Þjóðviljinn - 29.03.1987, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 29.03.1987, Qupperneq 8
MENNING OG LISTIR Um síðustu helgi hélt Al- þýðubandalagið mál- stefnu um menningu og listir á Hótel Sögu. Mjög vel tókst til með málstefn- una og sótti hana fjöldi manns. Fulltrúar flestra listgreina héldu framsögu- erindi og birtast hér erindi Einars Kárasonar, rithöf- undar um bókmenntir og erindi Halldórs B. Runólfs- sonar, myndlistarmanns og listfræðings, um mynd- list. Halldór Björn Runólfsson Blinda og fortíðar- dýrkun Það væri betur ef vandamál myndlistar væru einungis fjárhagslegs eðlis. En því miður er langt í frá að þau geti talistsvo léttvæg. Bakvið þrengingar íslenskra listamanna liggurnefnilega miklu alvarlegri hlutur; eða í fáum orðum sagt: skilningsleysi alls þorra landsmannafyrir starfi þeirra og verðleikum. Þrenntkemur til: léleg menntun; blinda gagnvart menningu líðandi stundar og skefjalaus fortíðardýrkun byggð á misskilningi og fölskum for- sendum. Fyrsta atriðið varðar almennt skólahald í landinu og ítroðslu- tækni þá sem viðgengst þar á öllum sviðum. Ekki þarf að blaða lengi í hinni margumtöluðu OECD-skýrslu til að skilja hversu mjög skapandi hugsun og tjáning er fyrir borð borin í hér- lendu skyldunámi. Að vísu stend- ur myndlist mun betur að vígi í grunnskólum en bæði ritlist og tónlist. Koma þar til mynd- menntir; yfirleitt kenndar af vel þjálfuðu fagfólki. Þótt undarlegt megi virðast er engin samsvar- andi kennsla í ritlist, enda eru til- tölulega fáir, íslenskir unglingar skrifandi, þrátt fyrir áratuga- hangs á skólabekk. En vankunnátta í munnlegri og ritrænni tjáningu kemur ekki í veg fyrir það að nemendur læri að bera tilhlýðilega virðingu fyrir ís- lenskum bókmenntum. Þótt sú virðing sé oft blandin fagurfræði- legri náduld það, er ómótstæði- legri þörf fyrir að afskræma verk látinna listamanna með velgju, oflofi og marklausri upphafn- ingu, þá kemur hún lifandi rithö- fundum til góða á ýmsan hátt. Alltént kunna íslendingar enn að greina milli meiningarríkra bók- mennta og inntaksrýrra neðan- málsritverka, hvar svo sem smekkur þeirra liggur. Þessu er ekki að heilsa varð- andi myndlist jafnvel þótt mynd- menntakennsla sé hin sæmileg- asta eins og áður var getið. Ein- ungis fáir kunna að greina hismið frá kjamanum þegar myndlist er annars vegar. Þeir eru margfalt fleiri sem vaða reyk; sumir hverj- ir svo blint að þeir kjósa fremur að auglýsa fákunnáttu sína með ofstopa, en snúa frá villu vegar síns vegar. Samt hefur það aldrei gerst í sögunni að framsækin list hafi látið í minni pokann fyrir afturhaldssömu ofstæki. Vissu- lega hefur hún mætt andstöðu og henni misjafnlega harðri, en á endanum hefur hún ætíð farið með sigur af hólmi. Góð menntun mundi á auga- bragði gera lýðum ljósar þessar staðreyndir. Um leið ga i hún flett ofan af annarri va_.þekk- ingu, svo sem þeirri að gildi myndlistar felist í náttúrulausri eftiröpun; yfirborðslegum og innantómum tæknibrellum og síðast en ekki síst: smáborgara- legri ósmekkvísi. Alltof margir íslendingar halda nefnilega að verðleikar myndlistar felist í skreytigildi hennar, hvort verkið passi við morgunslopp frúarinn- ar, bleika litinn í klósettskálinni, bróderaða klukkustrenginn, jólaplattana, hörpudiskasettið; ellegar „Drottinn blessi heimilið“ á lökkuðu birkifjölinni. Sam- kvæmt slíku mati ætti gildi bók- mennta að felast í skinnbandi og gullkili og gæði tónlistar í rósótt- um píanóflygli með kristalsstiku í anda hins nýlátna Liberaces. Ágætu samkomugestir! Ég veit að þið skiljið hvert ég er að fara. En hví í andskotanum er þá ekk- ert gert í málunum? Hvers vegna ráðast menntamenn þessa lands, þeir sem eiga að teljast útverðir mennta og menningar, ekki gegn svo skrínlagðri heimsku? Eru þeir of hræddir um sinn hag, eða of latir til að berjast? Ónei! Þeir eru einungis flæktir í net blekk- inga. Þeir sjá ekki þann þrótt og ónýttu möguleika sem leynast í menningu líðandi stundar. Þeir eru ofurseldir falskri fortíðar- dýrkun; söknuði eftir einhverju sem aldrei var til og pólitískri glópsku sem gerir þá beinlínis andsnúnasamtíð sinni og nútíma- listum. Tökum sem dæmi skrif eins ágæts frambjóðanda Alþýðu- bandalagsins í fyrsta kosninga- blaði flokksins á þessu ári. Þar kom fram að hann taldi lágkúru íslenskrar menningar stafa af setu bandaríska hersins á Miðnes- heiði. Sömu sjónarmið viðraði Einar Kórason Skynsamleg stjórnviska að efla bók- menntirnar Frá málstefnu Alþýðubandalagsins um menningu og listir á Hótel Sögu um síðustu helgi. Fremst á myndinni er Einar Kárason, rithöfundur. Til hliðar við hann má sjá Halldór B. Runólfsson. Þegar rætt er um opinbera styrki til þeirra sem skrifa bækur á íslensku er umræðan gjarnanáþá leiðað rithöfundareigi heimtingu á peningum frá ríkinu útaf hinu og þessu. Þettaverðureinsog hversdagsleg launabarátta, og séð frá þeim sjónarhóli er ríkinu mest í hag að komast af með að borga sem allra minnst. Síðan velti það á seiglu og samstöðu höfundanna hversu mikið þeim tekst að svæla út úr viðsemjendum sínum. Þetta er mikil þvæla, og sér- staklega er það sárgrætilegt að heyra höfundana heyja sína bar- áttu á þessum nótum, enda verða allir mjög fljótt leiðir á heimtu- frekum vælukjóum. Það er ekki þetta sem málið snýst um. Það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi er að það er fyrst og fremst skynsamleg pólitík og stjórnviska af hálfu þeirra sem samfélaginu ráða og stjóma, að efla sem mest bók- menntimar í landinu. Enda má leiða að því gild rök að þessi þjóð eigi líf sitt bókmenntunum að þakka. Án þjóðmenningar væri þessi þjóð ekíci til, og þjóðmenn- ing íslendinga er fólgin í bók- menntunum. Án bókmenntanna hefði þjóðin aldrei getað þraukað af hörmungar fyrri alda. Þegar ís- lendingar fóm að rétta úr kútnum á síðustu öld sóttu þeir styrk sinn í bókmenntirnar. Með tilvísun til þeirra var sjálfstæðisbaráttan háð. Án bókmenntanna hefði ís- lendingum varla tekist að varð- veita þjóðareinkenni sín á þessari öld. Og það er ekki bara þjóðar- heildin sem nærist bókmenning- unni. Grænlendingar eiga það sameiginlegt með íslendingum að búa í harðbýlu, afskekktu, strjálbýlu og yfir höfuð næstum vonlausu landi. Hvar sem Græn- lendingurinn fer verður landið honum óskiljanleg byrði, og að- eins þeir sem sterkust hafa beinin kikna ekki undan fargi jökulsins. Meðan íslendingar spígspora um veröldina roggnir og uppveðraðir yfir að vera af þessari útvöldu þjóð sem bókmenntimar segja frá. Þannig að það er varla neitt álitamál að þeir sem settir hafa verið til að ráða málum lands- manna geta varla gert neitt heimskulegra en að láta bók- menntimar drabbast niður. Þótt íslendingum gangi flest sæmilega í haginn um þessar mundir er ákaflega varasamt að treysta því að svo muni verða um alla fram- tíð. Og það yrðu ólagleg eftir- mæli sem þeir ráðamenn þjóðar- innar fengju sem gæfu engan gaum að meginþætti þjóðmenn- ingarinnar á þeim tímum þear allt lék í lyndi. Á þrettándu öld mun flokkur manna á íslandi hafa haft sagna- ritun að aðalstarfi. Á annan hátt hefðu allar þær miklu bækur sem þá vora færðar í letur aldrei hafa orðið til. Og það er enn það sama uppá teningnum núna; við getum ekki reiknað með neinni bók- menntasköpun af viti á þessu landi án þess að hér séu starfandi í fullri vinnu sæmilega margir at- vinnurithöfundar. A þetta geta yfirleitt fæstir vitibomir menn fallist. Spumingin er hinsvegar sú, hveraig eigi að tryggja þess- um mönnum lifibrauð. Þar komum við að draug sem íslenskir höfundar hafa á seinustu áratugum þurft að glíma við, sem er krafan um að „markaðurinn“ verði látinn ráða því hverjir skuli fást við ritstörf. Það þarf ekki að hugsa lengi til að átta sig á hversu það er menningarfjandsamlegt þetta sjónarmið, sem við skulum kalla „arðsemissjónarmið“. Það má til að byrja með benda á í því sambandi að hefðu menn aðhyllst þetta sjónarmið í gegnum tíðina væri engin menning til í veröld- inni. Óvíst jafnvel að nokkurt mannkyn væri til. Engin af þeim menningarverðmætum eða lista- verkum sem sígild kallast vora sköpuð með það fyrir augum að þau hefðu náð að borga sig upp peningalega fyrir lok næsta upp- gjörstímabils. Það stóð aldrei til að selja eitt einasta eintak af ís- lendingasögunum, eða Gamla testamentinu, svo dæmi séu tekin, þannig að útfrá arðsemis- sjónarmiðinu borgaði sig alls ekki að skrifa þessi verk. Einnig má benda á að þrátt fyrir að ís- lendingar séu ákaflega duglegir að kaupa bækur, þá er markaður- inn samt einfaldlega of lítill til að geta borið uppi lágmarksfjölda atvinnurithöfunda. Og að láta þá staðreynd ráða ferðinni í þessum efnum jafngilti því að viðurkenna að íslendingar væra of fámennir til að halda uppi sjálfstæðri þjóðmenningu. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.