Þjóðviljinn - 29.03.1987, Síða 15
setning væntanlegs ráöhúss á-
kveðin í samkeppni um skipulag
kvosarinnar. Allir fulltrúar
minnihlutans greiddu atkvæði
gegn skipulaginu utan Sigrún
Magnúsdóttir fulltrúi Framsókn-
arflokks.
Ráðhús við höfnina
Skiptar skoðanir eru um stað-
arval ráðhússins. Nokkrir arki-
tektar sem Þjóðviljinn talaði við
töldu að staðsetningin væri ágæt
og það væri vel mögulegt að fella
ráðhús inní umhverfið. Aðrir
voru svartsýnni og töldu að það
hefði átt að athuga betur aðra
staðsetningarmöguleika áður en
efnt var til samkeppni. „Hér er
um að ræða of mikið mannvirki á
einu fallegasta og viðkvæmasta
svæði borgarinnar," sagði og t.d.
Hildigunnur Haraldsdóttir arki-
tekt og benti á að lóðimar við
hafnarsvæðið, sem væru jafn fall-
egar, hefðu verið betur fallnar
fyrir ráðhús. Umferðarstraumur-
inn að ráðhúsinu og bílastæðun-
um í kjallara þess hefði tengst
Sætúninu og m.a. þess vegna
hefði ráðhúsbygging þar fallið vel
inní heildarskipulagið. Umferð-
arþunginn sem kemur til með að
vera í kringum Tjörnina eftir að
ráðhús er risið þar með öllum
þeim bflageymslum sem því kem-
ur til með að fylgja, hefur valdið
fólki áhyggjum. M.a. hafa arki-
tektar bent á það að með ráðhús-
byggingu á Bámlóðinni og um-
ferðarstraumnum á Vonarstræt-
inu sem þá verður, sé hætta á að
sú heild sem kvosin og Tjamar-
svæðið ætti að vera, brotni upp,
og úr verði tvö nokkuð aðskilin
svæði.
Ráðhúsið verði
hús fólskins
Eins og fyrr segir rann skila-
frestur arkitekta sem taka þátt í
samkeppninni um hönnun ráð-
húss út nýverið og að sögn Þor-
valds S. Þorvaldssonar dóm-
nefndarmanns stefnir dómnefnd
að því að skila áliti sínu ekki
miklu síðar en að mánuði liðnum.
Fyrst þá mun liggja fyrir hvort
ráðhús við Tjömina verður til
prýði eða ekki, burt séð frá öllum
vandamálum sem staðsetning-
unni kunna að fylgja. Eitt er víst
að hönnun ráðhúss á þessu svæði
hlýtur að vera erfitt verkefni,
vegna þess hversu margbreytilegt
umhverfið er. Einn þátttakand-
inn í keppninni staðfesti í samtali
við Þjóðviljann að verkefnið væri
mjög erfitt og krefjandi, en þó
alls ekkert óleysanlegt. „Það er
að sjálfsögðu algerlega hægt að
klúðra þessu svæði með slæmri
teikningu, en með góðri
teikningu er líka hægt að gera það
betra,“ sagði þátttakandinn.
Að sögn Þorvaldar S. Þor-
valdssonar stefnir meirihlutinn
að því að hefja framkvæmdir á
byggingu ráðhússins eins fljótt og
mögulegt er en á síðustu fjárhags-
áætlun borgarinnar voru 60
milljónir settar í ráðhússjóðinn.
Það er því ekki ólíklegt að innan
tveggja ára eða svo verði komin
einhver ráðhúsmynd á Bámlóð-
ina, nema svo fari að menn
sannfærist um það, eins og Geir
Hallgrímsson segir að þeir hafi
gert hér áður fyrr, að önnur verk-
efni séu brýnni en ráðhúsbygg-
ing. Af nógu er að taka... Það
væri ekki nema í ráðhúsinu yrði
komið fyrir dagvistarheimili, da-
gvistun aldraðra, félagsmiðstöð
unglinga, aðstaða fyrir íbúa-
samtök hverfanna, o.s.frv. Þá
yrði Ráðhúsið það sem það ætti
að vera, eða hvað? Hús fólksins.
—K.Ól.
Forhliðin í skugganum
Hugmyndirum ráðhús íTjörninni
eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir
röskum 30 árum var slík hug-
mynd rædd í bæjarstjórn Reykja-
víkur. Elías Mar, rithöfundur, rit-
aði þá grein gegn fyrirhuguðu
ráðhúsi. Hvort sem það var nú
vegna hennar eða einhvers ann-
ars reis ráðhúsið aldrei. Með
góðfúslegu leyfi Elíasarendur-
prentum við hér upphafskaflann
úr grein hans, sem birtist 5. jan-
úar1956:
í tilefni af því sem lesa má í
blöðum undanfarna daga, að
búið sé að ákveða stað fyrir vænt-
anlegt ráðhús Reykjavíkur í
Tjöminni norðanverðri, finn ég
mig knúinn til að senda þeim aðil-
um sem að þessu standa fáein að-
vörunarorð í fyllstu vinsemd,
meðan það enn er ekki of seint.
Ég býst reyndar við því, að
sprenglærðir sérfræðingar og
sómakærir valdamenn telji sig
ekki þurfa að gefa gaum orðum
leikmanns í þessu efni; einnig að
þeir andstæðingar „kommún-
ista“, sem standa fyrir Tjamar-
hugmyndinni, þykist of reyndir í
faginu til að ljá eym aðfinnslum
„úr þeirri átt“. En því er til að
svara, að ég fæ hvorki séð að mál
þetta þurfi að vera flokkspólitískt
né sé það í eðli sínu, enda sný ég
orðum mínum alveg eins til
þeirra sósíalista sem annarra, er
veitt hafa samþykki sitt ofan-
greindri ráðstöfun.
Ég vil þá fyrst biðja hina hug-
sjónaríku Tjarnarráðhúsmenn að
reyna að skyggnast andartak
fram í tímann, staldra við stutta
stund undir suðurvegg Alþingis-
ELÍASMAR,
RITHÖFUNDUR,
SKRIFAR
hússins og ímynda sér, að búið sé
að reisa húsbákn það sunnanvert
við Vonarstræti, sem ráðgert er
með samþykki þeirra. Geram ráð
fyrir, að þetta sé á sólbjörtum
sumardegi og borgin og umhverfi
hennar í sínu fegursta skrúði.
Hvað blasir þá við augum okkar,
sem stöndum þama innan um
leifamar af þinghúsgarðinum?
Jú, margt hefur breytzt frá því
sem áður var - og sumt til batnað-
ar, mikil ósköp. Búið er að rífa öll
hús fyrir sunnan Alþingishúsið og
Dómkirkjuna; gamla Gúttó er
horfið, sömuleiðis Iðnó og aðrir
nálægir timburhjallar. Svæðið
milli Oddfellowhússins og Lækj-
argötu er óbyggt (Er þó ekki sem
okkur sýnist Iðnaðarbankinn
gnæfa þarna?); nokkuð af því er
slétt og hellulagt torg, en sum-
staðar grasreitir og blómabeð,
auk áðurnefndra leifa af þinghús-
garðinum. Mestan hlutann hafa
menn þó neyðst til að taka undir
bflastæði.
Allt er þetta kannski gott og
blessað svo langt sem það nær.
Gömlu byggingarnar máttu svo
sem hverfa, og einhverstaðar
verður að hafa bflana. En hvað er
það sem blasir við framundan
okkur og veldur því, að þrátt fyrir
sumarblíðuna og sólskinið er
engu líkara en við stöndum hér í
forsælu? - ÞaS er steinbáknið
sunnan við Vonarstræti, þetta
blessaða ráðhús, prýðilegasta
bygging út af fyrir sig (vonandi),
en af skammsýni og næsta furðu-
legri fijótfærni sett á stað, þar
sem aldrei hefði átt að reisa hús. -
Sólin blindar augu okkar, þegar
við viljum athuga það nánar, því
enda þótt skuggamir af bygging-
unni nái næstum alveg þangað
sem við stöndum, er birtan
það mikil ofanvert við húsið og á
bakvið það, að húsið sjálft, for-
hjið þess og línur („með öndvegis-
súlur í svipnum" samkv. tillögu
borgarstjórans), hverfur í sinn
eigin skugga, því það snýr undan
sólu - gegnt norðri. Torgið fram-
anvið, þar sem áður var Vonar-
stræti, garðar og fáein hús, er
einnig í forsælu; sömuleiðis
leifarnar af Alþingishúss-
garðinum. En óhagganlegt
stendur ráðhúsbáknið úr því sem
komið er; og tjóar ekki lengur að
deila um það, hvorki útlit þess og
innréttingu né hvemig það sé í
sveit sett, því þarna er það niður
komið og mun standa þar bjarg-
fast um aldur og ævi.
En okkur langar til að virða
húsið betur fýrir okkur (það hafði
nefnilega verið svo anzi fallegt frá
Tjörninni séð), og göngum því
norðurfyrir þinghúsið og nyrzt út
á Austurvöll til að athuga
„próffl“ þess þaðan. Og hvað
sjáum við? - Að þrátt fyrir ýms
mistök og fljótfæmi hafa ráða-
menn bæjarins haft vit á að varð-
veita (alltént ennþá) fommenjar
eins og Dómkirkjuna og Alþing-
ishúsið, og við reynum að gera
okkur ánægða með það. - En
hvernig njóta þau sín nú, þessi
gömlu lágreistu hús í skugga ráð-
hússins, - og hvemig nýtur sjálft
ráðhúsið sín að baki þeim? Kann-
ski vefst okkur tunga um tönn.
En svo mikið er víst, að í hjarta
okkar sannfærumst við um það,
þótt seint sé, að húsbákn sem
þetta hefði aldrei átt að reisa
norðanvert við Tjörnina, hvorki
ráðhús né annarskonar hús.
Sunnudagur 29. mars 1987 ÞJÓÐVILJtNN — SÍÐA 15