Þjóðviljinn - 29.03.1987, Síða 16
Úr Konungsbréfi frá árinu 1738: „Það myndi hneyksla menn allmikið ef að Vér
tækjum til greina í hvert skipti...bænaskjöl þau er nú um tíma hafa tíðar en áður
komið til Vor frá stúdentum og jafnvel prestum, um að eigi verði á þeim tekiö,
þótt konur þeirra hafi orðið lóttari of snemma eftir brúðkaupið.."
„Ef hrútr kemr til sauða eða
hafr til geita ok gerir spell á,
bæti skaða allan, ef hann er
heimtr áðr....“. Svo segir í rétt-
arbót Eiríks konungs sem giidi
tók annan dagjúlímánaðar
það herrans ár 1294.
Enda þó ekki sé fullljóst af
lagatextanum hvort það er hrút-
urinn eða einhver annar sem á að
bæta skaðann þá hafa þessi lög
verið í gildi á Islandi í tæpar sjö
aldir. í*au eiga þó ekki aldurs-
metið í lagasafninu íslenska.
Elstu gildandi lög hérlendis eru
kristinréttur Árna biskups Þor-
lákssonar frá árinu 1275, af hon-
um eru að vísu aðeins eftir tvær
greinar. Þær skylda landeigendur
til „at láta gera ícirkju á bæ sínum,
hverr sem fyrr lét gera“ og endur-
gjöra kirkju sem „brenn upp eða
annars kosta spillist svá at niðr
fellr öll eða meiri hlutr.“
Um virðing
á hrossi
í lagasafninu íslenska er margt
fróðlegt að finna, það er hreint
ótrúlegt hvað enn er í gildi af
gömlum lögum. Langir bálkar úr
Jónsbók frá 1281 eru í fullu gildi
enn þó af þeim hafi verið skorið
hér og þar. Sem dæmi má nefna
lög sem skýra hvernig bregðast
skal við „ef hey rekr á annars
jörðu,“ eða „ef löggarðr er brot-
inn.“ Þá eru einnig í gildi lög „um
óðs manns víg ok hversu með
hann skal fara,“ „um virðing á
hrossi ok meðferð,“ „hvat má
veiða á annars manns jörðu,“ og
„um skips lán eða hross“ svo að-
eins örfá dæmi séu tekin.
Fjölmörg konungsbréf eru
skráð í íslenska lagasafnið, þar á
meðal eitt sem fjallar um aldur
presta frá árinu 1621. Þar segir
konungur:
„..Viljum Vér hér með
allranáðarsamlegast banna léns-
mönnum Vorum, biskupum og
hverjum öðrum, að dirfast þess
hér eftir, að veita eða krefjast
þess að nokkrum manni sé veitt
prestakall, sem eigi hefur náð 25
ára aldri, nema því aðeins að eigi
sé völ á öðrum dugandi mönnum,
er fullum aldri hafa náð, því ef
svo er, munum Vér náðarsam-
legast veita undanþágu til þess.“
Prestar í
frillulifnaði
Flest konungsbréfanna lúta að
kirkjunnar málefnum og
mönnum. ítarlega er til dæmis til-
greint í hinum fornu lögum, sem
nota bene enn eru í gildi, hvað
prestar mega og hvað ekki, enda
ættu þeir að vera safnaðarbörn-
unum til fyrirmyndar í hegðun
allri. í Konungsbréfi frá 1646 um
legorð presta er til að mynda náð-
arsamlegast boðið og skipað al-
varlega, „að allir prestar, er ger-
ast þannig sekir um hórdóm eða
frillulifnað...skuli hafa þegar að
undangengnum dómi settir af og
hafa fyrirgert kalli sínu, og fá eigi
annað embætti fyrr en þeir hafa
fengið þar til allranáðarsamlegast
leyfi Vort.“
Já, það er vandlifað fyrir prest-
ana, en þetta er ekki allt. í
Dönsku lögunum hans Kristjáns
5., frá árinu 1683, nánar tiltekið
2.bók 11. kapítula, 13.grein segir
svo:
„Hver sá prestur, er gengur að
eiga konu, er annar maður hefur
legið, eða hefur samrekkt konu
sinni áður en þau voru gefin sam-
an, skal, að undangenginni lög-
legri málsókn, hafa fyrirgert
embætti." Og hana nú!
Það myndl
hneyksla...
Samkvæmt konungsbréfi frá
árinu 1738 er það ekki að ástæðu-
lausu að konungur setur ofan-
greint í lög. Þar segir nefnilega:
„Það myndi vafalaust hneyksla
menn allmikið, ef Vér allramildi-
legast tækjum til greina í hvert
skipti og án nokkurs geinarmun-
ar allra þegnsamlegust bænaskjöl
þau, er nú um tíma hafa tíðar en
áður komið til Vor frá stúdentum
og jafnvel stundum prestum, um
að eigi verði á því tekið, þótt kon-
ur þeirra hafi orðið léttari of
snemma eftir brúðkaupið, og
veittum þeim allramildilegast
uppreisn Vora..“
Og svo oft hafa slík bænaskjöl
borist að kóngi þykir bersýnilega
nóg um lauslætið og tekur af
skarið: „Fyrir því gefum Vér hér
með til vitundar, að til þess að
stemma stigu fyrir slíku hneyksli
framvegis, höfum Vér ákveðið að
eftirleiðis skuli farið svo sem nú
skal sagt með slík bænaskjöl,
hvort sem þau koma frá prestum
eða stúdentum.“
Og svo segir kóngur afdráttar-
laust: „1) Um presta þá, er verða
brotlegir gegn guðs lögum og
2.bók 11.kap.,13.gr. Vorra
allramildilegustu Laga, fer
beinlínis eftir því sem ákveðið er í
Lögunum." Liðir 2 og 3 greina
síðan frá því hvernig fara skal
með stúdenta sem sækjast eftir
prestsembættum og hvenær skal
veita þeim uppreist. Það skal fara
eftir hegðan næstu tvö árin, en
„einkum hverjum alvarlegar til-'1
raunir hann hafi gert til að bæta
ráð sitt..“
Forordning um
confirmation
Árið 1736 var gefin út „For-
ordning áhrærandi uppvaxandi
ungdómsins confirmation og
staðfesting í hans skírnarnáð" og
er úrdráttur úr henni látinn hér
fljóta með þó ekki væri nema til
annars en að gefa lesendum sýn-
ishom af því hvemig íslenskt
lagamálfar var fyrir 250 ámm.
(Punktasetningin var greinilega
aukaatriði.): „Þegar líður að
þeirri ársins tíð, sem confirmati-
onin og staðfestingin uppá skím-
arnáðina skal haldast, skulu for-
eldramir láta kennimanninn vita
í tíma, að þeir eiga börn, sem ætl-
uð em til að confirmerast, hver
hann láti koma til sín, heim í sitt
hús, að hann vita fái, hvemig þau
grundvölluð em í sínum kristin-
dómi,yfirheyriþau og uppfræði;
en hvað mörgum vikum fýrir con-
firmationina þvílíkt skuli gerast,
er hvers eins kennimanns góðri
og gegnilegri skynsemi tiltrúað
að athuga, svo og að hann hegði
sér eftir þeim kringumstæðum,
sem viðkoma hans söfnuði, og
eftir því sem þeirra nauðþurft út-
krefur, að minnsta kosti skal því-
líkt ske hálfu missiri áður og
tvisvar í hveri viku..“ og svona
áfram í það óendanlega.
1 /3 fyrir uppljóstrun
Ekki er hægt að skiljast við lög
um kirkjunnar menn og málefni
án þess að geta hins merka bréfs
kansellíisins um tilhögun á
Það á að svipta
presta embœtti ef
konur þeirra verða
léttari ofsnemma
eftir brúðkaupið.
Kirkjudyreiga að
opnastút.
Kaupmenn eiga að
selja salteftirvigt.
Hérareru friðaðirá
íslandi
kirkjuhurðum frá árinu 1828 en
það hljóðar svo:
„Hinn 7.þ.m. hefir Hans Há-
tign allramildilegast þóknast að
úrskurða, að þegar kirkjur eru
byggðar að nýju, þá skuli öllum
hurðum þannig hagað, að þeim
verði lokið upp að innan og gangi
út.“
Margt fleira skondið og
skemmtilegt er skráð sem gild-
andi lög í lagasafninu og sumt
ekki mjög gamalt.
Þar á meðal má nefna lög sem
sett voru skömmu eftir síðustu
aldamót um að salt skuli selt eftir
vigt af öllum þeim kaupmönnum
og verslunar-umboðsmönnum
sem reka verslun, hvort sem er á
sjó eða landi. Svo ströng eru þessi
lög að nákvæmlega er tiltekin ref-
singin við því að brjóta þau:
„Brjóti nokkur gegn fyrstu grein,
skal hann sæta 100-500 króna
sektum, er renna að 2/3 í lands-
sjóð og að 1/3 til uppljóstrunar-
manns.“
Það ætti ekki að verða erfitt
fyrir útsjónarsama og löghlýðna
borgara að bæta kjör sín svo um
munar með því að kanna hve
margar verslanir hafa brotið þessi
lög, því sé sektarupphæðin fram-
reiknuð til dagsins í dag þá ætti
þar að fást dálagleg féfúlga fyrir
uppljóstranir!
Friðun héra
Öllu erfiðara er að gera sér lög
númer 23 frá 1914 að féþúfu enda
þótt þar sé svipað ákvæði um
þóknun til uppljóstrunarmanna.
Þau kveða nefnilega á um að
Stjómarráð íslands geti ákveðið
að hérar (já, hérar) skuli friðaðir
vera, nokkum hluta árs eða allt
árið. Brot gegn þessum lögum
kostar þann sem uppvís er að
drepa þetta dýr eða veiða heilar
20 krónur per stykki og rennur
helmingur sektar í sjóð þeirrar
sveitar sem brotið var framið, en
helmingur til uppljóstmnar-
manns...
Og hér með látum við þessarri
samantekt um gömul og gildandi
íslensk lög vera lokið.
Texti Vilborg Davíðsdóttir.
Atvinna
Laus er til umsóknar staöa hafnarvarðar við Ól-
afsfjarðarhöfn.
Um er að ræða framtíðarstarf og starfsaðstaða er
mjög góð.
Æskilegt er að umsækjandi hafi skipstjóraréttindi
eða starfsreynslu í sjómennsku.
Nánari upplýsingar gefa form. hafnarnefndar
Óskar Þór Sigurbjörnsson í s. 62134 og bæjar-
stjóri í s. 62214.
Frestur til að skila inn umsóknum á bæjarskrif-
stofuna í Ólafsfirði rennur út 31.03. 1987.
Ólafsfirði, 10.03. 1987
^-------------------------------------
Atvinna
Laus ertil umsóknar staða bæjarritara hjá Ólafs-
fjarðarkaupstað.
Nánari upplýsingar gefa form. bæjarráðs Óskar
Þór Sigurbjörnsson í s. 62134 og bæjarstjóri í s.
62214.
Frestur til að skila inn umsóknum á bæjarskrif-
stofuna í Ólafsfirði rennur út 15.04. 1987.
Ólafsfirði 19.03. 1987.
^JRARIK
RAFMAGNSVEITUR RlKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að
byggja útvirki aðveitustöðvar í Grundarfirði.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Raf-
magnsveitna ríkisins við Hamraenda 2, Stykkis-
hólmi og Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með
þriðjudeginum 31. mars 1987 gegn kr. 5.000 í
skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins við Hamraenda í Stykkishólmi fyrir kl.
14.00, miðvikudaginn 15. apríl 1987, og verða
þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem
þess óska.
Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu RARIK
87001 aðveitustöð í Grundarfirði.
Reykjavík 27. mars 1987
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
16 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN