Þjóðviljinn - 29.03.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 29.03.1987, Qupperneq 4
HJAKONA MORÐS P. D. James höfundur skáldsagnanna um Adam Dalgliesh, er af mörgum álitin arftaki Agöthu Christie Roy Marsden í hlutverki Adam Dalgliesh í Svarta turninum. Kvenstúdentafélag íslands Félag íslenskra háskólakvenna Fundur verður haldinn 31. mars kl. 20.30 í Litlu Brekku hjá Sveini. Katrín Árnadóttir snyrtifræðingur talar um lit- greiningu. Fjölmennið. Stjórnin Drungalegur turn á ystu nöf þverhnípts bjargs. Undir drynur eilífur söngur haföldunnar sem í gegnum árþúsundir hefur brotið skörð í bjargið. Á brúninni yfir- gefinn maður í hjólastól. Inní turnherberginu aldraður, góð- legur klerkur að skrá dagbók sína. Franskir gluggar byrgja sýn. Lítil rifa út í umheiminn. Klerk- urinn stendur upp og kíkir út. Sér ekkert. Fannst hann þó hafa séð eitthvað. Einhverju bregða fyrir. Líklega þó engu. Snýr sér við. Pá þýtur hjólastóllinn af stað. Eykur hraðann niður slakkann að bjargbrúninni. í gegnum loftið. Inn í dauðann. í grýttri fjörunni. Sagan gerist í lokaðri veröld heilsuhælis sem hálfheilagur maður rekur. Persónur leiksins eru hver með sínu sniði, sumar kaldrifjaðar, aðrar viðkvæmar en allar hafa eitthvað að fela úr for- tíð sinni. Og áður en langt um líður fylgja fleiri dularfullir at- burðir og morð í kjölfarið. Hver er hinn seki? Það er spumingin sem sjónvarpsáhorf- endur á íslandi velta nú fyrir sér með Dalgliesh rannsóknarlög- reglumaður frá Scotland Yard. Amma býr til morðflœkjur Handan hafsins, f höfuðborg Breska heimsveldisins, Lundún- um, er 66 ára gömul amma að taka pastarétt út úr ofninum. Hún heitir Phyllis Dorothy James White, þekktari undir nafninu P. D. James. Metsöluhöfundur um víða veröld. Skapari hins ljóðel- ska rannsóknarlögreglumanns Adams Dalgliesh sem þekktur er allt frá Grímsey til Tokyo. Þegar P. D. James er ekki upp- tekin við matseldina eða að hafa ofan af fyrir fimm barnabömum sínum, rennur penni hennar eftir auðum örkum og vefur vand- ráðnar morðflækjur. Úr penna hennar hafa þegar runnið níu slíkar gátur, sem hafa skipað nafni hennar á stall með sakamálahöfundum á borð við Sir Arthur Conan Doyle og Ag- öthu Christie. Sterk persónusköpun og þrótt- mikill stíll höfundarins, auk þess sem sögusviðið þykir óvenju raunvemlegt, hefur lyft sakamálasögunni upp úr þeirri lægð sem hún hefur verið í unda- nfarna áratugi. Henni nægir ekki í sögum sínum að uppljóstra hver morðinginn er heldur kafar hún dýpra og leitar að sálrænum ástæðum á bakvið morðin. Hvað er það í sál mannsins sem fær hann til þess að fremja slík ódæð- isverk sem morð er? Rithöfundurinn og gagnrýn- andinn Kingsley Amis hefur sagt um skáldsöguna Svarti tuminn að hún minni sig á skáldsögu eftir Iris Murdoch, munurinn sé bara sá að í Svarta tuminum sé fjallað um morð. ök herstöðvaandstæðinga Baráttufundur Að Hótel Borg sunnudaginn 29. mars klukkan 15 Á DAGSKRÁ ER: Setning fundarins: Ingibjörg Haraldsdóttir formaður SHA Söngur: Guðrún Hólmgeirsdóttir Ávarp: Vigfús Geirdal Tónlist: Hjörleifur Valsson leikur á fiðly Upplestur og söngur: Aðalsteinn Bergdal leikari Baráttulög: Bubbi Morthens Ræða dagsins: Birna Gunnlaugsdóttir háskólanemi Þorvaldur Örn Arnason stjórnar fjöldasöng á fundinum Fundarstjóri er Jón Múli Árnason Inglbjörg Guðrún Vlgfús Hjörlelfur Aðalstelnn Bubbl Birna Þorvaldur Jón Múli Nýjasta skáldsaga P. D. James nefnist A Taste for Death eða Dauðalyst. Bókin hefur selst bet- ur en allar fyrri skáldsögur henn- ar. Morðlyst Sagan hefst á því að fyrrver- andi ráðherra finnst skorinn á háls á bakvið altarið í St. Matt- hews kirkju í Paddington. Annar maður finnst einnig myrtur á sama hátt í kirkjunni. Dalgliesh tekur að sér rannsókn málsins og einsog vera ber liggja ýmsir undir grun. Meðal þeirra má telja fyrrnrn eiginkonu stjórnmála- mannsins og viðhald hennar, móður stjórnmálamannsins og fleiri. Gátan snýst ekki síður um ráðherrann sjálfan. Hversvegna hafði hann hætt í stjórnmálum og frelsast. Einnig þykir lýsing höf- undar á Englandi nútímans mjög trúverðug. Fékk ekki að lœra P. D. James hætti í skóla þegar hún var 16 ára að aldri. Ástæðan var erfiður fjárhagur á heimilinu. „Þó faðir minn hefði haft efni á Markús öm Antonsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.