Þjóðviljinn - 29.03.1987, Page 3
Frjóvguð egg í „útungurT - þetta er ósiðlegt og ætti að banna, segir kirkjan.
Kaþólska kirkjan
Setur strangar reglur
um náttúrulegar
barneignir
Hátœkniaðferðir við gerfifrjóvgun fordœmdar
Kaþólska kirkjan hefurfyrir
skömmu lýst þeirri afstöðu
sinni að hún telji ýmsar há-
tæknilegar aðferðir við getn-
að nákvæmlega jafn synd-
samlegarog getnaðarvarnir.
Eftir þriggja ára umhugsuin
hafa talsmenn Páfagarðs for-
dæmt ýmis þau ráð ófrjósemi sem
hafa verið að breiðast út á síðari
misserum - til að mynda gerfi-
frjóvgun, leigu á móðurlífi og
einnig frjóvgun eggs utan líkama
konu - jafnvel þegar um er að
ræða sæði eiginmanns viðkom-
andi konu. Auk þess hafa sér-
fræðingarnir fordæmt ýmsar til-
raunir með fóstur sem þeir telja
bera vott um ósiðlega afstöðu til
helgi lífsins.
Ekki einir ó bóti
Eins og búast mátti við hafa
margir brugðist illa við þessum
tíðindum - til dæmis segir eitt á-
hrifamesta dagblað hins
rammkaþólska írlands, Irish
Times, í forystugrein, að með
þessu sé \ rið að bjóða barnlausu
fólki upp á þá huggun eina að því
sé með sérstökum hætti ætlað að
bera krossinn með Frelsaranum.
Yfirlýsing Vatíkansins um
þessi eftii hefur þó ekki vakið upp
annan eins úlfaþyt og við mátti
búast. Má vera að ein helsta
ástæðan sé sú, að hátæknilegar
aðferðir við frjóvgun eru svo dýr-
ar, að þær eru alls ekki á dagskrá
nema hjá litlum minnihluta ka-
þólskra manna í heiminum.
í öðru lagi eru sérfræðingar
Vatíkansins ekki einir á báti í við-
brögðum sínum við ýmsum ný-
legum möguleikum líffræðinnar
til íhlutunar um framvindu lífs á
fósturskeiði. Mjög margir eru
Ratzinger kardínaáli lagði skýrsluna
fram: allt er bannað nema það sem er
„náttúrulegt“.
andvígir því að gerðar séu ýmsar
tilraunir á fóstrum. Þegar hafa
nokkur hundruð börn fæðst,
einkum í Bandaríkjunum, eftir
að leigumóðir hefur verið frjóvg-
uð með sæði eiginmanns óbyrju.
En lögfræðileg og siðferðileg
vandamál sem fylgja slíkum
samningum hafa reynst hin erfið-
ustu og dregið mjög úr hrifningu
á þessum möguleikum. Það hefur
líka reynst tvíræð blessun að geta
leitað til sæðisbanka til að hjálpa
upp á sakimar þegar eiginmaður-
inn reynist ófrjór.
En hvað um
barnlaus hjón?
Eins og víð mátti búast vekur
það mesta gremju, að kirkjan
fordæmir þá tækni sem höfð er til
að yfirstíga líkamlega ágalla sem
koma í veg fyrir að hjón geti átt
bam saman. En í fyrmefndu
skjali er það m.a. fordæmt, að
egg konunnar sé frjóvgað með
sæði eiginmannsins utan líkama
hennar og því síðan komið fyrir í
kviði hennar. Mörg hundmð
böm hafa til orðið með þessum
hætti í Bandaríkjunum einum.
Og kaþólskir siðfræðingar hafa
margir hverjir lagt blessun sína
yfir þessa aðferð - hún sé að vísu
ekki æskilegasta aðferðin til að
eignast börn en alls ekki ósiðleg.
En kirkjufeður segja nú að
þessi aðferð brjóti gegn hinni
„réttu fullkomnun" ástalífsins. í
skjali þeirra segir m.a.: „Frjóvg-
un sem tekst utan líkama hjón-
anna er af sjálfu sér svipt þeirri
merkingu og þeim gildum sem
fram koma í tungumáli líkamans
og í sameiningu mannlegra vera“
Samhengið
í tilverunni
Þótt einkennilegt kunni að
virðast er þessi afstaða Vatikans-
ins til gervifrjóvgunar byggð á
ýmsu sem kirkjan hefur áður sagt
getnaðarvömum til fordæming-
ar. Rétt eins og getnaðarvamir
skilja á milli kynlífs og bameigna,
segir kirkjan, þannig skilur gervi-
fjróvgun að barneignir og kynlíf.
Og þar með neítar kirkjan að
gefa bamlausum foreldmm já-
kvæð svör í þeirra vanda.
Hjónabandið, segir í marg-
nefndu skjali, gefur hjónum ekki
sjálfkrafa rétt til að eignast bam
heldur aðeins réttinn til að fremja
þær náttúrulegu (m.ö.o. án getn-
aðarvarna) athaftiir sem til getn-
aðar vom ætlaðar frá öndverðu.
Mörgum finnst vitanlega, að
hér rekist hvað á annars horn :
kirkjan vill banna getnaðarvamir
en hún vill einnig takmarka
möguleika til getnaðar. Sumir
telja að þessi afstaða muni enn
ýta undir það, að kaþólskir menn
láti fyrirmæli kirkjunnar um
kynlíf enn frekar en áður sem
vind um eyrun þjóta. Aðrir reyna
að sjá í sícjali Vatíkansins þarfa
áminningu um að menn taki í al-
vöm til meðferðar þau siðferði-
legu vandamál sém nýjungar í
læknavísindum erfðafræði og líf-
fræði eru nú sem óðast að leggja
fyrir menn með nýjum hætti.
áb byggði á Newsweek.
ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3
Sonur okkar, bróðir og mágur
Tómas Kolbeinn Hauksson
Birtingakvísl 15
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 31.mars
kl. 15.
Haukur Tómasson Karitas Jónsdóttir
Slgrún Hauksdóttir Loftur Atll Eiríksson
Georg Guðni Hauksson Sigrún Jónasdóttir
^RARIK
N RAFMAGNSVEITUR RlKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að
byggja útvirki aðveitustöðvar við Vogaskeiðí
Helgavellssveit.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Raf-
magnsveitna ríkisins við Hamraenda 2, Stykkis-
hólmi og Laugavegi 118, Reykjavík frá og með
þriðjudeginum 31. mars 1987 gegn kr. 5.000 í
skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins við Hamraenda í Stykkishólmi fyrir kl.
14.00, miðvikudaginn 15. apríl 1987, og verða
þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem
þess óska.
Tilboðin séu í lokuðu um slagi, merktu „RARIK
87002 aðveitustöð við Vogaskeið."
Reykjavík 27. mars ,1987
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
K3RARIK
^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að
byggja aðveitustöð við Þórshöfn.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Raf-
magnsveitna ríkisins við Glerárgötu 24, Akureyri
og Laugavegi 118, Reykjavík frá og með
fimmtudeginum 2. apríl 1987 gegn kr. 5.000 í
skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins á Akureyri fyrir kl. 14.00, miðvikudaginn
15. apríl 1987, og verða þau þá opnuð í viðurvist
þeirra bjóðenda, sem þess óska.
Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK
87004 aðveitustöð við Þórshöfn“.
Reykjavík 27. mars 1987
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
A
ÚTBOÐ
Malbikun - viðgerðir
Bæjarsjóður Kópavogs óskar eftir tilboðum í yfir-
lagnir og viðgerðir á eldri götum sumarið 1987.
Útboðsgögn verða afhent á tæknideild Kópa-
vogsbæjar, Fannborg 2, frá og með 30. mars n.k.
gegn 5 þús. kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 7.
apríl n.k. kl. 11.30.
Bæjarverkfræðingur
Aðalfundur Iðju
Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks verður
haldinn á Hótel Esju 2. hæð fimmtudaginn 2. apríl
1987 kl. 5 síðdegis.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Breyting á reglugerð orlofssjóðs.
3. Breytingá reglugerð vinnudeilusjóðs.
4. önnur mál.
Kaffiveitingar.
Reikningar félagsins fyrir árið 1986 liggja frammi
á skrifstofu Iðju, Skólavörðustíg 16.
Stjórn Iðju