Þjóðviljinn - 29.03.1987, Blaðsíða 9
Kristinn heitinn E., eitt sinn í
ágætri grein um vanda íslenskra
bókmennta. Báðir töldu samn-
ingana 1949 og 1951 einsdæmi í
sögu þjóðarinnar og spáðu að
þeir leiddu til menningarlegrar
hnignunar okkar. En nú vita allir,
og þeir meðtaldir, að 1262, eftir
að höfðingjar þessa lands höfðu
ofurselt þjóðina ríkiskassa Nor-
egskonungs, rann upp blóma-
skeið í íslenskum bókmenntum.
Og eftir 1550, þegar kirkjufeður
þessa lands voru orðnir taglhnýt-
ingar klósettvarðarins frá Erfurt,
og Danakonungur auðugasti
lénsherra landsins, þá eignuð-
umst við sómasamlega biblíu og
Hallgrím, eitt fremsta og ást-
sælasta skáld þjóðarinnar.
Að vísu voru siðaskiptin bana-
biti íslenskrar myndlistar. Hinni
gróskumiklu kirkjulist miðalda,
ásamt handritalýsingum og
myndvefnaði, var af hinum nýja
skikk varpað fyrir róða. Sjónræn-
ar listir hér á landi báru ekki sitt
barr, fyrr en eftir síðustu alda-
mót. Þó verð ég að játa að ég get
ekki nógsamlega þakkað forsjón-
inni fyrir það að við skyldum ekki
eignast okkar Rembrandt eða
Rubens, því hvar stæðu fram-
sæknir listamenn í dag ef idjótum
þessa lands hefði áskotnast slíkur
vöndur til að hýða þá með?
En samkvæmt því sem ég sagði
áðan, þá sprettur oft gróskumikil
menning á viðsjárverðum tímum.
Þannig var um endurreisn þá sem
kennd er við Ítalíu á 15. og 16. öld
og aðdraganda hennar á 13. og
14. öld. Skaginn var þá flakandi í
sárum; fótum troðinn af er-
lendum herjum; sundurtættur í
flokkadráttum og ættavígum. En
þetta ástand fæddi af sér gullald-
arbókmenntir Dantes, Petrarca
og Bocaccios, ásamt ódauðlegri
myndlist þeirra Giottos, Michel-
angelos og Rafaels. Og nú á tím-
um má sjá glæsilega bylgju bók-
mennta skolast hingað frá Suður-
Ameríku, þar sem hún er sprottin
upp úr andrúmslofti kvalalosta,
kúgunar og eymdar.
Nei, það er tími til kominn að
menntamenn af sósíalískum eða
öðrum þjóðlegum toga, hætti að
Nýjasta röksemd þeirra sem
vilja komast undan því að þjóðin
standi sameiginlega undir bók-
menntasköpuninni er á þá leið að
„ríkið eigi ekki að vera að vasast í
þessu“, einsog yfirleitt er sagt,
heldur á „atvinnulífið" að standa
undir listsköpun í landinu. Þegar
málið er skoðað kemur í ljós að
þegar notað er þetta fallega orð
„atvinnulífið“ er átt við þá ein-
staklinga sem einhverra hluta
vegna sitja á gildum sjóðum pen-
inga. Manni verður í fyrsta lagi
spurn: Hvað hefur hingað til
bannað peningamönnum lands-
ins að styrkja menninguna? í það
minnsta þyrfti það að aukast að
miklum mun áður en það verður
óþarft fyrir sameiginlega sjóði
landsmanna að bæta þar nokkru
við. Hins er líka að gæta að
menningarstandard íslenskrar
borgarastéttar hefur ekki virst á
þann veg að það myndi heillandi
tilvera að búa í landi þarsem
hennar skyn á listir ræður því sem
verður skapað á þeim vettvangi.
Enda hefur almennt gáfnafar yf-
irleitt staðið í öfugu hlutfalli við
peningavit meðal íbúa þessa
íands.
í stuttu máli er það einhver
skynsamlegasta fjárfesting sem
þessi þjóð getur lagt í sameigin-
lega, að efla og styrkja innlenda
bókmenntasköpun. Og miðað
við mikilvægi þeirrar fjárfesting-
ar verður hún að teljast afskap-
lega ódýr. í því sambandi má
nefna það sem dæmi að þótt fra-
mlög í Launasjóð rithöfunda
yrðu tvöfölduð, myndi kostnaður
við hann per íslending ekki vera
nema hundrað kall.
Stjórnmálaflokkar sem eru að
reyna að bjóða uppá skynsam-
lega leið til að ráða ráðum þessar-
ar þjóðar ættu að huga að þessu.
Sunnudagur ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
sá samviskubiti og uppgjafarmór-
al meðal íslendinga vegna herset-
unnar. Hví fyrirlíta þeir ekki Pól-
verja, Tékka, Ungverja eða
Austur-Þjóðverja fyrir að vera í
svipaðri klípu? Þeir ættu frekar
að horfa á sjálfa sig í spegli dekr-
andi við smáborgaralega fals-
menningu, sem þeir í heimsku
sinni rugla saman við heilbrigða
alþýðulist. Þá mundu þeir ef til
vill hætta að verja innflutta, am-
eríska fjósamenningu, eins og
tveir, ágætir sósíalistar og
menntamenn gerðu, þegar ég
lýsti fyrir þeim hneykslan minni
yfir því að milljónum af opinber-
um fjárlögum væri kastað á glæ
vegna söngvakeppni Evrópu-
stöðva.
Góðir gestir! Við erum einung-
is 240 þúsund hræður. Það er of
lítið til að við höfum ráð á að
kljúfa þjóðina í fáa, útvalda
menningarvita og svo breiðan
fjölda óupplýstra. En á meðan
menntamenn dilla heimskunni og
embættismenn neðanmálsdúl-
linu, duga engir peningar til að
brúa vaxandi, menningarlegan
stéttamun. Á meðan framsækin
myndlist, sem og önnur, grósku-
mikil, íslensk nútímalist á í vök
að verjast vegna almennrar van-
þekkingar landsmanna, duga
engar beinar, opinberar fjárfúlg-
ur til að bæta ástandið. Við erum
fangar smáborgaralegrar öng-
menningar á nærfellt öllum svið-
um, og við svo búið verður fjár-
munum ríkisins einungis sóað í
endalausar tilraunir til að gera
okkur að athlægi meðal siðaðra
þjóða. Og ég spyr: Hvaða
heilvita manneskja vill ausa fjár-
munum í slfka óþjóðlega og
ónýta auglýsingamennsku, meðan
heilbrigð og framsækin nútíma-
list, sem hvarvetna gæti verið
landinu til sóma, liggur fótum
troðin undir heimsku og þröng-
sýni?
S J O Ð H E I T
Sannarlega tími til kominn.
Fæstir hafa efni á að sjóða fisk-
inn sinn daglega í hvítvíni. Allir hafa efni
áMYSU -þið notið hana í staðinn. Mysan
hefur mjög svipuð áhrif á bragðgæðin,
auk þess sem súrinn hefur þau áhrif að
eggjahvítuefni fisksins hleypur fyrr og
lokar sárinu, en það tryggir varðveislu
næringarefnanna.
Hvemig væri að prófa eina uppskrift?
SOÐIN LÚÐA OG LÚÐUSÚPA:
V2 l mysa, V2 l vatn, 2 tsk. salt, 4 lárviðar-
lauf, 800 g stórlúða, 10-12 sveskjur, 1-2
msk. rúsínur, V2 dl vatn, 1 msk. hveiti, 2
msk. sykur, 2 eggjarauður, 1 dl kaffirjómi
(má sleppa).
Blandið saman mysu, vatni og
salti og látið suðuna koma upp. Setjið
lúðuna í sjóðandi soðið og látið hana bull-
sjóða í 1-2 mín. Takið pottinn af hellunni
og látið fiskinn bíða í soðinu um stund.
Færið hann síðan upp á fat og byrgið, til
þess að halda honum heitum.
Skolið sveskjur og rúsínur og
sjóðið í soðinu í 5-10 mín. ásamt lárviðar-
laufi. Búið til hveitijafning og jafnið súp-
una. Látið sjóða í 5 mín. Þeytið eggja-
rauður og sykur í skál. Jafnið nú súpunni
út í eggjarauðurnar og hellið henni síðan
út í pottinn og hitið að suðu. (Má ekki
sjóða). Bragðbætið að síðustu með rjóm-
anum.
Berið fram soðnar kartöflur,
smjör, gúrku og tómata með lúðunni og
borðið súpuna með.
Nú cetti nýji MYSUBÆKLINGURINN að vera kominn í flestar matvöruverslanir,
fullur af góðum og auðveldum uppskriftum. Njóttu góðs af - nœldu þér í ókeypis eintak.
Mjólkurdagsnefnd