Þjóðviljinn - 29.03.1987, Síða 7
barátta gengur en aðalatriðið er
að vinna að afvopnun í heimin-
um. Hvemig það er gert og á
hvaða vígstöðvum verður að ráð-
ast með tilliti til aðstæðna hverju
sinni. Stjórnmál eiga ekki að
staðna.
Afstaða íslendinga innan
NATO hefur verið til skammar.
Nægir að nefna að á síðasta ári
mótmæltu íslendingar ekki
niðursetningu eiturefnavopna,
svokallaðra tvíþátta eiturefna-
vopna, í Evrópu. Undirlægju-
háttur og ósjálfstæði af þessu tæi
er til háborinnar skammar.
Verði það úr að íslendingar
taki þátt í embættismannanefnd-
inni er það ótvíræður sigur okkar
Alþýðubandalagsmanna innan
utanríkismálanefndar Alþingis."
Dagdraumar
Nú óttast menn að þau skilyrði
og þeir fyrirvarar sem Matthías
setur fram verði til þess að emb-
œttismannanefndin verði í sjálfu
sér óvirk.
„Auðvitað munu íslendingar
þvælast fyrir í þessu máli eins
lengi og þeir geta. Nú hefur þjóð-
in svarað því hvað hún vill. Um
það bil 90% hennar vill að ísland
sé lýst kjarnorkuvopnalaust
svæði. Annaðhvort verður Matt-
hías að hlusta á það eða að fólk
skiptir um utanríkisráðherra
samkvæmt óskum sínum í þessu
máli. í kosningunum 25. apríl
eiga menn alla möguleika á því.
Ef íslendingar vilja hafa ráðherra
sem ekki mótmælir niðursetn-
ingu tvíþátta eiturefnavopna,
ekki mótmælir því að hér kunni
að verða kjarnorkuvopn, þá kýs
það vitaskuld Sjálfstæðisflokk-
inn, en þá þýðir ekki að hafa ein-
hverja dagdrauma um að landið
verði lýst kjarnorkuvopnalaust
svæði. Menn verða að átta sig á
samhengi hlutanna."
Efling
norrœns samstarfs
Þú hefur verið ötull talsmaður
um nauðsyn Norrœns samstarfs.
Jafnframt hefur þú viljað víkka
það samstarf út og láta það ná til
utanríkismála.
„Að mínu viti er Norðurlanda-
ráð mjög merkileg samkoma sem
á sér enga líka í veröldinni. Fimm
ólíkum þjóðum hefur tekist að
vinna sameiginlega að mörgum
málum, t.d. gagnkvæmri tryg-
gingalöggjöf, málum sem varða
félagsleg réttindi fólks og margt
fleira. Eg veit ekki hvort fólk sem
á t.d. börn í námi á hinum
Norðurlöndunum, heldur að það
sé einhver tilviljun að börn þeirra
fái dagheimilsrými, barnabætur,
hússtyrki og miklu betri þjónustu
en þau myndu fá hér heima. Þetta
er afleiðing af Norrænu sam-
starfi.
Hinsvegar hefur heimurinn
breyst frá því að Norðurlandaráð
var stofnað. Nú eru vikulega
teknar ákvarðanir innan Efna-
hagsbandalagsins, EFTA og ann-
arra bandalaga, sem stórlega
varða líf fólks á Norðurlöndun-
um. Þess vegna held ég að sú tíð
sé liðin að Norðurlandaþjóðirnar
ræði ekki utanríkismál innan vé-
banda sinna einsog upphaflega
var gert ráð fyrir. Norðurlöndin
geta því aðeins orðið sú eining í
heiminum, sem skiptir einhverju
máli, að við þjöppum okkur sam-
an og komum fram á alþjóðavett-
vangi sem sameinað afl. Fáum er
það nauðsynlegra en íslending-
um að taka þátt í slíku samstarfi.
Vitrœn eining
Ég kom inn á þetta í almennu
umræðunni á Norðurlandaráðs-
þinginu nú í Helsinki og varð vör
við að ýmsir voru mér sammála.
Norðurlandaráð á að koma sér
upp mögnuðu liði hámenntaðra
stjórnmálafræðinga og fólks sem
er vel að sér í alþjóða viðskipta-
og fjárhagsmálum. Norðurlönd-
unum er nauðsyn að styrkja sig
meira en nokkru sinni fyrr
gagnvart umheiminum. Norður-
löndin hafa t.d. Iagt mikið af
mörkum til verndunar auðlinda
jarðarinnar. Ég lagði fram tillögu
á Norðurlandaráðsþingi nú um
að ýtarleg áætlun verði gerð til að
hreinsa höf og strendur á norður-
slóðum. Ég á fastlega von á því að
sú tillaga verði samþykkt á næsta
þingi.
Það er verkefni lítiilar þjóðar
einsog íslendinga, að koma fram
sem vitræn eining í heiminum.
Það skiptir ákaflega miklu máli
einsog hefur sýnt sig í starfi Ólafs
Ragnars Grímssonar á alþjóða-
vettvangi. Þá er mikilvægt að við
höldum alþjóðasáttmála. Við átt-
um mikinn þátt í alþjóðahafrétt-
arsáttmálanum og nýttum okkur
hann í landhelgismálunum. Þess-
vegna hef ég harmað frá fyrstu
byrjun að við skyldum ekki una
því að hvalveiðibann yrði haldið
til 1990. Það var þó sárabót að
Alþingi mótmælti því ekki einsog
Norðmenn gerðu. Ég tel að við
hefðum átt að koma fram af meiri
heilindum í því máli og vera þar
öðrum þjóðum til fyrirmyndar.
Það er mjög mikilvægt að huga
að framgöngu íslenskra
stjórnmálamanna á alþjóðavett-
vangi og ég vona að við eigum
ekki eftir að horfa upp á það að
það verði íslendingar sem standi í
vegi fyrir því að Norðurlöndin
verði lýst kjarnorkuvopnalaust
svæði.“
Tllvistarkreppa,
þjóðarsátt
Þorsteinn Pálsson hefur lýst því
yfir að Alþýðubandalagið eigi í
tilvistarkreppu.
Guðrún skellir uppúr; „Mér
sýnist Þorsteinn hafa nóg með
sína eigin tilvistarkreppu."
Að sögn hans er Alþýðubanda-
lagið ekki lengur höfuðóvinur-
inn. Þarsem Alþýðubandalagið
hafi skrifað upp á þjóðarsátt...
„Alþýðubandalagið hefur ekki
skrifað upp á neina þjóðarsátt.
Einungis um 16% innan verka-
lýðshreyfingarinnar kjósa Al-
þýðubandalagið, því miður. Þeir
sem gerðu þjóðarsáttina við Þor-
stein Pálsson voru hin 84%.
Okkar ágæti flokksfélagi, Ás-
mundur Stefánsson, hefur reynt
að komast með kjarabætur eins
langt og honum var framast unnt.
Hann kemst auðvitað ekki eins
langt og við vildum með einungis
16% stuðningsmanna okkar
innan ASÍ. Þessvegna er fjar-
stæða að halda því fram að verka-
lýðshreyfingin og Alþýðubanda-
lagið séu eitt og hið sama. Sú var
tíðin fyrir 40-50 árum, að Al-
þýðusambandið samanstóð af
sósíalistum, en sú tíð er löngu,
löngu liðin. Á meðan íslenskir
launþegar átta sig ekki betur á
hverjir eru líklegir til að berjast
fýrir hagsmunum þeirra er ekki
von á góðu. Það eina sem getur
bætt kjör fólksins í landinu er að
styrkja Alþýðubandalagið innan
ASÍ.
Guðrún Helgadóttir,
þingmaður og rit-
höfundur, rœðir við-
horfsitt til stjórnmála
Það er gjörólíkt að vera forseti
þverpólitískra samtaka þar sem
obbi félagsmanna kýs afturhalds-
öflin en að vera í forsvari fyrir
Alþýðubandalagið.
Ein heildar-
samtök launþega
Sennilega er það mikil ógæfa
að verkalýðshreyfingunni skuli
vera skipt upp í mörg launþega-
sambönd. Auðvitað ættu að vera
ein heildarlaunþegasamtök.
Munurinn á kjörum fólks í BSRB
og ASÍ er í mörgum tilfellum
sáralítill. Því miður hefur skort á
samstöðu milli þessara tveggja
aðila. Sú samstaða tókst 1978 en
síðan hefur hún verið vanrækt.
Það er því hætta á að þessi
samtök liðist í enn smærri eining-
ar. Við höfum séð að kennarar
hafa sagt sig úr BSRB. Það besta
sem getur komið fyrir íhaldsöflin
í landinu er að verkalýðshreyf-
ingin liðist í sundur.
Ihaldið leikur sér að því að
falsa tölur. Sú var tíðin að menn
mældu kaupmátt taxtakaups.
Þegar það fór niður úr öllu valdi
var farið að mæla kaupmátt
launa, en í því var innifalið ómælt
vinnuálag. Þegar það dugði ekki
til var farið að mæla kaupmátt
fjölskyldutekna, sem þýðir laun
tveggja aðila og ómælda yfir-
vinnu þeirra beggja. Það segir sig
sjálft hverjir líða fyrir þetta yfir-
gengilega vinnuálag, sem er
óþekkt í nálægum löndum. Það
eru auðvitað börnin.
Samverutími fjölskyldunnar er
kominn niður úr öllu valdi og
þjóðfélagið hefur ekki komið til
móts við það á nokkurn hátt. Þús-
undir íslenskra barna eru ein
heima frá því að þau koma úr
skóla, umhirðulaus með öllu.
Þau hafa engan til að tala við og
það er lagt í hendur þeirra sjálfra
hvernig þau fæða sig.
Börn vanrœkt
Það segir sig sjálft að þetta er
stórhættulegt. Það er ekk hægt
að ala sama barnið upp .ema
einu sinni. Hvert einasta sem
misheppnast er að eilífu glatað,
það verður ekki bætt.
Smábörnum er hent milli
ólíkra aðila á allra fyrstu mánuð-
um æfinnar og það liggur í augum
uppi hverskonar tengslamyndun
verður milli foreldra og barna. Á
sama tíma halda menn lærða
fyrirlestra um hvert undirstöðu-
atriði það sé ungum börnum að fá
hlýju og ást aðstandenda sinna.
Við vanrækjum uppeldi barna
okkar. Það er sama hvort við
tölum um dagvistarmál eða skó-
lamál. Ég held að þarna sé á ferð-
inni eitthvert brýnasta verkefni
stjórnmálamanna á næstunni.“
Að lokum Guðrún. Það leynir
sér ekki að þér þykir gaman að
pólitíkinni.
„Mér finnst alveg hryllilega
gaman. Það er gaman að vera í
pólitík ef ástæða þess að maður er
í henni er sú að maður vill að
heimurinn verði betri. Svo einfalt
er það.
Ég lít á mig sem vinnukonu
fyrir þjóðina og ég ætla mér að
vera dugleg vinnukona. Hún
Ranka gamla í Broddanesi fékk
silfurskeið frá Búnaðarfélaginu
fyrir trúmennsku, þegar hún
hafði verið vinnukona í 50 ár.
Svoleiðis skeið vil ég fá.
-Sáf
Sunnudagur 29. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7