurinn á hálum ís og er ekki úr vegi að minna hann á það sem stendur í Matteusarguðspjalli, 25. kap.45«46.versi: - Sannlega segi ég yður: Svo framarlega sem þér hafið ekki gjört þetta einum þessara minnstu, þá hafið þér ekki heldur gjört mér það. Og þessir skulu fara burt til eilífrar refs- ingar. Þegar miklir atburðir gerast í mannheimi, er stundum einsog minnin úr goðafræðinni hrann- ist upp. í dag rifjast það upp að það var Helena fagra, dóttir Seifs, sem kom T rójustríðinu af stað og sú styrjöld stóð í tíu ár. Og þegar flokkur litla mannsins „Smáborg- araflokkurinn" hleypur af stokkunum koma þessar Ijóðlínur úr Völuspá upp í hugann: Þá gengu regin öll á rökstóla ginnheilög goð ok þat gættusk hverr skyldi dverga drótt of skepja. Að lokum vil ég segja þetta enn og aftur: - Elsku hjartans Sjálfstæðismenn. Það er ekki nóg að geta axlað byrðarnar. Þið verðið líka að reyna að axla buxurnar. Sturlunga í stökum Högg á kjaflinn heyróist mór til hraps af tindi leiða Þjóðviijanum þakka ber þennan mikia greiðaU Sturlunga í stökum Það þykir nokkum tíðindum sæta að Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir skuli taka sæti á framboðslista Alberts í Reykjavík. Sumir hafa þó skýringar á reiðum höndum, svo sem höfundur eftirfarandi vísu: Aðalheiður illa brást okkur vinstri mönnum, þannig lifnar íhaldsást oft hjá gömlum svönnum. Engin furöa er það þó hagyrö- ingum verði Sturlungaöldin í Sjálfstæðisflokknum að yrkis- efni og varð einum þeirra að orði: Ennþá stækkar Steini minn, staðinn upp af koppnum, (sbr. teikningar Sigmundar í Mbl.) Og ekki minnkar einingin í SjálfstæðisflokknumM Klakahöllin í smíðum Áskell Másson tónskáld hélt í hálfs mánaðar tónleikaferð til Kína í vikunni með Norræna kvartettinum, sem mun kynna íslenska og norræna tónlist. Áskell hefur undanfarið ár verið að semja óperu upp úr skáldsögunni Klakahöllin eftir Tarje Vesaas. Óperutextann samdi hann ( samvinnu við Hannes Pétursson skáld, þýðanda skáldsögunnar á ís- lensku, og luku þeir því snemma á síðasta ári. Nú segist Áskell vera búinn að semja 1. þátt óperunnar, og vænta þess að Ijúka hinum tveim snemma á næsta ári, ef næði gefst til tónsmíðanna. Áskell sagði í samtali viö blað- ið að erfitt væri að fjármagna svo viðamikið tónsmíðaverkefni, þar sem ekki væru til sjóöir er tækju slíkt að sér, en hinsvegar hefðu bæði Þjóðleikhúsið og Norska óþeran sýnt verkinu mikinn áhuga.a Höggmyndin Kjaftshögg Alberts á Hótel Borg vakti að vonum mikla at- hygli. Menn biðu spenntir eftir Þjóðviljanum í gær til að sjá mynd þá sem var tilefni Al- berts til að slá Einar Ólason Ijósmyndara Þjóðviljans. Gengur sú mynd nú undir nafninu Höggmyndin.a Sjönvarp Sjálfstæð- isflokksins Það fór mjög fyrir brjóstið á eigendum Ríkissjónvarpsins, Þjóðinni, hvernig Ingvi Hrafn fréttastjóri, misnotaði aðstöðu sína í umfjölluninni um klofn- inginn í Sjálfstæðisflokknum. Fannst áhorfendum alger óþarfi að vera að færa sátta- fundi í Sjálfstæðisflokknum inn á heimilin. Svo mun Ingvi hafa gengið fram af fólki að meira að segja sjálfstæðis- mönnum þótti nóg um, eink- um hvernig hann lá fyrir fótum Alberts einsog gólftuska. Hafa áhrifamenn í Sjálfstæð- isflokknum nú lagt hart að Markúsi Erni útvarpsstjóra, að leyfa ekki Ingva Hrafni að koma nálægt pólitískum frétt- um í sjónvarpinu fram yfir kosningar.* Á kosningafundi Sjálfstæðis- flokksins nú í vikunni þegar hasarinn var hvað mestur í kringum Albert, var gengið á Árna Johnsen um hver hefði lekið upplýsingum í Helgar- póstinn. Árni fór undan flæm- ingi til að byrja með en að lok- um gátu menn ekki skilið orð hans á annan veg en þann að hann væri sjálfur ábyrgur fyrir lekanum.* 2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 29. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.