Þjóðviljinn - 29.03.1987, Side 5

Þjóðviljinn - 29.03.1987, Side 5
Ég er heilluð af dauðanum, segir P. D. James. því að senda mig í skóla efast ég um að hann hefði gert það. Að eyða fjármunum í menntun stúl- kna var einsog hver önnur fjar- stæða í augum hans,“ hefur höf- undurinn sjálfur sagt. Nú heldur hún fyrirlestra við háskóla í Bandaríkjunum og Kanada. Eftir að skóla lauk tók hún til starfa á skattstofu og minnist þess tímabils sem helvítis á jörðu. Jafnframt tók hún þátt í áhuga- leikhúsi. í seinni heimsstyrjöld- inni gerðist hún hjúkrunarkona á vegum Rauða krossins. Þá reynslu sína notaði hún seinna í bókina „Shroud for a Nighting- ale“, sem kom út 1971. Árið 1941 giftist P. D. James læknastúdentinum Connor White. Hann gegndi herþjónustu í Indlandi á stríðsárunum og skaddaðist þar andlega. Eftir stríðið dvaldist hann langtímum á sjúkrahúsum og stofnunum og gat ekkert unnið. Hann lést árið 1964. P. D. James varð ein að sjá fjölskyldu sinni farborða. Hún fékk vinnu við skráningu hjá breska sjúkrasamlaginu og sú reynsla hennar nýttist henni í sög- unni „A Mind to Murder" (1963). Árið 1968 varð hún yfir- maður í afbrotadeild innanríkis- ráðuneytisins. Þaðan fluttist hún til deildar rannsóknarlögreglunnar árið 1971 og var sérsvið hennar þar barnaofbeldi. Þá reynslu notaði hún í bókina „Innocent Blood“ (1980), eina bók hennar sem ekki flokkast undir sakamálasögu. Skrifað fyrir vinnu P. D. Jamés var 39 ára þegar hún ákvað að taka upp skriftir. Hana hafði lengi langað til þess en aldrei séð sér færi á því vegna vinnu. Hún sá að þetta gengi ekki þannig. „Ég vildi ekki þurfa að segja barnabörnunum mínum að mig hefði alltaf langað til að ger- ast rithöfundur en aldrei haft tíma til þess.“ Hún ákvað því að eyða tveim tímum á hverjum morgni, áður en hún færi í vinnu, við skriftir. Hún vaknaði kl. 6 á morgnana og mundaði stflvopn- ið. Hún hélt áfram að vinna í inn- anríkisráðuneytinu allt til ársins 1979, þó hún hefði fyrir löngu getað sagt upp vinnunni þar sem bækur hennar öfluðu henni nægra tekna. Ástæðan var sú, að hennar eigin sögn, að hún vildi ekki vera háð tekjum af bókum sínum. „Ég hef alltaf skrifað það sem mig langaði til og fann þörf P. D. James heimsækir reglulega kirkjugarða til að komast í samband við dauðann. hjá mér fyrir að skrifa. Ég vildi ekki eiga það á hættu að þurfa að skrifa eftir pöntun.“ Óháður rithöfundur Það tekur P. D. James mánuði að hugsa út fléttuna í næstu bók. Yfirleitt er kveikjan að nýrri sögu einhver staður, einsog að nýjustu bók hennar. Þá heimsótti hún kirkju og datt strax í hug að hún skyldi láta lík finnast í kirkjunni. Iðulega skrifar hún niðurlag bókar áður en hún hefur lokið öðrum köflum hennar. Þar verða allir þræðir að hnýtast saman og því nauðsynlegt að hennar mati að vita fyrir hvað gerist. En hversvegna hefur svona vingjarnleg amma ákveðið að helga líf sitt því að skrifa um morð og glæpi. í fyrsta lagi segist P. D. James líta á sakamálasögu- na sem mjög erfitt form innan bókmenntanna. ekki ósvipað sonnettunni. „Ég var haldin þrá- hyggju um dauðann, nú er heilluð ég af honum. Sakamála- sagan er einskonar nútíma sið- gæðisleikur. Morðið er næstum trúarlegs eðlis en rannsóknarlög- reglan leitast við að skapa aftur kjölfestu í lífinu. Morðið breytir lífi allra þeirra sem tengjast því á einhvem hátt og oft á tíðum bíður saklaust fólk mun stærri skaða en hinn seki.“ -Sáf/byggt á Time Leið þér ekki hrœðilega? Opið bréf til Markúsar Arnar Antonssonar Útvarpsstjóri! Mig langar að leita liðsinnis þíns. Og til að þú skiljir nákvæm- lega hvað mér býr í hug vil ég biðja þig í upphafi að fara í dá- lítinn leik með mér. Hugsum okkur að þú sért í viðtali í sjón- varpssal - að sjálfsögðu í beinni útsendingu, það er svo ódýrt. Segjum að t.d. Guðni Bragason hafi fengið það hlutverk að spyrja þig spjömnum úr um nýju út- varpslögin og stöðu RÚV í harðri samkeppni fjölmiðla. Þeir sem sitja við sjónvarpstækin sjá og heyra eftirfarandi: GB (lýtur fram, lyftir síðan höfðinu ögn og horfir á MÖA með innilegum hluttekningar- svip): Segðu mér Markús, hvaða kenndir bærðust í brjósti þér u.þ.b. sem gagníynisraddimar á dagskrá ríkissjónvarpsins vom sem háværastar? (Bætir við með aukinni tilfinningu) Leið þér ekki alveg hræðilega)? MOA (Með virðulegum jarð- arfararsvip): Jú - ég tók þetta ákaflega nærri mér. Ég hafði hreinlega gert allt sem í mínu valdi stóð til að dagskráin yrði mér, starfsmönnum stofnunar- innar og þjóðinni allri til heilla og ég vissi að ferill minn var lýtalaus. Auðvitað fékk þetta á mig, en þó leið félögum mínum eflaust enn verr - ég skal segja þér það vora boðaföll í brjóstum þeirra. GB (Mænir á MÓA með að- dáunarsvip); Þetta fannst mér gott hjá þér Markús, mér finnst þú búinn að svara þessari spum- ingu vel. (Hugsar sig um andar- tak, lyftir síðan einum fingri). En Markús, nú veit ég að þér hefur liðið mjög illa yfir því hvað ríkis- útvarpið hefur fengið lítið rekstr- arfé og ég hef ömggar heimildir fyrir því að þú hafir verið með martröð nótt eftir nótt eftir allar betligöngumar á fund ríkisvalds- ins. Heldurðu að stofnunin fái svona lítið fé af því að eiiihver sé að reyna að ná sér niðri á þér (Guðni breiðir nú út faðminn, uppljómast aftur af aðdáun og verður innfjálgur) - af því að þú ert nú þannig maður, ákveðinn, sterkur og kraftmikill og nýtur feikilegs trausts og stuðnings - og kannski vill þá líka sá hinn sami ná sér niðri á Jóni Óttari? MÖA (eyðilagður á svip): Það er alveg sama hvað ég hugsa lengi, ég er búinn að hugsa og hugsa - ég veit bara ekki um nokkurn mann í Norðurálfu sem þykir ekki vænt um mig. (setur þjóst í röddina) En ég skil nú ekki alveg hvernig hægt er að ná sér niðri á Jóni Óttari með því að ráðast á dagskrána hjá mér. GB (ákafur með pati og tafsi): Jú - sjáðu til - til að öllum, allt, allir héldu að hann stæði á bak við allt saman... Þú fyrirgefur mér útvarpsstjóri þó að ég nenni ekki að rekja þessa ímynduðu samræðu lengra. Bergljót Kristjánsdóttir skrifar Ég geri mér nefnilega í hugarlund að þið hafið lofað mér í upphafi að tala bara í kortér en eigið eftir að mala á þennan veg samfleytt í 45 mínútur, þar til mér finnst nið- urlæging okkar allra orðin heldur íþyngjandi. Og þá erum við farin að nálgast tilefni þessa bréfs. Ég hef undanfama daga orðið þeirrar blendnu ánægju aðnjót- andi að horfa á fréttamenn sjón- varpsins ræða við fyrrverandi iðnaðarráðherra og að sjálfsögðu missti ég ekki af hápunkti þeirra viðræðna, þ.e. samtali þremenn- inganna Ingva Hrafns, Halls og Alberts. Ég ætla ekki að tíunda hér ítarlega allt það sem mér þótti miður fara í samræðunum. Ég skal horfa með öllu fram hjá því hvflík reisn var yfir frétta- stjóra hins óhlutdræga ríkissjón- varps þegar hann og Albert röbb- uðu saman, opinskátt og í bróð- erni, eins og hverjir aðrir flokks- bundnir félagar í Sjálfstæðis- flokknum. Ég skal líka láta vera að tala sérstaklega um þegar fréttastjór- inn lét í spurningum sínum að því liggja að Albert hefði einvörð- ungu þurft að segja af sér vegna öfundar og upphlaups illra manna, en minntist t.d. aldrei á að ekki alls fyrir löngu var meirihluti aðspurðra í víðtækri skoðanakönnun þess sinnis að umræddur Albertt ætti - á grand- velli lágmarkskrafna um siðgæði í stjórnmálum - að víkja úr ráð- herrastóli og þá raunar vegna af- skipta af öðra og stærra máli en nú er til umræðu. Ég ætla heldur ekki að nudda þér upp úr því að fréttamennirnir þínir vörpuðu aldrei fram ýmsum spurningum sem brenna á vöram margra, t.d. þessum: Hvemig sem allt veltist, á þá ekki afsögn Alberts nú eftir að nýtast Sjálf- stæðisflokknum ansi vel í kom- andi kosningum, a.m.k. í stóram byggðarlögum eins og Reykja- vík? Valdi Þorsteinn ekki óvenju hentugt andartak til að beina at- hygli að flokknum? Vildi hann ekki reyna að yfirskyggja hvert ástandið er í samfélaginu, sjúk- lingar bornir út af sjúkrahúsum, skólar óstarfhæfir, uppsagnir, verkföll, ólga -? Eða hvers vegna fór siðferðiskenndin, eftir allt það sem á undan er gengið,að svella svo í brjósti formannsins að hann varð viðþolslaus? í stað þess að ræða um allt þetta, útvaipsstjóri, ætla ég bara að biðja þig að gera mér einn greiða. Viltu gera þitt til þess að ríkisútvarpið, þessi vinur manns um árabil, láti vera að tileinka sér þá fréttamiðlun sem miðast við að áheyrendur/áhorfendur séu bæði illa læsir og illa skrifandi og helst svo illu vanir að þeir kjósi grátklökkar, væmnar lýsingar á tilfinninga- og sálarlífi stjórn- málamanna í stað upplýsingar um málefni og greiningar á þeim; að þeir kjósi smjaðurslega velgju og vellulega hluttekningu í fram- komu og orðum fréttamanna f stað prúðmennsku, rökhugsunar og gagnrýns hugarfars. Það var engin hending að ég valdi þig og Guðna Bragason í hlutverkín í uppdiktaða viðtalinu mínu. Svo oft sem ég hef verið ósammála þér um dagana er ég sannfærð um að þú hefur lítinn áhuga á að talað sé til þín í sjón- varpssal eins og þú værir aðal- persóna í illa skrifaðri sálarlífs- eða reynslusögu. Á sama hátt er ég sannfærð um að meðan þú hef- ur starfsmönnum á að skipa eins og Guðna Bragasyni er von til þess að innan sjónvarpsins hafi menn ekki aðeins brennandi áhuga á líðan fyrrverandi eða til- vonandi ráðherra heldur láti sig sitthvað fleira nokkra varða -1. d. líðan hins almenna áhorfanda. Hafnarfirði, að kvöldi 24. mars 1987 Bergfjót Soffia Kristjánsdóttir

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.